Menning heimsins er rituđ í leir

Ég held ađ mađur lćri mest međ ađ vinna ađ einhverju verkefni, ađ búa til eitthvađ, ađ skapa eitthvađ. Ţađ skiptir ekki öllu máli hvađ kemur út, ţađ er ferliđ sem skiptir mestu máli, ađ nota ferliđ til ađ mennta sig  á sem víđustu sviđi og opna hugsun sína. Ţađ skiptir líka máli ađ vera í samrćđu viđ sjálfan sig og skrásetja ferliđ á einhvern hátt - í minnisbćkur, í rissbćkur, í nótissubćkur eđa í blogg. 

Í síbreytilegu samfélagi  skiptir líka máli ađ vera alltaf ađ lćra eitthvađ nýtt, eitthvađ sem lćtur hugsunina tengjast á annan hátt og eitthvađ sem er "out of your comfort zone". Ég er núna á leirmótunarnámskeiđi og ég nota sjálfa mig til ađ praktísera ţađ sem ég prédika ţ.e. ađ nota blogg sem leiđarbók viđ hugmyndavinnu og  persónulega ţroskasögu tengt viđfangsefninu, ég reyni ađ skrá í blogg allt sem viđvíkur námskeiđinu og ţćr hugmyndir sem ég fć.

Slóđin á bloggiđ er http://leirmotun.blogspot.com

Mér finnst gaman ađ nota ţennan tíma sem ég er á námskeiđinu til ađ spá í sögu leirlistar sem hluta af tćknisögu heimsins og hvernig leir samtvinnast ritmáli og táknrófi en elstu menjar ritmáls eru  fleygrúnir Súmera.

Hér er mynd af mununum okkar, ţetta eru einir fyrstu leirmunirnir sem viđ brenndum. Ţeir eru unnir úr steinleir sem er hábrenndur og viđ notum glerunga sem Ásrún hefur búiđ til. Ég á vasann og blómapottinn til hćgri.

Glerjađir leirmunir

Ég vann ţessa muni međ plötuađferđ og svo ţrykkti ég mynstriđ međ leirstimplum. Svo voru munirnir brenndir í lágbrennslu og ţá voru ţeir tilbúnir fyrir glerjun. Ég glerjađi ađ utan međ svampi og reyndi ađ láta glerunginn fara ofan í mynstriđ og svo hjálpađi Ásrún mér ađ glerja ađ innan međ ađ hella glerung í mótiđ. Ég hef prófađ bćđi steinleir og rauđleir (terra cotta) og ýmsar ađferđir eins og ađ rista mynstur í leđurharđan leir.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband