Konungsbók og eineygđur köttur

Á mánudaginn fór ég í bćjarferđ, ég fór í heimsókn í gamla vinnustađinn minn á Hverfisgötu 6. Ég held ţađ séu margir mánuđir síđan ég kom í miđbć Reykjavíkur. Ég var alveg búin ađ gleyma hvađ ţađ er vont veđur alltaf ţarna viđ Arnarhól, ískaldur vindstrengur nćđir um allt. Ţađ er annađ veđurbelti ţarna en hérna í Sigtúni ţađ sem er skjöl úr öllum áttum og ylur ađ neđan úr iđrum jarđar. Eđa ţađ er bara svo kalt núna um allt Ísland ađ hvergi er skjól. Síđustu daga hef ég velt fyrir mér af hverju mađur er eiginlega ađ búa hérna á ţessi rokskeri í  Atlantshafinu, ţađ hljóta ađ vera vera ađrir betri kostir til ađ verja ţessari takmörkuđu jarđvist á. Ég held nú reyndar ađ Ísland gerist ekki napurra en núna, ískuldi og stormur og svo hellist skammdegiđ yfir  ţyngra og drungalegra međ hverjum degi.

Ţađ er einmitt á ţessum árstíma sem ţörfin fyrir drauma og sögur er mest. Núna eru líka jólabćkurnar ađ koma út. Á mánudaginn eftir heimsóknina í stjórnarráđiđ ţá fór ég á Súfistann og sat ţar góđa stund (lesist  margar klukkustundir) og drakk kaffi og las konungsbók eftir Arnald og eineygđa köttinn eftir Hugleik Dagsson. Ég valdi ţessar bćkur vegna ţess ađ núna hafa bćst á listannn yfir framtíđarplön mín ađ skrifa sakamálasögu og gerast skrípamyndahöfundur og ég er ađ stúdera "tricks of the trade" hjá meisturum.  Konungsbók byrjađi vel, gaman ađ lesa svona kunnugleg íslensk minni í bland viđ hefđbundnar hryllingssagnasenur, rigningu og nótt og grafarrask. Söguhetjurnar tvćr eru líka skemmtilegir karakterar, sérstaklega sögumađurinn sem kann manna best ađ ráđa í letur og lesa merkingu úr gömlum skrćđum. Ég var spennt ţegar minnst var á Jón Sigurđsson (sómi Íslands, sverđ og skjöldur) og vonandi ađ hann yrđi einhver sögupersóna en ţađ ţannig var ţađ nú ekki. Ég hafđi nefnilega hugsađ mér ađ hann yrđi ein af sögupersónum í minni sögu, hinn ungi og iđni og alvörugefni og nákvćmni Jón Sigurđsson sem fćr vinnu í Kaupmannahöfn hjá Finni Magnússyni leyndarskjalaverđi viđ ađ búa til prentunar hiđ mikla ritverk Finns um rúnirnar.  Mín saga myndi heldur ekki fjalla um Konungsbók heldur um rúnabókina hans Finns.  Ég fékk margar góđar hugmyndir úr Konungsbók en ég missti ţráđinn í bókinni eftir fyrstu kaflanna ţegar ţetta fór ađ verđa eltingaleikur út um allar trissur svona í anda Da Vinci lykilsins. En svo endađi ég međ ađ glugga í eineygđa köttinn eftir Hugleik og ákvađ strax á fyrstu blađsíđunum ađ kaupa hana til ađ gefa í jólagjöf.  Sekúndu seinna snerist mér hugur og ég hćtti viđ ađ gefa hana í jólagjöf, ég tími ţví alls ekki. Ţetta er bók sem ég verđ ađ eiga sjálf. Ţađ ţótt ađ ég sé löngu hćtt ađ safna teiknimyndasögum. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband