Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
11.10.2008 | 17:34
Búið að semja um Icesave við Breta (skv. Sky.com)
Skrýtið hvað fréttir eru mismunandi. Fréttin Icesave Agreement Reached with Uk er á Sky.com en á mbl.is stendur bara "Stefnt á fund með Darling". Reyndar aðeins talað um "significant progress" og það stendur:
Officials have agreed in principle on an accelerated payout to retail depositors of failed Landsbanki's Icesave bank.
Þessir Icesave reikningar og hvernig með þá var farið eru ekki gott mál fyrir Íslendinga. Íslensku bankarnir voru með allt, allt of hátt lánshæfnismat og þeir fengu fólk á Bretlandi til að setja peninga þarna inn með að tengja reikningana við ímynd Íslands og að þetta væri 120 ára gamall banki.
Það er mjög auðvelt að auglýsa gríðarháa vexti en til að það sé raunhæft verður bankinn að geta ávaxtað það fé en það sé ekki notað til að bæta lausafjárstöðu. Egill skrifar bloggið Glaður yfir Icesave þar sem vitnað er í gamalt viðtal við Sigurjón Árnason fyrrum bankastjóra Landsbankans. Í því segir
"Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum eins og hægt væri að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland enda væru Bretar jákvæðir gagnvart Íslandi og myndu sjá að bak við verkefnið stæði traustur 120 ára gamall banki sem var metinn af alþjóðlegum fyrirtækjum."
Það var víða sem ímynd Íslands var notuð til að fá fólk erlendis til að leggja fé í íslenskar fjárfestingarstofnanir. Þannig var forsetaembættið notað til að greiða götu íslenskra fjárfestingarfyrirtækja.
Hér á myndinni er Sheikh Hamad bin Khalifa al-Thani, Emír í Katar að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.
Bróðir emírsins keypti hlut í Kaupþing rétt áður en sá banki féll. Ég hugsa að ímynd Íslands og för forseta okkar til Katar hafi gert það að verkum að stjórnvöld þar treystu Íslendingum.
En ímynd Íslands var notuð í báðum tilvikum til að fá fólk til að leggja fé á reikninga og leggja inn meira hlutafé vegna þess að bankarnir réru lífróður til að "endurfjármagna sig og breyta lausafjárstöðu".
Það er því miður svo að nú er svo komið að ímynd Íslands er minna en einskis virði í viðskiptum, meira að segja er hún það lítils virði að Íslendingar eru núna ofsóttir eins og terroristar í Bretlandi.
Þó ég sé mjög leið yfir þessum bankaviðskiptum og hve margir tapa nú þegar íslenska bankakerfið hrundi þá breytir það því ekki að ég er reið út í Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og hegðun hans er hættuleg. Hann sýnir að "War on terror" er orðið aðför lögregluríkis að öllum - í þessu tilviki Íslendingum.
Hver verður næstur tekinn fyrir með terroristalögum?
Hingað til hafa það verið múslimar í Bretlandi en núna er sviðið breytt.
Núna er þar bæði Islam phobia og Iceland phobia.
![]() |
Stefnt á fund með Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 12:17
Kreppuvaktin
Guardian segir að sendinefndin sé lent og flytur fréttir af öllum ráðamönnum Bretlands í fréttavakt sinni Bank Crisis live
Þeir vita samt greinilega ekki mikið um veikindi Ingibjargar Sólrúnar því þeir segja.
12:49pm:
Both Iceland's president and its foreign minister are currently recovering from heart surgery, according to the Iceland review.
Gordon Brown er óspar á yfirlýsingar um Ísland:
12:18pm:
"I'm trying to persuade other countries to do exactly what we've done" Gordon Brown said in an interview in Swindon."Times will be tough for some time, but I believe we will see our country through this," he adds.
On savings in Iceland he says: "Iceland has got to take responsibility for this situation. We are doing everything in our power for the money to be returned."
11:51am:
A Downing Street spokesman has defended the government's tough talking on Iceland. "They had indicated that they would be giving preferential treatment to domestic creditors over overseas creditors," he said.A Treasury delegation, including officials from the Bank of England and the Financial Services Authority, has arrived in Reykjavik.
Þeir spyrja líka hvar þeirra þjóðhöfðingjar séu á stund neyðarinnar í Bretlandi (markaðir eru að kolfalla þar)
11:08am:
Where are our leaders at this difficult time? Gordon Brown has gone to steam museum in Swindon to talk about energy prices. Alistair Darling is on his way to Washington to call for more global measures to tackle the crisis.
Breskur bloggari spáir því að þessi kreppa muni jafna út auðlegðina. Það er nú skynsamlegt. Hún hefur þegar gert það á Íslandi nema náttúrulega einhverjum af þessum 20-30 hafi tekist að koma sínum spilapeningurm undan.
10:59am:
"Once we hit bottom of this downturn, some years hence in all probability, we may experience a democratisation of wealth and opportunity like none seen since the end of World War II," blogs London Banker.10:17am:
Jim Rogers, the US investment guru, has just appeared on Bloomberg and taken a pop at the politicians and officials that he blames for causing the crisis (according to my colleague Graeme Wearden)."Markets are collapsing because they have no confidence in the various government plans," said Rogers, who named and shamed Ben Bernanke of the Federal Reserve and Treasury secretary Henry Paulson.
"These are the same guys who don't know what they're doing, who haven't got a clue and have been wrong wrong wrong. That's why the markets are collapsing."
Hmmm... það er eins og ég kannist við ástandið, voru það ekki Geir Haarde og co sem bjuggu til og stýrðu þessu kerfi sem núna er að hrynja? Geta sömu menn gert við kerfið og greint vandamálið?
9:31am:
ECS, an American working and blogging in Iceland is staying put for now: "I'm going to weather the storm for now, but if Iceland has now become so poisonous that nobody will trade or do business with it, I may have to update that plan. Hopefully should it come to that, I'll still have enough money to escape."
Ha? Er Ísland orðið eitrað?
9:01am:
"Imagine our surprise to learn that Gordon Brown had invoked fricking terrorist legislation in order to freeze Kaupthing's assets," writes Icelandic blogger Alda on her Iceland Weather Report.
"The whole thing seems totally and utterly out of proportion and the British Prime Minister completely out of line," she adds.
Alda says that Icelanders are demanding to see a transcript of a conversation between Alistair Darling and the Iceland finance minister about compensation for savers.
![]() |
Sendinefnd Breta væntanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:58
Umbrotatímar fyrir Ísland
"Megir þú lifa á áhugaverðum tímum " eða May you live in interesting times er kínverskar bölbænir og það er nokkuð til í því. Kyrrlátt og hamingjuríkt líf þar sem ekkert ófyrirsjáanlegt gerist er ekki fréttaefni heimspressunnar, ekki það sem skráð er í annála og sögubækur. Það eru vissulega áhugaverðir tímar núna og það sem er að gerast á Íslandi er allra áhugaverðast, svo áhugavert að hamfaraauga heimspressunnar horfir núna á Ísland. Vinir okkar Norðmenn þakka fyrir að þeir séu ekki í sviðsljósinu, þeir ætla ekki einu sinni að mæta á ársfund alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það er hins vegar ekki þannig að heimurinn í kringum okkur sé rólegur á meðal við velkjumst hérna í ólgusjó. Það er brjáluð panik á hlutabréfamörkuðum, Asíumarkaður kolféll í nótt og Bandaríkjamarkaður í gær. Evrópumarkaður er á dúndrandi niðurleið. Það getur verið að það verði hreinlega að loka mörkuðum. Hvað gerist þegar Wall Street opnar?
Dagurinn í dag veit ekki á gott fyrir heiminn. Það er augljóst að fjármálakerfi kapítalismans er að brotna niður og það heldur áfram að brotna vegna þess að þetta er eins og hús sem leit kannski vel út á yfirborðinu en var svo illa byggt og orðið svo skrýtið að undirstöðurnar á húsinu voru engar undirstöður heldur einhvers konar útskot í lausu lofti og byggt úr lausum einingum sem splundrast og þó þær hafi kannski virkað eins og sléttur veggur þar sem múrsteinarnir héldu hver öðrum uppi þá er þetta kerfi sem þolir enga jarðskjálfta.
Fjármálamarkaður heimsins í dag er eins og stórt illa byggt hús úr múrsteinum í ofurjarðskjálfta. Við sjáum núna að það hefði þurft að vera þarna hús sem væri úr járnbentri steinsteypu en þannig er það ekki. Ég held að það sé örvænting víða amk hjá þeim sem átta sig á hvað er að gerast en það er í gangi sjónarspil til að blekkja almenning víða um heim, til að láta fólk halda að stjórnvöld hafi þetta einhvern veginn undir kontról. Þess vegna mæna augu heimsins til Íslands "If we can understand Iceland then we can understand what is happening", já og kannski er undir niðri djúp hræðsla um að lenda í sömu sporum og Ísland. Það er grein á Sky.com núna sem veltir fyrir sér hvort það sama geti gerst með Bretland Could Britain go bust?
Ég held ekki að rússneskt lán sé fast í hendi fyrr en það kemur og ef það kemur, ég held að tímarnir séu svo viðsjárverðir að lán sem mér sýnist vera 1% af gjaldeyrisforða Rússa sé ef til vill of mikið fyrir þá þjóð þó það sé augljóslega mjög mikilvæg langtímastrategía hjá Rússum að hafa hér meðvind. Ég held að hinn hortugu orð breska forsætisráðherrans séu óbein hótun sem á grunn í peningum en líka eins konar aðvörun til Íslendinga um viðmótið til Litla-Rússlands út í miðju Atlantshafi. Það má alveg beita terroristalögum gagnvart svoleiðis þjóð. Gordon Brown verður eflaust ekki skotaskuld að sannfæra sína heimamenn um að hér á Litla-Rússlandi séum við búin að koma okkur upp kjarnorkuvopnum og það sé mikilvægt að ráðast á landið. Já og sölsa undir sig mikilvægar auðlindir í orkuhungruðum og matvælaþurfi heimi.
Nú er bankakreppan á Íslandi ekki lengur bara bankakreppa, hún er orðin barátta voldugra stórvelda um yfirráðin yfir Norðurslóðum. Hér er grein á visir.is
Ein verstu mistökin í kreppunni að veita Íslandi ekki gjaldeyrislán
Maddox tekur fram að Geir Haarde forsætisráðherra hafi sagt að rússneska lánið komi án skilyrða. Hinsvegar megi benda á að staðsetning Íslands í miðju norðanverðu Atlantshafi falli vel að hagsmunum Rússa sem hyggjast hefja olíuvinnslu við Norðurpólinn um leið og ísinn þar hverfur á næstu árum.
Íslenska fjármálakerfið er hrunið og Ísland er orðið bitbein í valdabaráttu stórvelda. Bankakreppan er svo að síast út í íslenskt samfélag, hér þurrkast út blómlegur atvinnuvegur þ.e. bankageirinn og hér munu fjöldi fólks missa vinnu og fjöldi fyrirtækja missa alla tekjustrauma og svo geta stjórnmálaaðgerðir Breta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar, það má ekki gleyma að Evrópusambandið er einn stærsti viðskiptamarkaður okkar.
Dagurinn í gær og dagurinn í dag stefna í að verða áframhaldandi stjórnlaus paníkk í hinum vestræna heimi. Við lifum sannarlega á áhugaverðum tímum.
![]() |
Ekki bara hryðjuverkalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 16:34
Terroristaveiðar Gordon Brown
Gordon Brown og breska ríkisstjórnin hefur sýnt ríkisstjórn Íslands dæmafáa lítilsvirðingu á stund neyðarinnar. Þetta er líka verulega hættulegt og sýnir beint stjórnarhætti í Bretlandi þessa daganna og hve hættulegt það er að eiga þar viðskipti. Ef þér vegnar illa í viðskiptum og kemst í greiðsluþrot þá getur þú átt á hættu að lög um hryðjuverk eigi vil þig og starfsumhverfi þitt. Vonandi áttar heimsbyggðin sig á þessu og vonandi áttar upplýstur breskur almenningur sig á þessu. London er eða var alþjóðleg viðskiptamiðstöð og þar voru sett upp mörg fyrirtæki í eigu erlendra aðila. Ætlar Gordon Brown að nota hryðjuverkalöggjöfina gagnvart þeim öllum ef eitthvað gerist í rekstri þeirra sem hugsanlega verður fyrir því að einhver annar bíði fjárhagslegt tjón? Eða trampar Gordon Brown bara á smáþjóðum þegar þær eru svo niðurkýldar að það er alveg víst að þær geta ekki kýlt til baka.
Mun ríkisstjórn Gordon Brown gera það sama og allar gerræðisstjórnir hafa gert þ.e. smám saman fikra sig upp á skaftið og beita hryðjuverkalögunum á illa stæð bresk fyrirtæki nú og svo smán saman færa sig yfir til almennings. Vei þeim sem ekki getur staðið í skilum í Bretlandi. Gordon Brown mætir með hryðjuverkalögguna til þín og hefur EKKERT fyrir að kynna sér málið áður. Skjóta fyrst og spyrja svo. Það hefur komið í ljós að fjármálaráðherrann Darling panikeraði út af hvernig skilning hann lagði í eitthvað símtal við Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Nú hugsa ég að Árni sé ekkert allt of sleipur í enskunni og það geti vel verið að það hafi verið misskilið það sem hann sagði en aðfarir bresku ríkisstjórnarinnar eru þeim og allri bresku þjóðinni til skammar.
Ekki bara stórmóðgun við Íslendinga heldur líka opinberun á því hvað stjórnarfarið er slæmt í Bretlandi og hvað stjórnvöld þar hika ekki við að beita hryðjuverkalögum gegn hversu sem þeim sýnist.
Um þessi log sem Gordon Brown beitti á íslendinga segir:
Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001
The Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001 (ATCSA) was introduced in order to provide stronger powers to allow the Police to investigate and prevent terrorist activity and other serious crime.
The measures are intended to:
- cut off terrorist funding
- ensure that government departments and agencies can collect and share information required for countering the terrorist threat
- streamline relevant immigration procedures
- ensure the security of the nuclear and aviation industries
- improve security of dangerous substances that may be targeted/used by terrorists
- extend police powers available to relevant forces
- ensure that we can meet our European obligations in the area of police and judicial co-operation and our international obligations to counter bribery and corruption
Read the full text of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act (new window).
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2008 | 20:28
Gordon Brown er ómerkilegur lýðskrumari sem trampar á Íslendingum
Forsætisráðherra Bretlands hefur sýnt í dag að hann svífst einskis til að auka vinsældir sínar heima fyrir. Hann þarf kannski af því að halda, hann er afar óvinsæll. En hann hefur snúið ranghverfunni að Íslendingum í dag og hikar ekkert við að lítilsvirða og móðga íslensku ríkisstjórnina og þar með alla íslensku þjóðina. Það er sjálfsagt að útkjá mál eins og þetta með netbankareiknina í gegnum málaferli, það er reyndar afar mikilvægt að fá út úr því skorið hver er lagaleg staða einhverra bankareikninga sem eru til í einskismannslandi Internetsins en hafa uppruna á einum stað (Íslandi) og höfða til viðskiptavina í öðru landi (Bretlandi).
Það virðist ljóst hver ábyrgð Íslendinga er, hún er sú sem felst í þessum kröfum á íslenska tryggingarsjóðinn. Þó hann sé tómur þá mun íslenska ríkið væntanlega styrkja hann þannig að hann standi undir lögbundnum skuldbindingum sínum.
Reyndu bara að lögsækja okkur Gordon Brown!
Just sue us Gordon Brown!
Íslenska ríkið er ekki skuldbundið til að vernda innistæður í bönkum nema að ákveðnum hluta, það er tryggt með lögum bæði íslenskum lögum og lögum sem við undirgöngumst vegna evrópska efnahagssvæðisins. Íslendingar hafa hvorki bolmagn né vilja til að borga allt sem íslenskir bankar skulda hvar sem er í heiminum. Forsætisráðherra Bretlands notar hins vegar tækifærið til að sparka í fjölmiðlum í þjóð sem hefur þegar fengið gífurlegt bylmingshögg og liggur vel við höggi.
Geir Haarde svaraði ruddaskap breska forsætisráðherrans með mikilli kurteisi, sjá þetta viðtal við Geir á BBC:
Iceland's PM on Icesave accounts
Það er frábært á þessum vondu tímum að forsætisráðherra er hagfræðimenntaður. Það voru góðar útskýringar á málum hjá bæði viðskiptaráðherra og forsætisráðherra á blaðamannafundinum í dag. Þeir útskýrðu vel þetta Icesave mál og þetta er algjörlega í samræmi við þá stefnu sem Íslendingar tóku í þrengingum dagsins og sú stefna sem var tekin er sú áhættuminnsta og sú eina mögulega leið sem Íslendingar gátu farið.
Meira um málið
Icesave savers warned on accounts
![]() |
Eignir standi undir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 17:09
Noregur og Rússland - hver kemur til hjálpar?
Ekkert kemur ennþá fram um hvort við munum fá lán frá Rússlandi annað en samningafundur verði á þriðjudaginn kemur. Rússland og Noregur eru þau ríki sem gætu veitt Íslandi lán núna. Þetta eru olíuríki með stóra sjóði. En ástandið hjá þessum ríkjum á heimaslóð er mjög eldfimt. Það er ekki trygging fyrir að sleppa við fárviðrið að vera rík og voldug olíuþjóð.
Verðbréfamarkaðurinn í Rússlandi er í miklu uppnámi og falli, ég held að hann sé lokaður núna vegna ástandsins og dagurinn í dag var skrýtinn á verðbréfamarkaðnum í Noregi, þar urðu miklar sveiflur í dag.
![]() |
Geir ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 15:28
Ekki bara harmleikur Íslands, það er heimskreppa og hún á eftir að dýpka
Bubbi var fínn að eyða ekki púðrinu núna í að finna sökudólga, það er ekki rétti tíminn til þess. Bubbi hefur alveg jafnmikið vit á peningamálum og margir þeir sem nú tala í fjölmiðlum. Hann er líka einn af þeim sem finnur mjög fyrir þessu sjálfur, hann hefur verið að byggja hús og þurft að taka lán.
Hins vegar er það mjög einföld greining hjá honum að það sé íslenska krónan sem sé það versta.
Það á eftir að koma í ljós hvort svo sé. Við skulum sjá hvort það gengur betur hjá evruþjóðunum núna. En þessi heimskreppa sem því miður virðist rétt að byrja er vissulega peningakreppa. hún skellur með mestu afli og harðast á íslendingum fyrst vegna aðstæðna okkar. Það getur verið að við eigum eftir að finna meira fyrir henni síðar, það getur verið að verð á áli lækki og erfitt ef ekki ógjörlegt sé fyrir stórfyrirtæki að fá framkvæmdafé til að reisa verksmiðjur eða orkuver. En það er líklegt að margt breytist til hins betra strax varðandi gjaldeyrismálin t.d. munum við örugglega strax draga úr neyslu á influttum varningi og utanlandsferðum. Það er því miður líklegt að almenningur í fleiri Evrópulöndum eigi eftir að finna verulega fyrir kreppunni og það kemur sér afar illa, sérstaklega á svæðum þar sem atvinnuleysi er þegar mjög mikið. Það getur verið að það komi sér einhvern tíma vel fyrir Íslendinga að hafa tekið á móti þessu bylmingshöggi allir í einu, það getur verið að við náum þannig að dreifa álaginu og bregðast snöggt og samstillt við.
Það getur verið að það verði miklu erfiðara hjá öðrum ríkjum í Evrópu á næstunni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út skýrslu um ástandið. Hún verður væntanlega til umræðu á aðalfundi alþjóðabankans sem hefst eftir einhverja daga.
![]() |
Harmleikur allrar þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 13:21
Þórðargleði hjá gulu pressunni í Danmörku
Ég hugsa að fáir Íslendingar hafi núna húmor fyrir því að gert sé gys að þrengingum okkar. Flestar fjölskyldur á íslandi hafa núna misst margar milljónir, peninga sem við áttum með beinum eða óbeinum hætti í bönkum í gegnum lífeyrissparnað, ýmsa sjóði og hlutabréf. Auk þess hafa eignir okkar og kaup lækkað um tugi prósenta en verðtryggðar eða gengistryggðar skuldir munu hækka gríðarlega. Ofan á þetta bætist að ástandið stöðvar hljól atvinnulífsins og margir eru við eða munu missa vinnu sína. Í svona ástandi þurfum við ekkert á því að halda að danskir fjölmiðlar skemmti sér og hefni harma sinna á okkar kosnað. Þórðargleðin hjá Ekstrabladet í Danmörku á rætur sínar að rekja til þess að einmitt það blað birti á sínum tíma margar greinar um meinta spillingu í uppkaupum íslenskra fyrirtækja á dönskum verslunarkeðjum og fór Kaupþing í mál og varð blaðið að borga skaðabætur.
Greinin er í dönskum gálgahúmorstíl:
Ekstra Bladet er vild med Björk, gejsere, varme kilder, heste i små størrelser og alt andet, der bare lugter en smule af vulkanø.
Derfor drog vi i går ud på en mission. Islands økonomi skulle reddes, og der blev derfor lynhurtigt arrangeret en indsamling til fordel for vore venner mod nord, som er hårdt ramt af den økonomiske krise.
Ekstra Bladet tog opstilling foran Magasin i København et af symbolerne på det islandske finanseventyr, der nu er ved at blive et mareridt.
Gavmild islænding
Udstyret med indsamlingsbøsser og islandske sweatere, der kradser hårdere end nogen finanskrise, var vi klar til at brage igennem med det klare budskab: Giv en skærv, før Island bliver en saga blot.Viljen til at hjælpe ø-folket var dog langtfra entydig. Mens nogle danskere kategorisk nægtede at donere så meget som en udgået 25-øre, var andre hurtige til at dykke i pottemånen efter mønter.
Ud over en aggressiv Magasin-vagt blev Ekstra Bladets udsendte modtaget med smil og desuden en flot rekorddonation på hele 100 danske solide kroner. Giveren var dog selv islænding.
Efter en lille times indsamling vælger Ekstra Bladet at vende næsen mod den islandske ambassade for at aflevere indholdet af indsamlingsbøsserne til ambassadøren.
Desværre befinder topdiplomaten sig i New York og kan derfor ikke tage imod pengene, men vi er selvfølgelig velkommen til at komme forbi alligevel med den økonomiske indsprøjtning til vore nordiske brødre, lyder det fra en medarbejder over telefonen.
Ekstra Bladets reportere når lige akkurat frem, før ambassaden lukker. Her bliver vi modtaget af ambassadørens sekretær, Kristin Bonde. Hun smiler varmt til de to langskæggede journalister, som var vi et par af hendes landsmænd.
Ryger i statskassen
Kristin Bonde finder fluks en saks frem, så indsamlingsbøsserne kan blive klippet op. Mens pengene koncentreret bliver talt op, er spændingen nogenlunde lige så intens, som når Island møder Malta i fodbold.320 kroner bliver udbyttet, og Kristin Bonde er lykkelig.
Vi er meget glade for den indsats, I har ydet. Det er måske ikke helt nok til at redde den islandske økonomi, men det er tanken, der tæller, siger hun og forsikrer, at pengene ryger direkte i statskassen.
jáhá, það er svo sannarlega rétt að " det er tanken, der tæller" og hugsunin á bak við þetta hjá Ekstrabladet er að velta sér upp úr óförum andstæðinga sinna og gera gys að þrengingum íslenskra borgara.
Hér er gamalt blogg um hvernig rætt var um íslensku útrásina í Bretlandi og Danmörku fyrir tveimur árum:
![]() |
Söfnun fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2008 | 11:51
Fyrir gos og eftir gos, fyrir geirsræðu og eftir geirsræðu
Hvar varst þú þegar byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum? Hvar varstu þegar Geir flutti ræðuna? Svona spurningar munu Íslendingar spyrja hvern annan næstu áratugina. Alveg eins og Vestmannaeyingar skipta sinni sögu í tvö tímabil, fyrir gos og eftir gos þá mun Íslandssagan skiptast í tvö tímabil, fyrir Geirsræðu og eftir Geirsræðu.
Vestmanneyjagosið hófst með drunum og reyk og eldflóði sem spýttist niður Helgafell. Það var mjög auðvelt að átta sig á að það var byrjað að gjósa og það væri bráð hætta á ferð. Geirsræðan var ekki þannig. Því gallinn er með hann Geir Haarde eins elskulegur og ábyrgðarfullur sem hann nú er þá hefur hann sama ræðustíl og Dagur Eggertsson, það er eins og þeir segi ekkert með fullt af orðum. Það er bara alveg lífsins ómögulegt að átta sig á því hvað Geir er að meina og ef það hefði ekki verið svona dramatískt augnablik þá hefði ég alveg misst þráðinn í ræðunni og hætt að hlusta.
Það kom líka á daginn að ræða Geirs var túlkuð á mjög mismunandi vegu í erlendum fjölmiðlum, henni var víða slegið upp í fyrirsögnum um að Íslendingar væru að verða gjaldþrota, forsætisráðherrann hefði sjálfur tilkynnt þjóð sinni það og beðið Guð að vera með henni. Ég var náttúrulega dáldið rugluð eins og aðrir Íslendingar því þessi sami Geir kallaði kreppuna mótvind fyrir þremur vikum og gerði lítið úr henni. Svo hef ég alls ekki áttað mig á hvað er að gerast, Geir hefur talað undanfarið eins og það hafi einhvern tíma verið inn í myndinni að bjarga bönkunum, bönkum sem eru ekki íslenskir nema að nafninu til og hafa svo miklar skuldir að það er kristaltært að það myndi setja alla Íslendinga í skuldaánauð og fátækt í marga áratugi. Það var því hressandi að heyra í Davíð Oddsyni í Kastljósinu í gær, það var kristalljóst allt sem hann sagði og hans sýn á hvað er að gerast og það var vit í því sem hann sagði.
Ég hef miklar áhyggjur þangað til lán frá Rússlandi eða Noregi er komið í höfn. Það er alveg ljóst öllum að þetta er stjórnmálaleg yfirlýsing og þó Ísland sé ekki lengur mikilvægt í hernaðarradar Bandaríkjanna þá r Ísland og þær siglingaleiðir og hafréttaryfirráðasvæði sem því fylgja mjög mikilvæg svæði á Norðurslóðum. Það verður áhyggjuefni í Noregi ef rússnesk ítök verða mikil hér á landi.
Núna þessa daganna eru svo miklar viðsjár í fjármálaheiminum og ástandið í Evrópu og Rússlandi er mjög brothætt. En það er áhugavert að lesa hvernig útlendingar eru núna að hamast i vð að greina hvað gerðist á Íslandi. Greinin á BBC Fish to finance er fín greining.
Iceland's tumble raises key questions
By Hugh Pym
BBC economics editor, Reykjavik, IcelandIt has been an extraordinary couple of days for the Icelandic nation as the eyes of the financial world have turned to this small island economy seemingly battling the financial elements alone.
How did an economy with annual output valued at the same sort of level as a British company like Centrica or Marks & Spencer, find itself with commercial bank international liabilities running to five times that level?
How did it get to the stage where Prime Minister Geir Haarde had to warn his people that their nation faced bankruptcy?
The answers may not be clear for some time.
But for a nation that claims credit for the discovery of North America 700 years ago, the discovery of American style bank borrowing had something to do with it.
Deregulated banks, fuelled by high interest rates, attracted flows of capital from round the world.
They then found innovative ways to lend it, not least to Icelandic companies on the acquisitions trail in Europe.
Big name retailers on the British High Street benefitted from investment and loans from Icelandic institutions.
House of Fraser, Hamleys and Oasis are three of the better known ones.
Wholesale markets provided a ready source of cash, just as they did for all major banks on both sides of the Atlantic.
State steps in
But nobody in the Icelandic Government, or indeed in the investment community seemed to notice that the banking system has grown so large relative to the economy or the Government's ability to support it.
When the credit crisis developed, any bank over-reliant on wholesale market funding, for example Northern Rock, ran into trouble.
The markets soon woke up to Iceland's fragility.
The currency plummeted and alarm bells started to ring.
The third largest bank Glitnir was taken into state ownership.
Overseas woes
Since Monday morning an astonishing sequence of events has unfolded.
Prime Minister Haarde later revealed that his nation's banks had seen their credit lines with major banks cut off.
Bank shares were suspended.
That night at a highly charged media conference Mr Haarde announced sweeping new powers to force banks into mergers or nationalisation.
He explained the gravity of the crisis and a desire to take Icelandic banking back to where it used to be, in other words funding Icelandic commerce.
But that was easier said than done.
Extricating Iceland's banks from their overseas investments would be far from straightforward.
Hostile mood
On Tuesday there was another media conference with the Prime Minister, this time in the bizarre setting of an upstairs room of a restaurant in the capital.
There was more dramatic news with the announcement of the nationalisation of Landesbanki, Iceland's second largest bank.
Mr Haarde could not provide much information for British savers, with money tied up in the subsidiary Icesave, though he said he was trying to line up a Russian loan to provide funds to support his currency.
He criticised other countries, without naming them, for failing to come to Iceland's aid.
By now the mood was more hostile.
Icelandic journalists asked aggressively why mistakes had been made and why bank directors were allowed to stay in their jobs.
Mr Haarde said that he did not believe Iceland would default on her sovereign debt.
But that will be for the markets to decide.
Iceland will now stage a hasty retreat, hoping to restore banking on a smaller scale.
Yet the speed of international markets may make further announcements inevitable.
![]() |
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 10:21
Netbanki í lausu lofti
Ísland heldur áfram að vera í sviðsljósi heimsbyggðarinnar amk í Bretlandi. Nú er spurningin hvernig fer með innistæður í netbankanum Icesave. Breska ríkisstjórnin hefur fullvissað Breta um að innistæður þeirra þar verði tryggðar, sjá þessa frétt: Extra help for Icesave customers
Það stefnir í að þetta verði alvarlegt milliríkjamál. En þetta er líka afar áhugavert frá sjónarhóli hins nýja hagkerfis sýndarheima, hins landamæralausa flæðis peninga sem eiga sér enga heimahöfn nema að nafninu til og til að uppfylla lagaskilyrði.
Sennilega verður þetta alveg eins og örlög Íslands núna skólabókadæmi um hvað er að gerast, hvernig sviptingar í efnahagskerfum ráða örögum þjóða og reyndar hvernig þjóðríkin með veraldlegum landamærum og stjórnsýslueiningum eru að molna upp. Núna skellur heimskreppan yfir Evrópu og þar eru sérstakar aðstæður. Evrópa og evrópsk stjórnkerfi eru ekki ein samstillt heild heldur margar ólíkar þjóðir með ólíkt uppbyggðar ríkisstjórnir og boðleiðirnar sem upplýsingarnar og ákvarðanirnar flæða eru miklu meira misvísandi og vanþróaðar heldur en boðleiðir og upplýsingaflæði fjármálamarkaðarins sem var og er samverkandi yfir mörg þjóðlönd. Flæðið á fjármálamörkuðum er mjög þróað, það er skilvirkasta leiðin sem heimurinn hefur í dag til að breyta upplýsingum í peninga og peningum í verkfæri sem flæða þangað þar sem mest arðsemi er. Núna er þetta kerfi fjármálamarkaðarins þannig að það er frosið í pípunum og flæðið er alveg að stoppa. Það getur verið að það sé hægt að koma flæðinu á stað aftur og það trúa menn ennþá á. En það getur líka verið að lagnakerfi heimsins í fjármálum sé ónýtt, það verði að skipta um allar lagnir.
Það er frosið í pípunum á fjármálamörkuðum og ríkisstjórnir allra Evrópuríkja reyna nú að laga málið. En ríkisstjórnir hafa ekki mikla reynslu til að þíða svona frost. Sérstaklega hafa þær ekki mikla reynslu af því að vinna saman og á samstilltan hátt að því. Sumt af því sem ríkisstjórnir gera núna er að búa til risastóra klakahrauka í sínum löndum, hrauka sem eru ekki að tryggja neitt flæði heldur þvert á móti að auka frostið í pípunum.
Menning mannkynsins á uppruna sinn í því hvernig tókst að búa til áveitukerfi fyrir vatn, hvernig tókst að beina vatninu í ákveðna farvegi og stilla rennsli þess og veita því á akra fyrir uppskeruna. Úr þessu spratt arðurinn sem byggði upp heimsmenningu.
Núna er tími stafrænna upplýsingasamfélaga. Það er líka þörf á veitukerfi inn í slíkum rýmum, þörf á kerfum þar sem upplýsingar flæða eftir og þörf á kerfum þar sem upplýsingar breytast í verðmæti, eru eins og vatnið sem flæðir yfir akra í áveitukerfi í landbúnaðarsamfélagi.
![]() |
Geir tjáir sig ekki um ummælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)