Klettur í brimgarðinum eða skrautfjöður útrásarvíkinganna

Forseti Íslands hefur undanfarin ár verið afar handgenginn útrásarvíkingum Íslands þeim sem núna hafa kollsiglt íslenskri þjóðarskútu. Hann hefur gætt hagsmuna þeirra og hann hefur talað máli  þeirra  og greitt fyrir viðskiptum þeirra með því að ljá þeim virðulegan blæ þjóðhöfðingja. Ef til vill hefur það blekkt þá sem hann hitti, látið þá halda að erindrekar útrásarvíkinga væru eitthvað á opinberum vegum bakkaðir upp og ábyrgðartryggðir af íslenskum stjórnvöldum. Hefði REI náð í gegn hefði verið auðvelt að blöffa með það. Ólafur Ragnar hefur setið á sama farrými og útrásarvíkingarnir undanfarin ár og stundum hefur hann   þegið boð  um að sitja í einkaþotum þeirra  í embættisferðum sínum. 

Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitni

Ólafur Ragnar er ekki trúverðugur sem einhver klettur í brimgarðinum eða ráðgjafi og sálusorgari íslensku þjóðarinnar núna.


mbl.is Vonin er í kindinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Gat ÓRG eitthvað sagt sér fyrirfram um hvað væri í aðsigi?  Ef það er ekki þjóðhöfðingi hvers lands sem á að liðka fyrir í útrás hverju sinni, hver þá? 

365, 7.10.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margar raddir, erlendar sem innlendar (svo sem Þorvaldur Gylfason) gerðu sér meira og minna grein fyrir hvað var í aðsigi en á þær var ekki hlustað. ÓRG hefði þó alveg getað hlustað.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.10.2008 kl. 10:05

3 identicon

Ég held að allir sem ekki eru staurblindir hafi gert sér fyrir löngu grein fyrir því blaðra skuldarsöfnunar myndi springa framan í okkur fyrr enn seina.Ólafur Ragnar er tækifærissinni af verstu gerð og spilaði með fjárglæframönnunum í nafni þjóðarinnar.Eins og ég hef áður sagt þá er hann ekki minn forseti og munn aldrei verða.Hann hefur sett forsetaembættið niður og ætti að víkja.

Jon Mag (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Íslenskir fjölmiðlar eru uppteknir af aðstæðum á Íslandi.  Farðu inn á erlenda fjölmiðla og þá sérðu að það nákvæmlega sama er í gangi um allan heim.

Lehman brothers, 150 ára gamall banki í Ameríku, sem var skilgreindur sem einn traustasti banki veraldar er ekki til lengur.  Merril Lynch er líka farinn.  Bandaríkjastjórn tók yfir stærstu íbúðalánasjóðina og tryggingarfélagið.  Risavaxin fyrirtæki.  Nú síðustu daga hafa bankar í Evrópu fallið eins og flugur.  Í gær var talað um að þýska stjórnin hefði verið að bjarga sama bankanum í annað sinn á einni viku.  Nú er talað um að The Royal Bank of Scotland hafi verið að sækja um neyðarlán til yfirvalda.  Risavaxinn mörg hundruð ára gamall banki, gott ef saga hans nær ekki aftur á 16. eða 17. öld.  Danir hafa verið að bjarga bönkum þar, Belgar, Frakkar, Grikkir, Rússar og fleiri.

Við erum einfaldlega í alþjóðlegum ólgusjó og nú hefur ríkisstjórnin tekið sjálfstýringuna úr sambandi og stýrir skipinu handvirkt í gegnum skerjagarðinn.  Markmiðið er að takmarka tapið og koma áhöfn og farþegum í sem bestu ástandi út hinum megin.  Steininn tók úr í gær, mánudag, þegar panikkástand myndaðist á öllum mörkuðum um allan heim.  Það byrjaði þegar markaðir voru opnaðir í Asíu og hélt síðan áfram þegar markaðir voru seinna opnaðir í Evrópu og loks í Ameríku.  Menn telja að 93 milljarðar punda virði af hlutabréfum hafi horfið á breska hlutabréfamarkaðnum í gær.  93 milljarðar punda á einum degi.  Það er því eðlilegt að það gefi töluvert á bátinn á Íslandi þar sem við erum orðin virkir þátttakendur í alþjóðlegu fjármálalífi.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið sig mjög vel og lagt á sig verulega vinnu við að styðja við íslensku útrásina.  Hann hefur verið glæsilegur fulltrúi okkar um allan heim á þeim vettvangi og í tengslum við jarðhitamálin.  Fulltrúi sem eftir hefur verið tekið.

Útrásin hefur gefið okkur bæði þekkingu og styrk til að takast á við þetta ástand sem er núna.  Eftir niðursveifluna munum við standa miklu sterkari en við vorum áður en útrásin hófst, þökk sé þeim styrk og þeim aðgerðum sem Geir, Davíð og félagar eru að vinna í núna.  Þetta eru öflugir menn sem fara ekki á límingunum í átökum heldur standa í lappirnar og taka þær ákvarðanir sem þarf að taka.  Það verður okkar gæfa.

Þetta tekur nokkra mánuði og síðan fer að vora.  Við höfum áður komið okkur í gegnum strembna vetur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurður Viktor og aðrir: Ég ætla ekki að gera lítið úr Ólafi Ragnari eða þeirri góðu vinnu sem hann hefur lagt á sig við að kynna Ísland og íslenska menningu á sinni embættistíð.  Ég er eins og aðrir Íslendingar á barmi örvæntingar á þessum tíma en við gerum auðvitað bara lítið úr okkur ef við látum reiði okkar beinast að einhverjum sérstökum aðilum og ætlum þeim illt eitt. Ég vona að ég hafi orðað þetta blogg mitt nógu nærfærnislega til að það skildist að ég er að benda á að Ólafur Ragnar var afar mikill talsmaður glæfralegrar útrásar íslenskra fyrirtækja og reyndi að greiða götu hennar og hlaut fyrir það nokkra hylli meðal þeirra sem hann studdi.

Hann hefur verið upptekinn af því að sinna elítunni í sinni stjórnartíð og greiða götu hennar, sérstaklega síðustu árin. Það hefur komið mér frekar á óvart vegna þess að stjórnmálaferill Ólafs var í Alþýðubandalaginu. 

Ég held ekki að hann skynji örlög þeirra sem nú eru að missa allar eigur sínar og eru að missa framtíðarvonina. Hann er ekkert sameiningartákn á þessari stundu, alla vega ekki fyrir mig. Hann er tákn fyrir hugmyndir sem voru byggðar á sandi, tákn fyrir gerviútrás sem var bara innrás og arðrán á fólki á harðbýlli eyju  norður  í Atlantshafi.  En hann hefur gert margt gott sem forseti.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.10.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta var engin gerviútrás.  Það er fjöldinn allur af fyrirtækjum búin að vaxa verulega og er með starfsemi og starfsfólk víða við góðan orðstýr.  Við höfum lært heilmikið á þessari útrás og stöndum margfalt styrkari í dag vegna hennar.  Okkar þjóðfélag er einfaldlega mun sterkara en það var fyrir nokkrum árum.  Skatttekjur ríkisins af útrásarfyrirtækjunum hafa verið gríðarlegar og átt stóran þátt í því að hann hefur verið skuldlaus þangað til núna sem skiptir gríðarlegu máli í dag þegar við þurfum á öllu okkar að halda.  Þegar þessari niðursveiflu lýkur höldum við áfram útrásinni af miklu krafti, þótt við lærum vonandi af reynslunni og höldum skuldahlutfalli á eðlilegri nótum en hefur verið.  Ég held reyndar að það muni gerast um allan heim að lánadrottnar muni einfaldlega gera meiri kröfur til lántaka um heim allan.

Það er allt brjálað á mörkuðum um allan heim.  Bankar um alla Evrópu eru á barmi gjaldþrots.  Bankar sem til skamms tíma var talið að stæðu bara mjög vel.  Ef Kaupþingi tekst að lifa þetta af þá jaðrar það við kraftaverk.

Vissulega er ljóst að hluthafar í Glitni t.d. hafa farið mjög illa að ráði sínu og maður skildi halda að t.d. varðandi sjóð 9 þá hljóti að vera lagalegir eftirmálar að því.  Þá hafa margir spilað rassinn úr buxunum.  Þeir tapa líka umtalsverðum fjárhæðum nú.

Ég held að ÓRG skynji algerlega hvað er að gerast enda fyrrverandi fjármálaráðherra og maður með mikla þekkingu á efnahagslífi og stjórnmálum.  Hann hefur hins vegar ekki enn komið fram frá því í gær en það kæmi mér nú ekki á óvart að hann rísi upp núna í dag eða á morgun blási mönnum kapp í kinn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Þórður Runólfsson

Mér finnst þessi færsla óviðeigandi,ómakleg og ósmekkleg

Ég veit að það er erfitt að horfast í augu við sjálfan sig þegar að maður hefur gert mistök.

Þetta er bara sama gamla sagan:

Við gáfum veð sem verið er að innleysa núna. 

Þórður Runólfsson, 7.10.2008 kl. 13:14

8 Smámynd: haraldurhar

   Það er alveg ótrúlega leiðilegt þegar fólk fer og skoðar bara í baksýnisspegilinn, útrás hefur skilað feiknalegum fjármunum inn í ísl. samfélag á sl. áru, en að halda við séum ósnortinn af alþjóðlegri fjármálakreppu og verðfalli eigna um allan heim snerti ekki okkar fólk, og valdi ekki erfiðleikun hjá jafnt útrásarfyrirtækum og bönkum er öllum augljóst.

   Ólafur Ragnar hefur opnað margar dyr fyrir ísl. fjárfesta, og unnið þar afargott starf.  Eg er næstum öruggur að Ólafur Ragnar er maðurinn á bak við opnun væntanlegrar lánalínu frá Rússum. 

haraldurhar, 7.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband