Blómarósir og vorboðar

sumarmynd-iris-kristinhelga.jpg

Gleðilegt sumar allir sem lesa þetta blogg! Ég fagna hérna sumri með mynd efst af Írisi og Kristínu Helga sem eru blómum vafðar, ég tók þessa mynd á konukvöld okkar Framsóknarkvenna í gærkvöldi.

Kosningaskrifstofan okkar er alltaf blómum skrýdd, hún Vigdís Hauksdóttir frambjóðandi í Reykjavík suður passar upp á það, Vigdís sem er lögfræðingur með sérhæfingu í skattarétti er líka garðyrkjufræðingur og var nú einu sinni Íslandsmeistari í blómaskreytingum. Vigdís er dæmi um hinar kröftugu konur sem eru í Framsókn, konur sem eru tilbúnar að leggja á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir hugsjónir sínar, konur sem vilja málefnalega, upplýsta og heiðarlega umræðu um stjórnmál. Vigdísi Hauksdóttur var sagt upp starfi sínu sem lögfræðingur hjá ASÍ þegar hún tók sæti á lista Framsóknarflokksins.

Enginn hefur barist af meiri þunga í þessum kosningum en Vigdís. En fjölmiðlar vilja bara tala um prófkjörið hans Gulla, fjölmiðlar vilja bara tala um hvað hann fékk í meðgjöf, fjölmiðlar vilja ekki tala um hvað aðrir þurftu að borga með sér í kosningabaráttunni, ekki tala um að ein stærsta verkalýðshreyfing landsins rak konu vegna þess að hún gerði það sem er borgaraleg skylda okkar allra, hún ákvað að nota hæfileika sína, reynslu, menntun og þekkingu til að bjóða sig fram til þings fyrir Reykvíkinga.

Konur í Framsóknarflokknum eru engar puntudúkkur. En það þýðir ekki að þær hafi ekki skilning á fegurð og hönnun og þeirri sköpun sem felst í að búa til fallegt og hlýlegt og réttlátt umhverfi sem við öll viljum starfa í og búa í. Umhverfi sem er í sátt við náttúruna og umhverfi sem nýtir þá landkosti og mannauð sem Ísland býr yfir.

Íris og Kristín Helga eru ekki hér efst á þessu bloggi vegna þess að þær eru sætar stúlkur með blóm. Þær eru sumarboðar mínir hér á blogginu vegna þess að síðasti vetrardagur var merkisdagur fyrir þær.  Kristín Helga er fráfarandi formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla og Íris var einmitt þennan dag kosin nýi formaður nemendafélagsins. Formennska í félögum er  góð skólun í félagsmálum og stúlkur þurfa að sækjast eftir áhrifum á öllum sviðum, alls staðar þar sem valdið er, bæði í stjórnmálum en líka í stjórnum útgerðarfélaga, líka í fjármálastofnunum. 

 Nokkrar fleiri myndir frá konukvöldinu:

IMG_4566

IMG_4600

IMG_4599

IMG_4580

Stutt vídeó Fleiri myndir frá konukvöldi má sjá hérna: http://www.flickr.com/photos/salvor/sets/72157617126480795/


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Glæsilegt kvenfólk í flokknum hjá ykkur. Ég óska ykkur til hamingju með þetta vel lukkaða konukvöld.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband