Búið að semja um Icesave við Breta (skv. Sky.com)

icesave Skrýtið hvað fréttir eru mismunandi.  Fréttin Icesave Agreement Reached with Uk er á Sky.com en á mbl.is stendur bara "Stefnt á fund með Darling". Reyndar aðeins talað um "significant progress" og það stendur:

Officials have agreed in principle on an accelerated payout to retail depositors of failed Landsbanki's Icesave bank.

Þessir Icesave reikningar og hvernig með þá var farið eru ekki gott mál fyrir Íslendinga. Íslensku bankarnir voru með allt, allt of hátt lánshæfnismat og þeir fengu fólk á Bretlandi til að setja peninga þarna inn með að tengja reikningana við ímynd Íslands og að þetta væri 120 ára gamall  banki.

Það er mjög auðvelt að auglýsa gríðarháa vexti en til að það sé raunhæft verður bankinn að geta ávaxtað það fé  en það sé ekki notað til að bæta lausafjárstöðu. Egill skrifar bloggið  Glaður yfir Icesave þar sem vitnað er í gamalt viðtal við Sigurjón Árnason fyrrum bankastjóra Landsbankans. Í því segir

"Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum eins og hægt væri að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland enda væru Bretar jákvæðir gagnvart Íslandi og myndu sjá að bak við verkefnið stæði traustur 120 ára gamall banki sem var metinn af alþjóðlegum fyrirtækjum."

Það var víða sem ímynd Íslands var notuð til að fá fólk erlendis til að leggja fé í íslenskar fjárfestingarstofnanir. Þannig var forsetaembættið notað til að greiða götu íslenskra fjárfestingarfyrirtækja. 

forseti-katarHér á myndinni er Sheikh Hamad bin Khalifa al-Thani, Emír í Katar að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.

Bróðir emírsins keypti hlut í Kaupþing rétt áður en sá banki féll. Ég hugsa að ímynd Íslands og för forseta okkar til Katar hafi gert það að verkum að stjórnvöld þar treystu Íslendingum.

En ímynd Íslands var notuð í báðum tilvikum til að fá  fólk til að leggja fé á reikninga og leggja inn meira hlutafé vegna þess að bankarnir réru lífróður til að "endurfjármagna sig og breyta lausafjárstöðu". 

Það er því miður svo að nú er svo komið að ímynd Íslands er minna en einskis virði í viðskiptum, meira að segja er hún það lítils virði að Íslendingar eru núna ofsóttir eins og terroristar í Bretlandi. 

Þó ég sé mjög leið yfir þessum  bankaviðskiptum og hve margir tapa nú þegar íslenska bankakerfið hrundi þá breytir það því ekki að ég er reið út í Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og hegðun hans er hættuleg. Hann sýnir að "War on terror" er orðið aðför lögregluríkis að öllum - í þessu tilviki Íslendingum.

Hver verður næstur tekinn fyrir  með terroristalögum?

Hingað til hafa það verið múslimar í Bretlandi en núna er sviðið breytt.
Núna er þar bæði Islam phobia og Iceland phobia.

 


mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband