Kvenna(k)völd hjá Framsókn

Ég fór á kvennakvöld hjá Framsókn í Reykjavík í gćrkvöldi. Hér er mynd af ţremur efstu mönnum á lista flokksins í Reykjavík suđur, ţeim Sćunni ritara flokksins sem er í öđru sćti, Árelíu sem er í 3. sćti og Jónínu Bjartmarz umhverfisráđherra sem er í 1. sćti. Ţetta eru allt konur sem ég ţekki af dugnađi og heiđarleika og sem öflugar talskonur fyrir mannréttindum og skynsamlegri stjórnsýslu.

Ţćr fluttu allar ávörp á fundinum. Jónína rćddi ţar af einlćgni um umfjöllun sem var í Kastljósi í gćrkvöldi og tengist fjölskyldu hennar. Ţađ var augljóst ađ hún tekur ţessa umfjöllun mjög nćrri  sér enda er hér hörđ atlaga ađ trúverđugleika hennar sem stjórnmálamanns. Vonandi tekst henni ađ vinna ţannig úr ţessu máli ađ ţađ verđi henni ekki fjötur um fót. Ég held ađ best sé ađ upplýsa alla um sem flestar hliđar ţessa máls, ţađ er í sjálfu sér engu ađ tapa viđ ţađ.  Ţađ er ekki nema gott um ţađ ađ segja ađ fjölmiđlar og almenningur séu á varđbergi fyrir ţví ađ einhverjir fái sérmeđhöndlun í kerfinu af ţví ţeir séu tengdir valdsmönnum. Ţađ er upplagt ađ nota ţetta tćkifćri til ađ upplýsa almenning hvernig fariđ er međ umsóknir um ríkisborgararétt og hvađa vinnureglur ţeir hafa sem yfirfara slíkar umsóknir og sérstaklega hverjum ţeir hafni. Ég átta mig ekki alveg á ţessu máli og reyndar sérstaklega ekki hvers vegna Jónínu er stillt upp sem sökudólgi. Eftir ţví sem ég skil ţetta mál ţá munu einstaklingar sem fengu ekki ríkisborgararétt á venjulegan hátt hafa sótt um undanţágu og ţví veriđ vísađ til einhverrar nefndar. Ţar munu ţrír ţingmenn hafa fariđ yfir umsóknirnar og mćlt međ ţví ađ 18 einstaklingar fengju ríkisborgararétt og ţađ síđan veriđ lagt fyrir alţingi. Ţađ eru nú ţessir ţrír ţingmenn sem ćttu ađ standa fyrir máli sínu - er ţetta eđlileg afgreiđsla frá ţessari ţingnefnd? Formađur nefndarinnar segir nefndarmenn ekki hafa vitađ um ađ umsćkjandinn tengist fjölskyldu Jónínu sb ţessa frétt:

Dómsmálaráđherra veitir íslenskt ríkisfang ađ fenginni umsögn frá Útlendingastofnun. Telji ráđuneytiđ eđa Útlendingastofnun skilyrđum ekki mćtt er umsókninni synjađ. Ţá geta umsćkjendur sótt um undanţágu hjá allsherjarnefnd Alţingis.

Ţrír nefndarmenn, Bjarni Benediktsson, Guđjón Ólafur Jónsson og Guđrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar og lögđu til ađ 18 einstaklingar fengju íslenskt ríkisfang en ráđuneytiđ og Útlendingastofnun höfđu áđur lagst gegn ţví í öllum tilvikum.

Fleiri myndir frá kvennakvöldi og opnun á kosningamiđstöđ Framsóknarflokksins. 

 

Frambjóđendur í Reykjavík suđur ađ plotta 

IMG_0437

Glćsilegar mćgđur.  


Andlitsmálunin hjá Framsókn slćr allt út.
Ef grćni kallinn kemst ekki áfram í vor ţá er appelsínugult nćst. 


Leyfiđ ţúsund blómum ađ blómstra hjá sígrćna flokknum.

 
Sumardagurinn fyrsti. Allt ađ byrja ađ grćnka.


Kvenhetjur í Framsókn


mbl.is Nefndarmenn hafi tekiđ fram ađ ţeim hafi veriđ ókunnugt um tengsl Jónínu og umsćkjandans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerđur Halldórsdóttir

Mér sýnist Framsóknarflokkurinn eigi glćsilegar konur - vildi ađ ráđherra hefđi munađ eftir ykkur ţegar hann skipađi í stjórn Landsvirkjunnar í vikunni!  

Valgerđur Halldórsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Ađalheiđur Sigursveinsdóttir

Sćl Salvör

ţarna hefur greinilega veriđ mjög gaman. Til hamingju međ formann stjórnar Flugstöđvar Leifs Eiríkssonar sem utanríkisráđherra skipađi í gćr!

Ađalheiđur Sigursveinsdóttir, 27.4.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Ađalheiđur Sigursveinsdóttir

Linda B. Bentsdóttir framkvćmdastjóri er formađur nýrrar stjórnar FLE sem kjörin var á ađalfundi félagsins í gćr. Fráfarandi formađur, Gísli Guđmundsson sem og Haraldur Johannessen stjórnarmađur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs eftir ađ hafa setiđ í stjórn félagsins frá upphafi. Linda hefur ekki setiđ áđur í stjórn FLE. Magnea Guđmundsdóttir var áđur í varastjórn en tekur nú sćti í ađalstjórn. Ađrir stjórnarmenn voru endurkjörnir: Ellert Eiríksson, varaformađur, Jakob Hrafnsson og Eysteinn Jónsson. Nýir varastjórnarmenn eru Björk Guđjónsdóttir og Petrína Baldursdóttir. 

Nýi stjórnarformađurinn, Linda B. Bentsdóttir, lauk kandídatsprófi í lögfrćđi frá Háskóla Íslands 1992. Hún er framkvćmdastjóri hjá Inn Fjárfestingu ehf. og situr í stjórn Askar Capital hf. Ţar áđur starfađi hún sem forstöđumađur og síđar stađgengill framkvćmdastjóra Frjálsa fjárfestingarbankans hf. á árunum 2000-2006.

Ađalheiđur Sigursveinsdóttir, 27.4.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: www.zordis.com

Glćsilegar konur svo ekki verđur um villst!  Gaman ađ gera sér glađan dag og mér sýnist litla ljóniđ á myndinni vera alsćlt međ förđunina .... Góđa helgi!

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 18:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband