Vanmat og ofmat - þjóðargjaldþrot

Það er fróðlegt að fylgjast með blaðaskrifum erlendra fjölmiðla um Ísland núna. Allir fjölmiðlamenn sem eitthvað fylgjast núna með gangi heimsmála skynja að það getur verið að áföllin sem dynja á vestræn samfélög séu rétt að byrja. Ísland er alþjóðlegt fréttaefni vegna þeirrar hrikalegu stöðu sem komin er upp en það er líka þannig að það er auðveldara að greina hvað hefur gerst í íslensku efnahagslífi heldur en víða annars staðar og áhrifin koma strax fram - það er ekki hin langi vegur milli Wall Street og Main Street vegurinn sem fjármálakreppan fikrar sig núna eftir í hinum vestræna heimi.

Það er ofmat og vanmat á Íslandi. Hluti af þeim vanda sem núna er kominn upp kom vegna þess að bankarnir fengu allt of mikla lánafyrirgreiðslu vegna þess að þeir merktir með of góðri lánsfjáreinkunn. 

Núna er vanmat á Íslandi. 

Ég les greinar eins og þessa; 

The party is over

 Núna hlusta ég á Silfur Egils. Egill spyr hvort það sé að koma að þjóðargjaldþroti. Egill er að tala við fjóra kalla. Einn kallinn talar mikið um að fjölmiðlamenn verði að gæta varfærni, ekki tala kreppuna upp. Hmmmm.. Ætli þessi kall hafi ekki látið alla fjölmiðla heimsins vita af því að þeir megi ekki tala svona um Ísland, það gæti verið að við Íslendingar búsettir hér á eyjunni læsum það og yrðum leið?

Halda stjórnmálamenn og embættismenn að þeir geti haldið áfram að leysa þessi mál inn í lokuðum herbergjum án þess að upplýsa almenning um hvað er að gerast? 

Nú segir Egill dáldið flott við tvo kallana Pétur Blöndal og Ágúst Ólaf: "Þú stofnaðir Kaupþing og þú ert hámenntaður hagfræðingur og þú situr á Alþingi og þú líka Ágúst. Þetta gerðist á ykkar vakt. Af hverju leyfðuð þið þessu að gerast?"

Ég held að Egill tali fyrir hönd velflestra landsmanna þegar hann spyr svona spurninga. 


mbl.is „Við erum nú einu sinni víkingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hryllti mig að hvorki Pétur né Ágúst virtust kunna að skammast sín, né báðust afsökunar. Þeir vilja greinilega sigla fleyinu úr strandi.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband