Wiki er málið - Ekki blogg

Það er mikið umræða um blogg og á bloggi þessa dagana á Íslandi. Ég skráði á blogg Ekkiblogg sögu Íslands og helstu ekki-bloggarar blogga oft um blogg ( Vofa Víkverja gengur ljósum logum og Ekki blogg – gleðilegt ár)

 og ekki-blogg sögu, sagnfræðingar  blogga um að þetta sé allt að breytast í Eitt allsherjarblogg? og  bókmenntaliðið  reyna að skilja á milli gæðablogga og ofurblogga og amablogga og deiglupennar reyna að blása lífi í deyjandi vefrit með bloggpistlum um blogg og ekki blogg og bloggblaðmennsku.

En síðastu  ár hef ég haft miklu meiri áhuga á wiki og samfélögum í kringum wiki kerfi en því miður þá virðast ennþá vera afar fáir á Íslandi sem átta sig á og hafa áhuga á svoleiðis kerfum.  Það er helst að fólk kveiki þegar rætt er um Wikipedia, flestir hafa kynnst því alfræðiriti, alla vega ensku útgáfunni af því því það poppar upp í leit í Google.  Margir virðast ekki vita af því að það er unnið að því að skrifa íslenska útgáfu af Wikipedia í sjálfboðaliðsvinnu og þar er allt of lítill hópur sem starfar að því. Það er það nýársheit frá seinasta ári sem ég er hvað ánægðust með að ég stefndi að því að skrifa að minnsta kosti 52 pistla inn á is.wikipedia.org á árinu 2006 og ég held að ég hafi skrifað miklu fleiri.

Hér er vefur með yfirliti yfir hin ýmsu wikikerfi: http://www.wikimatrix.org/

Sniðugasta wikikerfið fyrir kennara er wikispaces, það er ókeypis og er núna án auglýsinga fyrir alla kennara. Það er flott tilboð, ástæðan er sennilega sú að þeir sem standa að þessu vilja ná sem flestum notendum og reyna svo að selja kerfið svona eins og google keypti upp jot.

Það er fínt að læra á wiki með eigin wikispaces.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Þarf að gera upp á milli bloggs og wikis? Eru þetta ekki tvö gjörólík tæki sem þjóna mismunandi tilgangi? Ef við hugsum þetta út frá mennta- eða kennslugildi, þá virðist mér sem blogg sé fyrst og fremst einstaklingsbundið tæki og wiki samfélagslegt tæki.

Einstaklingar nota blogg til að vinna úr upplýsingum, móta sína hugsun og miðla. Aðrir hafa s.s. færi á að kommentera á bloggfærslur en ég held að þær séu sjaldnast breyttar út af kommentum. Í mínum huga væri slíkt í andstöðu við hugsunina á bak við blogg, sem er að skrásetja hvað einstaklingum finnst um gefið efni á tilteknum tíma.

Wiki nýtur sín svo best á næsta stigi þegar þarf að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi okkar einstöku þekkingu. Eða kannski er það helsti kostur wiki að við þurfum ekki að komast að endanlegri niðurstöðu, heldur eru færslur í stöðugri mótun eftir því sem fleiri koma að málinu og skilningur okkar á viðfangsefninu breytist.

En hvernig sem á það er litið, þá held ég að blogg sé öflugt tæki til að þjálfa þekkingarmiðlunarhæfni og byggja upp sjálfstraust einstaklinga sem nýtist svo þegar þeir taka þátt í skráningu efnis í wikikerfum. Engin ástæða til að velja á milli.

Tryggvi Thayer, 9.1.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

flest kerfi eru lokaðri en vwiki. það þarf að fara í gegnum eitthvað ferli til að breyta síðum og þeir sem vilja tjá sig um það sem höfundur skrifar er ruslað saman í það sem kommentalista eða svarhala.  

Það er sennilega líklegast að blogg og vefsíður verði allt wiki. Það geti hver sem er skrifað hvar sem er svo fremi sem maður hafi réttar aðgangsheimildir. það lofar góðu að hafa svoleiðis kerfi. blogg og wiki eru að renna saman m.a. inn í jotspot. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.1.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband