Raufarhafnarstemming í Reykjavík

Reykvíkingar! Í guðanna bænum lærið af reynslu annarra sveitarfélaga og leyfið  ekki að fjármunir  borgarinnar séu notaðir sem spilapeningar í áhættufjárfestingum sem koma Reykvíkingum ekkert við. Kynnið ykkur hvernig fór fyrir Raufarhöfn. Fyrir aðeins níu árum var Raufarhöfn eitt efnaðasta sveitarfélag landsins, var með fullar hendur fjár eftir að hafa sent hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Jöklum til ÚA. Berið saman hvað sveitarstjórinn á Raufarhöfn sagði þá við það sem Vilhjálmur borgarstjóri okkar segir núna. Skoðið líka hvernig fór.

Sveitarstjórinn sagði:

"Við lítum á sölu hlutabréfa okkar til ÚA og Burðaráss, sem góðan kost fyrir atvinnulífið á staðnum. Annars værum við ekki að gera þetta," segir Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps. "ÚA er mjög öflugt landvinnslufyrirtæki og með þessu fæst tenging við þá reynslu og þekkingu, sem þeir búa yfir og aðgengi sjómanna að skipsrúmum hjá fyrirtækinu. Þá losar sveitarfélagið mikla peninga, sem verða eins konar baktryggingarsjóður og eignalega verður sveitarfélagið mjög sterkt."

úr morgunblaðsgreininnni ÚA og Burðarás kaupa meirihlutann í Jökli hf. 

 Skemmst er frá því að segja að Raufarhafnarhreppur fjárfesti grimmt á "gráa markaðinum" í hlutabréfum og keypti fyrir eignir sínar hlutabréf í íslensku fyrirtækjunum deCODE, Íslandssíma og OZ. Á árinu 1999 keypti Raufarhafnarhreppur í sjö tækni- og vaxtarsjóðum fyrir 20 milljónir króna. Þessir sjóðir eru China Opportunity Fund, European Growth Fund, International Global Growth Fund, International Asia Pacific Fund, International Japan Growth Fund, Technology Fund og UK Equity Income Fund.

Raufarhafnarhreppur tapaði öllu sínu fé í þessum fáránlegu og grunnhyggnu fjárfestingum. Hvað skyldi 6000 tonna þorskkvóti leggja sig á í dag? Það er kvótinn sem hvarf úr byggðalaginu með sölunni á Jökli.

Það var auðlind Raufarhafnar að hafa aðgang að fiskimiðum okkar. Það var og er fiskiþorp. Það varð ekkert úr þeim verðmætum sem Raufarhöfn seldi auðlind sína á þegar þeim var breytt í spilapeninga í einhverju fjármálalóttói. 


mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband