Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aðstandendur fíkla og geðsjúkra

Nýlega las ég viðtal við föður afbrotamanns sem varð manni að bana. Hann ásakar heilbrigðiskerfið fyrir að standa illa að málum, sonur hans  er vistaður til langframa á Sogni sem að mér skilst er úrræði fyrir hættulega geðsjúka afbrotamenn.  Faðirinn vekur athygli á því hve ömurlegt líf sonar hans er núna á Sogni og því að ef hann hefði tekið út sína refsingu í fangelsi þá væri sonurinn búinn að afplána í dag. Faðirinn vill að sonur sinn losni úr haldi og fjölskyldu hans verði falið gæsla hans og umönnun.  Nú les ég viðtal við móður sem er hinum megin við borðið, hún veit að sonur hennar er hættulegur geðsjúkur maður og getur framið ofbeldisverk. Hún ásakar líka heilbrigðiskerfið  fyrir að bregðast syni sínum og finna ekki viðunandi úrræði til að halda honum inni.

Ég skil örvæntingu foreldra sem vita af börnum sínum í hryllilegum aðstæðum og ég held við getum lært af sögu þeirra og fundið til samkenndar og samábyrgðar.  Það er óbærileg byrði sem lögð er á herðar foreldra sem eru í þessum sporum. 

Á blogginu hennar Kristínar  Dauðans alvara  segir hún sögu sonar síns sem er  fíkill og  fjölskyldu sinnar og lýsir vel hvaða áhrif aðstæður sonarins hafa á fjölskylduna.  Ég er núna heima hjá mér að reyna að herða upp hugann og vinda mér í jólahreingerninguna og  ráðast á draslahrúgurnar og ég hrífst með öðrum bloggurum eins og Kristínu sem líka  eru að þrífa fyrir jólin. 

Hún skrifaði  á bloggið sitt í gær:

Mín byrjaði að þrífa þegar hún kom heim eftir að skutla drengnum á geðdeildina, setti frostrósir í cd og tuskan á loft. Létt í hjarta og þakklát fyrir að líf sonarins tók þessa stefnu.

 


mbl.is Óttast hvað sonur minn gerir næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fossafélagið - Almannahagsmunir

Ég kem bara ekki upp neinu orði yfir þessu útrásaræðiseinkavæðingarútspili Landsvirkjunar. Jú, annars. ég kem upp einu orði, það er Andrésblaðaandvarpið SUKK en þannig andvörpuðu endurnar þegar allt stefndi í óefni. En í Andrésblöðunum þá sigraði réttlætið alltaf að lokum og Bjarnarbandið fór í steininn... og Jóakim frændi baðaði sig áfram í peningum. 

Hmmmm... kannski réttlætið hafi verið túlkað með hagsmuni peningamanna í huga í Andrésblöðum bernsku minnar. Þannig eru líka almannahagsmunir líka í dag. En ég segi bara aftur "SUKK!!" og tjái mig með teiknimyndasögunni FOSSAFÉLAGIÐ. Þessi kafli heitir einmitt Almannahagsmunir.

450px-Fossafelagid1.svg

 


mbl.is Vill einkavæða Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeedijk og rauða hverfið í Amsterdam

Fyrstu árin eftir að ég byrjaði að ferðast frá Íslandi var Amsterdam eftirlætisstaður minn. Ég kom þar á hverju ári og var oft dögum saman að ganga um borgina og skoða mannlífið og söfnin og byggingarnar. Fyrir utan merka sögu og fegurð þá er Amsterdam borg frjálslyndis og lista. Sennilega verður aldrei nein gróska í listalífi nema í umhverfi þar sem er einhvers konar frelsi. 

En frelsisvinin og listaborgin Amsterdam hafði sínar skuggahliðar. Þar var mjög opinská dópsala sem fór fram víða fyrir opnum tjöldum, dópsöluhúsin auglýstu vörur sína á áberandi hátt og sýndu einhvers staðar myndir af laufblöðum hassplöntunar.  Rauð ljós yfir anddyrum í miðbænum voru auglýsing um vændi og vændiskonur stilltu sér út í mörg hundruð glugga í rauða hverfinu.  Amsterdam seiddi til sín listamenn en hún seiddi líka til sín auðnulaust og uppflosnað fólk sem lagðist í dóp og vændi og hluti af ferðalöngum  sem voru á sveimi í miðbænum voru þar til að kaupa dóp og kaupa vændisþjónustu. Stór hluti af dópsölu Evrópu fór um Amsterdam. 

Amsterdam var borg hippanna það var eins og tímaklukkan hefði stoppað þar árið 1968, Amsterdam var borg frelsisins, í ástarlífi og í leyfi til að vera í vímu. 

Einn staður í Amsterdam þótti öðrum verri. Það var  Zeedijk

það var no-go-area, þar var seld "hart dóp". Enginn óbrjálaður hætti sér í þessa götu, þeir einu sem áttu þangað erindi voru þeir sem voru að kaupa heróín. Það var örugg leið til að lenda í vopnuðu ráni um hábjartan dag að ganga þessa götu. Lögreglan í rauða hverfinu fór hins vegar einu sinni á dag , margir saman með marga grimma hunda í bandi sér til varnar í gönguferð um Zeedijk, alltaf á sama tíma.  Sennilega til að sýna sig og gefa til kynna að þetta væri þó ennþá hollenskt yfirráðasvæði. 

Einn daginn rölti ég fram á lögregluþjónahópinn með hundanna að búa sig undir gönguna um Zeedijk og var gripin þrá að sjá hvað mætti þeim á göngunni og taldi að ég gæti nú ekki verið i hættu ef ég héldi mig með hópi vopnaðra lögregluþjóna með ólma og grimma hunda í bandi.

Það sem ég sá í Zeedijk býr alltaf með mér.

Þarna var ríki hinna lifandi dauðu. Andlit náfölra og  djúpt sokkinna heróínfíkla teygðu sig út um gluggana á hverjum bar á fætur öðrum, ekki í forvitni, hún var löngu slokknuð í þessum andlitum heldur í einhvers konar ósjálfráðu viðbragði - eða eins og ég skynjaði það - sem neyðarkall og örvæntingu þess sem er að deyja.  Á götuhornum voru hópar dapurra ungra karlmanna, allir blökkumenn og eftir því sem leið á gönguna varð umhverfið nöturlegra, húsin voru rústir og allar rúður brotnar en samt virtust þarna hafast við manneskjur.

Fyrir nokkrum árum var ég á ferð um Amsterdam. Ég geng um túristagöturnar, allt fullt af fínum veitingastöðum og minjagripaverslunum. Ég var stödd á götu þar sem öll hús og umbúnaður virtist vera nýlegt þegar eitthvað minnti mig á gönguna  forðum daga. Ég skoða götuskiltin og ég sé að ég er í Zeedijk.


mbl.is Hreinsað til í Rauða hverfinu í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sníkjulíf í Netheimum

Á vefnum er mikið af ókeypis vefsvæðum sem bjóða upp á afþreyingarefni t.d. svona flashleiki eins og íslensku leikjavefirnir bjóða upp á. Þessi svæði bjóða oft aðgang að leikjum ókeypis einungis í því augnamiði að ginna fákunnandi og óreynda netnotendur inn í gildur, fá þá til að kaupa einhverjar vörur eða horfa á auglýsingar um vörur eða hlaða niður einhverju vafasömu dóti sem njósnar um nethegðun eða lauma inn á tölvur þeirra einhverjum forritum. Jafnvel æfðir netnotendur eiga erfitt með að vara sig á þessu því stundum er uppsetning og hönnun á svona afþreyingarvefjum  þannig að það er erfitt að átta sig á hvort maður er að spila leiki eða smella á auglýsingu eða beiðni um að hlaða einhverju niður. 

Börn og unglingar eiga ekki gott með að átta sig á þessu og eru auðginnt í svona umhverfi. 

En í netheimum þarf líka að átta sig á því að þar eru á ferli sníkjudýr sem þykjast hafa upp á að bjóða eitthvað efni en eru í rauninni bara vefrútína sem tengir yfir á aðra vefi og þá stundum á  vafasama afþreygingarvefi. Ég er ekki að tala um tenglasöfn sem vísa í aðra vefi, ég er að tala um vefi sem þykjast vera annað en þeir eru og sem reyna að læsa óreynda og fákunnandi netnotendur inn í neti sínu, neti sem er í raun vefir annarra - oft vefir með vafasömu efni og vafasömum tilgangi.

ad-green-card Íslensku vefsvæðin b2.is og leikjanet.is eru dæmi um vefsvæði sem stunda eins konar sníkjulíi í netheimum, þau tengja í misvafasama erlenda vefi. Þannig tengir leikjanet.is í leiki hjá http://2flashgames.com/  og http://www.freeonlinegames.com/ og fleiri leikjavefi og lætur eins og þeir leikir séu eitthvað á vegum leikjanet.is.  Því fer víðs fjarri og leikjanet.is hefur ekkert að segja með og getur engu ráðið um hvaða auglýsingar birtast með leikjum hjá þessum aðilum. Sem dæmi hve óvandað auglýsingaefni og vafasamt er á ferð hjá þessum aðilum  þá poppaði  þessi gluggi (sjá mynd hér til vinstri) um að ég hefði unnið eitthvað upp á tölvunni hjá mér meðan ég var að skoða þessa vefi. Það hefur eitthvað forrit lesið í að ég væri notandi utan USA og valið auglýsingu miðað við það. Allir sem eitthvað þekkja til Green Card Lottery vita átta sig á hvers konar peningaplokk og svindl þessi auglýsing er. Ég skoðaði áðan hvaðan vefurinn b2.is tekur efni í dag. Þar er eins og vanalega vísað í klámefni og í dag er það "girls that look like santas" og ég sé að það er tekið af attuworld.com. Það dylst engum sem heimsækir þann vef hvernig efni er þar til sölu, efst á síðunni er auglýsing um einhvers konar netvændi en í stað kjöltudansins þá er núna komið "video chat". Svona er borðinn sem er efst á attuworld.com. Ef smellt er á þann borða (hann er náttúrulega ekki virkur á þessu bloggi) þá er augljóst að þar falboðin einhvers konar kynlífsþjónustu eða netvændi. 

468x60_attuworld

 

  

Jafnvel greindasta fólk og vanir fjölmiðlamenn sjá ekki við þessu því Internetið er nýr miðill fyrir okkur flest. Þannig er farið um Guðmund Magnússon sem enginn frýr vits, hann mátti vart vatni halda af hrifningu yfir svona vefsvæðum í blogginu Í fréttum er þetta helst sem hann skrifaði í apríl 2007.  Guðmundur skjallar svona framtak upp í hástert og sér möguleikana í hverju horni fyrir hina dugmiklu íslensku athafnamenn vefheima, Guðmundur sagði meðal annars í blogginu:

"Á vefnum eru möguleikarnir fleiri. Þar skiptir mestu að þeir sem hefja slíkt ævintýri kunni til verka, hafi hugmyndir í kollinum og metnað og dugnað til að bera. Athyglisvert er að á topp tíu listanum yfir mest sóttu vefi landsins eru tveir, b2.is og leikjanet.is, sem urðu upphaflega til fyrir framtak stráka í menntaskóla. Núna reka þeir líka einn vinsælasta fjármálavef landsins, m5.is."

 

Ég reyndi að útskýra netsníkjulífið fyrir Guðmundi í athugasemdum við bloggið hans á sínum tíma. Ég er ekki viss um að hann hafi fattað hvað ég var að tala um.  En í veikri von um að einhverjir sem lesa þetta blogg mitt núna fatti það þá lími ég bloggorðræðu okkar um sníkjulífi í Netheimum hérna inn: 

Athugasemdir (blogg Guðmundar Magnússonar frá apríl 2007)

1 Smámynd: Salvör

b2.is og leikjanet.is eru ekki sjálfstæðir vefir með inntaki heldur einhvers konar ný tegund af sníkjulífi í Netheimum. Þetta eru tenglasöfn sem tengja í aðra vefi og í flestum tilvikum eru það vefir með mjög vafasömu innihaldi.  Vefurinn b2.is hefur mjög flekkaða fortíð, það er vefur sem áður hét batman.is og var og er gróft safn af klámvísunum. Þessi vefur var (og er kannski ennþá) afar tengdur ungum frjálshyggjumönnum og vellandi af kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitningin hefur ekkert breyst, það er ennþá safn af klámtenglum sem eru  myndir af kynfærum kvenna og myndir af konum sem kynlífsleikföngum.  

Salvör , 28.4.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðmundur Magnússon

Ég er þeirrar skoðunar að tenglasíður séu gagnlegar á netinu. Þær hjálpa fólki að finna efni. Mér finnst út í hött að tala um "sníkjulíf" í þessu sambandi. Milliliðir eru þarfir, jafnt á netinu sem annars staðar. Vel má vera að ýmsar tenglasíður vísi á "vafasamt efni", en þær vísa líka á frjótt og uppbyggjandi efni. B2 vísar oft á Moggabloggið og Vísisbloggið og ég veit ekki betur en að við séum öll mjög siðprúð þar. Kannski helst að hún Ellý Ármanns séu á gráu svæði fyrir mjög viðkvæmar sálir.

Guðmundur Magnússon, 28.4.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Salvör

Tengslasöfn eru fín og koma að góðum notum. Það er hins vegar ekki það sem ég á við með svona vefsníkjulífi. Heldur það að b2.is keyrir vefrútínur sem hleypir þér aldrei út af þeirra vef og gerir þér erfitt með að komast beint á þær síður sem þeir vísa á og reyndar að sjá á hvaða vefnum þær eru vistaðar. B2.is lætur eins og inntakið komi frá þeim og heldur þeim sem heimsækja þessa síðu í fangelsi. Fæstir notendur kunna nógu mikið fyrir sér til að átta sig á þessu. Í besta falli er þetta siðlaust. Það er svona nethegðun sem ég reyni að berjast á móti m.a. með þáttöku í wikipedia samfélaginu. 

vefsníkjulíf b2.is er líka sníkjulíf á mjög vafasömum klámvefsíðum.  

Salvör , 2.5.2007 kl. 08:05

 


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dótasaga (The Story of Stuff)

story-of-stuffThe Story of Stuff með Annie Leonard er ágætis jólasaga núna í verslunarkapphlaupinu. Þetta er 20 mín. í spilun og það er hægt að hlaða þessu niður (50 mb. mov skrá) því þetta er svolítið lengi að hlaðast allt inn. Þetta myndband fjallar á skemmtilegan og auðskilinn hátt um ástandið í umhverfismálum í heiminum og hvernig neyslumenning okkar gerir illt verra. Þessi teiknimyndasaga útskýrir kenningar og segir flókna hluti  á einfaldan hátt. 

Annie Leonard er  sérfræðingur í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.

Smákynning er á youtube (það er bara kynningin, sagan er á storyofstuff.com )

 


Klæðaburður ráðherra í Venesúela og götuvændi í Barcelona

Eitthvað er lítið að gerast á föstudegi ef það er fréttnæmt hér á Íslandi hvernig ráðherrar í Suður-Ameríku klæða sig. Svo er vísað í youtube myndband með ráðherranum og það sagt sérlega vinsælt. Það er nokkuð einkennilegt mat hjá Mogganum, aðeins 38 þús. hafa skoðað það myndband og það þykir nú ekki mikið á Youtube, þar eru vinsæl myndbönd skoðuð af hundruðum þúsunda og mörgum milljónum. Eitt af mínum youtube myndböndum San Antoini in the afternoon sem lýsir götuvændi í Barcelona hefur verið skoðað 56 þúsund sinnum og aldrei hefur mér dottið í hug að kalla það vinsælt.
mbl.is Vel klæddur ráðherra í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi og meginreglur - Fatlaðir nemendur í heimaskóla

Dómur Hæstaréttar 169/2007 fjallar um fatlað barn og fjölskyldu þess og baráttu foreldranna fyrir réttindum barnins til að taka þátt í samfélaginu. Móðir barnins er vinkona mín og ég hef í gegnum árin fylgst með baráttu foreldranna fyrir skólagöngu barnsins.

Fötlun barnsins varð ljós þegar það var nokkurra mánaða gamat. Foreldrarnir bjuggu sig vel undir að ala upp mikið veikt barn, þau leituðu ráða hjá mörgum sérfræðingum, þau lásu sér til um sjúkdóm barnins og hvernig líklegt væri að hann þróaðist og gerðu framtíðaráætlanir miðað við það, þau tóku virkan þátt í félagastarfi foreldra  barna með sérþarfir og lærðu af reynslu annarra foreldra, þau kynntu sér kenningar og rannsóknir um fötlun og móðirin fór í sérnám á því sviði. Þau skoðuðu réttindi og möguleika barnsins til skólanáms og leituðu eftir ráðgjöf og samvinnu hjá ýmsum aðilum.  Þau breyttu heimili sínu og lífstíl með hliðsjón af fötlun barnsins og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að uppvöxtur og skólaganga barnsins yrði sem farsælast.

Sveitarfélagið sem þau búa í er eitt ríkasta og blómlegasta sveitarfélag á Íslandi. Það er lögð sérstök rækt á menntun og búið mjög vel að  grunnskólunum og í skólunum þar er unnið gott starf.  Ég veit að þar hefur verið unnið fagmannlega að úrræðum fyrir nemendur með sérþarfir.

það er því  íhugunarefni hvers vegna skólaganga fatlaða barnsins var með þessum hætti og hvernig nýfelldur hæstaréttardómur verður túlkaðum af öðrum sveitarfélögum. Verður þessi dómur til þess að mörgum fötluðum börnum verður útskúfað úr heimaskólum sínum?  Ég hef alltaf talið að það sé skýlaus réttur barns að vera í heimaskóla  en nú segir Hæstiréttur í þessu máli: "...að þrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um að nám fatlaðra nemanda fari fram í heimaskóla væri ljóst af athugasemdum með frumvarpi til grunnskólalaga, að fötlun nemanda kynni að vera slík að hann gæti ekki stundað nám í almennum grunnskóla." 

Ég satt að segja vissi ekki að athugasemdir með frumvörpum hefðu lagagildi.  Hafa þær það? Það er mjög einkennilegt að það skuli vera einhver meginregla en svo skuli vera hægt að gera hana ógilda og ómerka með einhverjum athugasemdum með frumvarpi. 

Hæstiréttur segir foreldrarnir einir og sér geti ekki tekið ákvörðun um skólagöngu barnsins, þannig ákvarðanir verði að taka með hliðsjón af mati sérfræðinga  á vegum skólayfirvalda um hvað barni væri fyrir bestu.  Þetta hljómar skynsamlega það kann að vera þannig aðstæður að foreldrarnir séu ekki bestu matsmenn um menntun barna sinna. Það er hlýtur hins vegar að vera eðlilegt að  foreldrar geti beðið um mat hjá sérfræðingum sem tengjast ekki viðkomandi sveitarfélagi.

Úr frétt Morgunblaðsins: 

"Hæstiréttur segir að þrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um að nám fatlaðra nemanda fari fram í heimaskóla væri ljóst af athugasemdum með frumvarpi til grunnskólalaga, að fötlun nemanda kynni að vera slík að hann gæti ekki stundað nám í almennum grunnskóla. Mat á því hvort barn fengi notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla ætti samkvæmt  lagaákvæðinu bæði undir foreldra þess og kennara og aðra sérfræðinga.

Þá fælist í forsjárskyldum foreldra  að afla barni sínu lögmæltrar fræðslu og ráða persónulegum högum þess og því væri það á þeirra valdi og ábyrgð að sækja um skólavist fyrir barn í sérskóla á sama hátt og það væri almennt á valdi þeirra og ábyrgð að innrita barn í skóla. Þessum skyldum bæri foreldrum að gegna svo sem best henti hag barnsins. Þau væru þannig bundin við ákvarðanir í þessum efnum, að taka tillit til mats sérfræðinga á vegum skólayfirvalda um hvað barni væri fyrir bestu.

Segir Hæstiréttur að foreldrar konunnar hafi  því ekki átt fortakslausan rétt á að hún nyti aðgangs að almennum grunnskóla í heimabyggð. Taldi Hæstiréttur ekki, að konunni hefði  tekist að sýna fram á að fullnægt væri skilyrði skaðabótalaga varðandi þær ákvarðanir skólayfirvalda Seltjarnarness, sem konan taldi að hefði falist í ólögmæt meingerð gegn frelsi hennar, friði, æru eða persónu."

 


mbl.is Bærinn gat neitað stúlku um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru niðurstöður fjölskipaðs héraðsdóms viðkvæmt feimnismál sem ekki má blogga um?

Það eru töluverðar takmarkanir á því að tjá sig í vefrými í eigu Morgunblaðsins. Mér finnst sá fídus hjá þeim á moggablogginu að geta bloggað um frétt vera mjög sniðugur. Hins vegar er ritskoðun á því hvaða fréttir má blogga um og hverjum það þjónar  minna sniðugt. Það er skiljanlegt ef um er ræða slys eða ógnaratburði þar sem margir eiga um sárt að binda og gögn um hvað gerðist eru óljós að það sé tekið úr sambandi tenging fréttar og bloggs. Það er alveg augljóst að það að fólk getur bloggað um frétt þýðir að almenningur getur haft auðvelt yfirlit yfir hvernig fréttin virkar á aðra og það getur leitt til múgæsingar þar sem æstur skríll hrópar dauða yfir einhverjum sem ekki hefur verið dæmdur af neinum dómstóli. Besta dæmi um það er auðvitað málið um hundinn Lúkas.

En hvers vegna má ekki blogga um dóma fjölskipaðs héraðsdóms á Norðurlandi vestra?

Slóðin á fréttina er þessi:

Kennari dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Svo ég taki orðrétt úr fréttinni: 

"Fram kemur í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms, að samband kennarans og stúlkunnar stóð frá árinu 2003, þegar stúlkan var 13 ára og til ársins 2006. Þar segir einnig, að með því að taka upp kynferðislegt samband við nemanda sinn, sem varði í langan tíma, hafi maðurinn framið alvarlegt trúnaðarbrot, sem þung refsing liggi við að lögum. 

Manninum verði hins vegar virt til mikilla málsbóta, að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið á milli hans og stúlkunnar og hann hafi lýst því, að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Því ákvað dómurinn að skilorðsbinda refsinguna að fullu."

Það eru margar starfstéttir sem vinna með fólki sem er skjólstæðingar þeirra eða þeim að einhverju leyti háðir. Þar má nefna lækna og sjúklinga,  geðfatlaða einstaklinga og þá sem annast þá, starfsfólk og kennara í skólum og nemendur. Margir háskólar hafa sérstaka stefnu um kynferðislega áreitni (sexual harassment).  Hér er kafli úr stefnu Stanford háskóla um kynferðislega áreitni:

Consensual Sexual or Romantic Relationships

  1.  
    1. In General: There are special risks in any sexual or romantic relationship between individuals in inherently unequal positions, and parties in such a relationship assume those risks. In the University context, such positions include (but are not limited to) teacher and student, supervisor and employee, senior faculty and junior faculty, mentor and trainee, adviser and advisee, teaching assistant and student, coach and athlete, and the individuals who supervise the day-to-day student living environment and student residents. Because of the potential for conflict of interest, exploitation, favoritism, and bias, such relationships may undermine the real or perceived integrity of the supervision and evaluation provided, and the trust inherent particularly in the teacher-student context. They may, moreover, be less consensual than the individual whose position confers power or authority believes. The relationship is likely to be perceived in different ways by each of the parties to it, especially in retrospect.

      Moreover, such relationships may harm or injure others in the academic or work environment. Relationships in which one party is in a position to review the work or influence the career of the other may provide grounds for complaint by third parties when that relationship gives undue access or advantage, restricts opportunities, or creates a perception of these problems. Furthermore, circumstances may change, and conduct that was previously welcome may become unwelcome. Even when both parties have consented at the outset to a romantic involvement, this past consent does not remove grounds for a charge based upon subsequent unwelcome conduct.

      Where such a relationship exists, the person in the position of greater authority or power will bear the primary burden of accountability, and must ensure that he or she - and this is particularly important for teachers - does not exercise any supervisory or evaluative function over the other person in the relationship. Where such recusal is required, the recusing party must also notify his or her supervisor, department chair or dean, so that such chair, dean or supervisor can exercise his or her responsibility to evaluate the adequacy of the alternative supervisory or evaluative arrangements to be put in place. (Staff members may instead, as an option, notify their local human resources officer.) To reiterate, the responsibility for recusal and notification rests with the person in the position of greater authority or power. Failure to comply with these recusal and notification requirements is a violation of this policy, and therefore grounds for discipline.

    2. With Students: At a university, the role of the teacher is multifaceted, including serving as intellectual guide, counselor, mentor and advisor; the teacherâs influence and authority extend far beyond the classroom. Consequently and as a general proposition, the University believes that a sexual or romantic relationship between a teacher and a student, even where consensual and whether or not the student would otherwise be subject to supervision or evaluation by the teacher, is inconsistent with the proper role of the teacher, and should be avoided. The University therefore very strongly discourages such relationships.

 Það má geta þess að stefna Stanford háskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu fullveðja og fullorðnir en gerir samt ráð fyrir að sambönd kennara og nemenda samræmist ekki kennarastarfinu þó það sé með samþykki beggja aðila.

Íslenska málið sem fjölskipaður héraðsdómur þingar um fjallar um samband kennara og 13 ára barns.  


Pisa 2006 - Hvers vegna standa íslensk börn sig ekki betur?

Nú hafa verið birtar niðurstöður úr Pisa rannsókninni 2006 og niðurstaðan er vonbrigði fyrir Ísland. Í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneyti segi m.a.: 

"Námsmatsstofnun sá um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi og tóku allir grunnskólar og velflestir nemendur 10. bekkjar þátt í henni. Í könnuninni núna var sérstök áhersla á náttúrufræði þar sem reyndi á þekkingu nemenda á ýmsum sviðum raunvísinda, færni þeirra til að túlka vísindalegar staðreyndir og nota vísindaleg rök.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að í öllum greinum hefur staða Íslands miðað við aðrar þjóðir versnað milli áranna 2000 og 2006, mest í lesskilngi en minnst í stærðfræði. Í náttúrufræði lendir Ísland í 27. sæti af 57 löndum, rétt fyrir neðan meðaltal OECD landa. Í lesskilningi lendir Ísland í 24. sæti, einnig rétt fyrir neðan meðatal OECD, og í 17. sæti í stærðfræði, rétt fyrir ofan meðaltal OECD. Þegar undirfög náttúrufræðinnar eru borin saman kemur í ljós að íslenskir nemendur eru slakastir í líf- og vistfræði, næstbestir í eðlis- og efnafræði, en sterkastir í jarð- og stjörnufræði.

Í lesskilningi hefur frammistaða íslenskra nemenda hrakað marktækt frá árinu 2000. Þeim nemendum sem lenda í lægsta hæfnisþrepinu hefur fjölgað og þeim sem lenda í efsta hæfnisþrepinu fækkað, bæði í lesskilningi og náttúrufræði. Þá hefur frammistaða nemenda eftir landshlutum breyst á milli rannsókna. Vestfirðir, Norðurland eystra og vestra sýna bestu frammistöðu landshluta, en Austurlandi ásamt Reykjavík og nágrenni hrakar mest frá árinu 2000."

Það vekur athygli að Finnland kemur mun betur út úr þessari könnun en Ísland. Hvers vegna er Ísland ekki á sama róli og Finnland?  Þetta eru lönd með svipaða menningu og að mörgu leyti sömu aðstæður í menntamálum, við lítum oft til Finnlands og annnarra Norðurlanda sem fyrirmyndar og reynum að breyta okkar kerfi þannig að tekið sé upp það sem reynst hefur vel þar. Ég nefni þar sérstaklega áherslu Finna á kennaramenntun og vel menntaða kennara, við höfum séð að það hefur gefið góða raun í Finnlandi og orðið driffjöður fyrir finnskt samfélag og efnahagslíf. Nú er einmitt unnið að því að breyta kennaramenntun á Íslandi og auka menntun kennara þannig að hún verði sambærileg við það sem hún er í Finnlandi og öðrum þeim löndum þar sem best þykir að verki staðið. Menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um það á þessu þingi. Það er afar mikilvægt að hlú að grunnmenntun kennara og bæta hana en það tekur langan tíma að hafa áhrif, Ef kennaramenntun er breytt í dag og flutt yfir á M.ed. stig þá útskrifast kennarar með þá breyttu menntun ekki fyrr en eftir nokkur ár og nýútskrifaðir kennarar eru ekki nema brot af öllum kennurum í landinu. Smán saman mun þó  fjölga kennurum með M.ed. próf og sambærilega menntun en það verður um langt skeið margs konar menntun meðal kennarastéttarinnar t.d. má nefna að þó  það séu meira en tuttugu ár síðan kennaramenntun grunnskólakennara var flutt á háskólastig þá eru ennþá starfandi margir kennarar í landinu með gamla kennaraprófið. Til langs tíma er sennilega engin aðgerð áhrifaríkari til að auka gæði menntunar í landinu en að hafa vel menntaða kennara en menn verða að átta sig á að það er ekki skyndilausn sem skilar árangri strax á næsta ári að auka grunnmenntun kennara. 

Það er þannig með kennarastarf eins og mörg önnur störf að starfsvettvangurinn breytist og það er mikil þörf á endurmenntun og endurskólun. Nú eru sem betur fer miklu meiri möguleikar fyrir starfandi kennara að fara í framhaldsnám og fjarnám hefur gert mögulegt bæði að stunda slíkt nám meðfram starfi og í heimabyggð.

Það er ekki mjög langt síðan sú staða var sums staðar á Íslandi að stór hluti kennara var án grunnmenntunar og kennsluréttinda. Það átti sérstaklega við um suma staði á landsbyggðinni, þar voru tíð kennaraskipti og afar erfitt að fá menntaða kennara sem ílengdust. Ég held að besta og farsælasta aðgerðin til að stykja dreifðar byggðir á Íslandi hafi verið þegar fólki bauðst að stunda heildstætt háskólanám, þriggja ára kennaranám í sinni heimabyggð í gegnum fjarnám. KHÍ var fyrsta stofnunin sem bauð upp á þannig nám og er nú svo komið að meira en helmingur nemenda er í fjarnámi. Það er gífurleg breyting á skömmum tíma. 

Það geta verið margar ástæður fyrir því að íslensk börn koma ekki betur út á Písa. Meðal ástæðna geta  verið  að menntun kennara sé ekki nógu góð og kennslan sem börnin fá sé ekki nógu góð  og þau námsgögn og viðfangsefni sem lögð eru fyrir þau séu ekki nógu góð. Það getur líka verið að písa rannsóknin mæli ekki nema svið hefðbundins skólanáms og okkar styrkleikar og aukning á færni á nýjum sviðum komi ekki að öllu leyti fram þar.

Það eru þó nokkur atriði sem ég vil benda á sem hugsanlega geta skýrt þetta:

1. Árið 2006 er að mörgu leyti einkennilegt ár, það er ár uppgangs og  yfirspennu á atvinnumarkaði á Íslandi, það er gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. 

2.  Raungreinar og vísindahyggju er ekki  sérlega hátt skrifuð gildi eða  hampað í íslensku samfélagi, það er ekki lögð sérstök áhersla á þessar greinar í skólakerfinu og t.d. miklu meiri aðdáun er á auðjöfrum sem hafa mikil umsvif en vísindamönnum og hugvitsmönnum. 

3.  Íslenskt samfélag er á hraðri leið með að verða tvítyngt samfélag, stór hluti af menningu ungmenna og starfsumhverfi fullorðinna er núna á ensku eða öðrum tungumálum en íslensku. Íslenskan er á hröðu undanhaldi sem samskiptamiðill í íslensku samfélagi. Unglingar eru inn í margs konar táknkerfum, þau eru læsari á ýmis tungumál og táknkerfi en eru hugsanlega vegna þessa umróts  ekki eins góð í þeim lesskilningi sem pisa mælir.

Það er vissulega þarft fyrir okkur að ræða hvað veldur því að íslensk börn koma ekki betur út úr Pisa og það er m.a. íhugunarefni og áhyggjuefni hve illa íslenskir nemar koma út úr líffræði og vistfræðiþáttum. Þetta eru svið sem við þurfum að leggja rækt við og fá unglinga til að skilja mikilvægi þessa. Hér búum við við ysta haf þar sem náttúran er miklu viðkvæmari en á svæðum þar sem lífsskilyrði eru hagstæð og við höfum stórbrotna og sérstaka náttúru og vistkerfi. Á tímum þar sem tekist er á um með hvaða hætti hálendið og auðlindir landsins skuli nýttar og þar sem iðnaðarsjónarmið og vistfræðisjónarmið takast á þá varðar miklu að unglingar hafi skilning og áhuga á þessum sviðum. Það bendir auk heldur allt til þess að þessi mál verði mikilvægari á næstu árum. 

Það eru mörg og mismunandi menntakerfi og kennsluaðferðir í heiminum og uppeldissögunni. Sums staðar þykir það eina sniðuga menntunin að láta börn læra utanað. Séstakleglega þykir það gefast vel með alls konar guðrækilegt og mannbætandi efni sem mikilvægt þykir að börn kunni skil á t.d.  þykir sums staðar ágætt að láta börn læra utanað kóraninn. Svoleiðis nám hjálpar örugglega börnum við vissa færni og er hugarleikfimi sem bætir minnið. En það er vandséð að það sé mikilvægt fyrir íslensk börn að vera í slíku staglnámi og það mikilvægasta sem ætti að vera leiðarljós um menntun barna er að hafa sýn á hvers konar veruleiki  býður  þeirra í  framtíðinni. 

það er ekki sniðug aðferð að bakka marga áratugi aftur á bak eins og Atli Harðarson stingur upp á í pistlinum:

Látum skólana gera minna svo börnin læri meira

 

 


mbl.is Ísland undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikipedia undir Creative Commons leyfi

Veistu hvað CC BY-SA þýðir? Ef þú veist það ekki þá er rétti tíminn núna til að setja sig inn í það. CC merkir að efnið sé með Creative Commons höfundarleyfi BY merkir að þú þurfir að vísa í upprunann og SA er skammstöfun á Share Alike en það merkir að ef þú notar þetta efni í þín verk þá verður þú einnig að gefa þau út undir CC leyfi. Sem sagt, þetta er höfundarréttarleyfi sem er gerólíkt því eignaréttarkerfi hugverka og þeim höfundarréttarlögum sem við lifum við núna og það sem meira er þetta er birtingamynd á nýju efnahagskerfi eða öllu heldur dreifingarkerfi stafrænna hluta sem nú er að eflast og dafna á Internetinu. Þetta skiptir þig máli, þetta skiptir alla máli sem nota Wikipedia og vilja nota efni frá öðrum í eigin verk.  Nú hafa Creative Commons, Wikipedia og Free Software Foundation lagt saman krafta sína og samhæft  frjáls höfundarréttarleyfi og það GFDL leyfi sem Wikipedia er núna með verður samhæft við CC BY SA leyfi.

Sjá þessa frétt Breaking news: Wikipedia announces Creative Commons compatibility!

Æðsti prestur okkar Wikipedians hann Jimmy Wales tilkynnti þetta í San Fransískó í gær undir dynjandi lófaklappi og fagnaðarópum eins og heyra má og sjá á þessu youtube myndbandi:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband