Sendiherrann á Súfistanum

Í dag mun ég ekki fara niđur í miđbć. Ég mun ekki vera í Mál og menningu á Laugaveginum rétt fyrir lokun  á ţorláksmessu ađ kaupa bćkur í  jólagjafir eins og ég hef gert eins lengi og ég man.  Mér finnst ţađ óţćgilegt og ţađ fyllir mig tómleika. Ég vil hafa hefđir, ég vil ađ jólin séu alltaf eins, ég vil hangikjöt á jóladag, ég vil samfélag ţar sem gáfumenn ţjóđarinnar ráđa árlega í hinn mystiska texta "Upp á stól stendur mín kanna" og ţar sem ný Grýla vaknar til lífsins í svartasta skammdeginu á hverju ári bara til ađ vera hrakin á brott eina ferđina enn af hetjum ţessa lands og ég vil nýjar sögur og nýjar bćkur á hverju ári sem lýsa upp heiminn í skammdegismyrkinu. Eg vil snjó og hvíta jörđ, ég vil birtu. Ég veit ađ snjórinn lýsir ekki sjálfur, ég veit ađ ţađ er sjónhverfing ađ allt sé bjartara ţegar snjóar, ég veit ađ ţađ er endurskin og ég veit  ađ birtan sem lýsir upp líf mitt núna er blekking.

Bókabúđir og bókasöfn eru orkustöđvar. Ţar hanga hugsanir í loftinu og umlykja mann og ţar eru stefnumót hugmynda og ţar blandast menningarstraumar.

Nóttin er blá, mammaÉg fór í Mál og menningu og drakk kaffi á Súfistanum á laugardaginn var. Ţegar ég kom inn ţá sat ţar fyrir dyrum undur mađur ađ árita bók sína "Nóttin er blá Mamma". Ţetta sló mig, kannski af ţví ađ mamman sem um rćđir er móđir mín, kannski út af ţví ađ ţessi sena minnti mig á fallvaltleika lífsins. Minnti mig á ađ fyrir nokkrum árum hafđi ég einmitt veriđ í útgáfubođi á ţessum sama stađ ţar sem skálađ var yfir nýútkominni bók, bókinni Halldór eftir bróđir minn. Ţar voru samankomnir margir vinir hans, flestir samherjar hans í frjálshyggjuherferđinni og félagar úr menntaskóla og háskóla. Margir höfđu á orđi ađ ţeim myndu ekki hafa trúađ ţví ađ ţeir ćttu eftir ađ fagna útgáfu bókverks eftir einn úr ţeirra röđum í húsakynnum Mál og menningar og vísuđu ţá til ţess landslags bókmennta á Íslandi ţegar pólitískar markalínur réđu hvađa sögur lýstu upp  heiminn í útgáfunum tveimur Almenna bókafélaginu og Mál og menningu.  Ţessi áritunarsena og ţetta ritverk Nóttin er blá mamma er háđ um bróđur minn og svíđur undan ţví en á vissan hátt er ţetta líka ljósmynd af bókaútgáfu á Íslandi áriđ 2006. Mér finnst ţetta vera eins og sjóv ţar sem bókaútgáfan er ađ gera grín ađ sjálfri sér og ţeim örlögum sem munu mćta henni.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband