Karlar sem hata konur

IMG_2884

Í sakamálasögunni Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson er sagan sögđ gegnum augu  sporrekjandi rannsóknarblađamanns og   tölvuhakkara  sem heita Blomkvist og Salander. Alveg eins og Salka Valka Halldórs Laxness er bók um saltfiskinn ţá er bókin Karlar sem hata konur bók um fjórđa valdiđ, bók um rannsóknarblađamennsku  og rannsóknarnetmennsku Internetsins, bók um hvernig spor eru rakin og mynd og saga teiknuđ upp og röđuđ  smám saman úr táknum sem safnađ er í gegnum tíma og rúm, úr ţví ađ  lesa í misgamlar myndir sem vísa á ađrar myndir og tákn, međ ţví ađ ráđa í slitrur af minningum. Hún er líka bók um hvernig rannsókn á glćpnum er líka leit ađ ţví hver er glćpamađurinn og hver setur reglurnar og hverjum ţćr ţjóna. Blomkvist er sakamađur, hann situr í fangelsi stóran hluta bókarinnar og Salander fremur tölvuglćpi og er á flótta undan kerfinu, sama kerfi og hún er ađ rannsaka.

IMG_2880

Af hverju dettur mér í hug ţessi sakamálasaga í sambandi viđ mótmćlin á Austurvelli?

Ég veit ţađ ekki, kannski út af ţví ađ sagan karlar sem hata konur er um baráttu viđ sams konar samfélag og viđ erum ađ mótmćla og reyna ađ afhjúpa á Austurvelli á hverjum laugardegi. Ţetta er saga um morkiđ ćttarveldi og viđskiptaveldi og hvernig ţađ er afhjúpađ og hvernig ofbođsleg kvennakúgun og kynferđisofbeldi er partur af ţví feđgaveldi. Kannski af ţví ađ sagan er samfélagssaga sem fjallar um ţađ sem hefur veriđ ađ gerast fyrir framan augun á okkur í mörgum vestrćnum samfélögum, samfélögum sem eru á yfirborđinu norrćn velferđarsamfélög sem hlúa ađ ţegnum sínum en á sama tíma hafa stjórnvöld horft framhjá  mannréttindabrotum og ofbeldi og svćsnasta birtingarmyndin hefur veriđ kynbundiđ ofbeldi og ofbeldi ţar sem landlaust og réttindalaust fólk sem sumt er í felum er notađ sem einnota og réttlausir vinnuţrćlar. IMG_2878

Sakamálasagan er bókmenntaform núsins og sumir sakamálahöfundar eins og Stieg Larsson og Lisa Marklund nota ţađ form til ţjóđfélagsrýnis,  til ađ segja sögu af sjúku samfélagi. En hvađ er  sönn saga? Og hver trúir ţeim sem segir söguna? Núna er einmitt ađ koma út bók um meint skrök Lisu Marklunds. Hvernig er hćgt ađ skrökva í bókum sem eru skáldsögur? Eru skáldsögur ekki alltaf skrök?

island-eyjaSagan í sakamálasögunni Karlar sem hata konur byrjar á atburđi í samfélagi  ţar sem brúin yfir í umheiminn lokast  snögglega og samfélagiđ verđur um tíma eins og eyja og á ţessum tíma hverfur stúlka og rannsóknin miđar ađ ţví ađ finna hana. Ţetta minnir mig líka á Ísland haustiđ 2008. Viđ bankahruniđ varđ Ísland ađ eyju og fjarlćgđin viđ umheiminn varđ meiri.

Ég veit vel ađ Ísland hefur alltaf veriđ eyja, ţađ stendur í landafrćđibókum en ég einhvern veginn var hćtt ađ hugsa um eyjuna, ef til vill leit ég aldrei á Ísland sem eyju - bara stađ ţar sem samgöngur viđ umheiminn fćru fram međ flugi.  Samt fór ég í fyrsta skipti frá Íslandi ţegar ég var 25 ára. 

En ég er ekki ein um ađ finnast Ísland eftir hruniđ verđa einangruđ eyja. Eyja sem ekki varđ til fyrr en viđ hruniđ öll orđrćđa um kreppuna og fjármálahruniđ notađ svoleiđis orđ, orđ sem ekki voru áđur notuđ um stađsetningu Íslands. Ég veit líka ađ landakort eru hugarkort og ţađ er sameiginlegt landakort heimsins sem teiknar upp línur og landamćri, býr til ţjóđir og flytur fjöll inn í ríki.

IMG_2883

Í sögunni Karlar sem hata konur ţá hefst rannsóknin á ţví ađ skođa gamlar götumyndir frá atburđ og fjöldasamkomu sem gerđist fyrir mörgum áratugum. Rannsóknarblađamađurinn fer yfir myndirnar og reynir ađ ráđa í hvađ gerđist, hann reynir ađ finna stúlkuna sem hvarf.  Lykillinn ađ lausninni liggur líka í myndunum, hvernig myndirnar vísa hver á ađra og hvernig svipbrigđi einnar persónu á einni mynd á fjöldasamkomu segir sögu af ţví sem hún sá eđa skynjađi og hvernig ein mynd kallar á ađra mynd.

Ţađ er líka ţessi galdur myndanna sem tengir samkomurnar á Austurvelli viđ bókina Karlar sem hata konur, ég tek myndir af ţví sem ţar fer fram. Skráset eitthvađ sem ég veit ekki alveg hvađ ég er ađ skrásetja og í hvađa tilgangi. Ef til vill mun einhver eftir marga áratugi nota mínar myndir af mótmćlunum 27. desember sem kveikju til ađ ráđa í hvađ gerđist og er ađ gerast og sjá sögu sem mér er núna hulin.
Eđa til ađ búa til nýja sögu.


mbl.is „Friđsamleg og málefnaleg“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikiđ rosalega tengir ţú ţetta flott.  Var ađ lesa bókina fyrir jól og var ađ bera núverandi ástand saman viđ hana en rétt svona snuddađi viđ ţađ.

Hittir algjörlega í mark.
Takk kćrlega fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 14:35

2 identicon

Flottur póstur. Takk fyrir mig.

linda (IP-tala skráđ) 28.12.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Kristín Björg Ţorsteinsdóttir

Karlar sem hata konur - ég sökk djúpt í ţessa sögu um jólin - er á endasprettinum. Ţvílík lesning, ţađ er langt síđan ég hef lesiđ sögu sem grípur mig ţvílíkum heljartökum.

Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 09:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband