Nærmynd af Bjarna Benediktssyni, nærmynd af íslensku þjóðinni

Hún er skýr en ekki viðkunnanleg myndin  af Bjarna Benediktssyni vonarpeningi Sjálfstæðisflokksins sem teiknuð er upp í þessari frásögn í DV :

"Heimildir DV herma að Sigmundi Erni hafi lent saman við Frey Einarsson um efnistök Íslands í dag á dögunum. Sindri Sindrason vildi víst fjalla um mótmælin á Íslandi en Freyr mun hafa heimtað að nærmynd yrði tekin af Bjarna Benediktssyni."

Viku fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins breytist fjölmiðillinn Stöð 2 í svo einstrengingslega áróðurmaskínu fyrir þann fulltrúa sem gamalt og útjaskað ættar- og auðveldi ætlar að flikka upp á til formennsku  í Sjálfstæðisflokknum að þar neita menn að taka eftir því að á sama tíma brennur Ísland  og uppþot og bylting er að brjótast út. 

Fyrir þremur vikur var Sigmundur Ernir inn á Borginni og stýrði Kryddsíldinni þar sem ljúfir tónar Stradivarius  fiðlu hljómuðu og heldri menn sátu á rökstólum. Úti fyrir knúðu dyra mótmælendur með hrossabresti og ýlur en þeirra taktur var meiri, þeirra kraftur var meiri og þeirra geta var meiri til að ráða fram úr stöðunni á Íslandi í dag heldur en sú gjörspillta ásýnd íslenskra stjórnvalda og auðjöfra sem blasir við okkur í þeim litlu leiftrum sem við fáum af því hvað er að gerast í þeirra heimi. Bjarni Benediktsson er formennskukandidat þess Íslands sem einu sinni var. Þess Íslands þar sem auðjöfrar og ættarveldi stýrðu allri miðlun á Íslandi og puntuðu upp einn úr sínum röðum á nokkurra ára fresti og keyrðu alþýðufólk á kjörstað. 

Annars finnst mér nærmyndin af Bjarna Benediktssyni vera skemmtileg andstæða við þessa mynd sem ég tók af einum mótmælanda fyrir framan Alþingishúsið kvöldið sem þingið hófst. Hann var með sundgleraugu og hélt á skilti og hrópaði. Sagðist hafa verið sá sem sat alltaf heima, fór aldrei á mótmæli en nú væri honum nóg boðið. Mótmælandinn er nú eiginlega nærmynd af íslensku þjóðinni. Hún er með sundgleraugu þessa daganna.

motmaelandi1.jpg

 


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski ekki klókt að vísa í heimildir DV.  Ekki spennandi pappír.  Hvað þarf að segja um hetjur flokkanna.Bjarni Ben sama og Sigmundur framsókn.

itg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:13

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hún er athyglisverð, "paníkkin", sem nú grípur um sig á hinum ýmsu vígstöðvum.

Bjarni Ben. jr. er eflaust vænsti drengur, en heldur var þetta skrýtinn "drottningarþáttur" sem allt í einu var kominn um hann á Stöð 2.

Verður þetta kannski fastur liður ?   Krúttlegasti stjórnmálamaður vikunnar ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 19:17

3 identicon

Takk fyrir góðan og skeleggan pistil Salvör. Hverju orði sannara!

Annars er ágætis pistill Árna Snævars um "drottningarþáttinn" með "Uppþvotta-Bjarna"

http://arni.eyjan.is/2009/01/uppvotta-bjarni-obama-eirir-og-st-2.html

Jóhannes B (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: Þórunn Reynisdóttir

Skelfileg tilhugsun ef Sjálfstæðismenn geta ekki fundið annan aðila til að koma fram fyrir flokkinn,,, með von um að Sjálfstæðismenn vakni og sjái til þess að vinna góðan og efnilegan rekstraraðila ótengdan fyrrum klíkum landsins...

Það hljóta vera til góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum sem kunna til reksturs..og eru ekki tengdir einhverjum gömlum tengslum sem þjóðin er búin að fá nóg af og þarf núna að greiða fyrir um ókomin ár.

Þórunn Reynisdóttir, 23.1.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli Geir verði ekki formaður áfram. Byltingar gerast ekki í Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 01:16

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú biður ekki um lítið Mikki Refur. Þakka annars góðan pistil Salvör.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 01:45

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarfur pistill um flerst, Salvör, en ekkert veit ég um getu hrossabrestamanna "til að ráða fram úr stöðunni á Íslandi í dag."

Jón Valur Jensson, 23.1.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þegar Sjálfstæðismenn eru óánægðir með formann sinn, velta þeir varaformanninum.

Gestur Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 10:31

9 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Jón Valur, líttu bara á mótmælendur sem plágu senda á ríkisstjórnina af guði. Þá skýrist þetta kannski.

Guð sendi plágur á fólk þegar það stóð sig ekki. Hann vissi að þeir sem eftir lifðu höfðu ekki öll svörin, en hann vissi að þeir höfðu viljann til að finna þau.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.1.2009 kl. 11:02

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 14:55

11 identicon

Undarlegt að alltaf eru það þeir sem ekki eru sjálfstæðismenn, sem þykjast vita allt um hvernig þessi og þessi x-d maður er eða hugsar. Og hvað muni gerast næst og hver ræður og hvernig hlutirnir eru í flokknum.

Þið eruð réttnefnd Gróur á Leiti, nútímans. 

Gangið ekki milli bæja og segið sögur af nágrannanum, heldur notið bloggið fyrir það sem hringsólari í höfðunum ykkar.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:53

12 identicon

Þetta var med öllu óforkastanlegt að á svona degi sé verið að blása upp einhvern sjalfstæðishval,  teljandi okkur tru um að bjarni ben hafi þurft að hafa fyrir sinu,  þessi madur er af einni ríkustu fjölskyldum landsins og fæddist med gullskeið i munni.     að auki er ekki hægt lengur að hafa menn i rikistjorn sem eru svona tengdir inní  viðskiptalífið.....   

ef eg hefði sjalfur verið med stöð 2 hefði eg sagt henni upp og grytt helvitis afruglaranum i hausinn a árna edwald 

útaf þessari frétt varð ég mjög reiður og dreif mig aftur niður i bæ til að mótmæla  menn verða að passa sig þvi það eru fleiri sem bera óbeina abyrgð enn bara motmælendur

sjalfstæðisflokkurinn  þarf bara i burt ur stjorn i 1-2 kjörtimabil   þannig er það

mikkjal agnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband