Kreppudagur og ţegar skosku hálöndin voru rýmd

Ég ćtla ađ mćta á Austurvöll á eftir eins og ég hef reynt ađ gera flestalla laugardaga. Ég get ekki séđ ađ ţađ hafi neitt áunnist nema tímasetning er nokkurn veginn komin á kosningar. En mér finnst mikilvćgt ađ Sjálfstćđisflokkurinn sitji ekki ţann tíma ađ völdum. Ég get ekki annađ séđ en ađ ríkisstjórnin sem núna situr sé  lömuđ og rúin trausti. Samt hefur ţessi ríkisstjórn óhemju ţingmeirihluta frá síđustu kosningum.

Ég óska bćđi Ingibjörgu og Geirs góđs bata í veikindum sínum. Ţađ er sorgleg og erfiđ stađa ađ einmitt núna ţegar mikiđ mćđir á ríkisstjórninni ţá skuli báđir  foringar hennar eiga viđ alvarleg veikindi ađ stríđa.  Bćđi Geir og Ingibjörg vinna einlćglega fyrir íslensku ţjóđina og ég hef aldrei efast um ađ ţau vilji vel og vinni fyrir fólkiđ í landinu en ekki fyrir sjálfa sig.

En ţađ er ţví miđur ţannig ađ ég á erfitt međ ađ treysta öđrum ráđherrum ríkisstjórnarinnar á ţessum tímum, sérstaklega er erfitt ađ treysta ráđherrum Sjálfstćđisflokksins sem virđast sumir sjálfir tengjast undarlegum fjármálagjörningum og halda hlífiskildi yfir mönnum sem tengjast  undarlegum fjármálagjörningum.  Ţar á ég ekki síst viđ Ţorbjörgu Katrínu og hvernig hún og eiginmađur hennar hafa gert upp eđa ekki gert upp skuldir sínar vegna hlutafjárkaupa og svo Árna Mathiesen í fjármálaráđuneytinu sem hefur ţar ráđuneytisstjóra Baldur Guđlaugsson sem hefur stundađ undarleg hlutabréfaviđskipti og virđist hafa hagnýtt sér innherjaupplýsingar í auđgunarskyni. Ţess má geta ađ umrćddur Baldur mun hafa veriđ í einkavćđingarnefndinni á sínum tíma. Ţađ er hneykslanlegt ađ Baldur skuli ekki ţegar kominn í frí frá störfum.

Eftir hruniđ hefur afhjúpast fyrir okkur forađ sem viđ vissum ekki ađ vćri til. Ef allar getgátur og sögur eru sannar ţá er yfirgengileg spilling í íslensku fjármálalífi og ţessi spilling hefur grafiđ um sig međ sátt og raunar líka ţátttöku margra Sjálfstćđismanna. 

Í Morgunblađinu í dag var grein um Burns daginn hjá frćndţjóđ okkar Skotum. Ég hef alltaf öfundađ Skota af ţessum degi, deginum sem ţeir minnast gamalla tíma, sjálfstćđisbaráttu og sérstöđu Skota og tengja ţađ matarhefđ fyrri tíma. Eitt í sögu Skota sem er alveg heldjúpt sár ennţá er highland clearance. Ţegar landeigendurnir vildu nota skosku hálöndin fyrir sauđfjárbúskap og ráku alla leiguliđa í burtu.

Ég velti fyrir mér hvort einhvern tíma komi sú tíđ á Íslandi ađ viđ verđum í sömu sporum og leiguliđarnir á skosku heiđunum - viđ verđum rekin hérna burtu af eyjunni Íslandi vegna ţess ađ viđ erum fyrir  einhverjum  sem hafa komist yfir eignarhald á öllum auđlindum hérna. Ţađ er alveg fyrirsjáanlegt ađ í náinni framtíđ verđa auđlindir Íslands mikilvćgar, hér er orka og hér er land, hér eru hafnir viđ sjó, hér eru ein gjöfulustu fiskimiđ heimsins. Ef til vill er sú stađa einmitt uppi núna ađ ţađ er veriđ ađ reka okkur í burtu, ekki sýnilega og á yfirborđinu heldur međ ţeim undarlegu ţráđum viđskipta og eignarhalds sem hneppa okkur í fjötra og kippa undan okkur lífsbjörginni.

Ef til vill getum viđ ţegar tímar líđa fram haldiđ árlega hátíđlegan kreppudaginn alveg eins og Skotar halda hátíđlega  sláturkeppadaginn og minnst međ angurvćrđ gamalla tíma, tíma ţar sem viđ héldum ađ viđ vćrum sjálfstćđ ţjóđ sem réđi eigin örlögum og byggi í landi sem hún réđi yfir. Ef til vill munu barnabarnabarnabörn okkar finna í ljóđum og sögnum og söngum og hljómkviđum og skáđum frásögnum finna ţá  djúpu sorg sem lagđist yfir íslensku ţjóđarsálina ţegan heimsmynd okkar hrundi.

Ég held ađ kreppudagurinn sé ágćtur  í kringum 20 janúar.

 

Tenglar um rýmingu skosku heiđanna

The Patterns of the Highland Clearances

Highland Clearances - Wikipedia

Highland Clearances

The Age of Revolutions The Highland Clearances

The Highland Clearances and the Effects on Scotland Today

 

 


mbl.is Mótmćli halda áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţetta međ ađ Baldur sitji enn eins og ekkert sé er nú eitt hneyksliđ sem undarlega lítiđ hefur veriđ gert međ.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.1.2009 kl. 14:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband