Runólfur á Bifröst, Árni í Eyjum og Arnar í Rannsóknarlögreglu

Ég held ég hafi undanfarnar nokkrar vikur varla fylgst nokkuđ međ fjölmiđlaumrćđunni á Íslandi. Annađ hvort er ekkert ađ gerast eđa ég er bara eitthvađ fráhverf íslenskum ţjóđmálum ţessa daganna. Ég tek eftir ađ ţćr fréttir sem ég les međ mestri athygli eru tćknifréttir á digg.com og svo tćknifréttir á hefđbundnari miđlum eins og mbl.is og news.bbc.co.uk.

En ég horfđi á sjónvarpiđ núna í gćr miđvikudagskvöld og mér fannst umrćđan mjög áhugaverđ. Sérstaklega fannst mér fréttin um fundinn sem rektorinn á Bifröst hélt og gagnrýni formanns nemendafélagsins á hana og svo gagnrýni/ályklun ungra sjálfstćđismanna á ummćli Árna Johnsen í sjónvarpinu.  Ţessi mál eru dáldiđ skyld ţegar grannt er skođađ, ţađ er ţungur ásökunartónn ungs fólks í garđ ţeirra sem eru í forsvari yfir vinnubrögđum - annars vegar er ţađ gagnrýni á afar undarlega orđrćđu fyrrum og tilvonandi ţingsmanns sem stefnir ótrauđur á ađ setjast á löggjafarsamkomu Íslendinga ţrátt fyrir ađ hafa orđiđ uppvís ađ alvarlegum svikum og lögbrotum og hins vegar gagnrýni á hvern hátt rektor á Bifröst virđist hafa brugđist viđ alvarlegum ásökunum um starfshćtti sína. Ţessi fundur er stórundarlegur og ţađ getur ekki veriđ eđlilegur farvegur og eđlileg vinnubrögđ í háskóla ađ atkvćđagreiđsla á slíkum fundi sé  einhvers konar kviđdómur eđa dómstól um starfshćtti rektors.  

Svo var í Kastljósinu viđtal viđ Arnar rannsóknarlögreglumann ţar sem hann bar fjölmiđla og áhrifamenn í íslenskum viđskiptaheimi ţungum sökum og sagđi fjölmiđla handbendi áhrifafólks í viđskiptum og ađ  markvisst hefđi veriđ svert ćra hans og annarra sem hafa komiđ ađ rannsókn efnahagsbrota.  

Allar ţessar fréttir glöddu mig og mér finnst ţćr vísbending um ađ ţađ sé opin og gagnrýnin  umrćđa um íslensk ţjóđmál. Ég hef töluverđar áhyggjur af ţví hvernig ţróunin verđi á nćstu árum, sérstaklega varđandi Netumrćđu. Margir halda ađ ţađ sé sjálfkrafa ávísun á opnari umrćđu og lýđrćđislegri ađ fólk tjái sig í umrćđukerfum og bloggi eđa einhvers konar netsamfélögum. Vissulega eru ţađ fleiri sem tjá sig og umrćđan verđur öđru vísi. Netumrćđan grefur farvegi sem grafa undan og breyta ţeim undirstöđum og ţeim farvegum sem valdiđ hefur flćtt eftir. En ţađ er tilhneiging víđa ađ ţessi umgjörđ sé ađ fćrast á fárra hendur og ef til vill verđa netsamfélög ţannig ađ ţađ eru bara raddir einhverra fárra sem ná ađ heyrast - og ţađ séu ţá raddir sem enduróma ţađ sem valdhöfum og eigendum miđlanna kemur best. Hér á ég viđ ţađ ađ fjölmiđlarisar kaupa upp netsamfélög t.d. Myspace og stórfyrirtćki eins og Google kaupa upp hverja netţjonustuna/netsamfélagiđ á fćtur öđru. Ég er ađ skrifa ţetta blogg í kerfi sem Morgunblađiđ hefur sett upp, vćntanlega til ađ styđja viđ ţađ fjölmiđlaveldi sem ţađ byggir á. Hvađa tryggingu hef ég fyrir ţví ađ ţessu bloggi sé ekki lokađ eđa ţađ gert óađgengilegt ef mér myndi detta í hug ađ tjá mig hérna um eitthvađ sem ţví fjölmiđlaveldi kćmi illa?

Enga.

 

 


mbl.is Formađur nemendafélagsins á Bifröst lýsir óánćgju međ fund rektors
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband