Wikispaces

Wikispaces er fínt wikikerfi sem er núna ókeypis og án auglýsinga fyrir kennara. Það þarf bara að haka við að maður hyggist nota þetta í fræðslutilgangi þegar maður skráir sitt wiki.  Það þarf bara að smella á myndina hér fyrir neðan, skrá sig og haka við "I certify this space will be used for K-12 education." og þá getur maður byrjað að skrá á sitt eigið wiki. Auðvelt er að spila vídeó frá youtube og líma inn kóða á wikisíður. Sniðugt er að láta marga  vinna saman að einhverju verkefni með svona wiki.

 

Leiðbeiningar með wikispaces

Salvör Gissurardóttir tók saman
Hvað er wiki?
Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Wiki er þannig að allir notendur geta breytt og skrifað ofan í það sem hinir gera. Þannig er Wiki verkfæri sem býður upp á nýja möguleika við samvinnu á vefnum.

Tökum sem dæmi smíði á alfræðiorðabók - Þær alfræðiorðabækur sem við þekkjum eru smíðaðar þannig að hópur sérfræðinga undir ákveðinni ritstjórn skrifar bókina saman. En í wiki þá getum við skrifað öðruvísi alfræðiorðabók. Við getum haft það þannig að hver sem er geti skrifað og breytt hverju sem er. Og þetta er einmitt eitt dæmi um hvernig wiki er notað á vefnum. Það er í smíðum núna alfræðiorðabók WIKIPEDIA. Markmiðið er að til sé Wikipedia alfræðirit á öllum tungumálum. Það eru þegar komnar yfir milljón greinar í ensku útgáfu af Wikipedia en rúmlega 12 þúsund greinar eru í íslensku Wikipedia.

Wikipedia notar wikikerfi sem kallast Mediawiki. Það er algengt  wikikerfi og ókeypis og  opinn hugbúnaður og það sem hefur verið íslenskað. Hver sem er getur hlaðið því niður og sett upp á eigin vefþjón. Það hentar samt ekki öllum að setja sjálfir upp sín eigin wikikerfi og það krefst þess af einstaklingum að þeir hafi tæknilega þekkingu og aðgang að vefþjóni til uppsetninga. Miklu einfaldara er að þurfa sjálfur ekki að spá í uppsetningu og hýsingu og nota kerfi eins og wikispaces.

Wikispaces er ein önnur tegund af wiki og einmitt núna þá geta kennarar fengið ókeypis svæði þar. Wikikerfi eru flest mjög lík. Þú smellir bara á "Edit this Page" og bætir við því sem þú vilt bæta við og smellir svo á Save. Alltaf er hægt að fara í "history" og rekja breytingar.
Hér eru leiðbeiningar (skjákennsla í Camtasia) sem ég tók saman um Wikispaces:
Wikispaces leiðbeiningar 1. kafli 3. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 2. kafli 4. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 3. kafli 3. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 4. kafli 4. mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband