Saga Class í bankakerfi og íslensku ţjóđfélagi

peningathvaetti3Fyrir um ári síđan var umrćđa um sérafgreiđslu ríka fólksins sem fćri úr landi, ţađ fengi sérmeđferđ viđ vopnaleit og öryggiseftirlit. Ég skrifađi ţá ţetta blogg  Röđ ríka fólksins - einkavćdd löggćsla á flugvöllum

 Eins og allir vita ţá hefur orđiđ miklu erfiđara fyrir okkur almenna borgara ađ ferđast milli landa vegna ofsaótta viđ hryđjuverkamenn. Sérstaklega á ţađ viđ Bretland. Eins og allir vita líka ţá er stađan ţannig ađ stjórnvöld í sumum ríkjum fá sjálfdćmi í ţví sem ţau telja hryđjuverkamenn og bresk stjórnvöld nýttu ţađ ţannig ađ beita hryđjuverkalögum á Íslendinga og setja ţannig alla Íslendinga í hóp hryđjuverkamanna.

En hverjir eru raunverulegir hryđjuverkamenn í heiminum í dag og hver eru vopn ţeirra? Varđandi Ísland ţá er ţví auđsvarađ. Hryđjuverkjamennirnir eru ţeir sem tóku fjöregg íslensku ţjóđarinnar og léku sér ađ ţví í einhverjum kasínókapítalistaleik, menn sem settu verđmiđa á ţađ sem ekki er falt og kokkuđu upp međ peningagerđarvélum sínum bönkunum einhvers konar kerfi sem réttlćtti sjálftöku ţeirra á öllu ţví sem ţeir töldu verđmćtt á Íslandi.

Ţessir menn voru svo sannarlega í sérinnritun viđ öryggiseftirlit og ţeir fengu saga class međferđ í öllu íslensku samfélagi, ţeir fengu sérafgreiđslu í bankakerfinu, sérafgreiđslu í stjórnmálakerfinu og sérafgreiđslu í fjölmiđlum.  Ţegar stefndi í hruniđ fengu ţeir líka sérafgreiđslu hjá peningagerđarvélum sínum bönkunum og margt bendir til ađ ţeir fái líka sérafgreiđslu í nýju bönkunum ţó ţeir hafi veriđ ţjóđnýttir. Alla vega eru margir ţeim handgengnir núna ađ ráđskast ţar, menn sem fengu brauđmola eđa réttara sagt mikla brauđhleifa af borđum eigenda bankanna í formi kaupréttarsamninga og lána sem ekki ţurfti ađ borga. 

Svo er líka viđbúiđ ađ sama saga class sérafgreiđslan fari fram í rannsókninni á hruninu. Ţađ eru gríđarleg tengsl á allra leikenda sem nú spila um Ísland og viđ almenningur eru ekki ađ sjá nein teikn á lofti á ţví ađ eitthvađ batni.  Ţađ eru engin teikn á lofti um ađ ríkisstjórn undir forustu Sjálfstćđisflokksins geti breytt kúrsinum og lagt niđur saga class farrýmiđ.  Ţvert á móti bendir allt til ađ ţar á bć horfist menn ekki í augu viđ ađ kerfiđ brast vegna ţess ađ ţađ var fúiđ og ţađ verđur ekki endurreist.

Um eignatengslin: 

Vísir - Eigendur fengu 275 milljarđa

Eyjan » Fyrrverandi eigendur bankanna ţriggja: Skulduđu bönkunum ...

 Í greininni í Eyjunni stendur:

"Tengd félög skulduđu Glitni tćplega 31 milljarđ króna. Forstjórinn svo og lykilstjórnendur skulduđu bankanum níu milljarđa króna um mitt áriđ, en ţađ fé mun hafa veriđ til  hlutabréfakaupa.

Í Kaupţingi skulduđu eigendur og ađrir beintengdir ađilar bankanum 146 milljarđa króna.
Ađal eigendur Kaupţings voru Exista, sem átti fjórđung, og Egla, skráđ í Hollandi, sem átti tíund. Á bak viđ ţessi félög eru Bakkavararbrćđur og Ólafur Ólafsson, kenndur viđ Samskip.

36,8 milljarđar króna af ţessum lánum voru til stjórnarmanna í Kaupţingi, annarra stjórnenda og ţeirra fjölskyldna.

Í Landsbankanum skulduđu eigendur og ađrir tengdir ađilar rúma  64,2 milljarđa króna um mitt áriđ. Af ţví voru tćplega 50 milljarđar lánađir til stjórnarmanna og fyrirtćkja ţeirra."


mbl.is Gátu ekki tapađ á samningunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband