Aumastir allra - Ólafía og vændiskonurnar

Ég hlakka til að lesa bók Sigríðar Dúnu um Ólafíu Jóhannsdóttur. Ólafía er ein af kvenhetjum okkar og hún barðist fyrir þá smáðu og hráðu í samfélaginu.  Stundum finnst mér heimurinn ekkert hafa breyst frá dögum Ólafíu. Alla vega eru þeir sömu aumastir allra og það eru vændiskonur og fíklar og ennþá eru þeir valdalausustu konur og ennþá fæðast og alast mörg börn upp á heimilum þar sem foreldrarnir eru fíklar og alkar. Hin hroðalegu morð  á vændiskonum í Ipswich eru í fréttum sögð eins og spennandi sakamálasaga og hryllingssaga þar sem framvindan er rakin í fréttum af morðum en jafnvel þó að fótum troðið fólk og verksumerki eftir ofbeldi sem það sætir út af því í hvaða stöðu það er í lífinu séu flennifyrirsagnir í dagblöðum þá  snýst kastljósið ekki að neyð fíkla og þeirra sem selja aðgang að líkama sínum heldur að því hversu kænn ofbeldismaðurinn er og hversu vel  og hversu lengi hann kann að dyljast og hversu snörp lögreglan er í að elta hann uppi.

Það er líka gengið út frá því að morðinginn sé einn maður en þannig þarf það ekki að vera þó að ofbeldið sé framið á líkan hátt í öllum morðunum. Það ofbeldi sem vændiskonurnar sem voru myrtar sættu í lífi sínu var ekki ofbeldi frá einum manni heldur frá fjölmörgum mönnum yfir langan tíma í samfélagi sem snýr blindu auga að neyðarvændi sem er ein  hryllilegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis.  

Ég skrifaði á blogg fyrir tveimur árum þennan pistil um Ólafíu: 

Aumastir allra
er nafnið á einu riti Ólafíu Jóhannsdóttur sem í öðru riti lýsti upp leiðina frá myrkri til ljóss. Hvað hefði Ólafía gert í Reykjavík nútímans, hún sem fyrir meira en öld stóð á peysufötunum fyrir utan rónastaðinn Svínastíuna og talaði um fyrir rónunum. Hún sem bjó meðal vændiskvenna og djúpt sokkinna fíkla í Kristjaníu og er núna kölluð Ólafía - Nordens Mor Theresa "den ulykkeliges ven".
Væri Ólafía ekki á fullu núna að trampa á viðskiptahugmyndum Geira í Maxims og hefði hún ekki norpað fyrir utan Kjallara Keisarans og Skipper á sínum tíma og væri núna að reyna snúa honum Bjössa og kúnnunum hans í Kaffi Austurstræti til betri vegar? Væri hún væri ekki að fylgjast með dílerunum á Netinu og vísitera e-pilluhallirnar í úthverfunum?

Mér finnst mikið til Ólafíu koma. Ekki bara af því að hún líknaði bágstöddum. Frekar út af því að hún gerði eitthvað til að breyta ástandinu.


mbl.is Ein vændiskvennanna sem myrt var í Ipswich var barnshafandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Sæl. Það segir sig sjálft, að ég mæli með þessari bók af öllum þeim þunga, sem þrífst í mínu lunga. Einfaldlega bók ársins, eins og ég segi á mínu bloggi. Ég hef lesið þessa bók mörgum sinnum yfir, en vitna í Valgeir Guðjónsson: "Það er engin leið að hætta..." Það, að hún skuli ekki hafa fengið tilnefningu til bókmenntaverðlaunanna er að mínum dómi hneyksli. Kv. Snorri

Snorri Bergz, 16.12.2006 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband