Alvarlegar og sorglegar fréttir

Íslands ógćfu verđur allt ađ vopni. Heimurinn hrynur í kringum okkur í heimskreppu sem dýpkar og dýpkar, víđa eru róstur og uppţot og sums stađar geysa blóđug stríđ. En hruniđ er meira á Íslandi en annars stađar í Evrópu, hér hrynur allt, hér var rík og skuldlaus ţjóđ í fyrra og atvinnulíf blómlegt. Núna erum viđ bjargţrota skuldum vafin ţjóđ og vegna sérstakra íslenskra ađstćđna ţ.e. gengistryggingar og myntkörfulána ţá eru líka margar fjölskyldur og stór hluti atvinnufyrirtćkja komin í ţrot. Tveir stórir atvinnuvegir bankastarfsemi og byggingariđnađur hafa alveg hruniđ og munu vćntanlega aldrei ná aftur fyrri ţunga.

Eina sem viđ vitum er ađ botni kreppunnar er hvergi nćrri náđ og hvernig okkur reiđir af er háđ ţví hvernig umheiminum reiđir af. Og ţađ er ekkert bjart framundan. Össur reynir ađ segja okkur frá ţví ađ viđ verđum rík af olíu af Drekasvćđinu en hve skyldum viđ trúa ţví, ţađ á eftir ađ finna olíu og var ţađ ekki ţessi sami Össur sem dásamađi einhvers konar dularfulla orkuútrás í einhverjumr REI ćvintýrum, útrás sem mér virđist hafi veriđ af sama meiđi og sala Kaupţings til arabískra sjeika, útrás sem var í rauninni dulbúin innrás.

Eitt enn reiđarslagiđ fyrir íslensku ţjóđina er ađ foringar á stjórnmálasviđinu, formenn beggja ţeirra stjórnmálaflokka sem nú eru viđ völd glíma viđ alvarleg veikindi. Ég óska ţeim góđs bata og vona ađ ţau jafni sig á ţessum veikindum. Ţađ er ómanneskjulegt álag á ţeim stjórnmálamönnum sem stýra Íslandi núna.  

Ég held hins vegar ađ ţađ sé mikilvćgt ađ Sjálfstćđisflokkurinn fari frá völdum sem fyrst. Svo mikil er tortryggni mín út í hvernig ţeir hafa gengiđ erinda auđmanna og bankaeigenda ađ ég má ekki til ţess hugsa ađ ţeir sitji fram í maí. Mér finnst Ţorgerđur Katrín ekki trúverđugur forsćtisráđherra sem stađgengill Geirs, ekki síst vegna tengsla hennar viđ Kaupţing. Eiginmađur hennar var lykilstjórnandi í Kaupţingi og eftir ţví sem komiđ hefur fram í fréttum ţá munu ţau hafa keypt skuldabréf í Kaupţingi fyrir háar fjárhćđir en fáum sögum fara af ţví ađ ţau hafi borgađ ţćr skuldir.

Ég efast líka um stjórnkćnsku hennar á tímum eins og núna.  Sérstaklega man ég eftir hve illa hún tók tillögu Davíđs Oddssonar á sínum tíma um ţjóđstjórn allra flokka.  Ţađ var auđvitađ ekki hans ađ segja ríkisstjórninni hvađ hún ćtti ađ gera og hann er ráđríkur mađur sem hefđi átt ađ vera löngu búinn setjast í helgan stein og sinna ritstörfum. En ţađ var bara góđ hugmynd ţetta međ ţjóđstjórnina, ţađ sáu ţađ allir. Meira segja Steingrímur hjá Vinstri grćnum og ţađ segir sitt um hve augljóslega góđur kostur ţađ var. 

Af hverju vildi Ţorgerđur Katrín ekki ţjóđstjórn?


mbl.is Sjálfstćđismenn í sjokki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neyđarstjórn, utan ţings manna/kvenna, strax,  er eina úrrćđiđ í stöđunni.

Nýtt lýđveldi. Síđan og ţá er kominn grundvöllur til ađ koma á kosningum, ekki fyrr.

Flokksklíkurnar og ósóminn, sem hefur ţrifist í skjóli ţeirra, ţurfa sem fyrst ađ heyra fortíđinni til.

Nýtt og öđruvísi og jafnframt betra Ísland, er eina vonin.

Kolbrún Bára (IP-tala skráđ) 23.1.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

*Af hverju er ekki nú ţegar "Ţjóđstjórn"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir ţetta allt og vil bćta viđ einni röksemd sem mér finnst veigamikil.

Krafa um kosningar í vor er ađeins viđbótarkrafa mótmćlendanna. Meginkrafan er ađ stjórnin víki. Hitt hefur ekki veriđ skilgreint nćgilega og ţađ er ađ sjálfsögđu krafa um neyđarstjórn sem vinni í tenglum viđ starfandi Alţingi. Stór hluti kjósenda treystir ekki neinum stjórnmálamönnum til ađ vinna óháđir og af heilindum viđ ađ upplýsa spillinguna í bönkunum og skipta um starfsmenn Seđlabanka og fjármálaeftirlits. Trúverđugleiki ţjóđarinnar á vettvangi alţjóđasamfélagsins er ţrotinn og ađ miklu leyti af ţessum orsökum. Aldrei sem nú er ţađ okkur lífsnauđsyn ađ ná honum til baka.

Ađ ţví ógleymdu ađ ef ekki kemst á kyrrđ í samfélaginu er ţađ ávísun á stórslys.

Árni Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir međ ţessari grein sjálfstćđismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóđ : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband