Umbrotatímar fyrir Ísland

"Megir þú lifa á áhugaverðum tímum "  eða  May you live in interesting times er kínverskar bölbænir og það er nokkuð til í því. Kyrrlátt og hamingjuríkt líf þar sem ekkert ófyrirsjáanlegt gerist er ekki fréttaefni heimspressunnar, ekki það sem skráð er í annála og sögubækur. Það eru vissulega áhugaverðir tímar núna og það sem er að gerast á Íslandi er allra áhugaverðast, svo áhugavert að hamfaraauga heimspressunnar horfir núna á Ísland. Vinir okkar Norðmenn þakka fyrir að þeir séu ekki í sviðsljósinu, þeir ætla ekki einu sinni að mæta á ársfund alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það er hins vegar ekki þannig að heimurinn í kringum okkur sé rólegur á meðal við velkjumst hérna í ólgusjó. Það er brjáluð panik á hlutabréfamörkuðum, Asíumarkaður kolféll í nótt og Bandaríkjamarkaður í gær. Evrópumarkaður er á dúndrandi niðurleið. Það getur verið að það verði hreinlega að loka mörkuðum. Hvað gerist þegar Wall Street opnar?

Dagurinn í dag veit ekki á gott fyrir heiminn. Það er augljóst að fjármálakerfi kapítalismans er að brotna niður og það heldur áfram að brotna vegna þess að þetta er eins og hús sem leit kannski vel út á yfirborðinu en var svo illa byggt og orðið svo skrýtið að undirstöðurnar á húsinu voru engar undirstöður heldur einhvers konar útskot í lausu lofti og byggt úr lausum einingum sem splundrast  og þó þær hafi kannski virkað eins og sléttur veggur þar sem múrsteinarnir héldu hver öðrum uppi þá er þetta kerfi sem þolir enga jarðskjálfta. 

Fjármálamarkaður heimsins í dag er eins og stórt illa byggt hús úr múrsteinum  í ofurjarðskjálfta. Við sjáum núna að það hefði þurft að vera þarna hús sem væri úr járnbentri steinsteypu en þannig er það ekki.  Ég held að það sé örvænting víða amk hjá þeim sem átta sig á hvað er að gerast en það er í gangi sjónarspil til að blekkja almenning víða um heim, til að láta fólk halda að stjórnvöld hafi þetta einhvern veginn undir kontról. Þess vegna mæna augu heimsins til Íslands "If we can understand Iceland then we can understand what is happening", já og kannski er undir niðri djúp hræðsla um að lenda í sömu sporum og Ísland. Það er grein á Sky.com núna sem veltir fyrir sér hvort það sama geti gerst með Bretland Could Britain go bust?

Ég held ekki að rússneskt lán sé fast í hendi fyrr en það kemur og ef það kemur, ég held að tímarnir séu svo viðsjárverðir að lán sem mér sýnist vera 1% af gjaldeyrisforða Rússa sé ef til vill of mikið fyrir þá þjóð þó það sé augljóslega mjög mikilvæg langtímastrategía hjá Rússum að hafa hér meðvind. Ég held að hinn hortugu orð breska forsætisráðherrans séu óbein hótun sem á grunn í peningum en líka eins konar aðvörun til Íslendinga um viðmótið til Litla-Rússlands út í miðju Atlantshafi. Það má alveg beita terroristalögum gagnvart svoleiðis þjóð. Gordon Brown verður eflaust ekki skotaskuld að sannfæra sína heimamenn um að hér á Litla-Rússlandi séum við búin að koma okkur upp kjarnorkuvopnum og það sé mikilvægt að ráðast á landið. Já og sölsa undir sig mikilvægar auðlindir í orkuhungruðum og matvælaþurfi heimi.  

Nú er bankakreppan á Íslandi ekki lengur bara bankakreppa, hún er orðin barátta voldugra stórvelda um yfirráðin yfir Norðurslóðum.  Hér er grein á visir.is

Ein verstu mistökin í kreppunni að veita Íslandi ekki gjaldeyrislán

Maddox tekur fram að Geir Haarde forsætisráðherra hafi sagt að rússneska lánið komi án skilyrða. Hinsvegar megi benda á að staðsetning Íslands í miðju norðanverðu Atlantshafi falli vel að hagsmunum Rússa sem hyggjast hefja olíuvinnslu við Norðurpólinn um leið og ísinn þar hverfur á næstu árum.  

Íslenska fjármálakerfið er hrunið og Ísland er orðið bitbein í valdabaráttu stórvelda. Bankakreppan er svo að síast út í íslenskt samfélag, hér þurrkast út blómlegur atvinnuvegur þ.e. bankageirinn og hér munu fjöldi fólks missa vinnu og fjöldi fyrirtækja missa alla tekjustrauma og svo geta stjórnmálaaðgerðir Breta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar, það má ekki gleyma að Evrópusambandið er einn stærsti viðskiptamarkaður okkar.

Dagurinn í gær og dagurinn í dag stefna í að verða áframhaldandi stjórnlaus paníkk í hinum vestræna heimi. Við lifum sannarlega á áhugaverðum tímum.


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sael Salvör

 Eg er nokkud viss um ad Bretar eiga i mikilli baráttu um thessar mundir og thad er fyrst nuna sem ad margir thjodhöfdingjar i Evropu eru ad taka almennilega vid ser. Thad er pinulitid seint i rassinn gripid, og thvi er margt sem bendir til ad fleiri riki fylgi i kjolfarid. Nordmenn eru bunir ad missa allar oliutekjur sem their logdu til hlidar til mögru áranna um 1000 norska milljarda (thad er talsvert). Norsk stjornvöld reyna nu ad fela thessa stadreynd fyrir borgurum sinum (samkvaemt norskri vinkonu og samstarfsfelaga) - folk er thvi rett ad atta sig á umfangi fjarmalakreppunnar.  Hvad vardar barattuna um Nordurslodir, tha  var eg spurd hádslega af Finnum hvort ad nu maetti lita a Island sem Oblast númer 47 i Russlandi. Eg hlae bara med - thad thydir vist ekki annad en ad lata thetta ekki fara med andlega heilsu, thad vaeri arfaslaemt.

Ad öllu grini slepptu liggur Island vel vid í geo-politisku samhengi thar sem ad um 18% heimsforda Olíu er ad finna í Nordanverdu Atlantshafi og Barentshafi - og um 30% gasforda heimsins. Thad er nefnilega vist svo ad fjarmalakreppa og orkukreppa geysa badar nu um thessar mundir.

Anna Karlsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband