Umbrotatímar fyrir Ísland

"Megir ţú lifa á áhugaverđum tímum "  eđa  May you live in interesting times er kínverskar bölbćnir og ţađ er nokkuđ til í ţví. Kyrrlátt og hamingjuríkt líf ţar sem ekkert ófyrirsjáanlegt gerist er ekki fréttaefni heimspressunnar, ekki ţađ sem skráđ er í annála og sögubćkur. Ţađ eru vissulega áhugaverđir tímar núna og ţađ sem er ađ gerast á Íslandi er allra áhugaverđast, svo áhugavert ađ hamfaraauga heimspressunnar horfir núna á Ísland. Vinir okkar Norđmenn ţakka fyrir ađ ţeir séu ekki í sviđsljósinu, ţeir ćtla ekki einu sinni ađ mćta á ársfund alţjóđagjaldeyrissjóđsins.

Ţađ er hins vegar ekki ţannig ađ heimurinn í kringum okkur sé rólegur á međal viđ velkjumst hérna í ólgusjó. Ţađ er brjáluđ panik á hlutabréfamörkuđum, Asíumarkađur kolféll í nótt og Bandaríkjamarkađur í gćr. Evrópumarkađur er á dúndrandi niđurleiđ. Ţađ getur veriđ ađ ţađ verđi hreinlega ađ loka mörkuđum. Hvađ gerist ţegar Wall Street opnar?

Dagurinn í dag veit ekki á gott fyrir heiminn. Ţađ er augljóst ađ fjármálakerfi kapítalismans er ađ brotna niđur og ţađ heldur áfram ađ brotna vegna ţess ađ ţetta er eins og hús sem leit kannski vel út á yfirborđinu en var svo illa byggt og orđiđ svo skrýtiđ ađ undirstöđurnar á húsinu voru engar undirstöđur heldur einhvers konar útskot í lausu lofti og byggt úr lausum einingum sem splundrast  og ţó ţćr hafi kannski virkađ eins og sléttur veggur ţar sem múrsteinarnir héldu hver öđrum uppi ţá er ţetta kerfi sem ţolir enga jarđskjálfta. 

Fjármálamarkađur heimsins í dag er eins og stórt illa byggt hús úr múrsteinum  í ofurjarđskjálfta. Viđ sjáum núna ađ ţađ hefđi ţurft ađ vera ţarna hús sem vćri úr járnbentri steinsteypu en ţannig er ţađ ekki.  Ég held ađ ţađ sé örvćnting víđa amk hjá ţeim sem átta sig á hvađ er ađ gerast en ţađ er í gangi sjónarspil til ađ blekkja almenning víđa um heim, til ađ láta fólk halda ađ stjórnvöld hafi ţetta einhvern veginn undir kontról. Ţess vegna mćna augu heimsins til Íslands "If we can understand Iceland then we can understand what is happening", já og kannski er undir niđri djúp hrćđsla um ađ lenda í sömu sporum og Ísland. Ţađ er grein á Sky.com núna sem veltir fyrir sér hvort ţađ sama geti gerst međ Bretland Could Britain go bust?

Ég held ekki ađ rússneskt lán sé fast í hendi fyrr en ţađ kemur og ef ţađ kemur, ég held ađ tímarnir séu svo viđsjárverđir ađ lán sem mér sýnist vera 1% af gjaldeyrisforđa Rússa sé ef til vill of mikiđ fyrir ţá ţjóđ ţó ţađ sé augljóslega mjög mikilvćg langtímastrategía hjá Rússum ađ hafa hér međvind. Ég held ađ hinn hortugu orđ breska forsćtisráđherrans séu óbein hótun sem á grunn í peningum en líka eins konar ađvörun til Íslendinga um viđmótiđ til Litla-Rússlands út í miđju Atlantshafi. Ţađ má alveg beita terroristalögum gagnvart svoleiđis ţjóđ. Gordon Brown verđur eflaust ekki skotaskuld ađ sannfćra sína heimamenn um ađ hér á Litla-Rússlandi séum viđ búin ađ koma okkur upp kjarnorkuvopnum og ţađ sé mikilvćgt ađ ráđast á landiđ. Já og sölsa undir sig mikilvćgar auđlindir í orkuhungruđum og matvćlaţurfi heimi.  

Nú er bankakreppan á Íslandi ekki lengur bara bankakreppa, hún er orđin barátta voldugra stórvelda um yfirráđin yfir Norđurslóđum.  Hér er grein á visir.is

Ein verstu mistökin í kreppunni ađ veita Íslandi ekki gjaldeyrislán

Maddox tekur fram ađ Geir Haarde forsćtisráđherra hafi sagt ađ rússneska lániđ komi án skilyrđa. Hinsvegar megi benda á ađ stađsetning Íslands í miđju norđanverđu Atlantshafi falli vel ađ hagsmunum Rússa sem hyggjast hefja olíuvinnslu viđ Norđurpólinn um leiđ og ísinn ţar hverfur á nćstu árum.  

Íslenska fjármálakerfiđ er hruniđ og Ísland er orđiđ bitbein í valdabaráttu stórvelda. Bankakreppan er svo ađ síast út í íslenskt samfélag, hér ţurrkast út blómlegur atvinnuvegur ţ.e. bankageirinn og hér munu fjöldi fólks missa vinnu og fjöldi fyrirtćkja missa alla tekjustrauma og svo geta stjórnmálaađgerđir Breta haft mjög afdrifaríkar afleiđingar, ţađ má ekki gleyma ađ Evrópusambandiđ er einn stćrsti viđskiptamarkađur okkar.

Dagurinn í gćr og dagurinn í dag stefna í ađ verđa áframhaldandi stjórnlaus paníkk í hinum vestrćna heimi. Viđ lifum sannarlega á áhugaverđum tímum.


mbl.is Ekki bara hryđjuverkalög
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sael Salvör

 Eg er nokkud viss um ad Bretar eiga i mikilli baráttu um thessar mundir og thad er fyrst nuna sem ad margir thjodhöfdingjar i Evropu eru ad taka almennilega vid ser. Thad er pinulitid seint i rassinn gripid, og thvi er margt sem bendir til ad fleiri riki fylgi i kjolfarid. Nordmenn eru bunir ad missa allar oliutekjur sem their logdu til hlidar til mögru áranna um 1000 norska milljarda (thad er talsvert). Norsk stjornvöld reyna nu ad fela thessa stadreynd fyrir borgurum sinum (samkvaemt norskri vinkonu og samstarfsfelaga) - folk er thvi rett ad atta sig á umfangi fjarmalakreppunnar.  Hvad vardar barattuna um Nordurslodir, tha  var eg spurd hádslega af Finnum hvort ad nu maetti lita a Island sem Oblast númer 47 i Russlandi. Eg hlae bara med - thad thydir vist ekki annad en ad lata thetta ekki fara med andlega heilsu, thad vaeri arfaslaemt.

Ad öllu grini slepptu liggur Island vel vid í geo-politisku samhengi thar sem ad um 18% heimsforda Olíu er ad finna í Nordanverdu Atlantshafi og Barentshafi - og um 30% gasforda heimsins. Thad er nefnilega vist svo ad fjarmalakreppa og orkukreppa geysa badar nu um thessar mundir.

Anna Karlsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband