10 þúsund týndar skopmyndir eftir Sigmund - Veit einhver um þær?

Þann  15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hugðist gera þær aðgengilegar á Netinu. Ég finn þær hvergi. Eða er það einhver misskilningur hjá mér? Ég er alveg sammála Guðmundi Magnússyni að það vantar uppsláttarrit um íslenska skopmyndateiknara en ég held ekki að það sé best að gera bók um þá. Ég held að Wikipedia og reyndar ýmis önnur wikikerfi  sé besta verkfærið fyrir svoleiðis ritverk í dag og ég er reyndar byrjuð að skrifa greinar um fjóra íslenska skopmyndateiknara á Wikipedia. Hérna eru þessar greinar:

 Svo bjó ég til flokkinn Íslenskir skopmyndateiknarar 

Vonandi taka aðrir undir þetta framtak og bæta við  greinarnar eða búa til nýjar greinar um skopmyndateiknara sem vantar. Hér eru leiðbeiningar frá mér um hvernig á að setja inn greinar um persónur á Wikipedia.

Ég vona að þess verði gætt að skopmyndirnar eftir Sigmund verði með einhverju höfundarleyfi CC þannig að það megi nota þær t.d. í Wikipedíu. 

Hér er greinin hjá Guðmundi Magnússyni:

Við þurfum bók um sögu skopteikninga 

Þess má geta að það sem sett er inn í Wikipedia er eitthvað sem allir mega nota og ekki þarf að spyrja neinn um leyfi. Ég skrifaði greinina um Sigmund eftir að hafa flett upp í gagnasafni Morgunblaðsins og fleiri ritum en svo sé ég að Vestmannaeyjavefurinn heimaslóð.is  hefur tekið efni úr  greininni minni  á Wikipedíu  inn á sinn vef.  Þetta er skemmtilegt dæmi um notkunargildi Wikipedia, mér finnst gaman að það sem ég hef sett inn á Wikipedia um Vestmanneyinginn Sigmund sé tekið upp á upplýsingavef um Vestmannaeyjar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband