Fjölskyldumyndir

kristín 17 ára - vinkonur

Það eru margar aðferðir til að setja fjölskyldumyndir á vefinn. Ég geymi myndirnar í flickr.com og borga fyrir það. Það er vegna þess að flickr virkar með mörgum kerfum og notendur þar byggja upp netsamfélag. Flickr er oft tekið sem eitt besta dæmið um "social software" eða "folksonomies" þegar fólk merkir sjálft gögnin sín.

Það er alveg óþarfi að nota flókin myndvinnslukerfi eins og photoshop. Það er núna komið fullt af myndvinnslukerfum sem eru vefþjónustur þar sem maður getur klippt til myndir og breytt þeim á ýmsa lund. Dæmi um slíkt er http://www34.lunapic.com og http://www.imagecrop.com

Hér eru myndir sem ég hlóð beint úr stafrænu myndavélinni minn inn á flickr og klippti svo til  og breytti í vefþjónustum eins og lunapic.   

Afmæli Gísli Garðar 2. áraAfmæli Gísli Garðar 2.ára

Lára 10 ára afmæli

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilsögn um tölvunotkun og tilvísanir á góðar vefsíður eru vel þegnar. Ég segi þó farir mínar ekki sléttar í því að reyna að kalla fram nethugbúnað til myndvinnslu sem þú bendir á í flogginu hér að ofan. Ég lími ‚www34.lunapic.com‘ inn í vísilínu sjáandans míns (beiti aðallga fetaranum camino og fuglinum seamonkey); veffangið breytist í þetta hér: ‚72.232.56.42/cgi-bin/mirror/animation-factory‘ sem kallar ekki fram neina vefsíðu. Ég reyni við hitt veffangið ‚www.imagecrop.com‘, sjáandinn rembist og rembist en ekkert gengur og loks kemur tilkynning um útrunninn tíma. Vefsíða birtist sem sé ekki.

Hvað skal þá gera? — mig langar til að biðja um holla ábendingu, mér og öðrum flogglesendum þínum til þægðar.

Hjalti Kristgeirsson 

Hjalti Kristgeirsson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 11:43

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég nota þessi kerfi bæði með Firefox og Internet Explorer og þetta virkar fínt þar. Sennilega er þetta eitthvað tengt vafranum þínum (er það sama og sjáandi?) og þessi kerfi virka kannski bara með Firefox og IE.

Það eru fjölmörg svona myndvinnslukerfi, skoðaðu síðuna mína http://fyrirlestrar.khi.is/salvor/myndvinnsla þar er ég með lista yfir nokkur. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.11.2006 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband