Testósteron og tækifærissinnar

3153237151_f38d92b1fa

Þú Sigmundur Ernir sem í dag skrifar bloggið  Pólitík síðasta vetrardags hvar varst þú síðasta dag ársins, ársins þegar allt hrundi á Íslandi? Þú sem í dag skrifar:  "Testósteron-stjórnmálin hafa nefnilega brugðist okkur. Já, karlarnir hafa klikkað; ofurlaunaðir, ofurvaldaðir og ofurdekraðir af úthlutunarnefnd gamla ríkisvaldsins …"

Ég get svarað því. Þú varst í þjónustu þeirra sem brugðust okkur, Þú varst ofurvaldaður og ofurdekraður, þú varst  gestgjafi þeirrar ríkisstjórnar sem við vissum að var vanhæf ríkisstjórn, þú varst innan dyra á Hótel Borg, þú varst að stýra Kryddsíldinn á Hótel Borg

Þegar þú bjóst þig undir að stýra veislunni og veisluföngin voru borin inn og fiðluómar hljómuðu um hátíðarsali þar þá var ég við stjórnarráðið og tendraði neyðarblys og reyndi á þann hátt sem ég gat að vekja athygli bæði Íslendinga og umheimsins á ástandinu á Íslandi. 

Þegar veislan hófst og útsendingin á Kryddsíldinni sem þú stýrðir innandyra þá var ég fyrir utan  og ég tók þetta  vídeó á ástandinu eins og það var utan dyra, ástandinu sem þú þá áttir þá ekki nógu sterk lýsingarorð til að fordæma, ástandi sem þú kallaðir þá skrílslæti og skemmdarverk.

Þú Sigmundur Ernir og aðrir þeir sem voru í þjónustu þeirra sem komu okkur í Hrunið og blekktu okkur og sviku, ekki treysta á að við höfum gullfiskaminni og höfum gleymt öllu og höfum þurrkað út úr minni okkar allt sem gerðist fyrir Hrunið og á tímum Hrunsins.

Við íslenska kjósendur við ég segja þetta:
Ekki gleyma  að endurnýja!

Til upprifjunar

 Úr tröllahöndum

 Búsáhaldatakturinn

 Stjórnlaust land

Kreppudagur og þegar skosku hálöndin voru rýmd

Alvarlegar og sorglegar fréttir

 Nærmynd af Bjarna Benediktssyni, nærmynd af íslensku þjóðinni

Samvinnuhugsjón er eina vitið

Oslótrésmótmælin

Mótmælahljómkviðan

Íslensk bankasaga, íslensk bankasala

  Vinnukonur kerfisins og blaðafulltrúi Geirs Haarde

Fólkið hrópaði "Vanhæf ríkisstjórn"

Ljósmyndir og vídeó frá mótmælunum

 Neyðarblys við stjórnarráðið

 Karlar sem hata konur

 Grýla í gamla hellinum er ónýtt víradrasl

 


 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband