Ekki bara harmleikur Íslands, það er heimskreppa og hún á eftir að dýpka

Bubbi var fínn að eyða ekki púðrinu núna í að finna sökudólga, það er ekki rétti tíminn til þess. Bubbi hefur alveg jafnmikið vit á peningamálum og margir þeir sem nú tala í fjölmiðlum. Hann er líka einn af þeim sem finnur mjög fyrir þessu sjálfur, hann hefur verið að byggja hús og þurft að taka lán.

Hins vegar er það mjög einföld greining hjá honum að það sé íslenska krónan sem sé það versta. 

Það á eftir að koma í ljós hvort svo sé. Við skulum sjá hvort það gengur betur hjá evruþjóðunum núna. En þessi heimskreppa sem því miður virðist rétt að byrja er vissulega peningakreppa. hún skellur með mestu afli og harðast á íslendingum fyrst vegna aðstæðna okkar. Það getur verið að við eigum eftir að finna meira fyrir henni síðar, það getur verið að verð á áli lækki og erfitt ef ekki ógjörlegt sé fyrir stórfyrirtæki að fá framkvæmdafé til að reisa verksmiðjur eða orkuver. En það er líklegt að margt breytist til hins betra strax varðandi gjaldeyrismálin t.d. munum við örugglega strax draga úr neyslu á influttum varningi og utanlandsferðum.  Það er því miður líklegt að almenningur í fleiri Evrópulöndum eigi eftir að finna verulega fyrir kreppunni og það kemur sér afar illa, sérstaklega á svæðum þar sem atvinnuleysi er þegar mjög mikið. Það getur verið að það komi sér einhvern tíma vel fyrir Íslendinga að hafa tekið á móti þessu bylmingshöggi allir í einu, það getur verið að við náum þannig að dreifa álaginu og bregðast snöggt og samstillt við.

Það getur verið að það verði miklu erfiðara hjá öðrum ríkjum í Evrópu á næstunni. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út skýrslu um ástandið. Hún verður væntanlega til umræðu á aðalfundi alþjóðabankans sem hefst eftir einhverja daga.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bubbi er að byggja hús? Jú, rétt er það, en húsið er ekki albatrossinn hans, heldur spilafíknin. Hann veðjaði á vitlausan hest og tapaði. Hann hefur ekkert lært, eins og hann sannaði í lokasetningunni. Hefði hann séð þetta fyrir, væri hann ríkur í dag. Hann hefði sennilega keypt evrur og pund eins og óð fluga.

Það er vonandi að þessi kreppa verði stutt, en ég efast um það. Hér á meginlandi Evrópu finnur maður lítið fyrir henni, enn sem komið er, en það mun breytast. Bankar eru að hrynja hér og þar, svo þetta er bara tímaspursmál.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 21:06

2 identicon

 Æi þurfti hann að klúðra þessum mótmælum. Ég hafði trú á þessu hjá honum.

Hvað snerust mótmælin um fyrst hann sagði þetta ofangreinda(að nú væri ekki tíminn að finna sökudólga)? Ef maður mótmælir, er þá ekki alltaf e-r sökudólgur sem á sök á því sem er verið að mótmæla. Ég hef aldrei farið á mótmæli þar sem enginn er borinn þungum sökum. Hvaða rugl er þetta Bubbi?

Ari (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband