Framsókn Margrétar

Góđur pistill  hjá Sveini Hirti ţar sem hann hvetur Margréti Sverrisdóttur til ađ ganga í Framsóknarflokkinn. Ég tek undir ţađ. Sá flokkur sem hefur svona öfluga konu eins og Margréti í forustu er vel settur.  Ég vona hins vegar ađ Margrét láti sverfa til stáls í sínum flokki og bjóđi sig ţar fram til formanns og meti svo stöđuna eftir ţví hver útkoman verđur. Ţađ mun ekki skorta bođ frá öđrum stjórnmálaflokkum ađ fá Margréti til liđs viđ sig.  

Ţađ er nú samt ekki rétt í pistlinum hjá Sveini Hirti ađ í Framsóknarflokknum séu engir karlaklúbbar. Ţađ er alls ekki tekiđ vel á móti konum í ţví Framsóknarfélagi sem ég tilheyri en ţađ er Framsóknarfélagiđ í Reykjavík Norđur og ţar hafa stjórnarhćttir veriđ undarlegir.  En ég held ađ ţađ félag sé undantekning og alls ekki sama stađan annars stađar í Framsóknarflokknum.  Framsóknarflokkurinn er flokkur ţar sem konur hafa komist til áhrifa og ţađ hafa náđ ađ vaxa ţar upp sterkar stjórnmálakonur.  Tölurnar tala, helmingur ţingflokks og helmingur ráđherra Framsóknarflokksins eru konur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband