24.4.2009 | 10:53
Mörgæsir á Austurvelli - Opinn hugbúnaður
"Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið" auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn fyrir síðustu kosningar. Núna hefur öllu verið á botninn hvorft og það ætti því ekki að koma á óvart að Mörgæsir komi til Íslands í ár þó þær haldi sig alla jafna á hinum helmingi jarðarinnar. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Austurvöllur fyllist af mörgæsum þegar líður á daginn. Ein slík lagði út í íslenska vorið héðan frá heimili mínu, hún er að dimmitera með Borgarholtsskóla í dag.
Annars eru mörgæsir táknmynd í tölvuheiminum, táknmynd frjáls hugbúnaðar, táknmynd linux hugbúnaðar. Ég vil benda á handbók um stafrænt frelsi
Á þeim krepputímum og upplausnartímum sem núna ganga yfir þá ættum við öll að skoða opinn og ókeypis hugbúnað. Satt að segja er slíkur hugbúnaður eini raunverulegi kosturinn fyrir þann sem þarf að spara en leggur samt áherslu á nýsköpun.
Það er ekki eingöngu að það sparaðist mikið fé þegar ekki þarf að borga leyfisgjöld af hugbúnaði heldur er miklu auðveldara um vik að breyta hugbúnaði þegar kóðinn er opinn og ekki þarf að standa í miklu og flóknu höfundarréttarvafstri við t.d. að fá að þýða hugbúnað á íslensku.
Árið 1986 var ég námstjóri í tölvufræðum fyrir grunnskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Þá var ekkert efni til á íslensku, engin kennsluforrit eða notendaforrit voru íslenskuð. Ég skrifaði þá mörgum erlendum söluaðilum kennsluhugbúnaðar og reyndi að fá leyfi til að þýða tölvuforrit og stafrænt kennsluefni til notkunar í íslenskum skólum en það var annað hvort svo svimandi upphæðir sem beðið var um eða svona litlum markaði eins og Íslandi var ekki sinnt af stórum útgáfufyrirtækjum eða enginn vissi hver átti höfundarréttinn.
Að flytja inn hugbúnað þá var meiriháttar mál, það þurfti að fylla út skýrslur, það þurfti að greiða toll og innflutningsgjöld og sökuskatta og sækja um gjaldeyri og senda greiðslu til seljanda. Svo var hugbúnaður jafnan með einhvers konar læsingum sem áttu að koma í veg fyrir að hann væri ólöglega afritaður. Það þýddi að ef diskettan sem hugbúnaður kom á t.d. kennsluforrit í stærðfræði fyrir krakka eyðilagðist þá var ekki hægt að nota hann neitt meira í kennslu, það var alltaf vitavonlaust að ætla sér að fá nýjar diskettur frá söluaðila erlendis nema fara aftur í stórkostlega skriffinnsku og borga aftur fyrir forritið.
Bara þessi atriði sem ég hef hérna talið upp urðu til þess að íslensk börn og ungmenni höfðu í skólakerfinu ekki aðgang að ýmis konar hugbúnaði sem þegar var kominn í notkun erlendis þrátt fyrir að hér væru skólar og heimili velbúnir varðandi tölvur. Ástæðan fyrir mikilli tölvueign hér var sú að hér var um tíma ekki innfluttningsgjöld af tölvum og voru þær því hlutfallslega ódýrari hér. Bara þessi ráðstöfun að fella niður gjöld af tæknivörum um tíma gerði mikið fyrir íslenskan tölvu- og hugbúnaðariðnað. Reyndar var það svo á þessum árum og er raunar ennþá að hugbúnaður flæddi eftir óformlegum og ólöglegum leiðum, það var gríðarlega mikið um ólöglega afritun á hugbúnaði.
Ef þessi ólöglega afritun hefði ekki átt sér stað þá efast ég um að hæfni ungra Íslendinga sem núna starfa í tölvugeiranum væri eins mikil og hún er í dag. Vonandi er ástandið þannig að núna er sem mest af hugbúnaði í fyrirtækjum á Íslandi löglega fengið og löglega afritað. Það er enginn ástæða til að ætla annað, núna hafa fyrirtæki sem selja hugbúnað mætt breyttum markaðsaðstæðum með að bjóða upp á verð og samninga sem fólk ræður við.
Skólanemendur eiga nú í dag kost á að kaupa stóra og öfluga hugbúnaðarpakka á sérstöku mjög lágu skólaverði og verð til almennings hefur líka lækkað. Þetta gerist kannski að hluta til vegna þess að það þýðir ekki að selja dýrum dómum einhvern hugbúnað sem allir geta hlaðið niður ókeypis af sjóræningjavefjum. En þetta gerist líka vegna samkeppni. Harðasta samkeppni sem séreignarhugbúnaður fær núna er frá opnum hugbúnaði sem dreift er ókeypis, frá stóru samfélagi sem stækkar dag frá degi, frá samvinnufélögum nútímans þar sem fólk vinnur saman að framleiðslunni í stórum samfélögum og fylgir ekki því kerfi verðmyndunar sem við erum allt of föst í að sé hið eina rétta, kerfi sem byggir á hámörkun ágóða og framboði og eftirspurn. Hagfræði opins hugbúnaðar er meira hagfræði þess sem er ókeypis en þarf bara að dreifa, hagfræði þeirrar hugsunar að verðmætið eykst eftir sem af er tekið, verðmæti eykst eftir því sem fleiri taka þátt í samfélaginu og verðmætið er ekki mælt í peningum heldur notagildi.
Á krepputímum eins og núna þá er auðvitað ekkert vit í að borga fyrir það sem maður getur fengið jafngott ókeypis. Þess vegna er stórundarlegt að ekki skuli allir opinberir aðilar vera farnir rakleiðis yfir í opinn og ókeypis hugbúnað, það er eina vitið!
Hér áður þá var röksemdin sú að það þyrfti mikla vinnu við að aðlaga og þjónusta opinn hugbúnað, leyfisgjöldin og kaupverðið væri bara hluti af pakkanum. Það er víst alveg satt en einmitt núna þá er það innlend vinna fyrir innlent tölvu- og tæknifólk, fólk sem fyrir skömmu síðan var önnum kafið við að þjónusta fjármálastofnanir og banka, fólk sem við megum alls ekki við að missa úr landi, fólk með hæfni sem alls staðar er eftirspurn eftir. Við þurfum að stöðva atgervisflótta frá Íslandi og það gerum við ekki best með því að halda áfram að reisa kreppuhallir þar sem flestir sem starfa eru farandverkamenn frá Austur-Evrópu. Það eru því miður mest þannig störf sem tillögur stjórnmálaflokka eins og Samfylkingarinnar ganga út á.
En það hefur líka allt að segja með hvernig aðstöðu við getum boðið þeim ungmennum sem eru að menntast í íslenska skólakerfinu að við verðum fljót að taka upp opinn hugbúnað og opnar lausnir og að við skiljum að það er líka fjárfesting að byggja brýr og reisa virki í hinum stafræna heimi. Staða og möguleikar Íslands í þekkingarsamfélagi nútímans mun ráðast af því hve vel tekst að tileinka sér vinnubrögð við framleiðslu sem er ekki hefðbundin framleiðsla iðnaðarsamfélags heldur framleiðsla þar sem samspil er milli framleiðanda og neytanda og neytandinn býr til sína vöru úr einingum og neytandinn er líka framleiðandi. Þetta erum við að sjá gerast í ýmis konar framleiðslu en þessi þróun byrjar í hinum stafræna heimi.
Núna þegar við göngum til kosninga á morgun þá er gott fyrir okkur að rifja upp orð og efndir forustumanna í stjórnmálum. Slagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var "Traust efnahagsstjórn". Sumt af kosningaefni þeirra þá er ennþá aðgengilegt á vefnum. Þannig rakst ég á grein eftir Guðfinnu þinkonu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem hún segir m.a. fyrir síðustu kosningar:
"Traust efnahagsstjórn er stærsta velferðarmálið. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins skilja vel samspil efnahagslífs, verðmætasköpunar og velferðar. Ef við kjósum þannig að hér verði áframhaldandi traust efnahagsstjórn, getum við staðgreitt velferðina sem er draumur hverrar þjóðar."
Við vitum eftir Hrunið mikla að íslenska þjóðin var ekki að kjósa yfir sig trausta efnahagsstjórn heldur glundroða og blekkingarvef og það sem fylgdi með var ekki draumur hverrar þjóðar heldur martröð hverrar þjóðar. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins höfðu engan skilning á efnahagslífi heimsins og þeirri sterku undiröldu sem er búin að vera í marga áratugi, undiröldu sem ryður smán saman burt iðnaðarsamfélagi fjöldaframleiðslu. En í fjörkippum hins vestræna peningahagkerfis iðnaðarsamfélagsins gengur allt á misvíxl, peningar geta flætt óhindrað um lönd og eru bara tölur í peningabólugerðarvélum heimsins sem núna eru eins og sjálfvirk þvottavél sem óvart hefur verið sett grænsápa í og allt flæðir út allt og þvottahúsið fyllist af froðu og vélin er ónýt og allt bendir til að við verðum að taka fram þvottabretti og bala og fara að þvo í höndunum aftur - eða koma okkur upp annarri vél sem við skiljum hvernig virkar og sem við getum gert sjálf við.
Peningar geta flætt óhindrað um lönd en fólkið er fast. Það er fast í einhvers konar ánauð skulda og hafta en það er líka uppflosnað. Uppflosnað á þann hátt að það er ekki lengur sjálfs síns, það er ofurselt einhverjum fjármálakippum, ef verðbréf falla á Wall Street þá lokar verksmiðja á einhverjum stað í heiminum, ef hlutabréf falla þá flyst fyrirtæki milli landa.
Ég er ákafur talsmaður frelsis, frelsis til að láta hugmyndir dafna og blómgast og ég veit að nýsköpun og framþróun verður ekki til nema þar sem við höfum frelsi og svigrúm. En mælikvarði á frelsi og framfarir er ekki hagnaður í ársreikningum einhverra loftbólufyrirtækja sem útrásarvíkingar og bankar þeirra kasta á milli sín og sumar af þeim leikreglum sem pössuðu vel við gamla prent- og iðnaðarsamfélagið eru hroðalega á skjön við það samfélag sem nú er að vaxa upp og er að hluta til í hinum stafrænu rýmum.
Frelsi er líka fólgið í að hafa aðgang að þekkingu og verkfærum og smíðaefni. Í samfélagi þar sem slíkur aðgangur er bundinn við alls konar eignarétt, einkaleyfi og peningagreiðslur þá verður mismunun þegnanna mikil, sumir geta keypt sér aðgang en sumir eru útilokaðir frá aðgangi.
Þannig er sá eignarréttur á stafrænum hlutum sem nú er skilgreindur í lögum mikill fjötur um fót allri framþróun, raunar svo mikið að upp spretta í sífellu önnur samfélög ólöglegrar dreifingar á efni og stór hluti fólks fer ekki að lögum.
Við þurfum á nýrri sýn að halda, við þurfum að skilja að það verðmætadreifingakerfi sem við búum við núna og byggjum samfélag okkar á er ekki að virka og við þurfum að endurskoða helgustu vé þess kerfis. Við þurfum að endurskoða hugmyndir okkar um eignarrétt, sérstaklega eignarrétt á gæðum sem eru þannig að allir hafa hag af því að þau séu nýtt á ákveðinn hátt og eftir ákveðnum reglum. Við verðum að skilja að máltækið "það eyðist sem af er tekið" á við ef við erum að tala um verðmæti sem eru í sjóð sem enginn leggur inn í en allir taka út úr en það á ekki við um sum verðmæti sem verða til í samfélagi manna og framleiðslu og er þess eðlis að þau vaxa og dafna eftir því sem þau eru meira notuð.
Þegar ég var í hagfræðinámi í háskóla Íslands var ljóst að fiskistofnar við Íslandsstrendur voru í mikilli hættu vegna ofveiði. Það var haldið að okkur lesefni eins og varðandi Tragedy of the commons og öðru lesefni okkar sem notað var til að réttlæta að einkaeignarhald á fiskistofnum , ég man ennþá eftir að ein sterkasta röksemdin fyrir að hér á Íslandi þyrfti einkaeignarétt á veiði var saga um álaveiðar við strendur Danmerkur. Núna mörgum áratugum seinna þá er ég sannfærð um að þessi hagfræði og þessi sýn á auðlegð og auðlindir virkar ekki, hún virkar ekki einu sinni varðandi hinar áþreifanlegu auðlindir og hún virkar alls ekki varðandi þær auðlindir sem búnar eru til með samfélaginu sjálfu, þar sem mikilvægast er að almenningurinn og hugsun sem hlúir að almenningnum og heildinni sé sem sterkust.
Traust efnahagsstjórn er ennþá stærsta velferðarmálið. Það er ennþá mikilvægast til langframa að stjórnmálamenn skilji hvernig efnahagslíf og athafnalíf virkar og þeir verða að hafa nógu mikla framsýni til að skynja hvað er að gerast á leikvangi heimsins og hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið. En þeir mega ekki vera eins og sú vanhæfa ríkisstjórn sem hér sat að kjötkötlunum og brenndi allt í botn.
![]() |
Vetrarfærð á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 19:40
Tjaldborg á Ingólfstorgi, stuð á kosningaskrifstofum

Það var allt á fullu alls staðar á landinu í dag í kosningaundirbúningi, margir flokkar voru sennilega með mannfagnaði og samtök sem vilja hafa áhrif á stjórnmálin lögðu saman krafta sína. Atvinnumálin eru þar náttúrulega mál málanna og hvernig semst um skuldir íslenskra heimila og íslensku þjóðarinnar. Sú skjaldborg sem Samfylking og Vinstri Grænir þykjast hafa reist um heimilin í landinu er ekki úr merkilegra efni en veitingatjaldið okkar Framsóknarmanna á Ingólfstorgi í dag og þau loforð sem þeir flokkar gefa eru úr sama efni og loftið í hoppukastalanum sem var á útihátíð okkar í dag.
Vonandi áttar íslensk þjóð sig á því að eini stjórnmálaflokkurinn sem bæði veit hvernig staðan er og ætlar ekki að blekkja íslensku þjóðina og vill horfast í augu við vandamálið strax og taka á því með ábyrgum hætti er Framsóknarflokkurinn. Vandamálið stækkar bara og stækkar ef því er velt á undan sér og lygin verður stærri og stærri ef stjórnmálamenn ætla að halda áfram að ljúga að almenningi.
Ég var á kosningaskrifstofunni í dag og á sumarhátíð okkar Framsóknarmanna á Ingólfstorgi. Íslenska sumrinu var fagnað með grilli og leikjum og andlitsmálingu fyrir krakka á meðan íslensk vorrigning boðaði vorkomuna. Á kosningaskrifstofuna mættu margir hópar af ungu fólki sem voru að kynna sér flokkana.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum:
Þau sáu um grillið
Hér eru krakkar me flotta andlitsmálningu
Allir með regnhlíf
Inni í veitingatjaldinu
Í biðröð eftir andlitsmálningu
Fjórar stúlkur úr Menntaskólanum við Sund komu í heimsókn í kosningaskrifstofuna. Þær spurðu: Af hverju ættum við að kjósa Framsókn?
Einar alveg óþreytandi að útbreiða boðskapinn. Hér er hann að tala við nokkra háskólanema sem litu inn á kosningaskrifstofuna
Hlín er myrkanna á milli núna á kosningaskrifstofunni og svo önnum kafin að hún næst ekki á mynd. En hér er maður hennar og systir hans í kaffi á kosningaskrifstofunni í dag.
Ungur og glæsilegur Framsóknarmaður mætti uppábúinn með hatt á kosningaskrifstofuna í fylgd ættmenna.
Hér er fyrrum varaþingmaður okkar á Suðurlandi og maðurinn hennar að taka púlsinn á kosningabaráttunni í Reykjavík
Hér er Vigdís Hauksdóttir með dóttur sinni og litlum frænkum
Fleiri myndir frá sumardeginum fyrsta má sjá hérna:
kosningar 2009 sumardagurinn fyrsti
![]() |
Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 14:14
Blómarósir og vorboðar
Gleðilegt sumar allir sem lesa þetta blogg! Ég fagna hérna sumri með mynd efst af Írisi og Kristínu Helga sem eru blómum vafðar, ég tók þessa mynd á konukvöld okkar Framsóknarkvenna í gærkvöldi.
Kosningaskrifstofan okkar er alltaf blómum skrýdd, hún Vigdís Hauksdóttir frambjóðandi í Reykjavík suður passar upp á það, Vigdís sem er lögfræðingur með sérhæfingu í skattarétti er líka garðyrkjufræðingur og var nú einu sinni Íslandsmeistari í blómaskreytingum. Vigdís er dæmi um hinar kröftugu konur sem eru í Framsókn, konur sem eru tilbúnar að leggja á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir hugsjónir sínar, konur sem vilja málefnalega, upplýsta og heiðarlega umræðu um stjórnmál. Vigdísi Hauksdóttur var sagt upp starfi sínu sem lögfræðingur hjá ASÍ þegar hún tók sæti á lista Framsóknarflokksins.
Enginn hefur barist af meiri þunga í þessum kosningum en Vigdís. En fjölmiðlar vilja bara tala um prófkjörið hans Gulla, fjölmiðlar vilja bara tala um hvað hann fékk í meðgjöf, fjölmiðlar vilja ekki tala um hvað aðrir þurftu að borga með sér í kosningabaráttunni, ekki tala um að ein stærsta verkalýðshreyfing landsins rak konu vegna þess að hún gerði það sem er borgaraleg skylda okkar allra, hún ákvað að nota hæfileika sína, reynslu, menntun og þekkingu til að bjóða sig fram til þings fyrir Reykvíkinga.
Konur í Framsóknarflokknum eru engar puntudúkkur. En það þýðir ekki að þær hafi ekki skilning á fegurð og hönnun og þeirri sköpun sem felst í að búa til fallegt og hlýlegt og réttlátt umhverfi sem við öll viljum starfa í og búa í. Umhverfi sem er í sátt við náttúruna og umhverfi sem nýtir þá landkosti og mannauð sem Ísland býr yfir.
Íris og Kristín Helga eru ekki hér efst á þessu bloggi vegna þess að þær eru sætar stúlkur með blóm. Þær eru sumarboðar mínir hér á blogginu vegna þess að síðasti vetrardagur var merkisdagur fyrir þær. Kristín Helga er fráfarandi formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla og Íris var einmitt þennan dag kosin nýi formaður nemendafélagsins. Formennska í félögum er góð skólun í félagsmálum og stúlkur þurfa að sækjast eftir áhrifum á öllum sviðum, alls staðar þar sem valdið er, bæði í stjórnmálum en líka í stjórnum útgerðarfélaga, líka í fjármálastofnunum.
Nokkrar fleiri myndir frá konukvöldinu:
Stutt vídeó Fleiri myndir frá konukvöldi má sjá hérna: http://www.flickr.com/photos/salvor/sets/72157617126480795/
![]() |
Sumar og vetur frusu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 13:36
Milljónir og grilljónir
Ég er ekki að fatta hvernig allt samfélagið núna er í þrúgandi meðvirkni með þeim sem eru við völd núna en hafa engar lausnir og þeim sem hrökkluðust frá völdum í búsáhaldabyltingunni án þess að hafa neinar lausnir þá. Það er rexað og pexað um milljónir í einhverjum prófkjörum fyrir nokkrum árum en það er ekkert talað um þær svimandi háu tölur sem eru í því hyldýpi sem íslenska þjóðin er um það bil að steypa sér út í. Við höngum á bjargbrúninni en við eigum bara fjölmiðla og stjórnmálaflokka sem kunna að tala um milljónir en verða ráðvilltir og týndir þegar talað er um grilljónir. Eina undantekningin er Framsóknarflokkurinn sem setur fram efnahagstillögur sem hagfræðingar hafa samið með stjórnmálamönnum, tillögur sem einhver von er um að geta virkað.
Samfylkingin æpir bara "Evra, evra, EBE strax" og Vinstri Grænir æpa "Ekkert ál". Sjálfstæðismenn segjast ætla að taka upp evru í samstarfi við IMF þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það sé hægt. Ál og málmsteypuiðnaður heimsins er á hvínandi kúpunni og það er ekkert sem bendir til að einn eða neinn muni reisa hér álver á næstunni. Þó við setjum hvínandi blúss á að ganga inn í EBE þá tekur mörg, mörg ár að uppfylla skilyrði til að taka upp Evru og eins og málin standa og munu standa ef skuldabyrði verður ekki létt af íslensku þjóðinni þá munum við aldrei, aldrei geta uppfyllt þau skilyrði.
Hér er gjaldþrota þjóð og hér eru gjaldþrota heimili. Markaðsverðmæti þeirra eigna sem fólk á hafa hraðfallið eins og allt í því gjörningaveðri fjármála sem skall á heimsbyggðina. Það er eins og stinga höfðinu í sandinn að horfa á þetta eins og hér sé spurning um að jafna tekju- og gjaldahlið fjárlaga og hegða sér eins og Geir Haarde þegar hann ár eftir ár hrósaði sér af traustri efnahagsstjórn.
Við verðum að horfast í augu við kerfishrun þar sem öll verðmæti breytast í fljótandi miðla. Verð á orku og olíu hefur lækkað og lækkað, verð á húsnæði hefur lækkað og lækkað, verð á matvælum hefur lækkað og lækkað, verð á málmum hefur lækkað og lækkað. Fjármálakerfi heimsins hefur frosið fast. En það fastasta af öllu föstu eru skuldir. Ástandið er þannig að skuldir eru bara tala í einhverjum yfirlitum, það er engin von að stór hluti skulda og krafna sem bankar heimsins hentu á milli sín í einhverjum afleiðuboltaleik muni nokkurn tíma fást. Enda eru allar ábyrgar fjármálastofnanir löngu búnar að afskrifa þessar skuldir.
Hvað skyldu skuldavöndlar húsnæðislána á Íslandi seljast á alþjóðlegum peningamarkaði? Fyrir 1 % af verðmæti? Fyrir 5 % af verðmæti? Örugglega ekki meira þegar undirmálslánin amerísku seljast fyrir slikk og Ísland er eins og eitur í fjármálaheiminum, orðspor landsins er þannig að enginn vill lána hingað fé.
Málið er að nú er kjörin staða til að segja: Við léttum af ykkur skuldurum ánauðinni, þið þurfið ekki að vera í skuldaánauð sem þið munuð aldrei losna úr. Allir græða ef þið komist á fæturnar aftur og getið tekið þátt í að búa aftur til blómlegt atvinnulíf. Allir tapa ef þið Íslendingar verðið eins og ánauðugir bændur í Rússlandi fyrir tíma byltinga þar, í skuldafangelsi frá kynslóð til kynslóðar.
Kannski verðið þið ekki ánauðugir, víst getið þið Íslendingar farið úr landi og þá myndast pláss fyrir aðra uppflosnaða úr öðrum löndum þar sem ástandið er ennþá verra til að koma hingað til að flýja heimkynni sín og lifa áfram við eymd á þessari eyju sem hefur selt allt sem það átti í hendur einhverrar ósýnilegrar fjármálaelítu sem býr á öðrum eyjum sem við þekkjum bara nafnið á.
Eina leið ykkar Íslendingar út úr þessum vanda er að létta skuldaánauð af almenningi og neita að borga skuldir sem sagt er að íslenska þjóðin skuldi.
Ég hef áfram sömu tillfinningu varandi núverandi ríkisstjórn og ég hafði gagnvart seinustu ríkisstjórn, þessari vanhæfu. Mér finnst núverandi ríkisstjórn vera að leyna einhverju mjög mikilvægu og hilma yfir einhverju, blekkja okkur til að halda að ástandið sé á stiginu "þetta bjargast" en á meðan skipið sekkur þá sé fólk önnum kafið við að koma ákveðnu undan í björgunarbátana en það séu ekki björgunarbátar fyrir alla.
Hvað verður um okkur sem komumst ekki í björgunarbátana?
![]() |
Mikilvægustu kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 10:40
Prófkjörið hans Gulla - Skrípaleikur í beinni útsendingu
Ég var á Nasa í gærkvöldi þegar sent var út eitthvað sem RÚV kallar borgarafund. Þetta var ekki borgarafundur fyrir fimmeyring og þetta voru ekki málefnalegar og yfirvegaðar umræður um stöðu íslensku þjóðarinnar eftir stærsta hrun nokkurs vestræns efnahagskerfis og um hvaða lausnir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram hefðu. Þessi "borgarafundur" var keyrður eftir sama módeli og gettu-betur og mælskukeppni framhaldsskólana með klappliði og pú-liði í salnum.
Ég hugsa að RÚV hafi reynt með þessum útsendingum að ná sömu stemmingu og borgarafundirnir voru haustið 2008 og byrjun árs 2009 og öll sú atburðarás sem endaði í búsáhaldabyltingu. En það mistókst hrapalega hjá RÚV og þessi þáttur sýnir enn og aftur hve handgengið RÚV er þeim sem halda um stjórnartaumana hverju sinni og hve grunn og yfirborðsleg umræða í ríkisfjölmiðlinum er og hvern þátt fjölmiðlarnir áttu í að koma okkur í þá stöðu sem við erum í núna. Var RÚV á verðinum og fór ofan í tengsl stórfyrirtækja og stjórnmálamanna öll árin fyrir hrunið? Lunginn úr tímanum í þættinum í gær fór í að ræða prófkjörið hans Gulla árið 2006. Vissulega er mikilvægt að allt sé upp á borði varðandi tengsl kjörinna fulltrúa fólksins og fjármagnseigenda og það er ekkert að því að framlög í kosningasjóði vegna prófkjöra séu birt opinberlega og að það séu settar reglur inn í flokkum um hvernig megi standa að því.
En umræða í 45 mínútur um prófkjörið hans Gulla fyrir þremur árum er ekki umræða um stöðuna eins og hún er í dag í íslensku samfélagi og hvernig eigi að nálgast þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, þetta er ekki krufning á íslensku samfélagi og þetta er ekki neitt innlegg í að bæta siðferði íslenskra stjórnmála. Þvert á móti þá er þetta einstaklega lúaleg atlaga að stjórnmálamanni í vonlausum flokki í vonlausri stjórnmálabaráttu fyrir vonlausan málstað. Hvort sem það var með atbeina RÚV eða ekki þá liggur Guðlaugur Þór marflatur í þessari stjórnmálabaráttu. En þessi síðasti þáttur var eins og að sparka í liggjandi mann og það segi ég ekki vegna þess að ég sé neinn talsmaður Guðlaugs Þórs. Ég er talsmaður mannréttinda og mannhelgi og persónuverndar og þess að æra fólks sé ekki fótum troðin án þess að fólk geti svarað fyrir sig. Það er fínt að þessi prófkjörstyrkjamál komi upp á yfirborðið en þessir fólk verður að athuga að 2 milljóna styrkur í prófkjörsbaráttu fyrir einhverjum árum frá fyrirtæki var eðlileg vinnubrögð hjá mörgum stjórnmálaflokkum og söfnun framlaga í kosningasjóði fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kúlulán til hlutafjárkaupa án nokkurrar ábyrgðar er hins vegar mjög óeðlileg vinnubrögð og það verður að upplýsa hvaða stjórnmálamenn hlutu slíka lán og slíka fyrirgreiðslu frá fjármálastofnunum, það dregur verulega úr trúverðugleika þeirra sem það gerðu.
Hér er stutt upptaka sem ég tók á borgarafundi á NASA, ekki gullaprófkjörsfundinum í gærkvöldi heldur á rafmögnuðum fundi sem haldinn var skömmu fyrir búsáhaldabyltinguna og það var einmitt umræðan um ábyrgð fjölmiðla. Munum við þurfa annan svoleiðis fund eftir nokkur ár um ábyrgð fjölmiðla sem nú hafa skipt um vist, orðið húskarlar þeirra sem stýra hinum nýju bönkum?
![]() |
Segir 40 aðila hafa styrkt sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2009 | 16:28
Ástþór og skrímslin- andlitsmyndum af Katrínu veifað en myndbirtingar af Steingrími kærðar
Ég frétti af Ástþór upp í Borgarholtsskóla í dag á fjölmennum framboðsfundi þar sem framboðin sendu öll fulltrúa. Ástþór mun hafa bent á fulltrúana annarra framboða þ.e. Framsóknar, VG, Samfylkingar, Sjálfstæðismanna og Borgarahreyfingar og kallað þau skrímsli.
Þetta er virkilega leim hjá Ástþóri, hann Einar Skúlason sem mætti fyrir hönd okkar Framsóknarmanna er ekki skrímsli. Ekki heldur Dagur Eggertsson sem mætti fyrir Samfylkinguna. Þaðan af síður er hún Álfheiður Ingadóttir neitt skrímsli en Álfheiður mun reyndar á þessum sama fundi hafa dregið upp úr pússi sínu risastóra andlitsmynd af Katrínu Jakobsdóttur og sýnt salnum, sennilega til að sýna fram á og sanna að Vinstri Grænir væru ekki skrímsli. Það segir nú sína sögu að Steingrími foringja þeirra VG-inga er lítt hampað og Álfheiður mætti ekkert með mynd af honum enda er reynt að fela Steingrím sem mest og gengur það svo langt að Vinstri grænir hafa kært myndbirtingar af Steingrími.
En Steingrímur er ekkert skrímsli heldur þó hann og Össur og Helgi Hjörvar og allur karlpeningur íslenskra stjórnmála sé nú falin eins og óhreinu börnin hennar Evu í kosningabarátt 2009 sem virðist ganga út á að tempra testósteronmagnið í karlkyns stjórnmálamönnum.
En ekki átti ég von á að VG sem stjórnmálaafl myndi festast í svona útlitsdýrkun og núna reyna að ná til kjósenda með kosningabæklingum sem líta út eins og snyrtivöruauglýsingar og senda svo fulltrúa á framboðsfundi sem sýna risaandlitmyndir af Katrínu Jakobsdóttur.
Ég spái í hvaða áttir svona stjórnmálabarátta fer, vonandi verður Katrín ekki dómsmálaráðherra, þá verður ekki þverfótað fyrir pappírslöggum með andliti hennar á, sérstaklega verða netlöggur þá áberandi.
En þó ég skemmti mér konunglega yfir skrímslaorðræðu Ástþórs og útlitsblæti Vinstri Grænna þá fylgir öllu gamni alvara. Ég hef hitt menn sem segjast hafa verið í launavinnu hjá Ástþór við að safna undirskriftum til stuðnings framboði hans og ég hef heyrt að hann hafi verið með ungmenni í vinnu sem véluðu fólk til að skrifa undir plögg sem sumir sem skrifuðu undir töldu eitthvað allt annað.
Núna kemur í ljós að meira segja frambjóðendur Ástþórs voru blekktir, þeir kannast ekkert við að vera í framboði. Hvar er þessi eftirlitsnefnd með kosningunum frá ÖSE? Er ekki hreinn skrípaleikur að svona framboð skuli vera talið gilt? Af hverju eigum við að leyfa fólki sem kann enga mannasiði og virðir engar leikreglur að taka þátt? Eða er Ísland svo mikið bananalýðveldi að það skiptir engu til eða frá um einn apaköttinn í viðbót.
![]() |
Kannast ekki við framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2009 | 09:45
Testósteron og tækifærissinnar
Þú Sigmundur Ernir sem í dag skrifar bloggið Pólitík síðasta vetrardags hvar varst þú síðasta dag ársins, ársins þegar allt hrundi á Íslandi? Þú sem í dag skrifar: "Testósteron-stjórnmálin hafa nefnilega brugðist okkur. Já, karlarnir hafa klikkað; ofurlaunaðir, ofurvaldaðir og ofurdekraðir af úthlutunarnefnd gamla ríkisvaldsins "
Ég get svarað því. Þú varst í þjónustu þeirra sem brugðust okkur, Þú varst ofurvaldaður og ofurdekraður, þú varst gestgjafi þeirrar ríkisstjórnar sem við vissum að var vanhæf ríkisstjórn, þú varst innan dyra á Hótel Borg, þú varst að stýra Kryddsíldinn á Hótel Borg.
Þegar þú bjóst þig undir að stýra veislunni og veisluföngin voru borin inn og fiðluómar hljómuðu um hátíðarsali þar þá var ég við stjórnarráðið og tendraði neyðarblys og reyndi á þann hátt sem ég gat að vekja athygli bæði Íslendinga og umheimsins á ástandinu á Íslandi.
Þegar veislan hófst og útsendingin á Kryddsíldinni sem þú stýrðir innandyra þá var ég fyrir utan og ég tók þetta vídeó á ástandinu eins og það var utan dyra, ástandinu sem þú þá áttir þá ekki nógu sterk lýsingarorð til að fordæma, ástandi sem þú kallaðir þá skrílslæti og skemmdarverk.
Þú Sigmundur Ernir og aðrir þeir sem voru í þjónustu þeirra sem komu okkur í Hrunið og blekktu okkur og sviku, ekki treysta á að við höfum gullfiskaminni og höfum gleymt öllu og höfum þurrkað út úr minni okkar allt sem gerðist fyrir Hrunið og á tímum Hrunsins.
Við íslenska kjósendur við ég segja þetta:
Ekki gleyma að endurnýja!
Til upprifjunar
Kreppudagur og þegar skosku hálöndin voru rýmd
Alvarlegar og sorglegar fréttir
Nærmynd af Bjarna Benediktssyni, nærmynd af íslensku þjóðinni
Íslensk bankasaga, íslensk bankasala
Vinnukonur kerfisins og blaðafulltrúi Geirs Haarde
Fólkið hrópaði "Vanhæf ríkisstjórn"
Ljósmyndir og vídeó frá mótmælunum
Grýla í gamla hellinum er ónýtt víradrasl
![]() |
S- og V-listar bæta heldur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 19:58
Lobbíismi á Íslandi
Þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verða að útskýra þessa styrki, þau eru í framboði núna. Guðfinna Bjarnadóttir fyrrum þingmaður og Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi eru horfin af vettvangi stjórnmála.
Ég hef aldrei velkst í vafa um að Guðlaugur Þór og Illugi gengu erinda fjármagnseigenda þannig að það kemur mér ekki mikið á óvart að þeir hafi riðið feitum gölti frá fundum við þá. Hins vegar hef ég hingað til ekki haldið að Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís væru þar á meðal. Ég hef aldrei heyrt Steinunni Valdísi flytja mál sem þóknanleg eru sérstaklega fjármagnseigendum eða erlendum vogunarsjóðum. Hins vegar brá mér verulega þegar Helgi Hjörvar gerðist erindreki þeirra sem vildu gera auðveldara fyrir óprúttna aðila að komast yfir auðlindir Íslands. Ég skrifaði á sínum tíma varnaðarblogg við greinum Helga Hjörvars sem þá vildi selja virkjanir, sjá hérna Sóknarfæri að selja virkjanir
Varnaðarbloggið mitt skrifaði ég 25. september 2008, það er hérna:
Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar
Ég hef margoft varað við að fara að fordæmi Raufarhafnar, það var mikið glapræði. Hér varaði ég Reykvíkinga við Raufarhafnarstemmingu 7. 10. 2007 Raufarhafnarstemming í Reykjavík
Hér er skrípó sem ég bjó til til útskýringar á hugmyndum Helga Hjörvars:
Þegar stjórnmálamenn fara að tala eins og Helgi Hjörvar um einhverja baktryggingarsjóði til að losa mikla peninga þá er voðinn vís. Það væri mjög áhugavert að lesa núna aftur greinaflokk Helga Hjörvars í ljósi efnahagshrunsins og í ljósi þess að hann var stór styrkþegi fjármálastofnana sem leyndu leynt og ljóst að komast að orkuauðlindum til að bjarga sér frá vonlausri stöðu. Helgi og Össur iðnaðarráðherra töluðu mjög undarlega á þessum tíma, eins og þeir væru í vinnu hjá Illuga við að selja orkuauðlindir Íslands. Ég hvet fólk til að rifja upp skrif þeirra.
En eftirfarandi er alvarlegt og gott að fá nánari skýringu á þessu:
"Stöð 2 sagðist einnig hafa heimildir fyrir því að margir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið í haust. Stöð 2 sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að lögð væru fram nein veð."
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 17:07
Atvinnugrein? Ha? Atvinnugrein?
Ég er alveg kjaftstopp að heyra þingkonu á Íslandi árið 2009 kalla vændi ATVINNUGREIN. Ég tók þetta upp og setti inn á Youtube, ég held að þetta hljóti að vera mistök, þessi þingkona Sjálfstæðiskvenna hlýtur að hafa mismælt sig. Það er svo absúrd að kalla ömurlega örbirgð þar sem fólk hefur glatað allri reisn og selur aðgang að líkama sínum svo einhver annar geti rúnkað sér á honum, að kalla það ATVINNUGREIN.
Hmmmm.... Atvinnugrein.... skapa störf... Geiri í Goldfinger í framboði... skapa störf??
Áhugavert væri að bera saman kosningaloforð Ástþórs með Geira í Goldfinger og kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum.... hvernig líta þessi framboð á ATVINNUGREINAR? Hvernig störf ætla þessi framboð að skapa?
![]() |
Fagna vændislögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.4.2009 | 13:58
Af hverju er leiga á námsmannaíbúðum ekki lækkuð meira?
Leiga á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á Íslandi hefur lækkar gríðarlega. Flestir sem ég þekki sem leigja út húsnæði hafa lækkað leiguna í krónum talið, ég held að leigulækkunin sé að jafnaði um 30 %. Það er þess vegna alveg út úr korti hjá Byggingafélagi námsmanna að lækka sínar íbúðir ekki nema um 10 %.
Staðan er einfaldlega þannig að það er allt of mikið af húsnæði til, mörg þúsund íbúðir standa núna auðar og engin eftirspurn er eftir húsnæði. Einfaldlega vegna þess að þó að fólk gjarnan vildi leigja þá hafa margir misst vinnuna og nánast allir lækkað í tekjum.
Það kemur til með að verða ennþá meira af lausu húsnæði núna þegar fólk er að flytja úr landi. Reyndar eru núna miklir fólksflutningar, fólk úr Austur-Evrópu flyst hingað til lands þrátt fyrir að ástandið sé svona slæmt hérna. Það er einfaldlega miklu verra í heimkynnum þess og fólk vonar að það hafi einhver betri tækifæri hérna.
Víða býr fólk við mjög þröngan kost, margir saman í íbúð, miklu fleiri en eðlilegt er. Á sama tíma standa þúsundir íbúða auðar vegna þess að fólk hefur ekki ráð á að borga leigu og þeir sem hafa ráðstöfunarrétt yfir íbúðunum eru ekki tilbúnir að lækka leiguna í það sem leigjendur geta greitt. Kona sem var á leigumarkaði nýlega sagði að húseigendur sem hún bað um lækkun á leigu hjá hefðu sagt að þeir gætu ekki lækkað leiguna, þeir yrðu að fá fyrir afborgunum. Verði þeim að góðu með það. Ástandið er einfaldlega svoleiðis núna á íslenskum fasteignamarkaði að þú getur ekki einu sinni gert ráð fyrir að hafa fyrir fasteignagjöldum og öðrum lögboðnum gjöldum af húsnæði hvað þá fyrir einhverri tilbúinni ávöxtunarkröfu til að standa undir gróðærislánum.
Ég talaði í fyrradag við konu sem á verslunarhúsnæði við Laugaveg. Nokkur pláss eru í leigu, nokkur ekki. En leigan er svo lág að hún stendur ekki undir fasteignagjöldum. Þetta er kaldur veruleiki sem allir verða að skilja. Þetta er reyndar líka aðstæður sem allir leigutakar ættu að geta nýtt sér, þeir ættu að prófa að biðja sína leigusala um lækkun og segja upp óhagstæðum vísitölubundnum leigusamningum.
Varðandi námsmannaíbúðir þá held ég að þetta sé alls staðar málið, þetta eru orðnar dýrar íbúðir miðað við aðrar og það er eina sem þýðir að leigja þær ennþá ódýrar til námsmanna. Það er öllum til óþurftar að leigja þessar íbúðir á frjálsum markaði, það er ofgnótt af íbúðum þar fyrir.
Það er líka hálffurðulegt að íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með miklu hagstæðari kjörum en íbúðir á frjálsum markaði skuli geta verið svo leigðar hverjum sem er. Það er um að gera að láta námsmenn njóta þessara íbúða og 10 % lækkun er upp í nös á ketti.
![]() |
Námsmannaíbúðir leigðar á almennum markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |