Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skúnkalegt: Guðjón Ólafur og dylgjurnar

Alsherjarnefnd - undirnefnd

Fyrir síðustu Alþingiskosningar var í einni sviphendingu fótunum kippt undan allri kosningabaráttu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það var eitt mál sem eyðilagði  alla stjórnmálabaráttuna og alla möguleika Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmum á því að fá þingsæti. Kosningabaráttan var heiðarleg og málefnaleg, áherslur skýrar  og málefni góð og það var afbragðsfólk sem leiddi listana, Jón Sigurðsson í Reykjavík Norður og Jónína Bjartmars í Reykjavík suður.  En það var við ofurefli að etja og mannorð Jónínu Bjartmars var fótum troðið í fjölmiðlum.

Málið sem eyðilagði alla kosningabaráttuna tengdist afgreiðslu nefndar sem mælti með ríkisborgararétti til ungrar stúlku sem tengt var Jónínu Bjartmars. Guðrjón Ólafur Jónsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sat í þessari nefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins og tók þátt í þessari afgreiðslu. 

Guðjón Ólafur hafði sig lítið frammi í fjölmiðlun á meðan á árásunum á Jónínu stóð og raunar minnist ég þess ekki að frá honum hafi komið sams konar yfirlýsing og frá öðrum nefndarmönnum þ.e. yfirlýsing um að hann hefði ekki vitað neitt um fjölskyldutengsl stúlkunnar við Jónínu. En mér dettur ekki í hug að halda að hann hafi vitað að stúlkan var tengdadóttir Jónínu og þess vegna veitt henni fyrirgreiðslu, það hefði verið þvílíkur dómgreindarskortur og pólitískt glapræði  og rothögg á kosningabaráttu Jónínu eins og kom á daginn.

Guðjón Ólafur sendi reyndar frá sér yfirlýsingu þar sem hann bendir réttilega á að umfjöllun um málið má ekki einkennast af dylgjum (sjá hérna frétt í Mbl: Guðjón Ólafur:  Umfjöllunin má ekki einkennast af dylgjum )

Ég skrifaði nokkur blogg um þetta mál og gagnrýndi framgöngu fjölmiðla m.a. einstaklega rustalega og óvandaða umfjöllun Kastljóssins, umfjöllun sem byggðist á dylgjum og á því að trúnaðargögn einstaklinga sem sent höfðu gögn  til opinberrar nefndar eru birt í kastljósi og vegið að æru fólks ásamt því að RÚV virtist hafa meiri áhuga á því að eyðileggja æru stjórnmálamanna í hita kosningabaráttunnar heldur en að upplýsa almenning um einkennilega starfshætti nefnda og bendi ekki athyglinni þar sem hún átti heima þ.e.a.s. á skrýtna afgreiðslu hjá nefnd þeirri sem Guðjón Ólafur sat í og Bjarni Benediktsson stýrði.

Sjá bloggskrif mín um þetta mál: 

Brot á friðhelgi - RÚV birti trúnaðargögn

Skert ferðafrelsi

Sjö mínútur af Kastljósi Helgi Seljan versus Jónína

Rustalegt Kastljós hjá Helga Seljan

Kvenna(k)völd hjá Framsókn

 Það vekur því nokkra furðu mína að Guðjón Ólafur sem í ríkisborgararéttsmálinu taldi að umfjöllun mætti ekki byggjast á dylgjum hefur nú sjálfur sent nokkur þúsund Framsóknarmönnum í Reykjavík bréf sem hann merkir sem trúnaðarmál en í því bréfi eru mjög skrýtnar dylgjur um þá framsóknarmenn sem eru í forustu í borgarstjórn Reykjavíkur. 

Annars er Guðjón Ólafur sérstakur áhugamaður um fatamál Framsóknarmanna og ritstíll hans er fremur rætinn. Það var einmitt ein grein hans á hrifla.is fyrir nokkrum árum um það sem hann kallaði aulahátt hattkerlinga framsóknar sem vakti athygli mína og óbeit á vinnubrögðum hans í stjórnmálum. Það var grein sem þrungin var kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir öllu sem heitir lýðræðisleg vinnubrögð. 

Nokkrir tenglar um málið og önnur mál sem Guðjón Ólafur tengist. 

Stefán: Dylgjur 18. janúar

 Segir uppgjöf og áhugaleysi einkenna starf Framsóknar

Nýársbréf Guðjóns Ólafs um gróusögur um fatakaup framsóknar

Framsókn: Deilt um fatapeninga 

Framsóknarmenn deila um fatakaup

Svindlari á þingi.- Guðjón Ólafur Jónsson framsókn

 Siðbót í Framsóknarflokknum

Aulaháttur hattakerlinga Framsóknar, Varaþingmaður ráðherra tjáir sig

 

 


mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nígeríubréf og Nígeríuvændi

Fyrir fátt er Nígería eins þekkt fyrir í netheimum eins og svindl. Hér er eitt af fjölmörgum vefjum sem berjast á móti   Nigerian Scam eða  Nígeríusvindli á Netinu. Hér er efnisflokkur á Wikipedia yfir alls konar Internet glæpi Það er reyndar grein um einn Íslending þar Rebekka Guðleifsdóttir en það tengist höfundarréttarbrotum.

 

Það er íhugunarefni hvað það er í menningu og siðum og stjórnarháttum  Nígeríu sem gerir það að verkum að fólk úr þessu ríki  tengist svona mikið svindli og virðingarleysi fyrir lögum og reglu.  

Þetta á ekki  eingöngu við um Internetið, ég held að viðskiptahættir hafi verið skrýtnir í Nígeríuviðskiptum m.a. hef ég heyrt að þegar Íslendingar seldu þangað skreið fyrir mörgum áratugum  þá hafi mútugreiðslur verið hluti viðskiptaháttum þar.

En Nígeríunetsvindlið er svo augljóst að maður er steinhissa hvað margir falla í þessar gryfjur og steinhissa á því að það komi tilkynning frá lögregluyfirvöldum að passa sig á þessu. Þetta er svona álíka og að senda út tilkynningu um fólk eigi að passa sig á kvefi og inflúensum, það séu bakteríur og veirur í loftinu sem geti smitast milli fólks.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að það sé á ábyrgð fjármálafyrirtækja eins og banka og opinberra aðila að uppfræða fólk um ábyrga nethegðun og varfærni í netviðskiptum  og hjálpa því að sjá í gegnum svona augljóst svindl. Við erum fólk sem býr í þröngu samfélagi sem byggist á trausti, það er mjög erfitt fyrir fjármálaþrjóta að hverfa sporlaust í fjöldann hérna, það er ekki til  neinn fjöldi til að hverfa í. Þess vegna eru við berskjaldaðri en margar aðrar þjóðir fyrir svindlurum þegar við flytjum okkur um set inn í óravíddir Internetsins þar sem allir geta horfið sporlaust, við treystum fólki.

En þó það sé pirrandi þetta Nígeríusvindl þá er annað sem nafn  Nígeríu er oft tengt við og það er ennþá  ömurlegra  en netsvindlið og það er vændi og mansal á götum evrópskra borga. Það er hollt fyrir alla sem bera í bætifláka fyrir vændi að kynna sér hvernig staðið er að innflutningi kvenna og barna frá fátækum svæðum í Afríku. Ég held að vændiskonur sem fluttar eru til Evrópu komi allar frá svæðinu  Edo í suðurhluta Nígeríu.

Sjá þessar greinar 

Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni

Migration Information Source - Trafficking in Women from Nigeria ...

BBC NEWS | Africa | Nigerians lured to work in Italy

Hér eru tvö vídeó frá Youtube sem lýsa mismunandi sýn á vændiskonur í vegarkantinum. Annars vegar er það stúlka af Afríkuuppruna sem upplýsir um hvað er að gerast og reynir að hjálpa vændiskonum á þann hátt sem hún sér mögulegt og hins vegar er það 14 sekúndu myndbrot sem lýsir viðhorfum þeirra sem ég hugsa að séu dæmigerðir viðskiptamenn vændiskvenna í vegarkantinum.

 

 


mbl.is Varað við fjársvikabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

640 íbúðir fyrir öryrkja, hvernig er þeim stýrt?

Fram hefur komið í fréttum að Sigursteinn Másson hefur sagt af sér sem formaður ÖBÍ sem og Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri bandalagsins vegna deilna um stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Hússjóðurinn á um 640 íbúðir. Hússjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem lýtur sjálfstæðri stjórn. 

Ég reyni að átta mig á um hvað málið snýst. Ég efa ekki að Sigursteinn hafði einlægan vilja á að bæta húsnæðismál öryrkja sem búa í þessum 640 íbúðum. Hann mun hafa lagt kapp á að skipta út stjórn hússjóðsins sem honum finnst ekki hafa staðið sig vel.



Í Fréttablaðinu í greininni Vill ekki hylma yfir með stjórn hússjóðsins  er haft eftir Sigursteini: "Þegar ég lít til þeirra stjórnar sem nú hefur tekið við hússjóðnum sé ég fólk, sem í áratug, jafnvel lengur, hefur verið í stjórnunarstöðum innan bandalagsins og sjóðsins. Ég sé enga ástæðu til að ætla að þetta fólk fari að bæta úr hlutunum núna," segir Sigursteinn".

Ég veit of lítið um innviði Öryrkjabandalagsins og hússjóðsins til að tjá mig mikið um þetta mál. En ég tel að það sé mikilvægt að samtök og sjóðir sem  gæta hagsmuna öryrkja og ráðslaga um húsnæðismál mörg hundruð þeirra  vinni á lýðræðislegan hátt og þar séu í forsvari menn sem kunni að sætta sjónarmið og ná málamiðlunum. 

Sigursteinn hefur verið öflugur og góður talsmaður öryrkja og ég held að hann hafi gert margt gott.  En hann virðist hafa sýnt sams konar óbilgirni í þessu máli og þegar hann rak Arnór Helgason. Þá ályktun dreg ég af því lsem ég sé um málið í fjölmiðlum sem og þessari klausu á málefnin.com en þar segir málverjinn Besti vinur aðal þetta um málið:

"Sigursteinn vildi algerlega allt eða ekkert og nú þegar aðalstjórn ákvað að halda einhverri þekkingu inní Brynju (1 manni) og skipta bara út alls 5 af 6 stjórnendum Brynju þá eru þetta viðbrögð hans. Framkvæmdastjóri Brynju er að hætta, fulltrúi félagsmálaráðuneytis er nýr og Sigursteinn vildi skipta um alla 4 fulltrúa ÖBÍ og vildi bara bjóða aðalstjórn að vela sinn 4ra manna lista en leyfði ekki að kjósa á milli manna - allt eða ekkert.
Aðalstjórnin ákvað þá í andstöðu við Sigurstein að velja annan lista en þann sem hann úthlutaði aðalstjórninni og að tveir þeirra fjögurra sem kjósa skyldi yrðu tveir síðustu formenn ÖBÍ þeir Garðar Sverrisson og Emil Thoroddsen ásamt tveimur mætum konum þar sem Emil einn var fyrir í stjórninni en hann er jafnframt nú varformaður ÖBÍ. Þetta eru því þeir tveir menn sem samanlagt hafa notið mests trausts meðal Öryrkja og valdir nú af aðalstjórn til að leiða þetta vandasama breytingaferli sem Brynja þarf að ganga í gegnum, en Sigursteinn lýsir því þá yfir að hann geti ekki setið fundi með stjórn sem hann treystir ekki - fyrr má nú vera? - hverskonar einræði hélt hann að ríkti í svona samtökum? -Stjórn sem hann gæti setið fundi með er þá bara sú sem hefur alla fulltrúa handvalda af honum sjálfum - og ef hann fengi það ekki væri hann farinn - og hann fór..."

 Ég las  líka eftirfarandi blogg sem er ekki vinsamlegt Sigursteini en virðist skrifað af manni sem vann hjá Geðhjálp og þekkir til starfa Sigursteins þar:

Öryrkjabandalagið ~Sigursteinn Máson~Geðhjálp


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfatorg ríkisins og stjórnmálamennirnir

Það gneistar á milli Árna M. Mathiesen og dómnefndar sem fjallaði um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Þetta minnir mig á lektorsmálið forðum daga þegar bróðir minn sótti um lektorsstöðu í Háskóla Íslands og fékk starfið. Þá ætlaði allt af göflunum að ganga. Tvær stöðuveitingar Össurar iðnaðarráðherra  eru líka gagnrýndar þessa dagana. Þess má geta að Össur var að ég held eini stjórnmálamaðurinn á vinstri væng stjórnmála sem eitthvað andmælti aðför að bróður mínum þegar hann  fékk lektorsstöðuna forðum daga og sýndi Össur með því að hann var víðsýnni en margir aðrir á vinstri væng stjórnmálanna og gat vel unnað þess að pólitískir andstæðingar væru látnir njóta sannmælis. 

Í þá tíð tíðkaðist (tíðkast það kannski ennþá?) að auglýsingar væru bara að nafninu til, auglýsing var höfð þannig að hún passaði eins og skraddarasaumuð föt um þann umsækjanda sem þeir sem stóðu að auglýsingunni vildu sjá í starfinu.

En það er óþarflega harðort og rustalegt hjá hæstvirtum settum dómsmálaráðherra Árna M. Mathiesen að segja dómnefnd hafa skilað gölluðu áliti, lítt rökstuddu og hafi ekki gætt samræmis og hafi misskilið hlutverk sitt. Í greinargerð ráðherra segir:

Það er ráðherrann sem hefur skipunarvaldið og þar með ábyrgðina og hvorugu getur hann afsalað sér. Honum ber að fara eftir eigin sannfæringu í sérhverju máli en ekki sannfæringu annarra. Í þessu tilfelli telur ráðherrann að gallar hafi verið á umsögn dómnefndar sem hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa....... Greinilegt er að nefndin hefur misskilið hlutverk sitt og telur sig hafa vald sem hún hefur ekki því í 7. gr. reglnanna segir : „Umsögn nefndarinnar er ekki bindandi við skipun í embætti héraðsdómara“.

Ég tek mikinn mark á áliti dómnefndar (sjá Greinargerð dómnefndar ), ég held að í henni séu sérfræðingar sem njóta virðingar lögmannastéttar og hafa reynslu og innsýn í  störf dómara og hvaða hæfni þarf til slíkra starfa. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til að Árni M. Mathiesen hafi sérstaka hæfni til að velja dómara, ekki annað en það að kjósendur á Suðurlandi veittu honum  brautargengi sem tryggði honum ráðherrastól.  En Árni er ráðherra og hann var settur dómsmálaráðherra og hann hefur sem slíkur vald til að skipa héraðsdómara úr þeim hópi umsækjenda sem taldir eru hæfir til að gegna starfinu. 

Sá umsækjandi sem Árni skipaði var dæmdur hæfur. Það er umhugsunarvert að í röksemdurm dómnefndar segir:  "Dómnefnd hefur haft þann háttinn á um árabil, sem athugasemdir hafa aldrei verið gerðar við, að skipa umsækjendum í lok rökstuðnings í fjóra flokka: Ekki hæfur, hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur."

Þetta er ágæt vinnuregla hjá dómnefnd en svona  flokkun á umsækjendum er ekki bindandi fyrir ráðherra, ég er ekki lögfróð en ég get samt ekki ráðið neitt um að svo sé. En það er ekki gott fyrir lýðræðisþróun í landinu ef menn eru valdir í dómaraembætti eftir pólitísku litrófi og ég get ekki séð að það sé starfsreynsla sem beri að meta hátt hjá tilvonandi dómara að hafa verið árum saman aðstoðarmaður ráðherra.  Það er nú vandfundin störf sem er eins nátengt pólitísku argaþrasi. Það er þvert á móti mikilvægt fyrir dómara og reyndar sem flesta embættismenn sem gegna störfum þar sem almenningur þarf að reiða sig á óhlutdrægni þeirra að vera sem lengst frá heiftúðugri stjórnmálabaráttu. 

Það er ágætt að það sé opinská umræða um svona stöðuveitingar og skýrt eftir hverju ráðherra fer og hann ber ábyrgð á þessari embættisveitingu. Það er afar mikilvægt að vönduð vinnubrögð séu við val á þeim sem eru héraðsdómarar og hæstaréttardómarar. Það er afar hættulegt fyrir lýðræði og réttlátt stjórnarfar í landinu ef eingöngu veljast í dómarastörf fulltrúar ákveðinna valdamikilla hópa og aðrir hópar t.d. konur eða nýbúar hafa ekki möguleika á því að komast í slík störf. 

Sú umræða sem nú fer fram um veitingu á ýmsum opinberum störfum er að sumu leyti dæmi um  virkt lýðræði og aðhald með því hvað ráðamenn aðhafast. Að sumu leyti er þessi umræða þó neikvæð, bæði er veist harkalega að æru þeirra sem þó hafa ekkert annað  til saka unnið en sækja um starf  og vera valin í það af pólitískum ráðherra og að sumu leyti þá grefur óvægin umræða undan trausti á stjórnvald. 

Það er mikilvægt að fólk beini gagnrýninni þar sem hún á heima  þ.e. að þeim pólitíska ráðamanni sem tók ákvörðun um ráðningu og það er líka mikilvægt að við virðum að þeir eru umboðsmenn kjósenda og þeirra er ákvörðunarvaldið. Þó mér sér reyndar fyrirmunað að skilja kjósendur á Suðurlandi og skil ekki hvers vegna þeir kusu yfir sig Árna M. Mathiesen og Árna Johnsen þegar miklu skynsamlegra hefði verið hjá þeim að kjósa Guðna Ágústsson og Bjarna Harðarson þá verður við að virða val Sunnlendinga í lýðræðislegum kosningum.

 


mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópsaladýrkun sjónvarpsins - Forvarnarverðlaun til þeirra!

Ídolstjörnunni  föllnu  Kalli Bjarna var skotið rækilega aftur upp á stjörnuhimininn í Kastljósi RÚV núna í kvöld. Við fylgdumst með svölum náunga á sjó á línubátnum Dóra frá Grindavík  segja frá kröggum sínum og hve lítilfjörleg afbrot hann hefði framið. Segja frá hvað hann væri góður pabbi og hvað hann væri lítið innviklaður í þennan dópinnflutning sem hann hefði þó verið dæmdur fyrir, hann gæti nú ekki hafa fjármagnað neinn dópinnflutning sjálfur, hann sem þyrfti að betla peninga fyrir mjólk af öryrkjanum móður sinni.  Svo var hann ansi drýgindalegur um hollustu sína gagnvart þeim sem hann var í vinnu hjá við eiturlyfjainnflutning, hann ætlaði svo sannanlega ekki að koma upp um þá, honum hefði næstum verið hótað.

Þetta viðtal var sorglegt dæmi um sjálfeyðingarmáttinn í íslensku samfélagi, samfélagi sem gyllir ýmis konar vímuefnaneyslu og samfélagi þar sem hetjurnar eru spennufíklar sem svífast einskis í einhverjum peningalottóum og þar sem græðgi og dómgreindarleysi hjá ídolstjörnu er þvílíkt að hún hika ekki við að flytja inn eiturlyf í von um skjótfenginn gróða.    

Hér er viðtalið: 

Rætt við Kalla Bjarna

 

Kannski verður maður bara að sjá spaugilegu hliðina á þessu, eða kannski fremur þá grátbroslegu og æfa sig að raula sjómannaslagarann fræga um fræknu sjómennina sem sigla um öll heimsins höf færandi varninginn heim... bara varningurinn hefur breyst úr fisk í duft  eftir að kvótinn hvarf úr þorpunum. 

 

Svo má náttúrulega brosa skakkt af því að Ölgerð Egils Skallagrímssonar fékk nýlega  forvarnarverðlaun með mikilli viðhöfn  Já sniðugt að veita fyrirtæki sem framleiðir og flytur inn bjór og  segir á heimasíðu sinni að helstu vörumerkin séu  Egils Gull, Egils Premium, Egils Lite, Tuborg, Holsten, Budweiser, Grolsch og Guinness. Ekki má gleyma því að forvarnarverðlaunahafinn segir stoltur frá því að hann hafi umboð fyrir Smirnoff vodka og framleiði sinn eigin vodka. Og svo hampar forvarnarverðlaunahafinn íslenska brennivíninu á vef sínum og segir:

 

"Brennivín er ein af gersemum íslensku þjóðarinnar og sannkallaður þjóðardrykkur. Brennivín er 100% íslenskt og var fyrst framleitt þann 1. febrúar árið 1935, þegar Áfengisverslun Ríkisins aflétti banni á sölu á sterku áfengi."

 

Vá, hvað ég er stolt af því að vera Íslendingur með þessar séríslensku vörur og Kalla Bjarna á stjörnuhimninum út á rúmsjó.

 

Ég sé núna ljósið, RÚV vinnur merkilegt forvarnarstarf á Íslandi  í sama anda og Ölgerðin og ætti náttúrulega að fá forvarnarverðlaun eins og Ölgerð Egils Skalla-Grímssonar.  Fyrir hvað? Fyrir að vera griðastaður og gjallarhorn fyrir fallnar dópstjörnur og iðrandi slagsmálahunda .  Fyrir að vera ókeypis auglýsingamiðill fyrir bjórframleiðslu illa farinna alkóhólista. Nýlega var einhver vesalings maður, langt leiddur alki puntaður upp í viðtalsþættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu. Í þættinum var sorgarsaga hans sögð á galsafenginn hátt og því lýst eins og einhverju sniðugu hvernig yfirvöld í samfélaginu hans - litlu sveitarfélagi út á landi - hefðu komið honum reglulega inn á Vog til að  þurrka hann upp  svo hann væri í standi til að halda jólatrésskemmtanir o.þ.h. í plássinu. Þessi vesalings maður rekur bar og selur áfengi í plássinu sínu og virtist þessi sjónvarpsþáttur vera einhvers konar auglýsing fyrir einhvern grillubjór sem hann er að framleiða og dreifa. Þessi grillubjór var líka auglýstur rækilega einu sinni í sjónvarpsfréttum hjá RÚV. 


Saga af 10 ára frumbyggjastúlku

Hún er aftur komin á fósturheimili. Hún er soldin seinþroska. Eiginlega dáldið mikið  á eftir, hún hefur núna þroska á við fimm ára barn og það er ekki von til þess að hún nái nokkurn tíma jafnöldum sínum því hún er með heilkenni sem kallast  fetal alcohol syndrome og stafar af áfengiseitrun sem hún varð fyrir í móðurkviði. 

Hún var misnotuð af aðila úr fjölskyldu sinni áður en hún var fimm ára gömul. Þá var hún sett í fóstur en var skilað aftur til fjölskyldu sinnar  þegar hún var 7 ára. Þá var henni hópnauðgað af fimm strákum. Hún smitaðist þá af sýfilis og fékk áverka á kynfæri.  Hún var aftur send í fóstur. Þegar  hún var 10 ára fór hún aftur til fjölskyldu sinnar í frumbyggjabyggðinni.  það líðu aðeins nokkrar vikur þangað til búið var að nauðga henni margoft og í eitt skiptið var það hópnauðgun, það voru sex unglingstrákar og þrír fullorðnir karlmenn sem stóðu sameiginlega að því verki.  Dómari í Ástralíu hugsar á svipaðan hátt og sumir íslenskir dómarar. Hann sleppti þeim sem nauðguðu henni  án refsinga á þeirri forsendu að stelpan hefði sennilega samþykkt að eiga mök við þá.

Þetta er ekki hryllingssaga aftur úr öldum, þetta er ekki saga um lífsskilyrði frumbyggjastúlkna á nýlendutímanum. Þetta er saga úr nútímanum, saga sem sýnir hvernig lífið er núna hjá þeim sem sem lægst eru settir í samfélagi þeirra lægstsettu. Þetta er glænýr dómur, bara mánaðargamall og þetta er hitamál í Ástralíu núna.

Gang rape furore exposes shocking picture of abuse

Saksóknarinn í málinu sagði af sér í gær, það er mikill reiði í hans garð fyrir að hafa stuðlað að því að nauðgarnir fengu enga refsingu. Aurukun gang rape case prosecutor quits
Í skjölum um rannsóknina kemur þetta fram um viðhorf stjórnvalda sem rannsökuðu málið:

Court transcripts released Tuesday showed Mr Carter had described the 2006 incident as "childish experimentation" and consensual "in a general sense".

 Prosecutor in gang rape case stood aside - Breaking News ...

Aurukun rape the tip of the iceberg: Pearson - ABC News ...

 

 


mbl.is Frumbyggjar fá ekki skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorrý strákar

dv-vefveldi-fazmo26april2006 Jens Gud segir að Fatsmo-drengirnir séu strákar úr  Bústaðahverfi sem æfðu saman box og aðrar bardagaaðferðir.

 

Sjá þetta blogg:

Voru það Fatsmo-drengir sem gengu í skrokk á Hannesi Sigurðssyni?

Hann segir m.a.: "Drengirnir fóru að halda úti heimasíðu þar sem þeir montuðu sig af því þegar þeir réðust á hinn og þennan fyrir utan skemmtistaði og börðu.  DV birti eitthvað af þessum montsögum.  Þá þurrkuðu þeir sögurnar út og gerðust talsmenn gegn ofbeldi. "

Í þessum fazmohóp eru nefnd nöfnin Davíð Smári Helenarson, Ingvar Þór Gylfason og Hallgrímur Andri Ingvasson. Ég fann  viðtal við þá Ingvar Þór og Hallgrím Andra í DV í apríl 2006 þar sem þeir fjalla um vefsvæði sem þeir reka en það eru vinsæll barnavefur leikjaland.is og svo vefirnir  pose.is og  69.is sem ég hef gagnrýnt margoft í bloggi fyrir vægast sagt afar ógeðslegar áfengisauglýsingar og kvenfyrirlitningu.

Þau skipti sem ég hef litið inn á þessa vefi nýlega sýnist mér þó að þeir hafi farið mjög batnandi. Einnig held ég að þeir hafi rekið vefinn tveir.is sem var einhvers konar vefur tengdur þeim og áhugamáli þeirra (lyftingum o.þ.h.) og einhvers konar sölu á fæðubótarefnum til lyftingamanna. 

Mín fyrri blogg: 

 Cult Shaker kúltúr á Íslandi

Áfengisauglýsingar sem beint er til unglinga

Klámleikjalandið Ísland og klámtán Reykjavík

Blogg að auglýsa leikjaland.is: 

Öðruvísi á Leikjaland.is

v-dagur-hverfisbarinn-vid-naudgum-ekki2006Ég vona svo sannarlega að þeir Ingvar Þór og Hallgrímur Andri hafi kúvent í viðhorfum sínum frá því þeir voru unglingar í Fazmo en ég vil benda foreldrum á að  bakgrunnur þeirra og eignatengsl og rekstrartengsl leikjaland.is við aðra vefi (t.d. 69.is) og þeirra afar einkennilega viðhorf varðandi að reyna selja unglingum vímuefni (hér á ég við  lítt dulbúnar áfengisauglýsingar á pose.is og 69.is, ég tek fram að ég er ekki að ásaka þá um annað) gera að verkum að þeir eru afar óheppilegir aðilar til að reka einhvers konar tómstundamiðstöðvar á Netinu fyrir börn.

Ég fann þetta plakat frá 2006 þar sem þeir Ingvar Þór og Hallgrímur Andri eru á auglýsingunni fyrir V-daginn.

Á einum af þeim vefjum sem þeir reka  þ.e.  69.is   þá sá ég þessa frétt um kastjósviðtal við Davíð Smára Helenarson 

 Sér eftir að hafa rifbeinsbrotið dómara

Það segir m.a. :" Davíð neitaði því í Kastljósviðtalinu að hafa verið sá, sem réðist á Eið Smára Guðjohnsen, fyrirliða landsliðsins, á Lækjartorgi fyrir mánuði. Hann hafi verið á staðnum, en reynt að stöðva árásarmanninn, sem hann sagðist reyndar þekkja mjög vel. Þetta mætti sjá á myndbandsupptöku, sem til er af atburðinum.

“Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst,” sagði Davíð Smári. “Þetta er bara endapunktur."

dv10jan2006-sorristrakarÉg held að Davíð Smári hafi ekki gert nóg í sínum málum og þetta hafi því miður ekki verið endapunktur. Ég held líka að Ingvar Þór og Hallgrímur Andri séu ekki mjög heilagir menn.

Davíð Smári er bendlaður við margar líkamsárásir en eins og  aðrir þá telst hann ekki sekur nema hann hafi verið sakfelldur fyrir dómi. Það er hins vegar það sama með líkamsárásir og nauðganir, aðeins brot af þeim kemur fyrir dómara og í mörgum tilvikum þá stendur þeim sem kærir ógn af þeim ákærða. Það er raunveruleg ógn, það eru ekki mörg ár síðan ung íslensk stúlka var myrt af vitstola ofbeldismanni í tengslum við að vinkona hennar (fyrrum kærasta ofbeldismannsins) kærði nauðgun.

 Þann 10. janúar fyrir tveimur árum þá var forsíða Dagblaðsins það sem skók samfélagið því í því blaði var forsíðan með mynd af meintum nauðgara á Vestfjörðum. Maðurinn sem var á myndinni framdi sjálfsmorð.  Í kjölfarið hófst gríðarleg umræða sem beindist gegn DV og ritstjórar þess urðu að láta af störfum og minnir mig að útgáfa blaðsins hafi stöðvast um tíma. 

En á innsíðum þessa magnaða DV eintaks þá var heil síða sem fáir tóku eftir því forsíðan stuðaði svo mikið. En það var ein af  afsökunarbeiðnum Davíðs Smára, í þessu tilviki af því hann hafði  barið Sveppa. 

 En ég enda þetta blogg á ljóði sem ég fann á Netinu og er eftir Davíð Smára:

 „sælir strákar .
ég veit ekki hvað ég á að seigja
annað enn sorry
ég hef allavegana upplifað
stundarbrjálæði
eftir þetta auðvitað
sé eg eftir öllu samann
og vildi að þetta hefði ekki gerst
ég bara missti mig gersamlega,
enn eg vil lika koma því á hreint
að ég hafði það aldrei í huga
að meiða dómarann..

eg hef talað við stjórn utandeildar
og beðið hana afsökunar
sem og hitt liðið
og er ég að reina hafa upp á dómaranum
til að byðja hann afsökunar ,
enn auðvitað er þetta óafsakanlegt
enn ég reini .
allavega. þá tók ég allt þetta á mig
skiljanlega
þegar ég talaði við stjórnina
og stjórnin tjáði mér það
að liðinu sem heild yrði ekki refsað
enda væri það fáranlegt
þið eigið ekki að þurfa að líða fyrir
hvernig eg haga mér innan sem utan vallar ...
ég vona bara
að ykkur gangi sem best
í þeim 2 leikjum sem eftir eru ..
enn og aftur
sorry strákar ..“


Ár kartöflunnar

Ætli Ólafur Ragnar og Dorrit setji niður kartöflur á Bessastöðum í vor?

Í sumar eru 250 ár frá því að kartöflur voru fyrst ræktaðar á Íslandi og það var einmitt á Bessastöðum sem sá merki atburður gerðist, það var hrútabarónninn Hastfer sem árið 1758 stóð að þeirri tilraun. 

Allur heimurinn tekur undir með þessu merkisafmæli íslenskrar kartöfluræktar því árið 2008 hefur verið valið af Sameinuðu þjóðunum sem alþjóðlegt ár kartöflunnar.  

Á íslensku wikipedíu  er samvinna janúarmánaðar 2008 helguð kartöflunni og fólk hvatt til að skrifa greinar um ýmislegt tengt kartöflum. Það er komin stórfín grein um jarðeplin gullnu og nokkrar minni greinar. Vonandi verður þetta góður þekkingarbrunnur fyrir fólk sem hyggur á kartöflurækt næsta sumar.  Ég ákvað að taka þátt í þessu samvinnuverkefni og er þegar búin að skrifa eina grein, ég skrifaði greinina Kartöflubjalla um skaðvald í kartöflurækt. Ég hefði náttúrulega átt að skrifa grein um eitthvað praktískt fyrir Ísland eins og kartöflumyglu því kartöflubjöllur eru víst ekki skaðvaldar á Íslandi. En mér finnst þessar bjöllur bara  miklu fallegri en kartöflumygla og ég er alltaf hugfangin af dýrum sem taka svona umbreytingum á lífsferlinum bjalla-lirfa-púpa og dýrum sem leggjast í dá. 

Ég gæti alveg hugsað mér að rækta kartöflur í sumar. Ekki þó premier sem mér finnst ekki hafa neitt erfiðisgildi í ræktun, mig hefur hins vegar alltaf langað til að rækta sjaldgæfari tegundir eins og möndlukartöflur og  bláar kartöflur.  Ef einhver veit hvað maður getur fengið útsæði að svoleiðis kartöflum eða er að gera tilraunir með spennandi kartöfluafbrigði þá endilega skrifið í athugasemdir við þetta blogg.

Það er mjög smart fyrir okkur hérna á norðurhveli jarðar og sérstaklega á Íslandi að nota þetta ár til að minnast kartöflunnar og hvaða gildi hún hefur og á eftir að hafa á lífsskilyrði okkar. Það er miklu meira í anda skynsamlegrar auðlindanýtingar og náttúrustefnu að við hérna borðum mat sem er framleiddur nálægt okkur á okkar búsvæði heldur en t.d. matvæli sem framleidd eru á svæðum þar sem við getum ekkert fylgst með framleiðslunni og þar sem flytja þarf afurðirnar langan veg á markað og nota til þess dýrmæta orku og farartæki. 

Kartöflur voru  mikilvæg fæða í Evrópu og það varð hungursneyð þar sem milljónir sultu í hel í Írlandi þegar kartöfluuppskeran brást um miðja 19. öld (sjá t.d. BBC - History - The Irish Famine) það hratt á stað geysilegum fólksflutningum uppflosnaðra Íra til Vesturheims. Þegar Sovétríkin liðu undir lok þá lifði alþýða manna í Rússlandi víða við kröpp kjör og þá hefðu miklu fleiri soltið ef ekki væri fyrir kartöflurækt. Björn í Sauðlauksdal ræktaði svo fyrstur íslendinga kartöflur. En þekkingin á kartöflum og kartöflurækt barst ekki bara til landsins með barónum sem sendir voru af danska kónginum. Kambsránið og Brimarhólmsvist íslenskra fanga ýtti undir kartöfluræktun á Eyrarbakka:

 "Einn merkilegasti eiginleiki kartöflunnar er sá að fólk getur nærst á henni og litlu öðru. "Þess vegna voru fangar gjarnan fóðraðir á kartöflum, enda voru þær ódýrasti maturinn. Hafliði Guðmundsson, sem flæktist í Kambsránið og sat af sér dóm á Brimarhólmi, var einn þeirra sem komu að utan með kartöflur í vasanum og hóf að rækta þær eftir heimkomuna. Hann var orðinn aðstoðarmaður fangelsislæknisins og hefur lært þar hvað þetta var gagnleg planta. Við þetta hljóp fjör í kartöfluræktina á Eyrarbakka."

heimild Dugnaðarforkurinn kartaflan 
 

Kartaflan hefur verið og mun verða mikilvæg fæða fátækra manna og skapar öryggi í fæðuframboði  á stríðs- og hörmungartímum þegar verður að taka aftur upp sjálfsþurftarbúskap. Það er hins vegar hægt að læra af kartöfluhungursneyðinni í Írlandi hve viðsjárvert er að vera svo háður einni fæðutegund að þegar uppskera hennar bregst þá verði hungursneyð milljóna. 


Er starf Landsbjargar fjármagnað með sprengiefnasölu?

Það stuðar mig verulega að núna þegar flugeldasalan er hafin þá séu einhvers konar auglýsingainnskot fyrir flugeldasölu björgunarsveita dulbúið sem fréttaefni í öllum fjölmiðlum og látið að því liggja að það sé þjóðþrifaverk að kaupa flugeldapakka, því stærri því betra. Þá geti nefnilega björgunarsveitirnar í landinu eflst og unnið betur sitt góða starf.  

Er ég eina manneskjan hér á höfuðborgarsvæðinu sem finnst flugeldamökkurinn um áramótin  andstæður öllu sem heitir ábyrgð í umhverfismálum og vitund fyrir aðstæðum við framleiðslu og dreifingu og notkun hættulegra efna? Er ég eina manneskjan sem finnst óforsvaranlegt að þau boð berist úr öllum áttum til barnafjölskyldna að það sé partur af vellukkuðu gamlárskvöldi hamingjusamrar  fjölskyldu og nánast skylda til að tryggja hjálparstarf í landinu að eyða tugþúsundum í flugelda til að skjóta upp á innan við hálftíma?  

Ég hvet alla sem kaupa flugelda til að hugleiða hvaðan flugeldarnir koma og við hvernig aðstæður þeir voru framleiddir og hvernig öryggis og heilsuaðstæður starfsmanna við framleiðsluna eru.

Ef til vill eru  flugeldarnir sem þú sprengir upp á gamlárskvöld  úr verksmiðju Yangquan Xingtong Fireworks Co. workshop eða annarri sams konar verksmiðju í Kína. Þar varð sprenging 11 manns að bana fyrir mánuði síðan og daginn áður þá dóu 13 í annarri verksmiðju við sams konar aðstæður, sjá þessa frétt:

Eleven people were killed and eight injured in an explosion in a fireworks factory in central China. The explosion late Wednesday afternoon reduced part of the Yangquan Xingtong Fireworks Co. workshop - on the rural outskirts of Yangquan city - to rubble, and it was not known whether others were buried in the blast, the government's Xinhua News Agency reported.

The cause of the explosion was under investigation, and a manager of the privately run fireworks company was being held for questioning, said an officer with the police station in Yangjiazhuang town, where the factory is located. The officer gave his surname, Li, but declined to further identify himself.

Accidents in Chinese factories are common, with thousands dying every year in part because of lax enforcement of safety rules. Fireworks factories, many of them illegal, are notoriously unsafe. The day before the Yangquan blast, 13 people died in an accident in a fireworks factory in the southern province of Hunan

 Það er ekki langt síðan flugeldar voru framleiddir á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Hugsanlega fer slík framleiðsla fram ennþá . Hrikalegt hættuástand skapaðist í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar mikil sprenging varð í flugeldaverksmiðju í þéttbýli.  Hér á Íslandi sprakk flugeldaverksmiðja á Akranesi í loft upp fyrir meira en tveimur áratugum. Skólabróðir minn missti föður sinn og litla bróður sinn í því slysi.

Það er ekki rétt og ekki siðlegt að fjölmiðlar og björgunarsveitir leggist á eitt um hver áramót og æsi fólk upp í að kaupa flugelda.  Af þeim er mikil mengun og í þeim eru hættuleg sprengjuefni og víða eru þeir framleiddir við aðstæður sem setja fólk í bráða lífshættu. Það er ekkert þjóðþrifaverk að kaupa og skjóta upp flugeldum.

 Það eru þannig aðstæður í Kína að stjórnvöld reyna að  koma í veg fyrir að fréttir sem andstæðar þykja kínverskum hagsmunum berist til umheimsins. Það er því líklegt að  allar fréttir og umræða um mörg umhverfisslys vegna flugeldaframleiðslu séu þaggaðar niður. Þannig var um sprengingarnar í Puyang  í Henan 18. september síðastliðinn. 

Serial Explosions Level 100 Houses, Many Feared Dead in Central China

Hér eru nokkrar fleiri fréttir af svona málum. 

Second China fireworks factory blast kills 11 | World | Reuters

 Fireworks factory explosion kills 4 - The China Post

Workers’ deaths cast shadow over political celebrations in Beijing

Hér eru fréttir af flugeldaverksmiðjuslysum í Evrópu t.d. í Kolding árið 2004

TV 2 Nyhederne - Kolding-katastrofe skal under lup

Í Kolding kom í ljós að mörg þúsund tonn af sprengiefni  til flugeldaframleiðslu voru geymd í íbúðarhverfi. Það var lýst yfir hættuástandi og 2000 íbúar urðu að yfirgefa heimili sín, 50 hús eyðilögðust, 750 hús skemmdust, 1 slökkviliðsmaður lést, 70 slösuðust.

 


mbl.is Hörð samkeppni í flugeldasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta konan sem er kosin þjóðhöfðingi í múslímaríki myrt

Það eru lífsgæði að vera óhultur um líf sitt og geta sjálfur ráðið sínum íverustað. Benazir Bhutto var valdamikil, vel menntuð kona af voldugum og ríkum ættum en hún bjó ekki við öryggi og val.  Faðir hennar og bræður voru  drepnir og hún verður leiðtogi í sama flokki en hún þarf að búa við sífelldan ótta og starfa í þjóðfélagi þar sem réttindi kvenna eru lítil.

Það hefur oft verið reynt að ráða Benazir Bhutto af dögum.  Hún og maður hennar töldu tilræðin ekki frá Talíbönum eða Al Queda heldur frá mönnum tengdum Pervez Musharraf

Lesa má um Benazir Bhutto í Wikipedia. Hún var fyrsta konan sem kosin er þjóðhöfðingi í múslimaríki og hún var tvisvar sinnum forsætisráðherra Pakistan. Faðir hennar var hengdur af þáverandi valdhöfum í Pakistan árið 1979 og þá er henni og móður hennar í haldi lögreglu um tíma. Tveir bræður hennar voru myrtir að því talið er. 

Þegar hún snýr aftur til Pakistan frá námi í Bandaríkjunum og Bretlandi þá er henni haldið í stofufangelsi en var leyft að fara úr landi árið 1984 og þá verður hún leiðtogi í útlegð  í þeim flokki PPP sem faðir hennar hafði tilheyrt.  Flokkur hennar lofaði umbótum í málefnum kvenna en varð ekkert ágengt í því þegar hann komst í stjórn vegna mikillar andstöðu. Hún var mjög hliðholl Talíbönum á sínum tíma og það var í stjórnartíð hennar sem þeir fengu aðstöðu í Pakistan. Upp á síðkastið hefur hún hins vegar lýst yfir andstöðu við  Talibana og hryðjuverk.

Meira um ódæðisverkið á BBC: 

 


mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband