Aðstandendur fíkla og geðsjúkra

Nýlega las ég viðtal við föður afbrotamanns sem varð manni að bana. Hann ásakar heilbrigðiskerfið fyrir að standa illa að málum, sonur hans  er vistaður til langframa á Sogni sem að mér skilst er úrræði fyrir hættulega geðsjúka afbrotamenn.  Faðirinn vekur athygli á því hve ömurlegt líf sonar hans er núna á Sogni og því að ef hann hefði tekið út sína refsingu í fangelsi þá væri sonurinn búinn að afplána í dag. Faðirinn vill að sonur sinn losni úr haldi og fjölskyldu hans verði falið gæsla hans og umönnun.  Nú les ég viðtal við móður sem er hinum megin við borðið, hún veit að sonur hennar er hættulegur geðsjúkur maður og getur framið ofbeldisverk. Hún ásakar líka heilbrigðiskerfið  fyrir að bregðast syni sínum og finna ekki viðunandi úrræði til að halda honum inni.

Ég skil örvæntingu foreldra sem vita af börnum sínum í hryllilegum aðstæðum og ég held við getum lært af sögu þeirra og fundið til samkenndar og samábyrgðar.  Það er óbærileg byrði sem lögð er á herðar foreldra sem eru í þessum sporum. 

Á blogginu hennar Kristínar  Dauðans alvara  segir hún sögu sonar síns sem er  fíkill og  fjölskyldu sinnar og lýsir vel hvaða áhrif aðstæður sonarins hafa á fjölskylduna.  Ég er núna heima hjá mér að reyna að herða upp hugann og vinda mér í jólahreingerninguna og  ráðast á draslahrúgurnar og ég hrífst með öðrum bloggurum eins og Kristínu sem líka  eru að þrífa fyrir jólin. 

Hún skrifaði  á bloggið sitt í gær:

Mín byrjaði að þrífa þegar hún kom heim eftir að skutla drengnum á geðdeildina, setti frostrósir í cd og tuskan á loft. Létt í hjarta og þakklát fyrir að líf sonarins tók þessa stefnu.

 


mbl.is Óttast hvað sonur minn gerir næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er dimmur skuggi á íslensku samfélagi og stjórnvöldum til skammar.

Árni Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Salvör.

Sú er þetta ritar þekkir þessi mál all nokkuð hafandi mátt þurfa að ganga að hluta til sömu göngu og sú móðir sem hér um ræðir sem ekkja og einstæð móðir.

Minn sonur átti að fara í lokað úrræði á vegum Barnaverndaryfirvalda eftir áramót þessa árs eftir mánaðardvöl á BUGl síðustu jól og áramót, en pláss var ekki til í það, áður en hann varð 18 ára í apríl sl. biðlisti svo langur, búið mál.

Að Barnaverndarkerfið sendi einhverjum öðrum mál einstaklinga í vanda ónei þar er ekki um samstarf að ræða, vandamálin verða að dúkka sjálf upp.

Fjórar innlagnir á geðdeild í þessum eina mánuði , hring eftir hring eftir hring, vökunætur á vökunætur ofan fram og til baka, endalaus samskipti við lögreglu, fangageymslur, ellegar lækna á geðdeildum er og hefur verið viðfangsefnið undanfarin mánuð allan.

Jú einhver hugsanleg úrræði í nokkurra mánaða biðtíma í sjónmáli EN.....

almennt úrræðaleysi og vandræði sem kosta alltof mikið til handa einu þjóðfélagi í heild, í stað þess að sníða sértæk úrræði strax, í vanda þeirra sem eiga við erfiðustu vandamálin að etja sem eru sambland af geðrænum kvillum og notkun fíkniefna.

Svo er nú það.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.12.2007 kl. 04:19

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól og þakka þér fyrir ánægjulega samvist hér í bloggheimum. Megi nýja árið verða þér farsælt.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aðeins er hægt að ímynda sér örvæntingu aðstandenda þessa fólks. Þessi málefni er eitt af þeim málefnum sem ég furða mig sífellt á; hvernig stendur á því að við látum bjóða okkur upp á þetta? Jú, sennilega er það vegna þess að vakningin er fyrst núna. Geðrænir sjúkdómar hafa verið leyndarmál svo lengi. Við erum að byrja að átta okkur á að það þarf að tala hlutina í hel. Ég er samt ansi hrædd um að þetta eigi eftir að taka mörg mörg ár. Hið margumtalaða velferðarþjóðfélag lyktar alltaf meir og meir af málunum sem hið opinbera vill sópa undir teppið... svo við sem þjóð lítum vel út, úti í hinum stóra heimi.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2007 kl. 10:12

5 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gleðileg jól!

Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:19

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Gleðileg jólin til þín og þinnar fjölskyldu

Hallgrímur Óli Helgason, 23.12.2007 kl. 15:39

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Salvör  til þín og þinna og kær þökk fyrir þína margvíslega góðu pistla .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 01:16

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:54

9 identicon

Takk fyrir þarfa áminningu.

Óska þér gleði og gæfuríkra jóla.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:02

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með þér Salvör.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Megi nýja árið veita þér frið og fegurð.  Takk fyrir gamla árið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband