Eru niðurstöður fjölskipaðs héraðsdóms viðkvæmt feimnismál sem ekki má blogga um?

Það eru töluverðar takmarkanir á því að tjá sig í vefrými í eigu Morgunblaðsins. Mér finnst sá fídus hjá þeim á moggablogginu að geta bloggað um frétt vera mjög sniðugur. Hins vegar er ritskoðun á því hvaða fréttir má blogga um og hverjum það þjónar  minna sniðugt. Það er skiljanlegt ef um er ræða slys eða ógnaratburði þar sem margir eiga um sárt að binda og gögn um hvað gerðist eru óljós að það sé tekið úr sambandi tenging fréttar og bloggs. Það er alveg augljóst að það að fólk getur bloggað um frétt þýðir að almenningur getur haft auðvelt yfirlit yfir hvernig fréttin virkar á aðra og það getur leitt til múgæsingar þar sem æstur skríll hrópar dauða yfir einhverjum sem ekki hefur verið dæmdur af neinum dómstóli. Besta dæmi um það er auðvitað málið um hundinn Lúkas.

En hvers vegna má ekki blogga um dóma fjölskipaðs héraðsdóms á Norðurlandi vestra?

Slóðin á fréttina er þessi:

Kennari dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Svo ég taki orðrétt úr fréttinni: 

"Fram kemur í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms, að samband kennarans og stúlkunnar stóð frá árinu 2003, þegar stúlkan var 13 ára og til ársins 2006. Þar segir einnig, að með því að taka upp kynferðislegt samband við nemanda sinn, sem varði í langan tíma, hafi maðurinn framið alvarlegt trúnaðarbrot, sem þung refsing liggi við að lögum. 

Manninum verði hins vegar virt til mikilla málsbóta, að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið á milli hans og stúlkunnar og hann hafi lýst því, að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Því ákvað dómurinn að skilorðsbinda refsinguna að fullu."

Það eru margar starfstéttir sem vinna með fólki sem er skjólstæðingar þeirra eða þeim að einhverju leyti háðir. Þar má nefna lækna og sjúklinga,  geðfatlaða einstaklinga og þá sem annast þá, starfsfólk og kennara í skólum og nemendur. Margir háskólar hafa sérstaka stefnu um kynferðislega áreitni (sexual harassment).  Hér er kafli úr stefnu Stanford háskóla um kynferðislega áreitni:

Consensual Sexual or Romantic Relationships

  1.  
    1. In General: There are special risks in any sexual or romantic relationship between individuals in inherently unequal positions, and parties in such a relationship assume those risks. In the University context, such positions include (but are not limited to) teacher and student, supervisor and employee, senior faculty and junior faculty, mentor and trainee, adviser and advisee, teaching assistant and student, coach and athlete, and the individuals who supervise the day-to-day student living environment and student residents. Because of the potential for conflict of interest, exploitation, favoritism, and bias, such relationships may undermine the real or perceived integrity of the supervision and evaluation provided, and the trust inherent particularly in the teacher-student context. They may, moreover, be less consensual than the individual whose position confers power or authority believes. The relationship is likely to be perceived in different ways by each of the parties to it, especially in retrospect.

      Moreover, such relationships may harm or injure others in the academic or work environment. Relationships in which one party is in a position to review the work or influence the career of the other may provide grounds for complaint by third parties when that relationship gives undue access or advantage, restricts opportunities, or creates a perception of these problems. Furthermore, circumstances may change, and conduct that was previously welcome may become unwelcome. Even when both parties have consented at the outset to a romantic involvement, this past consent does not remove grounds for a charge based upon subsequent unwelcome conduct.

      Where such a relationship exists, the person in the position of greater authority or power will bear the primary burden of accountability, and must ensure that he or she - and this is particularly important for teachers - does not exercise any supervisory or evaluative function over the other person in the relationship. Where such recusal is required, the recusing party must also notify his or her supervisor, department chair or dean, so that such chair, dean or supervisor can exercise his or her responsibility to evaluate the adequacy of the alternative supervisory or evaluative arrangements to be put in place. (Staff members may instead, as an option, notify their local human resources officer.) To reiterate, the responsibility for recusal and notification rests with the person in the position of greater authority or power. Failure to comply with these recusal and notification requirements is a violation of this policy, and therefore grounds for discipline.

    2. With Students: At a university, the role of the teacher is multifaceted, including serving as intellectual guide, counselor, mentor and advisor; the teacherâs influence and authority extend far beyond the classroom. Consequently and as a general proposition, the University believes that a sexual or romantic relationship between a teacher and a student, even where consensual and whether or not the student would otherwise be subject to supervision or evaluation by the teacher, is inconsistent with the proper role of the teacher, and should be avoided. The University therefore very strongly discourages such relationships.

 Það má geta þess að stefna Stanford háskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu fullveðja og fullorðnir en gerir samt ráð fyrir að sambönd kennara og nemenda samræmist ekki kennarastarfinu þó það sé með samþykki beggja aðila.

Íslenska málið sem fjölskipaður héraðsdómur þingar um fjallar um samband kennara og 13 ára barns.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Þó ég sé sjaldan sammála ritskoðun þá er ég sammála því að mbl.blogg stundi ritskoðun (myndi nú velja að kalla það ritstjórn) í svona málum. Ég myndi ekki vilja að dóttir mín (eða sonur) sem lent hefði í slíku máli væri milli tannanna á bloggheimi. Það ef oft með eindæmum hversu hrá, gróf og óvægin "umfjöllunin" er. Í litlu samfélagi er auðvelt að þekkja fólk og barnið hefur jú liðið nægjanlega. Sem sagt: PLÚS frá mér til mbl.blogg ritstjórnar.

Vilhelmina af Ugglas, 11.12.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sama hér.

Árni Gunnarsson, 11.12.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég er sammála þér og skil ekki hvern er verið að vernda.  Umrætt barn en orðin 17 ára stúlka í dag og aldeilis búin að fá að smakka á lífinu.  Myndi einmitt halda að þessi bloggvernd væri fyrir barnaníðinginn en ekki hana fórnarlambið.  Hann er ekki einu sinnu nefndur á nafn í dómnum.  Hvern er verið að vernda þar ?

Má ég síðan búast við því að umræddur kennari verið kennari dóttur minnar e-hvertímann ? 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér virðist það vera fyrst og fremst sá ákærði sem verið er að vernda með þessu. Þeir sem stýra moggablogginu átta sig vel á því að þetta er eldfimt mál sem vekur mikla reiði. Og þeir ákveða fyrirfram að beina umræðunni frá þessu máli. Það er allt í fína lagi að láta Femínista og femínistahatara tala sig heita um visa-klám umræðu og hvort krakkar á fæðingardeild eiga að vera í bleiku eða bláu en þegar birtur er opinber úrskurður frá dómstól á Íslandi þá má fólk ekki tjá sig um hann.

ég fletti upp dómnum, hann má sjá í heild á þessari vefslóð.

Það er ekki verið að vernda telpuna með að draga úr umræðu um þetta mál. Það er verið að vernda gerandann. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er óheppilegt að ný stefna bloggstjóra skuli koma fram einmitt í tengslum við þessa frétt. Hins vegar get ég vel tekið undir það sjónarmið að umfjöllun á blogginu er oft "hrá, gróf og óvægin" svo vitnað sé til álitsgjafa hér að framan.

Flosi Kristjánsson, 11.12.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Væntanlega er hugsun moggans með þessu sú að koma í veg fyrir rætna umfjöllun um einstaklinga. Þótt þetta virki ankannalegt við fyrstu sýn ætla ég ekki að gagnrýna það. Því miður virðist alls kyns pakk farið að vaða uppi í bloggheimum eins og til dæmis má sjá á nýlegum árásum og hótunum í garð feminista. Ég er reyndar farinn að hafa áhyggjur af því að slík uppivöðslusemi gæti farið að skaða þennan vettvang varanlega. Ég styð því moggann í því að fækka tækifærum slíkra einstaklinga til að láta ljós sitt skína.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér myndi leika forvitni á hvaða vinnureglur Mogginn er með í þessu sambandi, þær virðast fremur handahófskenndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 22:56

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar ætti aldei að fjalla um héraðsdóma vegna þess að flestum er áfrýað og umfjöllun hefur áhrif á dómara sem ekki er til að bæta vinnuaðstöðu þeirra.

Einar Þór Strand, 11.12.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ertu viss um að "kynferðisleg áreitni" sé rétt þýðing á "Consensual Sexual or Romantic Relationships" ?

Annars tel ég fullvíst  að það sé fyrst og fremst verið að vernda stúlkuna en ekki bara manninn.

Bergþóra Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:10

10 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Miðað við margt sem ég sé á bloggvefnum, gæti stúlkan fengið mjög ósvífin ummæli um sig í kommenti við þessa frétt.

Eins gott að hún sé ekki femínisti svo ofurkarlmennskutáknið bloggi ekki um hana! 

Auðvitað getur unglingur orðið ástfanginn af sér eldri manneskju, en það er hins fullorðna að segja: Þú ert enn of ung Nína mín!

Annars er ég viss um að það myndi draga verulega úr orðljótu bloggi, ef fólk gæti aðeins komið fram á blogginu undir eigin nafni og eigin mynd.

Nafnlausir pistlahöfundar eru alveg góðra gjalda verðir, en það er líka ritstjórn sem ber ábyrgð á þeim. Það er ekki ritskoðun að meina fólki að tjá sig nafnlaust í fjölmiðlum. Sé sú regla brotin er allt það sem þar kemur fram á ábyrgð ritstjórnar.

Soffía Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 00:11

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég hef stundum ekki skilið hvers vegna ekki má blogga við sumar fréttir en í þessu tilviki styð ég fréttabloggleysi - vegna stúlkunnar og ættingja beggja. 

Ég held að Femínistar vilja koma á löngum og "sanngjörnum" fangelsisdómum eins og tíðkast í Bandaríkjunum og vilja því blogga við hvern "áfellisdóminn" yfir réttarkerfinu.

Yfirlýstir femínistar eru þó yfirleitt kurteisir og ráða svo sem alveg við fréttablogg vegna dóma, en gallinn er bara sá að stundum magnast hatrið svo stig af stig gagnvart geranda að "málið" verður virkilega meiðandi fyrir alla aðstandendur í samfélagi þar sem allir þekkja alla.

Ég tók saman tillögur bloggara í sumar hvað ætti að "gera við" gerendur sem komu í kjölfar dóma sem þóttu of vægir. Tillögurnar sem komu frá bloggurum undir fullu nafni og mynd eru ekki prenthæfar en það var eins og einhver innibyrgð reiði fengi útrás. Fréttablogg um viðkvæm mál er ekki rétti vettvangur fyrir slíkt.

Ég tek það fram að ég hef fulla samúð með femínistum sem hafa lent í hatursbylgju sumra bloggara.

Ég tjái mig aldrei um einstaka dóma. Bæði vegna smæðar samfélagsins og vegna þess að ég ekki dómbær.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 01:05

12 identicon

Mér sýnist svigrúmið nóg til að tjá sig um þetta mál eins og ýmsar færslur bera vitni um. Það eina sem vantar er tenging við fréttina. Skiptir tengingin svona miklu máli? Breytir hún einhverju um umræðuna?

Gisli Asgeirsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:29

13 Smámynd: Kolgrima

Þetta er ekki aðeins spurning um kennara - nemanda, þjálfara - íþróttakonu heldur kom tæplega 13 ára stúlkan inn á heimili viðkomandi karls vegna þess að hún var vinkona fósturdóttur hans.

Kolgrima, 12.12.2007 kl. 10:26

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þorsteinn: Þú segist halda að Mogginn sé með þessu að koma í veg fyrir rætna umfjöllum um einstaklinga og þú segist styðja það. Ég vil benda þér á að flestar fréttir fjalla að einhverju leyti um fólk og í þessu dæmi þá er næsta öruggt að æsingur fólks stafar af því að því ofbýður dómsorðið þ.e. að hinn ákærði fái skilorðsbundinn dóm af því hann hélt að um gagnkvæmt ástarsamband væri að ræða. Við erum að tala um kennara og 13 ára stelpu. Æsingur og óvægileg umfjöllun myndi að öllum líkindum beinast gegn þeim sem kváðu upp þennan dóm og hinum ákærða.

Munum við sjá Morgunblaðið í framtíðinni sigta út fréttir sem má blogga um og t.d. má ekki blogga um skrýtnar mannaráðningar t.d. ráðningu hæstaréttardómara vegna þess að það veldur ólgu og er umfjöllun um einstaklinga?

Það hvernig réttarkerfið tekur á málum sem þessum er samfélagsvandamál sem kemur öllum við.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.12.2007 kl. 15:28

15 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Bergþóra: Kynferðisleg áreitni er þýðing á "Sexual harassment" ein sog kemur skýrt fram í mínu bloggi. Ég hugsa að þú hafir ekki lesið það vel og ekki kynnt þér tengilinn sem ég vísa í um stefnu Stanford háskóla um kynferðislega áreitni

Einn kafli þar er  Consensual Sexual or Romantic Relationships

það er sá kafli sem ég vísa í  þessu bloggi. Hann þýðist á íslensku sem "Gagnkvæmt kynferðislegt eða rómantískt samband" þ.e. samband sem er með vilja beggja aðila.Þó  það  sé ekki notað orðið "gagnkvæmt ástarsamband" en það er það orðið sem íslenskur dómstóll kýs að nota þá fjallar þessi kafli um hve varhugaverð slík sambönd eru milli fólks sem er í ólíkri valdaaðstöðu s.s. kennari-nemandi. Þessi kafli fjallar um fullorðið sjálfráða fólk í bandarískum háskóla. Nemandi þar hefur alltaf það val að hætta í skólanum. Íslenski dómurinn fjallar um kennara og barn í íslenskum grunnskóla. Barnið er í því umhverfi sem því er gert að vera í samkvæmt íslenskum lögum, það er skólaskylt og það er ekki sjálfráða. 

Margar starfstéttir hafa sett sér siðareglur einmitt hvað varðar umgengni við þá sem eru þeim háðir og treysta á þá t.d. læknir og sjúklingar. Það er þörf á skýrum reglum varðandi siðareglur þeirra sem vinna með börnum og öðrum sem þurfa verndar vegna þess að þeir eru háðir umönnunaraðilum eða þeim sem eiga að vaka yfir velferð þeirra.

Það er þörf á slíkum siðareglum varðandi samband nemenda og kennara og ekki síst varðandi samband barnungra nemenda og kennara. Það er af og frá að grunnskólakennari sem telur vera gagnkvæmt ástarsamband milli sín og barnungs nemanda sín sé heppilegur aðili til að bera ábyrgð á velferð barna í grunnskóla. Undir það hugsa ég að flestir foreldrar geti tekið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.12.2007 kl. 15:52

16 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ekki samfélagsmál sem þegnarnir eiga að ræða um sí svona, sín á milli,  í fréttabloggi þegar "svona" á sér stað. Þetta er harmleikur sem snertir margar fjölskyldur, "þetta" mál á alls ekki að vera enn eitt dæmið um ónýtt refsikerfi eða karllæga dóma. 

Það sama gildir um einstakar mannaráðningar. Þar hikar fólk ekki að fótumtroða æru þess sem var ráðinn í nafni réttlætis og jafnréttisbaráttu.

Engin femínisti hefur svarar hversu "öflugt" fangelsiskerfið eigi að vera. Er markmiðið virkilega að gera Það álíka "öflugt" og það er í Bandaríkjunum?

Slík mál eru ekki rædd, aðeins er hneykslast á alltof vægum dómum. En það er fólk af holdi og blóði kemur við sögu, en eins og allir vita eiga glæpamenn ættingja og fornarlambið á líka ættingja.

Hvernig væri að tala um framtíðarsýn fangelsismála án þess að blanda einstökum harmleikjum inn í þá umræðu? Það eina sem hefst upp úr því, að ALLIR vilja lengja dóma eins og gerðist í Bandaríkjunum en stöðugar fréttir af einstökum óhæfuverkum kallaði á þá kröfu meðal almennings að lengja dóma. Hver er árangurinn? þar er kynbundið ofbeldi sem og annað ofbeldi margfalt meira en á Íslandi þrátt fyrir að 20 sinnum fleiri sitji í fangelsum og þrátt fyrir margafalt lengri dóma fyrir kynbundið ofbeldi.  

Er hægt að sýna fram á lengri dómar auki öryggi kvenna og annarra borgara?

Þótt fangelsi og refsingar séu viisuelga fyrirbyggjandi upp að vissu marki er mér ekki kunnugt um að lengri dómar skili færri afbrotum. En það viðist hinsvegar vera þannig, að því harðari sem refsingar eru, því fleiri eru glæpirnir og öryggi borgaranna minna.

Það má kannski segja að refskefið virki eins og skattar. Ef skattar eru of háir skila þeir litlum tekjum en ef þeir eru "hæfilegir" skila þeir auknum tekjum.

Ekki veit ég hversu háir skattar eiga að vera svo þeir skili sem mestum tekjum. Ég veit heldur ekki hversu langir dómar eiga að vera til að halda glæpum í lágmarki. En mikið ofboðslega væri það mikil tilbreyting ef slík mál yrðu rædd án þess að draga einstakar persónur inn í málð.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 17:44

17 Smámynd: halkatla

ég er sammála þér Salvör þessi ritskoðun er fáránleg. Það virðist sem "svona mál" þeas kynferðisbrotamál eigi að fara aftur í þagnargildi. Eftir alla baráttuna sem hugrakkir einstaklingar hafa lagt á sig til þess að fá fólk loksins til að tala um þetta og spá í alvarlegum afleiðingum þessara brota þá vill "sumt fólk" bara fá gömlu góðu þögnina aftur.

halkatla, 13.12.2007 kl. 02:30

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

 

Salvör. Þú ert með fullyrðingar á minni síðu sem fleiri en ég bíð eftir svörum við. M.a. þetta:

"Salvör! Ég fer niður á hnén og bið þig auðmjúklega að koma með dæmi um þessa hrottalegu dagskrá sem þú vísar til.  Ekki þykjast að hafa ekki séð þessa athugasemd og stattu við stóru orðin og komdu með dæmi. Ekki vera eins og allar hinar og svara ekki áskorunum eða boð um rökstuddan málfluttning. Ekki flæmast undan pressunni. Gerðu það...fyrir mig.

Ég bara verð að sjá þetta frá fyrstu hendi.

Ómar Örn Hauksson, 14.12.2007 kl. 01:05 "

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 08:09

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Salvör: Ég skil ákaflega vel að fólk sé reitt yfir dómi af þessum toga. Hann er einfaldlega heimskulegur. Ég hef væntanlega ekki komið því nógu skýrt til skila hvers vegna mér finnst mogginn gera rétt í þessu. Ástæðurnar eru tvær:

Í fyrsta lagi held ég að persónulegar árásir, hvort sem er á fórnarlambið, gerandann eða dómarana séu ekki af hinu góða, en mikil hætta er á slíku í svona máli. Gleymum því heldur ekki að gerandinn á aðstandendur og því síður hinu að því fer fjarri að þolandanum sé neinn greiði gerður með skítkasti og hótunum.

Í öðru lagi hef ég vaxandi áhyggjur af því að misnotkun á bloggmiðlinum sé að færast í vöxt. Mér finnst þessi miðill geta verið frábær vettvangur fyrir málefnalega umfjöllun. Skítkast og persónuníð finnst mér hins vegar fara vaxandi, sérstaklega í tengslum við þessar fréttatengingar. Slíkt getur jafnvel orðið til þess að eyðileggja vettvanginn.

Vissulega fjalla flestar fréttir um fólk með einhverjum hætti. Ég held þó að við vitum bæði að hægt er að gera greinarmun á fréttum eftir því hvort málefnin sem fjallað er um eru persónuleg og viðkvæm eða ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2007 kl. 12:04

20 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þorsteinn: Ef við á annað borð aðhyllumst tjáningarfrelsi þá  á það að vera ekki bara fyrir þá sem tjá sig á upplýstan og siðaðan hátt sem er ykkur að skapi - skrifi eins og og við myndum skrifa sjálf. Tjáningarfrelsið er líka fyrir skrílinn, líka fyrir ruddalega öskurapa sem geta ekki annað er rudd út úr sér blótsyrðum og bulli - hugsanlega vegna þess að það er eina tjáningin sem þeir hafa vald á. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.12.2007 kl. 13:09

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er sammála því, Salvör, að tjáningarfrelsi er fyrir alla. Hins vegar hefur mogginn fullan rétt til að stýra því sem birtist á vefjum hans. En í þessu tilfelli er ekki einu sinni verið að því, heldur aðeins verið að takmarka möguleika á tengingu við fréttir. Mér er því algerlega fyrirmunað að sjá hvernig verið sé að vega að tjáningarfrelsinu. "Skríllinn", eins og þú nefnir þá sem eru æstir, getur tjáð sig eftir sem áður.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband