Fann ég á fjalli fallega steina

Það er brosleg sagan af konunni sem skilaði íslenskum hraunmolum aftur  því hún óttast reiði guðanna. Ég tíndi eini sinni marga steina í árvatni í  Landmannalaugum og bar með mér til byggða. Bláir litatónar steinanna hrifu mig þar sem þeir glitruðu í vatninu en svo varð ég fyrir vonbrigðum þegar heim var komið. Steinarnir voru bara fallegir í vatninu, þeir breyttu um lit, urðu móskulegir og óhrjálegir þegar þeir urðu þurrir. Ég setti steinanna  í krukku og gleymdi þeim. Svo var það eina sumarnótt fyrir fimm árum, ég var að búa mig undir að fara  snemma morguns af stað í ferðalag að ég fann þessa steina aftur og langaði til að sjá aftur bláa litinn sem heillaði mig svo ég setti steinana á botninn í skál, fyllti skálina af vatni og setti nokkur flotkerti ofan á. Setti svo skálina á eldhúsborðið. Þetta var mjög fallegt, eins og helgitákn. Atburðarásina eftir það skráði ég á bloggið mitt í  eftirfarandi bloggfærslu Blautur morgunn 3.08.01:

Eldsnemma í morgun byrjaði vatn að leka í eldhúsinu hjá mér. Fossa reyndar frekar en leka. Ég var inn í stofu og heyrði skrýtin hvæshljóð úr eldhúsinu, fór fram til að athuga og þá var hrikalega mikill kraftur á vatni og það fossaði um allt. Það hefur pípulagningamaður verið að vinna í húsinu en ég hafði ekki númerið hjá honum og var ein heima og vissi ekki hvar kaldavatnsinntakið í húsið var. Datt ekkert í hug nema hringja í 112 og þeir sendu björgunarsveit á staðinn. Held að það hafi verið nokkrir lögregluþjónar og svo fólk með öfluga vatnssugu inn í eldhúsinu hjá mér í morgun. það var nokkurra sentimetra pollur í eldhúsinu og byrjað að leka í önnur herbergi. Lexía: Kynna mér eftirleiðis alltaf hvar vatnsinntakið er í húsum sem ég bý í og hvernig á að skrúfa fyrir vatnið ef eitthvað gerist. En ég er þakklát fyrir aðstoð frá neyðarlínunni, þetta er virkileg björgunarsveit.

Þetta blogg er nú reyndar gott dæmi um sögu í sögu og hvernig lesa verður blogg á milli línanna. Bloggið  fyrir fimm árum endar á mjög skynsamlegri lexíu um hve mikilvægt sé að kynna sér hvar vatnsinntakið er í húsum. Það var samt reyndar aldrei aðalatriðið sem ég lærði af þessari lífsreynslu. Ég lærði að alveg eins og brennt barn forðast eldinn þá forðast sá sem hefur vaðið vatnselginn í eigin eldhúsi allar særingar með vatn, kerti og steina sem kalla á vatn.

Gaman að svo skrýtnum og fyndnum sögum um túrista og hindurvitni. Það er alltaf hægt að brosa að þessu Smile


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband