Wikipedia undir Creative Commons leyfi

Veistu hvað CC BY-SA þýðir? Ef þú veist það ekki þá er rétti tíminn núna til að setja sig inn í það. CC merkir að efnið sé með Creative Commons höfundarleyfi BY merkir að þú þurfir að vísa í upprunann og SA er skammstöfun á Share Alike en það merkir að ef þú notar þetta efni í þín verk þá verður þú einnig að gefa þau út undir CC leyfi. Sem sagt, þetta er höfundarréttarleyfi sem er gerólíkt því eignaréttarkerfi hugverka og þeim höfundarréttarlögum sem við lifum við núna og það sem meira er þetta er birtingamynd á nýju efnahagskerfi eða öllu heldur dreifingarkerfi stafrænna hluta sem nú er að eflast og dafna á Internetinu. Þetta skiptir þig máli, þetta skiptir alla máli sem nota Wikipedia og vilja nota efni frá öðrum í eigin verk.  Nú hafa Creative Commons, Wikipedia og Free Software Foundation lagt saman krafta sína og samhæft  frjáls höfundarréttarleyfi og það GFDL leyfi sem Wikipedia er núna með verður samhæft við CC BY SA leyfi.

Sjá þessa frétt Breaking news: Wikipedia announces Creative Commons compatibility!

Æðsti prestur okkar Wikipedians hann Jimmy Wales tilkynnti þetta í San Fransískó í gær undir dynjandi lófaklappi og fagnaðarópum eins og heyra má og sjá á þessu youtube myndbandi:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband