640 íbúðir fyrir öryrkja, hvernig er þeim stýrt?

Fram hefur komið í fréttum að Sigursteinn Másson hefur sagt af sér sem formaður ÖBÍ sem og Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri bandalagsins vegna deilna um stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Hússjóðurinn á um 640 íbúðir. Hússjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem lýtur sjálfstæðri stjórn. 

Ég reyni að átta mig á um hvað málið snýst. Ég efa ekki að Sigursteinn hafði einlægan vilja á að bæta húsnæðismál öryrkja sem búa í þessum 640 íbúðum. Hann mun hafa lagt kapp á að skipta út stjórn hússjóðsins sem honum finnst ekki hafa staðið sig vel.



Í Fréttablaðinu í greininni Vill ekki hylma yfir með stjórn hússjóðsins  er haft eftir Sigursteini: "Þegar ég lít til þeirra stjórnar sem nú hefur tekið við hússjóðnum sé ég fólk, sem í áratug, jafnvel lengur, hefur verið í stjórnunarstöðum innan bandalagsins og sjóðsins. Ég sé enga ástæðu til að ætla að þetta fólk fari að bæta úr hlutunum núna," segir Sigursteinn".

Ég veit of lítið um innviði Öryrkjabandalagsins og hússjóðsins til að tjá mig mikið um þetta mál. En ég tel að það sé mikilvægt að samtök og sjóðir sem  gæta hagsmuna öryrkja og ráðslaga um húsnæðismál mörg hundruð þeirra  vinni á lýðræðislegan hátt og þar séu í forsvari menn sem kunni að sætta sjónarmið og ná málamiðlunum. 

Sigursteinn hefur verið öflugur og góður talsmaður öryrkja og ég held að hann hafi gert margt gott.  En hann virðist hafa sýnt sams konar óbilgirni í þessu máli og þegar hann rak Arnór Helgason. Þá ályktun dreg ég af því lsem ég sé um málið í fjölmiðlum sem og þessari klausu á málefnin.com en þar segir málverjinn Besti vinur aðal þetta um málið:

"Sigursteinn vildi algerlega allt eða ekkert og nú þegar aðalstjórn ákvað að halda einhverri þekkingu inní Brynju (1 manni) og skipta bara út alls 5 af 6 stjórnendum Brynju þá eru þetta viðbrögð hans. Framkvæmdastjóri Brynju er að hætta, fulltrúi félagsmálaráðuneytis er nýr og Sigursteinn vildi skipta um alla 4 fulltrúa ÖBÍ og vildi bara bjóða aðalstjórn að vela sinn 4ra manna lista en leyfði ekki að kjósa á milli manna - allt eða ekkert.
Aðalstjórnin ákvað þá í andstöðu við Sigurstein að velja annan lista en þann sem hann úthlutaði aðalstjórninni og að tveir þeirra fjögurra sem kjósa skyldi yrðu tveir síðustu formenn ÖBÍ þeir Garðar Sverrisson og Emil Thoroddsen ásamt tveimur mætum konum þar sem Emil einn var fyrir í stjórninni en hann er jafnframt nú varformaður ÖBÍ. Þetta eru því þeir tveir menn sem samanlagt hafa notið mests trausts meðal Öryrkja og valdir nú af aðalstjórn til að leiða þetta vandasama breytingaferli sem Brynja þarf að ganga í gegnum, en Sigursteinn lýsir því þá yfir að hann geti ekki setið fundi með stjórn sem hann treystir ekki - fyrr má nú vera? - hverskonar einræði hélt hann að ríkti í svona samtökum? -Stjórn sem hann gæti setið fundi með er þá bara sú sem hefur alla fulltrúa handvalda af honum sjálfum - og ef hann fengi það ekki væri hann farinn - og hann fór..."

 Ég las  líka eftirfarandi blogg sem er ekki vinsamlegt Sigursteini en virðist skrifað af manni sem vann hjá Geðhjálp og þekkir til starfa Sigursteins þar:

Öryrkjabandalagið ~Sigursteinn Máson~Geðhjálp


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verst er að öryrkjar líða núna líka fyrir forsvarsmennina eins og hitt væri ekki nóg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband