Skúnkalegt: Guđjón Ólafur og dylgjurnar

Alsherjarnefnd - undirnefnd

Fyrir síđustu Alţingiskosningar var í einni sviphendingu fótunum kippt undan allri kosningabaráttu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Ţađ var eitt mál sem eyđilagđi  alla stjórnmálabaráttuna og alla möguleika Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördćmum á ţví ađ fá ţingsćti. Kosningabaráttan var heiđarleg og málefnaleg, áherslur skýrar  og málefni góđ og ţađ var afbragđsfólk sem leiddi listana, Jón Sigurđsson í Reykjavík Norđur og Jónína Bjartmars í Reykjavík suđur.  En ţađ var viđ ofurefli ađ etja og mannorđ Jónínu Bjartmars var fótum trođiđ í fjölmiđlum.

Máliđ sem eyđilagđi alla kosningabaráttuna tengdist afgreiđslu nefndar sem mćlti međ ríkisborgararétti til ungrar stúlku sem tengt var Jónínu Bjartmars. Guđrjón Ólafur Jónsson fyrrverandi ţingmađur Framsóknarflokksins sat í ţessari nefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins og tók ţátt í ţessari afgreiđslu. 

Guđjón Ólafur hafđi sig lítiđ frammi í fjölmiđlun á međan á árásunum á Jónínu stóđ og raunar minnist ég ţess ekki ađ frá honum hafi komiđ sams konar yfirlýsing og frá öđrum nefndarmönnum ţ.e. yfirlýsing um ađ hann hefđi ekki vitađ neitt um fjölskyldutengsl stúlkunnar viđ Jónínu. En mér dettur ekki í hug ađ halda ađ hann hafi vitađ ađ stúlkan var tengdadóttir Jónínu og ţess vegna veitt henni fyrirgreiđslu, ţađ hefđi veriđ ţvílíkur dómgreindarskortur og pólitískt glaprćđi  og rothögg á kosningabaráttu Jónínu eins og kom á daginn.

Guđjón Ólafur sendi reyndar frá sér yfirlýsingu ţar sem hann bendir réttilega á ađ umfjöllun um máliđ má ekki einkennast af dylgjum (sjá hérna frétt í Mbl: Guđjón Ólafur:  Umfjöllunin má ekki einkennast af dylgjum )

Ég skrifađi nokkur blogg um ţetta mál og gagnrýndi framgöngu fjölmiđla m.a. einstaklega rustalega og óvandađa umfjöllun Kastljóssins, umfjöllun sem byggđist á dylgjum og á ţví ađ trúnađargögn einstaklinga sem sent höfđu gögn  til opinberrar nefndar eru birt í kastljósi og vegiđ ađ ćru fólks ásamt ţví ađ RÚV virtist hafa meiri áhuga á ţví ađ eyđileggja ćru stjórnmálamanna í hita kosningabaráttunnar heldur en ađ upplýsa almenning um einkennilega starfshćtti nefnda og bendi ekki athyglinni ţar sem hún átti heima ţ.e.a.s. á skrýtna afgreiđslu hjá nefnd ţeirri sem Guđjón Ólafur sat í og Bjarni Benediktsson stýrđi.

Sjá bloggskrif mín um ţetta mál: 

Brot á friđhelgi - RÚV birti trúnađargögn

Skert ferđafrelsi

Sjö mínútur af Kastljósi Helgi Seljan versus Jónína

Rustalegt Kastljós hjá Helga Seljan

Kvenna(k)völd hjá Framsókn

 Ţađ vekur ţví nokkra furđu mína ađ Guđjón Ólafur sem í ríkisborgararéttsmálinu taldi ađ umfjöllun mćtti ekki byggjast á dylgjum hefur nú sjálfur sent nokkur ţúsund Framsóknarmönnum í Reykjavík bréf sem hann merkir sem trúnađarmál en í ţví bréfi eru mjög skrýtnar dylgjur um ţá framsóknarmenn sem eru í forustu í borgarstjórn Reykjavíkur. 

Annars er Guđjón Ólafur sérstakur áhugamađur um fatamál Framsóknarmanna og ritstíll hans er fremur rćtinn. Ţađ var einmitt ein grein hans á hrifla.is fyrir nokkrum árum um ţađ sem hann kallađi aulahátt hattkerlinga framsóknar sem vakti athygli mína og óbeit á vinnubrögđum hans í stjórnmálum. Ţađ var grein sem ţrungin var kvenfyrirlitningu og virđingarleysi fyrir öllu sem heitir lýđrćđisleg vinnubrögđ. 

Nokkrir tenglar um máliđ og önnur mál sem Guđjón Ólafur tengist. 

Stefán: Dylgjur 18. janúar

 Segir uppgjöf og áhugaleysi einkenna starf Framsóknar

Nýársbréf Guđjóns Ólafs um gróusögur um fatakaup framsóknar

Framsókn: Deilt um fatapeninga 

Framsóknarmenn deila um fatakaup

Svindlari á ţingi.- Guđjón Ólafur Jónsson framsókn

 Siđbót í Framsóknarflokknum

Aulaháttur hattakerlinga Framsóknar, Varaţingmađur ráđherra tjáir sig

 

 


mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sćl Salvör

Ég ţekki lítiđ til starfa Guđjóns á alţingi en veitti ţví athygli ađ í orđum hans í rćđu og riti var talsverđ kvenfyrirlitning. Ég tók semsagt líka eftir ţessu. Framganga hans virkađi yfirgangssöm, eins og hann stjórnađist af frekju fremur en höfđingsskap...En ég vona svo sannarlega ađ ţetta mál allt leysist. Af hverju sendir fyrrverandi ţingmađur bréf um spillingu innan eigin flokks ef hann er međal innstu koppa í flokknum. Ţađ er einhver púsl sem vantar í ţetta púsluspil. 

Anna Karlsdóttir, 19.1.2008 kl. 12:04

2 identicon

Sćl Salvör.

Já ţađ hefur nú alltaf veriđ ansi hressilegur kjaftur á Guđjón Ólafii.

En ţađ er samt mjög athyglisvert viđ ţessa löngu grein ţína ađ sjá ađ ţú skulir í engu lýsa áhyggjum ţínum yfir ţví ađ, ţađ sé nú aldeilis grafalvarlegt mál, ef ţćr fréttir eru réttar sem Guđjón Ólafur segir, ađ flokkssjóđir Framsóknar hafi veriđ notađir til ađ greiđa hundruđir ţúsunda í fatakaup fyrir frambjóđandur eđa frambjóđanda Flokksins í Reykjavík fyrir síđustu borgarstjórnarkosningar.

Nei nei hjá ţér virđist allt snúast um ađ gera Guđjón Ólaf sem tortryggilegastan, ţú talar um "skúnkalegt" athćfi og "dylgjur" án ţess ađ ţú svo mikiđ sem reynir eitthvađ til ađ blanda ţér í einhverja efnislega umrćđu um ţćr grafalvarlegu ásakanir sem hann hefur sett setti fram.

Skjótiđ sendibođa slćmra tíđinda ! Ţađ er sönn Framsóknareining og svona hefur ţetta veriđ ansi lengi hjá Flokknum ţví í langri formannstíđ HA ţá mátti aldrei gagnrína eitt né neitt innan flokksins, ţá voru viđkomandi bara ţaggađir niđur og settir útaf sakramenntinu.

Án ţess ađ ég vilji dćma ţig neitt persónulega Salvör mín, ţví mér hefur nú alltaf fundist ţú vera í siđbótini innan Framsóknar. Ţá verđ ég nú samt ađ segja ţađ ađ ţetta einkennilega siđferđi minnir nú orđiđ nokkuđ á ţá alrćmdu Framsóknarmennsku, sem vađiđ hefur uppi ansi lengi innan litla valda-Flokksins, ţađ er ađ spilling sé ekki spilling nema upp um hana komist.

Ţessvegna eigi bara allir Flokkshollir Framsóknarmenn ađ steinţegja og halda kjafti verđi ţeir varir viđ eitthvađ ólöglegt eđa ósiđlegt í fari flokksins eđa flokkshestana og gćđingana sjálfra.  

Ekki dettur mér í hug ađ Guđjón Ólafur hafi ekki eitthvađ fyrir sér í ţessu. 

Ţví finnst mér ţetta bara lýsia hugrekki Guđjóns Ólafs og ţetta ţarf svo sannarlega ađ rćđa og rannsaka alveg ofan í kjölinn ţví ađ almenningur á fullan rétt á ađ fá ađ vita hiđ rétta.

Ţó svo ađ sumir innan Framsóknar haldi ađ Framsóknarflokkurinn sé ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur ađeins eignarhaldsfélag eđa atvinnumiđlun, ţá er ţađ nú samt svo ađ Framsóknarflokkurinn ţiggur tugi milljóna árlega af almannafé eins og reyndar allir stjórnmálaflokkarnir. Tilgangur ţessa fjárausturs á ađ vera til ađ efla lýđrćđiđ og gera ţađ óháđara peningaöflunum.   

Ţess vegna má almenningur ekki líđa neina Framsóknar ţöggun í ţessu máli. 

Nú er lag til ţess ađ hreinsa út hjá Framsókn og velta öllu viđ og fara í ćrlega heilsufarsskođun fyrir flokkinn. Ţađ er algerlega nauđsynlegt ćtli flokkurinn sér ekki endanlega ađ lognast útaf í íslenskum stjórnmálum.                             Sem kanski vćri nú ţađ besta. Nei annars kanski á flokkurinn sér viđreisnar von en ţađ gerist ekki nema međ ađ ţađ sé loftađ alveg út úr fjósinu og svo fariđ í almennilega endurhćfingu á eftir.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráđ) 19.1.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Anna: Kvenfyrirlitning drýpur ţví miđur úr mörgum af pistlum Guđjóns Ólafs. Satt ađ segja var einmitt hún sem vakti athygli mína á manninum, ég vissi ekkert hver hann var ţegar ég fór ađ fylgjast međ skrifum á hrifla.is í kjölfar Freyjumálsins ţegar nokkrir karlar reyndu ađ taka yfir kvenfélagiđ Freyju  í Kópavogi međ ţví ađ fjarstýra konum á sínum vegum til ađ mćta á ađalfund í félagi sem var meira segja í öđru sveitarfélagi en margar ţeirra bjuggu í. Ţetta var međ ólíkindum enda varđ Framsóknarflokkurinn ađ athlćgi fyrir ţessi vinnubrögđ,

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.1.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gunnlaugur: Ég  vćri ađ falla í ţá gryfju sem Guđjón Ólafur er ađ smíđa ef ég léti athygli í mínum pistli fókusera á dylgjur sem hann setur fram. Ég forđast ţađ vísvitandi. Ţessum pistli um Guđjón Ólaf er ćtlađ ađ benda á hve ótrúverđugur hann er sem stjórnmálamađur. Reyndar held ég ađ hvorki ég né ađrir ţurfi ađ benda á ţađ, gerđir hans og vinnubrögđ dćma sig sjálf. En ég vil upplýsa ađ ég hef oft stađiđ Guđjón Ólaf af ţví ađ ljúga blákalt um ástandiđ í Framsóknarflokknum til ađ upphefja sjálfan sig. Ţađ er alveg ólýsanlegt hve dapurlegt ástand hefur veriđ í  Framsóknarfélaginu í Reykjavík Norđur undanfarin ár.  Guđjón Ólafur virđist á einhverjum tímapunkti hafa taliđ ađ hann vćri Framsóknaflokkurinn í Reykjavík m.a. var vefsetriđ hrifla.is eins og einhvers konar einkablogg hans. Ţađ er bara fínt ađ fólk sé raupsamt og montiđ og hćli sjálfum sér en ţví miđur ţá voru sumir pistlar Guđjóns Ólafs einhvers konar hatursgreinar út í ţá sem stóđu í vegu fyrir ađ einhver fáránleg vitleysisplott eins og ţessi kvenfélagsyfirtaka í Kópavogi gengi upp.

Ég á örugglega eftir ađ blogga meira um ţetta mál. Um ađ gera ađ blóđmjólka svona fréttaefni, ţađ er ekki svo oft sem fatasmekkur Framsóknarmanna fangar athygli landsmanna.  Stay tuned...

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.1.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gunnlaugur: Vil bara ađ ţađ komi fram ađ jafnvel ţó ţessar dylgjur um ađ einhverjir frambjóđendur (hverjir?) hafi ekki kostađ jakkafötin sín sjálfir heldur hafi veriđ styrktir til ţess af kosningasjóđi Framsóknarflokksins ţá finnst mér ţađ ekki endilega neitt stórmál. Ţađ geta hafa veriđ margar ástćđur fyrir ţví. Mér finnst ađ ţeir sem stýrđu kosningabaráttunni og fjármálastjórn í kringum hana hljóti ađ bera ábyrgđ á hvernig  fé er  best variđ og vonandi segja ţeir til um ţađ.

Ég var á fundi í Framsóknarflokknum ţar sem frambjóđendur í prófkjörinu voru spurđir af ţví hvađ ţeir hyggđust verja miklu í prófkjöriđ (ţau Björn Ingi, Óskar og Anna) og ţađ kom fram ađ kostnađur ţeirra hvers um sig  (ađ miklu leyti borgađur af ţeim sjálfum) nam mörgum milljónum.  Prófkjörsbaráttan og svo kosningabarátta í framhaldi ţýddi líka margra mánađa vinnu (án launa annars stađar frá) frambjóđenda í efstu sćtum.  Jafnvel ţótt frambjóđendur hafi veriđ duglegir ađ safna í kosningasjóđi ţá efast ég ekki um ađ á ţau féll persónulega milljónakostnađur bćđi í eigin prófkjörsbaráttu og í vinnutap í launađri vinnu. Anna dró sig til hlés ţegar hún varđ nr. 2 í prófkjöri og Óskar og Björn Ingi voru í hinni geysihörđu baráttu í marga mánuđi.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.1.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góđ grein hjá ţér Salvör,mikiđ er ég samála ţessu.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.1.2008 kl. 02:21

7 Smámynd: haraldurhar

Sćl Salvör.

    Tek undir međ ţér ađ bréfaskitir Guđjóns, eru vćgast sagt vafasamar.   Ţađ verđur ađ líta til ţess ađ Framsóknarflokkurinn starfađi ekki sem stjórnmálaafl, heldur sem atvinnumiđlun og hagsmunagćslu, og annri fyrirgreiđslu á meiihlutan af stjórnartíđ Halldórs.  Jónína Bjartmars, og flokkurinn fékk ţá útreiđ sem hann átti skiliđ.  Guđjón hefur ćtiđ veriđ í mínum augum eins og mennskćlingur í kapprćđukeppni, bara látiđ dćluna ganga og sagt sárafátt af viti.

    Ţađ lifir enginn flokkur, ef hann hefur ekkert stefnumál, annađ en ađ komast ađ kjötkötlunum.   hvort sem er í landsmálum eđa bćjarstjórnum.  

Gleymdu ekki Kópavogi.

haraldurhar, 20.1.2008 kl. 03:31

8 Smámynd: Halla Rut

Mjög góđ grein hjá ţér og upplýsandi.  Ég bloggađi ađeins um ţetta frćga bréf í dag.

Smella HÉR.

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 23:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband