Drottningarviđtal viđ sjálfa mig sem mann ársins

bloggrjupanMér er mikill heiđur ađ taka viđ ţessari viđurkenningu sem mađur ársins frá tímaritinu Times: "Til hamingju. Ţú hefur veriđ valin(n) „mađur ársins“ af tímaritinu Time. Ţađ eru reyndar allir „borgarar hins stafrćna lýđveldis“, sem orđiđ hafa fyrir valinu ađ ţessu sinni, ţađ er ađ segja, allir sem nota Veraldarvefinn eđa búa til efni á hann. ".

Ţetta kemur mjög á óvart. En ég er samt tilbúin međ mynd af mér sem ég tók á heimili mínu í Sigtúni af mér sjálfri međ útsaumađan púđa sem ég bróderađi sjálf og međ rjúpur eftir Guđmund frá Miđdal. Ţađ er náttúrulega ekki nógu heimsborgaralegt ađ sitja í Sigtúni en ekki út í hinum víđa heimi í einhverri erlendri höfuđborg.

En hérna í Sigtúni  viđ borđstofuborđi  á  ég  löngum mitt sćti ţegar ég blogga og  úti viđ kvikar borgin sem einu sinni var sjávarpláss međ gný sinn og lćti. Og hálfvegis vakandi og hálfvegis sofandi eins og í draumi  hér viđ fartölvuna ţá heyri ég ţytinn í aldanna sígandi straumi ţví um gluggann sé ég amerísku öldina í íslensku ţjóđlífi líđa hjá og alţjóđavćđinguna byrgja útsýni til himinhvolfanna. 

Ég sé Blómaval ţar sem einu sinni var gróđurhús og verslun en ţar sem  núna er brunaútsala á dótinu sem ameriski herinn skildi eftir ţegar hann fór og ég sé tvíburaturnana nýju í Reykjavík teygja sig til himins í hótelbyggingunni viđ Grand hótel.

 p.s. ţetta međ rjúpurnar og púđann er vísun í viđtal viđ Dorrit í Nýju lífi, ţar er allt í útsaumi og hún fađmar leirrjúpur sem sagđar eru eftir Guđmund frá Miđdal og mér sýnist ţćr bara svipađar og rjúpnastyttan sem ég keypti um áriđ af Marsibil á Skólavörđustígnum og sem ég hef alltaf haldiđ ađ séu frá Funa. Á mínum rjúpum stendur GE 1948 ISLAND.   Ţađ er líka fariđ međ ljóđ eftir Jón Helgason í ţessu bloggi, stemminguna frá ţví hann var í Kaupmannahöfn ađ skođa handritin í bókasafninu ţar.


mbl.is Tímaritiđ Time velur „borgara stafrćna lýđveldisins“ mann ársins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband