Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
7.10.2008 | 08:08
Klettur í brimgarðinum eða skrautfjöður útrásarvíkinganna
Forseti Íslands hefur undanfarin ár verið afar handgenginn útrásarvíkingum Íslands þeim sem núna hafa kollsiglt íslenskri þjóðarskútu. Hann hefur gætt hagsmuna þeirra og hann hefur talað máli þeirra og greitt fyrir viðskiptum þeirra með því að ljá þeim virðulegan blæ þjóðhöfðingja. Ef til vill hefur það blekkt þá sem hann hitti, látið þá halda að erindrekar útrásarvíkinga væru eitthvað á opinberum vegum bakkaðir upp og ábyrgðartryggðir af íslenskum stjórnvöldum. Hefði REI náð í gegn hefði verið auðvelt að blöffa með það. Ólafur Ragnar hefur setið á sama farrými og útrásarvíkingarnir undanfarin ár og stundum hefur hann þegið boð um að sitja í einkaþotum þeirra í embættisferðum sínum.
Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitni
Ólafur Ragnar er ekki trúverðugur sem einhver klettur í brimgarðinum eða ráðgjafi og sálusorgari íslensku þjóðarinnar núna.
![]() |
Vonin er í kindinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.10.2008 | 00:00
Frá bjargálnum til örbirgðar
Ég er soldið tóm núna í lok fyrsta dagsins þar sem ég hvarf með þjóð minni frá bjargálnum til örbirgðar. Í þessu nýja lífi þá verður maður að læra að gleðjast yfir litlu, já og náttúrulega sækja í ókeypis skemmtun. Ríkisstjórnin samþykkti áðan lög en það voru engin melódísk óskalög. Mér finnst vænt um hvernig ágæt Framsóknarkona hún Sigrún Jonsdóttir skemmtir okkur á þessum erfiðu tímum með Óskalögum öreiganna og ég ætla nú líka að enda daginn með óskalagi sem mér finnst gott að hlusta á núna. Það er lagið Sunny afternoon með Kinks. Lagið fjallar um mann í síðdegissól sem hefur misst flott heimili og lystisnekkju og saknar munaðarlífsins sem hann nú verður að hverfa frá.
Ég skrái hérna textann svo ég geti raulað með. Svo stóla ég á að Bubbi Mortens, Megas, Sigur Rós og Björk setji í fyllingu tímans tilfinningar okkar Íslendinga þessar örlagastundir haustið 2008 í sín frábæru ljóð og texta. Það munu aðrir skrá söguna og skýra framvinduna og rekja orsakirnar en úr tónlist og textum mikilla listamanna streymir fram tilfinningin og það sem ekki verður skynjað með frásögn.
En hér er textinn með Kinks laginu Sunny afternoon:
The tax mans taken all my dough,
And left me in my stately home,
Lazing on a sunny afternoon.
And I cant sail my yacht,
Hes taken everything Ive got,
All Ive gots this sunny afternoon.
Save me, save me, save me from this squeeze.
I got a big fat mama trying to break me.
And I love to live so pleasantly,
Live this life of luxury,
Lazing on a sunny afternoon.
In the summertime
In the summertime
In the summertime
My girlfriends run off with my car,
And gone back to her ma and pa,
Telling tales of drunkenness and cruelty.
Now Im sitting here,
Sipping at my ice cold beer,
Lazing on a sunny afternoon.
Help me, help me, help me sail away,
Well give me two good reasons why I oughta stay.
cause I love to live so pleasantly,
Live this life of luxury,
Lazing on a sunny afternoon.
In the summertime
In the summertime
In the summertime
Ah, save me, save me, save me from this squeeze.
I got a big fat mama trying to break me.
And I love to live so pleasantly,
Live this life of luxury,
Lazing on a sunny afternoon.
In the summertime
In the summertime
In the summertime
![]() |
Ný lög um fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 21:46
Ísland sekkur - hvar eru útrásarvíkingarnir?
Mikið er fjallað um ástandið á Íslandi í evrópskum fjölmiðlum. Því er haldið fram að þær þrengingar sem Íslendingar eru núna komnir í eigi rætur að rekja til áhættusækni 20 til 30 einstaklinga. Því er haldið fram hérna í vídeói í frétt á BBC Iceland acts to avoid bank chaos
Norski vefurinn e24.no hefur eftir Geir Haarde Vi kan ga konkurs
Hér á Íslandi má ekki benda á nein nöfn eða sökudólga.
Erlendir fjölmiðlar eru óhræddir við það.
Sænski vefurinn e24.se er kominn með sérstakan dálk um Ísland. það kvíða menn því að örlög Íslands hafi áhrif á sænska verðbréfamarkaðinn.
Þar er greinin Ísland sekkur eða Island sjunker.
Þar er rakið útrásarævintýri Íslendinga. útrásarvíkingarnir eru ekki kallaðir glæpamenn í greininni en þeim er líkt við Skánmafíuna og greinin fjallar um krosseignatengsl og ótal spor sem ekki var hægt að rekja.
Som så många finansiella kriser har den isländska varianten sin bakgrund avregleringen av kreditmarknaden.
Efter en djup kris började Island avreglera sin hårt reglerade fiskeekonomin i slutet av 70 talet. Vad gäller banksektorn så avskaffades ränteregleringen stegvis 1979-87. Fria kapitalrörelser tilläts från1994-95 och den isländska centralbanken fick oberoende status 2001.
Det stora steget mot dagens djupa kris var emellertid privatiseringen av banksektorn som genomfördes under 1998 2003. Ett antal isländska entreprenörer, buykings, fick ett stort inflytande i banksektorn och genomförde raskt ett antal strukturaffärer. Med små expansionsmöjligheter på hemmamarknaden och låga internationella räntor och stor tillgång till kapital så påbörjade bankerna en snabb utländsk expansion genom förvärv och även genom att finansiera nätverket av buykings parallella imperiebygganden. Efter denna expansion uppgår tillgångarna i det isländska banksystemet till motsvarade 8 gånger landets bnp vid det senaste årsskiftet.
Precis som Malmös näringsliv styrs av ett ganska litet antal personer, så gäller samma sak Island. Men medan den gamla Skånemaffian i praktiken är borta ur börslivet, så har islänningarna aktivt arbetat i ett synnerligen expansivt nätverk under senare år.
De olika trådarna har löpt så många varv åt olika håll, och bytt plats så pass ofta, att det närmast varit omöjligt att följa.
De flesta inblandade känner varandra sedan länge. Inte minst möts deras vägar hela tiden via både olika ägarband, och ständiga inbördes affärer.
De isländska bolagen har bytt tillgångar med varandra i en takt som får riskkapitalisternas bollande med bolag att blekna. Det snåriga ägandet och byteshandeln gynnades länge av stigande tillgångspriser. På så sätt kunde bolagen hela tiden redovisa stora vinster och ökande tillgångar. Det kunde i sin tur ligga till grund för nya lån och ännu fler affärer, både inom nätverket och runtom i Nordeuropa.
Med tanke på landets storlek har Island varit helt i en egen klass i Norden när det gäller mängden börskungar. börskungar, som gjort kometkarriär.
Och det är bara det andra gamla sjöfarts- och fiskerinationen Norge som kan konkurrera med Island när det gäller färgstarka
Här återfinns exempelvis bröderna från Bakki, Lydur och August Gudmundsson och deras försök att omvandla en snabbmatskedja till en internationell finans- och försäkringskoncern, Björgólfur Thor Björgólfsson, som byggt sin förmögenhet på ett omdiskuterat klipp i ett ryskt bryggeri och under senare år varit med på Forbes-listor över världens rikaste, finansplayboyen Jón Asgeir Johannesson och hans internationella modekedja, Sverigebekantingen Palmi Haraldsson vars Sterling var den ende vinnaren på Fly Mes konkurs och bröderna Wernersson som först tog över Stenbecks Invik, och sedan ville komma över Carnegie.
Redan förra vintern började det knaka i fogarna för en del börskungar, som finanskonglomeratet FL Groups starke man Hannes Smarason. Den här vintern blir riktigt bister för de isländska börskungarna.
verige har varit en av de isländska erövrarnas favoritmarknader. Finansjätten Kaupthing rymmer en hel rad gamla svenska fondkommissionärsfirmor, som i olika steg slukat varandra för att sedan hamna i islänningens gap.
Glitnir köpte 2006 Fischer Partners Fondkommission, grundat av mäklarlegendaren Tomas Fischer. Det isländska investmentbolaget Milestone har köpt Stenbecksfärens finansfirma Invik, som idag är största ägare i fondkommissionärsfirman Carnegie. Landsbanki är största ägare i inkassoföretaget Intrum Justitia. Kauthings storägare Exista, som nu slåss för sin existens, är via sitt ägande i det finska försäkringsbolaget Sampo storägare i Nordea. Finansmannen Palmi Haraldsson ville bygga upp en resejätte kring Sterling, Fly Me och Ticket. Han är kvar i resebyrån Ticket, medan Fly Me gått ned för landning och Sterling länge haft motvind.
Den isländska fastighetsjätten Stodir/Landic tog över det fallfärdiga danska fastighetsbolaget Keops, som gjort mångmiljardinvesteringar i Sverige. Nu står den nordiska jätten på lerfötter. Samma sak gäller nu åtskilliga isländska bolag. Och istället börjar bolag som Nordea att titta på att köpa delar av de vacklande islänningarna.
Sjá nánar:
![]() |
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 14:17
Achtung, Achtung Spitfeuer!
Það viðrar vel til loftárása í Evrópu í dag. Markaðir falla eins og spilaborgir, meira segja markaðir í arabaríkjum falla því verð á hráolíu lækkar. Kaotískt ástand ríkir á rússneskum markaði og Norðurlöndin skjól okkar og náðarfaðmur sem við stóluðum lengi á, þar falla markaðir jafnmikið og annars staðar. Huggun er hvergi að fá því að fjármálakreppan í Evrópu er bara að byrja sjá þessa grein á sænskum vef Finanskrisen i Europa har bara börjat
Það sem er samt sárgrætilegt er að það eru einmitt þessar risavöxnu björgunaraðgerðir sem fara fram í öllum ríkjum núna sem stuðla að því að magna upp kreppuna. Alls staðar er verið að stokka upp eignasöfn og bankar og ríkisstjórnir reyna að losa sig við alla pappíra sem ekki eru gulltryggðir eða nauðsynlegir til að heimamarkaður gangi.
BBC er með þessa grein um Ísland
Nú eru markaðir nýopnaðir vestanhafs en Dow Jones er búin að ná nýjum lægðum, komin niður yfir 10.000 stig í fyrsta skipti frá árinu 2004.
Það er ágæt grein á New York Times Europe Tested by Financial Crisis
Þegar Rómaborg brann þá spilaði Neró á hörpu.
Hörpur eru ekki svo algengar í dag þannig að það er heppilegra fyrir nútímafólk bara að spila lög af Youtube. Viðeigandi lag er náttúrulega Viðrar vel til loftárása eftir okkar frábæru listamenn í Sigur rós.
Það er líka gott til að dreifa huganum að hlusta á textann og muna að á morgun kemur nýr dagur.
viðrar vel til loftárásaég læt mig líða áfram
í gegnum hausinn
hugsa hálfa leið
afturábak
sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið
sem við sömdum saman
við áttum okkur draum
áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn
ekkert svar
en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur
![]() |
Alvarlegri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 12:11
Kaupþing á bútasölu - Kaupir Nordea hluta úr Kaupþingi?
Þessi grein birtist á sænskum viðskiptavef áðan. Það kemur fram í fréttinni að margir stórir norrænir bankar hafi áhuga á að kaupa hluta úr Kaupþingi en ekki allan bankann. Þannig að allt stefnir í bútasölu á Kaupþingi.
Fréttin:
Publicerad: 6 oktober 2008, 12.44. Senast ändrad: 6 oktober 2008, 13.50
Nordea kan vara intresserat av att köpa delar av Kaupthing. Det bekräftar Nordeas IR-ansvarige Johan Ekwall för E24 och SvD Näringsliv.
Islands statsminister Geir Haarde sade igår i isländsk tv att de isländska bankerna gått med på att minska dess aktiviteter utomlands och sälja tillgångar. Det betyder att en del av de tillgångar som islänningarna samlat på sig under sin kraftiga expansion nu är ute till försäljning.
Kaupthings ir-chef Jonas Sigurgeirsson bekräftade idag att man kommer att minska sin balansräkning. Banken har ännu inte fattat några beslut om vilka tillgångar som kan säljas, utan konstaterar ännu så länge att det finns flera alternativ.
På Nordea bekräftar man idag att man skulle kunna vara intresserade av att köpa delar av Kaupthings verksamhet.
I samband med att vi köpte tillgångar från danska Roskilde Bank förra veckan, sade vi att vi kan var intresserade av andra tillgångar i Norden om det passar in i vår strategi. Vi tittar på vad som dyker upp för närvarande och analyserar hur det kan passa in, säger Nordeas ir-ansvarige Johan Ekwall till E24 och SvD Näringsliv.
Han vill dock inte kommentera närmare om några samtal förs med Kaupthing.
Vi har inga kommentarer till de här konkreta isländska tillgångarna, säger Johan Ekwall.
Enligt analytiker kan Nordea till exempel vara intresserat av det danska kreditinstitutet FIH som Kaupthing köpte av Swedbank 2004 för 9 miljarder kronor.
Trots kreditförluster på 200 miljoner danska kronor gör FIH rekordresultat 2007 med en vinst på drygt 1,1 miljarder danska kronor.
Jag tror att många av de nordiska storbankerna skulle kunna vara intresserade av Kaupthings utländska tillgångar. Dock tror jag ingen är intresserad av att köpa hela Kaupthing, säger Pål Ringholm, analytiker på norska First Securities.
Han nämner också norska BN Bank som Glitnir köpte 2005 som ett annat intressant objekt för till exempel svenska storbanker
![]() |
Skýrist á næstu klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 11:50
Islandske kroner faller som sten
Ef til vill loka verðbréfamarkaðir um allan heim í dag, það verður ekki lokað bara fyrir bréf í agnarlitlum íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fyrirtækjum sem eru agnarsmá á alþjóðamarkaðinum en samt risastór fyrir Ísland, svo risastór að sýsl og afskipti með bréf þeirra geta eytt upp öllum auðævum lítillar þjóðar.
Hin alþjóðlega fjármálakreppa sem í augnablikinu magnast bara og magnast á engin upptök á Íslandi og við hér á eyjunni ráðum engu um hvað er að gerast.
Danir
Reuters
Governments act to stem crisis, markets shaken
Norðmenn um íslendinga:
íslenska krónan fellur eins og steinn
Islandske kroner faller som sten
Den islandske kronen stuper i verdi mandag samtidig som markedet venter på at myndighetene på øya skal komme opp med en kriseløsning på bankproblemene i landet.
Kronen har falt med 7 prosent mot euro mandag, og nå koster en euro 174 kroner, skriver Reuters. For en drøy måned siden kostet en euro rett over 120 islandske kroner. Også mot dollaren har kronen svekket seg voldsomt i verdi.
Landets finansminister Bjørgvin Sigurdsson uttaler til lokale medier mdang formiddag at kriseplanen er godt på vei.
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 10:39
Ennþá einn svartur mánudagur
Ríkisstjórnin skuldar almenningi einhvers konar fræðslu um hvað er að gerast og hvað er í húfi. Það er ekki hægt að skjóta sér lengur bak við að orð íslenskra ráðamanna eða embættismanna séu svo rafmögnuð að það valdi víbringi í erlendum fjármálaheimi, svo miklum að það felli krónuna. Sannleikurinn er sá að Ísland og allt sem tengist íslenskum fjármálaheimi er ákaflega lágt skrifað í Evrópu núna og því fær ekkert breytt. Það hafa sumir verið að tengja þetta við kaupin á Glitni, þau kaup hafi valdið því Það er rangt, það er eins og að rugla saman sjúkdómi og meðhöndlun hans það er sama og að kenna skurðaðgerð læknis sem er gerð í neyð til að bjarga lífi sjúklings um sjúkdóminn. Kaupin á Glitni ljóstruðu hins vegar upp hversu alvarlegur og langt fram genginn sjúkdómurinn var. Kaupin á Glitni birtu bara umheiminum það sem allir hér heima alla vega vissu og það var grafalvarleg staða íslensku bankanna og að lánshæfnismat þeirra var ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.
Þessi yfirlýsing um ekki-gera-neitt frá íslensku ríkisstjórninni róar mig ekki mikið. Ég spái í hvort í henni felist að bankarnir verði látnir róa, það sé einfaldlega Íslandi ofviða að bjarga þeim. Ég geri ráð fyrir að bankarnir séu nú að splittast upp í einhvers konar íslenskar einingar og erlendar einingar og það standi til í fyllingu tímans að bjarga íslenska hlutanum.
Þessi yfirlýsing frá ríkisstjórninni núna segir bara að það sé í lagi að nota banka, þeir séu ekki baneitruðu kvikindi og eiturspúandi drekar sem svolgri í sig peninga allra þeirra sem hætta sér í návígi við þá.
Hugsanlega gerir íslenska ríkisstjórnin ekki neitt nema að halda litlum íslenskum hluta bankakerfisins á floti ef í nauðir rekur. En ég þarf að fá greiningu frá fjármálamanni hvað það kostar Ísland að gera ekki neitt og hvort það sé hægt, hvort þessi vaxtamunalán sem bankarnir tóku á sínum tíma séu ekki einhver konar köll á íslenskan gjaldeyrir, einhvers konar alþjóðlegar skuldbundingar sem Ísland verður að standa við. Ég hugsa að svo sé.
Grein á BBC núna.
Iceland unveils bank rescue bid
Dagurinn í dag lofar ekki góðu fyrir banka sem ekki eru komnir í öruggt skjól ríkisstjórna sinna. Markaðir hríðfalla í Evrópu og það er ekki búið að opna Wall Street. Það stefnir allt í ennþá einn svartan mánudag.
![]() |
Árétting frá ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 23:40
Skrýtið
Er fyrsti apríl? Er vandamálið svo stórvaxið að ríkisstjórnin ræður ekki við það? Eftir alla þessa neyðarfundi yfir helgina þá engin niðurstaða.
Það er þó bót í máli að Geir Haarde hefur tekið eftir að það er heimskreppa og hún kemur Íslandi við.
Fréttastofa Rúv hefur heimildir fyrir að 500 milljarða lánalína hafi verið virkjuð og gjaldeyrisforðinn tvöfaldaður.
Hér er hvað wikipedia segir um heimkreppuna: Economic crisis of 2008
það er stormviðvörum fyrir nóttina.
Ég held ekkert að orðspor íslenskra fjármálaheimsins breytist sjálfkrafa í Evrópu í nótt. Þetta stendur núna á vef Ekstrabladet:
Islandske aktier bliver lige nu betegnet som junk-papirer, fordi tilliden til øens forretningsfolk er væsentligt nedjusteret - det kan i værste fald klæde islandskejede virksomheder som Illum og Magasin af til skindet.
![]() |
Ekki þörf á aðgerðapakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 22:51
Flaustursverk
Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt bæði almenningi á Íslandi og stjórnarandstöðuflokkum lítilsvirðingu frá því að það rann upp fyrir henni og öðrum Íslendingum hversu alvarleg staðan er. Fréttaflutningur til okkar hérna á Íslandi yfir hvað er að gerast og hvernig ástandið er kemur ekki frá þeim sem ættu að segja okkur það heldur frá því sem við lesum í erlendum vefmiðlum.
Núna er Ísland á forsíðu BBC, þar er þessi frétt: Iceland moves to aid economy
Ég vona að það sé unnið vel núna að lausnum en ég er ekki viss um það. Ég er ekki viss um það vegna þess að ég veit að verk sem eru unnin á síðustu stundu án þess að þeir sem stýra vinnunni hafi innsæi eða sérþekkingu til að leysa slík mál eru líkleg til að vera flaustursverk. Ég held ekki að fólk sem áttaði sig fyrir minna en mánuði síðan á stöðunni á Íslandi þrátt fyrir að vera stjórnvald sem á eðli málsins samkvæmt að sinna þessu sé ekki vel fært um að stýra vinnu sem varðar lífskjör allra Íslendinga næstu árin. Það er bara hálfur mánuður síðan að forsætisráðherra neitaði að hér væri kreppa og kallaði ástandið mótvind. Það er bara hálfur mánuður síðan menntamálaráðherra sagði í viðtali í Ísland í dag að það hefði ekkert verið rætt í sambandi við aðkomu ríkisins í bankamálum (sjá viðtalið hérna Menntamálaráðherra í ísland í dag 15. september 2008 þrátt fyirr að þá þegar væri alveg ljóst í hvert stefndi og bankakerfið væri að hrynja í hinum vestræna heimi og nágrannalöndin væru að hefjast handa.
Hvers vegna er eins og íslenska ríkisstjórnin sé núna fyrst að hefjast handa og geri það inn í lokuðum herbergjum ráðherrabústaðarins, geri það án þess að ræða við stjórnarandstöðu og almenning. Er ríkisstjórnin óvinur íslensku þjóðarinnar? Finnst þeim engu varða um að við fylgjumst með og fáum að vita hvernig staðan er? Er aðalmálið að segja eitthvað eða segja ekki eitthvað í útlöndum til að gengi íslensku krónunnar hrynji ekki meira og til að fólk í Bretlandi taki ekki peninga sína út úr bönkum Kaupþings þar í landi?
Ég held ekki að það sé hægt að taka ákvarðanir um framtíð íslensku bankanna og binda gríðarstórar upphæðir okkar íslendinga nema við almenningur á Íslandi séum með í ráðum og fáum upplýsingar um hvað er að gerast. Ég held að það geti vel verið að nú sé verið að vinna mikið flaustursverk.
Það versta sem gæti gerst á Íslandi úr þessu væri svo hyldjúp gjá myndaðist milli stjórnvalda og almennings að stjórnvöld líti á almenning á Íslandi sem sinn stærsta óvin. Það er mjög mikilvægt í þeim þrengingum sem eru framundan að fólk hérna á Íslandi viti hvað er að gerast og hvers vegna landið er komið í sömu aðstöðu og land sem þarf að greiða geysilega miklar stríðsskaðabætur.
![]() |
Fjölgar í Ráðherrabústaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 12:54
Vanmat og ofmat - þjóðargjaldþrot
Það er fróðlegt að fylgjast með blaðaskrifum erlendra fjölmiðla um Ísland núna. Allir fjölmiðlamenn sem eitthvað fylgjast núna með gangi heimsmála skynja að það getur verið að áföllin sem dynja á vestræn samfélög séu rétt að byrja. Ísland er alþjóðlegt fréttaefni vegna þeirrar hrikalegu stöðu sem komin er upp en það er líka þannig að það er auðveldara að greina hvað hefur gerst í íslensku efnahagslífi heldur en víða annars staðar og áhrifin koma strax fram - það er ekki hin langi vegur milli Wall Street og Main Street vegurinn sem fjármálakreppan fikrar sig núna eftir í hinum vestræna heimi.
Það er ofmat og vanmat á Íslandi. Hluti af þeim vanda sem núna er kominn upp kom vegna þess að bankarnir fengu allt of mikla lánafyrirgreiðslu vegna þess að þeir merktir með of góðri lánsfjáreinkunn.
Núna er vanmat á Íslandi.
Ég les greinar eins og þessa;
Núna hlusta ég á Silfur Egils. Egill spyr hvort það sé að koma að þjóðargjaldþroti. Egill er að tala við fjóra kalla. Einn kallinn talar mikið um að fjölmiðlamenn verði að gæta varfærni, ekki tala kreppuna upp. Hmmmm.. Ætli þessi kall hafi ekki látið alla fjölmiðla heimsins vita af því að þeir megi ekki tala svona um Ísland, það gæti verið að við Íslendingar búsettir hér á eyjunni læsum það og yrðum leið?
Halda stjórnmálamenn og embættismenn að þeir geti haldið áfram að leysa þessi mál inn í lokuðum herbergjum án þess að upplýsa almenning um hvað er að gerast?
Nú segir Egill dáldið flott við tvo kallana Pétur Blöndal og Ágúst Ólaf: "Þú stofnaðir Kaupþing og þú ert hámenntaður hagfræðingur og þú situr á Alþingi og þú líka Ágúst. Þetta gerðist á ykkar vakt. Af hverju leyfðuð þið þessu að gerast?"
Ég held að Egill tali fyrir hönd velflestra landsmanna þegar hann spyr svona spurninga.
![]() |
Við erum nú einu sinni víkingar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)