Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
28.12.2007 | 13:44
Er starf Landsbjargar fjármagnað með sprengiefnasölu?
Það stuðar mig verulega að núna þegar flugeldasalan er hafin þá séu einhvers konar auglýsingainnskot fyrir flugeldasölu björgunarsveita dulbúið sem fréttaefni í öllum fjölmiðlum og látið að því liggja að það sé þjóðþrifaverk að kaupa flugeldapakka, því stærri því betra. Þá geti nefnilega björgunarsveitirnar í landinu eflst og unnið betur sitt góða starf.
Er ég eina manneskjan hér á höfuðborgarsvæðinu sem finnst flugeldamökkurinn um áramótin andstæður öllu sem heitir ábyrgð í umhverfismálum og vitund fyrir aðstæðum við framleiðslu og dreifingu og notkun hættulegra efna? Er ég eina manneskjan sem finnst óforsvaranlegt að þau boð berist úr öllum áttum til barnafjölskyldna að það sé partur af vellukkuðu gamlárskvöldi hamingjusamrar fjölskyldu og nánast skylda til að tryggja hjálparstarf í landinu að eyða tugþúsundum í flugelda til að skjóta upp á innan við hálftíma?
Ég hvet alla sem kaupa flugelda til að hugleiða hvaðan flugeldarnir koma og við hvernig aðstæður þeir voru framleiddir og hvernig öryggis og heilsuaðstæður starfsmanna við framleiðsluna eru.
Ef til vill eru flugeldarnir sem þú sprengir upp á gamlárskvöld úr verksmiðju Yangquan Xingtong Fireworks Co. workshop eða annarri sams konar verksmiðju í Kína. Þar varð sprenging 11 manns að bana fyrir mánuði síðan og daginn áður þá dóu 13 í annarri verksmiðju við sams konar aðstæður, sjá þessa frétt:
Eleven people were killed and eight injured in an explosion in a fireworks factory in central China. The explosion late Wednesday afternoon reduced part of the Yangquan Xingtong Fireworks Co. workshop - on the rural outskirts of Yangquan city - to rubble, and it was not known whether others were buried in the blast, the government's Xinhua News Agency reported.The cause of the explosion was under investigation, and a manager of the privately run fireworks company was being held for questioning, said an officer with the police station in Yangjiazhuang town, where the factory is located. The officer gave his surname, Li, but declined to further identify himself.
Accidents in Chinese factories are common, with thousands dying every year in part because of lax enforcement of safety rules. Fireworks factories, many of them illegal, are notoriously unsafe. The day before the Yangquan blast, 13 people died in an accident in a fireworks factory in the southern province of Hunan
Það er ekki langt síðan flugeldar voru framleiddir á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Hugsanlega fer slík framleiðsla fram ennþá . Hrikalegt hættuástand skapaðist í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar mikil sprenging varð í flugeldaverksmiðju í þéttbýli. Hér á Íslandi sprakk flugeldaverksmiðja á Akranesi í loft upp fyrir meira en tveimur áratugum. Skólabróðir minn missti föður sinn og litla bróður sinn í því slysi.
Það er ekki rétt og ekki siðlegt að fjölmiðlar og björgunarsveitir leggist á eitt um hver áramót og æsi fólk upp í að kaupa flugelda. Af þeim er mikil mengun og í þeim eru hættuleg sprengjuefni og víða eru þeir framleiddir við aðstæður sem setja fólk í bráða lífshættu. Það er ekkert þjóðþrifaverk að kaupa og skjóta upp flugeldum.
Það eru þannig aðstæður í Kína að stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að fréttir sem andstæðar þykja kínverskum hagsmunum berist til umheimsins. Það er því líklegt að allar fréttir og umræða um mörg umhverfisslys vegna flugeldaframleiðslu séu þaggaðar niður. Þannig var um sprengingarnar í Puyang í Henan 18. september síðastliðinn.
Serial Explosions Level 100 Houses, Many Feared Dead in Central China
Hér eru nokkrar fleiri fréttir af svona málum.
Second China fireworks factory blast kills 11 | World | Reuters
Fireworks factory explosion kills 4 - The China Post
Workers deaths cast shadow over political celebrations in Beijing
Hér eru fréttir af flugeldaverksmiðjuslysum í Evrópu t.d. í Kolding árið 2004
TV 2 Nyhederne - Kolding-katastrofe skal under lup
Í Kolding kom í ljós að mörg þúsund tonn af sprengiefni til flugeldaframleiðslu voru geymd í íbúðarhverfi. Það var lýst yfir hættuástandi og 2000 íbúar urðu að yfirgefa heimili sín, 50 hús eyðilögðust, 750 hús skemmdust, 1 slökkviliðsmaður lést, 70 slösuðust.
Hörð samkeppni í flugeldasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
27.12.2007 | 15:19
Fyrsta konan sem er kosin þjóðhöfðingi í múslímaríki myrt
Það eru lífsgæði að vera óhultur um líf sitt og geta sjálfur ráðið sínum íverustað. Benazir Bhutto var valdamikil, vel menntuð kona af voldugum og ríkum ættum en hún bjó ekki við öryggi og val. Faðir hennar og bræður voru drepnir og hún verður leiðtogi í sama flokki en hún þarf að búa við sífelldan ótta og starfa í þjóðfélagi þar sem réttindi kvenna eru lítil.
Það hefur oft verið reynt að ráða Benazir Bhutto af dögum. Hún og maður hennar töldu tilræðin ekki frá Talíbönum eða Al Queda heldur frá mönnum tengdum Pervez Musharraf
Lesa má um Benazir Bhutto í Wikipedia. Hún var fyrsta konan sem kosin er þjóðhöfðingi í múslimaríki og hún var tvisvar sinnum forsætisráðherra Pakistan. Faðir hennar var hengdur af þáverandi valdhöfum í Pakistan árið 1979 og þá er henni og móður hennar í haldi lögreglu um tíma. Tveir bræður hennar voru myrtir að því talið er.
Þegar hún snýr aftur til Pakistan frá námi í Bandaríkjunum og Bretlandi þá er henni haldið í stofufangelsi en var leyft að fara úr landi árið 1984 og þá verður hún leiðtogi í útlegð í þeim flokki PPP sem faðir hennar hafði tilheyrt. Flokkur hennar lofaði umbótum í málefnum kvenna en varð ekkert ágengt í því þegar hann komst í stjórn vegna mikillar andstöðu. Hún var mjög hliðholl Talíbönum á sínum tíma og það var í stjórnartíð hennar sem þeir fengu aðstöðu í Pakistan. Upp á síðkastið hefur hún hins vegar lýst yfir andstöðu við Talibana og hryðjuverk.
Meira um ódæðisverkið á BBC:
Benazir Bhutto látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2007 | 16:06
Að pimpa upp jólamyndirnar
Nú eru sennilega hundruðir jólamynda fljótandi hjá öllum fjölskyldum. Myndir af pakkaupptökunni, myndir af börnum í jólafötum við jólatréð, myndir af jólaborðhaldi og myndir úr fjölskylduboðunum. Þessar myndir verða skemmtilegar minningar þegar tímar líða fram, sérstaklega náttúrulega gaman að eiga myndir af litlum börnum og sjá hvernig þau breytast. Það þarf að passa vel að geyma góðar myndir í bestu upplausn.
En til að myndirnar verði svolítið skemmtilegri og líflegri þá er upplagt jólaföndur að vinna með stafrænu jólafjölskyldumyndirnar. Það þarf bara að passa að vista aldrei ofan í upphaflegu myndina. Hér fyrir ofan er mynd af Elínu 5 ára við jólatréð en ég bætti svolitlu af djásnum á jólatréð svo það glitraði meira. Svo er mynd af Kristínu Helgu og Signý með Lindu og Elínu og Lilju og ég setti glit í bakgrunninn og kórónur á prinsessurnar.
Hér er Gísli Garðar 3 ára með töfrasprota og kórónu.
Kristín og Signý í jólastemmingu að borða jólahangikjötið.
Það gerði ég með hjálp http://www.pazoen.com/
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2007 | 15:37
Aðstandendur fíkla og geðsjúkra
Nýlega las ég viðtal við föður afbrotamanns sem varð manni að bana. Hann ásakar heilbrigðiskerfið fyrir að standa illa að málum, sonur hans er vistaður til langframa á Sogni sem að mér skilst er úrræði fyrir hættulega geðsjúka afbrotamenn. Faðirinn vekur athygli á því hve ömurlegt líf sonar hans er núna á Sogni og því að ef hann hefði tekið út sína refsingu í fangelsi þá væri sonurinn búinn að afplána í dag. Faðirinn vill að sonur sinn losni úr haldi og fjölskyldu hans verði falið gæsla hans og umönnun. Nú les ég viðtal við móður sem er hinum megin við borðið, hún veit að sonur hennar er hættulegur geðsjúkur maður og getur framið ofbeldisverk. Hún ásakar líka heilbrigðiskerfið fyrir að bregðast syni sínum og finna ekki viðunandi úrræði til að halda honum inni.
Ég skil örvæntingu foreldra sem vita af börnum sínum í hryllilegum aðstæðum og ég held við getum lært af sögu þeirra og fundið til samkenndar og samábyrgðar. Það er óbærileg byrði sem lögð er á herðar foreldra sem eru í þessum sporum.
Á blogginu hennar Kristínar Dauðans alvara segir hún sögu sonar síns sem er fíkill og fjölskyldu sinnar og lýsir vel hvaða áhrif aðstæður sonarins hafa á fjölskylduna. Ég er núna heima hjá mér að reyna að herða upp hugann og vinda mér í jólahreingerninguna og ráðast á draslahrúgurnar og ég hrífst með öðrum bloggurum eins og Kristínu sem líka eru að þrífa fyrir jólin.
Hún skrifaði á bloggið sitt í gær:
Mín byrjaði að þrífa þegar hún kom heim eftir að skutla drengnum á geðdeildina, setti frostrósir í cd og tuskan á loft. Létt í hjarta og þakklát fyrir að líf sonarins tók þessa stefnu.
Óttast hvað sonur minn gerir næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.12.2007 | 14:44
Börnin áður
Öldruð frænka mín sagði mér frá hvað allir voru hissa þegar drengirnir birtust, enginn hafði vitað af tilveru þeirra. Nágrannakona leyfði drengjunum að vera þegar maðurinn stjúpfaðir þeirra var heima. Hann koma alltaf heim í hádeginu og hann þoldi ekki drengina, þeir máttu ekki vera á heimilinu þegar hann var heima. Fengu þeir að koma inn til að sofa? Ég gleymdi að spyrja frænku mína að því. Alla vega voru þeir þarna á heimilinu þangað til móðirin kom þeim aftur í fóstur. Móðir drengjanna er löngu dáin og þeir eru líka dánir, hún fæddist fyrir meira en einni öld og ólst upp að ég held einhvers staðar á Austurlandi. Hún fór til Reykjavíkur og giftist þar. Einn daginn birtust drengirnir, sá yngri 8 ára held ég. Þeir voru sendir til konunnar frá æskuslóðum hennar, ég held þegar foreldrar hennar dóu og enginn var til að hugsa um þá lengur þar. Hún hafði ekki sagt manninum sem hún giftist frá drengjunum. Hún skildi og giftist seinna ekkjumanni og tók að sér að búa hans börnum heimili.
Ein af þeim jólabókum sem mig langar til að lesa er bók Péturs Gunnarssonar ÞÞ í fátækralandinu.Ég las ritdóm Þórdísar Það er líka hægt að búa sig til og umfjöllun Guðmundar Þórbergsbók: Á mærum skáldskapar og fræða og dóm Sigurðar Þórs Ævisaga Þórbergs: Sigurður Þór ósáttur
Rithöfundar skilja eftir sig mikið efni sem er saga um samtíma þeirra og viðhorf þeirra og lífstíl. Sumir rithöfundar eins og Þórbergur skrifa mikið um sjálfa sig og hann notar stundum fólk úr fjölskyldu sinni og umhverfi sem viðföng í list sinni. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum (14.1.03) blogg um rit hans Sálmurinn um blómið, ég lími það inn hérna:
Sálmurinn um blómið
Þórbergur Þórðarsson skrifaði bókina Sálminn um blómið um litla stelpu. Eða kannski var hann bara að skrifa bók um sjálfan sig og barnið var þar sögupersóna til að uppgötvar veröldina í gegn um gamlan mann (Þórberg). Svo var bókin líka eins konar ritdeila á keppinautinn Halldór Laxness og skáldsöguformið. Þórbergur var mest fyrir sannar sögur. Þórbergur kallar stelpuna í sögunni alltaf litlu manneskjuna. Þessi stelpa var til í alvöru og heitir Helga Jóna Ásbjarnardóttir. Ég man eftir viðtali við hana fyrir mörgum árum í Morgunblaðinu. Það var víst ekkert skemmtilegt fyrir hana að vera þessi litla manneskja eftir að bókin kom út.
Ég veit ekki hvort hún hafi verið spurð hvort hún vildi vera þessi litla manneskja í þessari bók sem var um barn en var kannski mest fyrir fullorðna. Kannski er þetta það sama og raunveruleikasjónvarpið núna hálfri öld seinna. Í myndinni Hlemmur er brugðið upp svipmyndum af fastagestum á þessum áfangastað og fylgst með lífshlaupi þeirra um stund og reyndar líka dauða. Fyrir skömmu birtist í DV bréf frá móður og öðrum aðstandendum eins af Hlemmbúum í myndinni , titillinn var Niðurlæging út fyrir gröf og dauða og var þar deilt á upptökur og viðtöl við veikan mann.
Ég fór í fyrra á ljósmyndasýningu Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum. Ég held að bók Þórbergs, kvikmyndin Hlemmur og ljósmyndir Mary Ellen eigi það sameiginlegt að vera ekki skrifaðar af og fyrir þann hóp sem er viðfang í þessum bókum, þetta eru verk sem eru skrifuð fyrir þá sem standa fyrir utan heim barnsins, flækingsins og fíkniefnaneytandans. Er þessi verk raunveruleiki eða einhvers konar sannleikur? Ég held að sá sannleikur sem felst í þessum verkum er kannski fyrst og fremst sannleikurinn um hvernig þeir sem skrifa söguna eða búa til myndverkin líta á þessa heima.
Annars er gaman að spá í hvernig fólk sér mismunandi hluti út úr skáldverkum, Birgir segir að Þögnin eftir Vigdísi Grímsdóttur sé Sálmurinn um blómið á hvolfi og segir: "Amma Lindu kallar hana í sífellu litlu manneskjuna en það er sem kunnugt er alþekkt hugtak úr bók Þórbergs Sálminum um blómið. Litla manneskjan gengur eins og eins konar leiðarstef gegnum bókina.." Svo segir Birgir að með þessu birtist rýni söguhöfundar á kynbundnum muni bókmenntanna, að karlar séu í eðli sínu sögumenn en konur upplifi án þess að miðla. Sobbeggi segir frá sálmi og blómi, Linda upplifir sálma og blóm gegnum ömmu sína og þögn hennar. Ég hlustaði einu sinni á Dagnýju Kristjánsdóttur segja frá Þögninni og þar túlkaði hún þetta sögu sem fjallar um illsku, valdbeitingu og geðklofa.
Held ég sé ekki er sammála Birgi um þessa túlkun á kynbundnum mun á bókmenntum, held hann sé eins og margir aðrir að leita að staðfestingu á sínum eigin viðhorfum í sögnum. Hér dettur mér í hug að ein umtalaðasta bókin í ár heitir RÖDDIN og er sakamálasaga eftir karlmann. Sakamálasögur eru eins konar óður til valdsins og kerfisins og viðhalds einhvers konar stjórnsýsluvaldakerfis, kannski er svoleiðis saga andstæða við bók eins og ÞÖGNIN sem er það innhverfasta af öllu innhverfu, píslarganga kraminnar sálar
Ég tek núna eftir að einmitt í ár eru þessir fjórir listamenn sem ég fjalla um í þessu gamla bloggi í sviðsljósinu, Þórbergur sem sögupersóna í bók Péturs, Mary Ellen með ljósmyndabók um fötluð börn á Íslandi og Arnaldur með bókina Harðskafl og Vigdís með bókina Bíbi. Ég ætti kannski að tengja þau aftur saman og spá í mynstrinu í þessum bókum.
En það sem ég hef mestan áhuga á að lesa um í fátækralandinu er hvaða áhrif fjölskylda Þórbergs, sérstaklega kona hans þroskar hann eða hamlar vexti hans sem listamanns og hvernig hann reyndist fjölskyldu sinni. Ég hef áhuga á því að vita hversu vel hann reyndist dóttur sinni og stjúpbörnum sínum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 18:57
Fossafélagið - Almannahagsmunir
Ég kem bara ekki upp neinu orði yfir þessu útrásaræðiseinkavæðingarútspili Landsvirkjunar. Jú, annars. ég kem upp einu orði, það er Andrésblaðaandvarpið SUKK en þannig andvörpuðu endurnar þegar allt stefndi í óefni. En í Andrésblöðunum þá sigraði réttlætið alltaf að lokum og Bjarnarbandið fór í steininn... og Jóakim frændi baðaði sig áfram í peningum.
Hmmmm... kannski réttlætið hafi verið túlkað með hagsmuni peningamanna í huga í Andrésblöðum bernsku minnar. Þannig eru líka almannahagsmunir líka í dag. En ég segi bara aftur "SUKK!!" og tjái mig með teiknimyndasögunni FOSSAFÉLAGIÐ. Þessi kafli heitir einmitt Almannahagsmunir.
Vill einkavæða Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 15:02
Zeedijk og rauða hverfið í Amsterdam
Fyrstu árin eftir að ég byrjaði að ferðast frá Íslandi var Amsterdam eftirlætisstaður minn. Ég kom þar á hverju ári og var oft dögum saman að ganga um borgina og skoða mannlífið og söfnin og byggingarnar. Fyrir utan merka sögu og fegurð þá er Amsterdam borg frjálslyndis og lista. Sennilega verður aldrei nein gróska í listalífi nema í umhverfi þar sem er einhvers konar frelsi.
En frelsisvinin og listaborgin Amsterdam hafði sínar skuggahliðar. Þar var mjög opinská dópsala sem fór fram víða fyrir opnum tjöldum, dópsöluhúsin auglýstu vörur sína á áberandi hátt og sýndu einhvers staðar myndir af laufblöðum hassplöntunar. Rauð ljós yfir anddyrum í miðbænum voru auglýsing um vændi og vændiskonur stilltu sér út í mörg hundruð glugga í rauða hverfinu. Amsterdam seiddi til sín listamenn en hún seiddi líka til sín auðnulaust og uppflosnað fólk sem lagðist í dóp og vændi og hluti af ferðalöngum sem voru á sveimi í miðbænum voru þar til að kaupa dóp og kaupa vændisþjónustu. Stór hluti af dópsölu Evrópu fór um Amsterdam.
Amsterdam var borg hippanna það var eins og tímaklukkan hefði stoppað þar árið 1968, Amsterdam var borg frelsisins, í ástarlífi og í leyfi til að vera í vímu.
Einn staður í Amsterdam þótti öðrum verri. Það var Zeedijk
það var no-go-area, þar var seld "hart dóp". Enginn óbrjálaður hætti sér í þessa götu, þeir einu sem áttu þangað erindi voru þeir sem voru að kaupa heróín. Það var örugg leið til að lenda í vopnuðu ráni um hábjartan dag að ganga þessa götu. Lögreglan í rauða hverfinu fór hins vegar einu sinni á dag , margir saman með marga grimma hunda í bandi sér til varnar í gönguferð um Zeedijk, alltaf á sama tíma. Sennilega til að sýna sig og gefa til kynna að þetta væri þó ennþá hollenskt yfirráðasvæði.
Einn daginn rölti ég fram á lögregluþjónahópinn með hundanna að búa sig undir gönguna um Zeedijk og var gripin þrá að sjá hvað mætti þeim á göngunni og taldi að ég gæti nú ekki verið i hættu ef ég héldi mig með hópi vopnaðra lögregluþjóna með ólma og grimma hunda í bandi.
Það sem ég sá í Zeedijk býr alltaf með mér.
Þarna var ríki hinna lifandi dauðu. Andlit náfölra og djúpt sokkinna heróínfíkla teygðu sig út um gluggana á hverjum bar á fætur öðrum, ekki í forvitni, hún var löngu slokknuð í þessum andlitum heldur í einhvers konar ósjálfráðu viðbragði - eða eins og ég skynjaði það - sem neyðarkall og örvæntingu þess sem er að deyja. Á götuhornum voru hópar dapurra ungra karlmanna, allir blökkumenn og eftir því sem leið á gönguna varð umhverfið nöturlegra, húsin voru rústir og allar rúður brotnar en samt virtust þarna hafast við manneskjur.
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð um Amsterdam. Ég geng um túristagöturnar, allt fullt af fínum veitingastöðum og minjagripaverslunum. Ég var stödd á götu þar sem öll hús og umbúnaður virtist vera nýlegt þegar eitthvað minnti mig á gönguna forðum daga. Ég skoða götuskiltin og ég sé að ég er í Zeedijk.
Hreinsað til í Rauða hverfinu í Amsterdam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2007 | 17:42
Sníkjulíf í Netheimum
Á vefnum er mikið af ókeypis vefsvæðum sem bjóða upp á afþreyingarefni t.d. svona flashleiki eins og íslensku leikjavefirnir bjóða upp á. Þessi svæði bjóða oft aðgang að leikjum ókeypis einungis í því augnamiði að ginna fákunnandi og óreynda netnotendur inn í gildur, fá þá til að kaupa einhverjar vörur eða horfa á auglýsingar um vörur eða hlaða niður einhverju vafasömu dóti sem njósnar um nethegðun eða lauma inn á tölvur þeirra einhverjum forritum. Jafnvel æfðir netnotendur eiga erfitt með að vara sig á þessu því stundum er uppsetning og hönnun á svona afþreyingarvefjum þannig að það er erfitt að átta sig á hvort maður er að spila leiki eða smella á auglýsingu eða beiðni um að hlaða einhverju niður.
Börn og unglingar eiga ekki gott með að átta sig á þessu og eru auðginnt í svona umhverfi.
En í netheimum þarf líka að átta sig á því að þar eru á ferli sníkjudýr sem þykjast hafa upp á að bjóða eitthvað efni en eru í rauninni bara vefrútína sem tengir yfir á aðra vefi og þá stundum á vafasama afþreygingarvefi. Ég er ekki að tala um tenglasöfn sem vísa í aðra vefi, ég er að tala um vefi sem þykjast vera annað en þeir eru og sem reyna að læsa óreynda og fákunnandi netnotendur inn í neti sínu, neti sem er í raun vefir annarra - oft vefir með vafasömu efni og vafasömum tilgangi.
Íslensku vefsvæðin b2.is og leikjanet.is eru dæmi um vefsvæði sem stunda eins konar sníkjulíi í netheimum, þau tengja í misvafasama erlenda vefi. Þannig tengir leikjanet.is í leiki hjá http://2flashgames.com/ og http://www.freeonlinegames.com/ og fleiri leikjavefi og lætur eins og þeir leikir séu eitthvað á vegum leikjanet.is. Því fer víðs fjarri og leikjanet.is hefur ekkert að segja með og getur engu ráðið um hvaða auglýsingar birtast með leikjum hjá þessum aðilum. Sem dæmi hve óvandað auglýsingaefni og vafasamt er á ferð hjá þessum aðilum þá poppaði þessi gluggi (sjá mynd hér til vinstri) um að ég hefði unnið eitthvað upp á tölvunni hjá mér meðan ég var að skoða þessa vefi. Það hefur eitthvað forrit lesið í að ég væri notandi utan USA og valið auglýsingu miðað við það. Allir sem eitthvað þekkja til Green Card Lottery vita átta sig á hvers konar peningaplokk og svindl þessi auglýsing er. Ég skoðaði áðan hvaðan vefurinn b2.is tekur efni í dag. Þar er eins og vanalega vísað í klámefni og í dag er það "girls that look like santas" og ég sé að það er tekið af attuworld.com. Það dylst engum sem heimsækir þann vef hvernig efni er þar til sölu, efst á síðunni er auglýsing um einhvers konar netvændi en í stað kjöltudansins þá er núna komið "video chat". Svona er borðinn sem er efst á attuworld.com. Ef smellt er á þann borða (hann er náttúrulega ekki virkur á þessu bloggi) þá er augljóst að þar falboðin einhvers konar kynlífsþjónustu eða netvændi.
Jafnvel greindasta fólk og vanir fjölmiðlamenn sjá ekki við þessu því Internetið er nýr miðill fyrir okkur flest. Þannig er farið um Guðmund Magnússon sem enginn frýr vits, hann mátti vart vatni halda af hrifningu yfir svona vefsvæðum í blogginu Í fréttum er þetta helst sem hann skrifaði í apríl 2007. Guðmundur skjallar svona framtak upp í hástert og sér möguleikana í hverju horni fyrir hina dugmiklu íslensku athafnamenn vefheima, Guðmundur sagði meðal annars í blogginu:
"Á vefnum eru möguleikarnir fleiri. Þar skiptir mestu að þeir sem hefja slíkt ævintýri kunni til verka, hafi hugmyndir í kollinum og metnað og dugnað til að bera. Athyglisvert er að á topp tíu listanum yfir mest sóttu vefi landsins eru tveir, b2.is og leikjanet.is, sem urðu upphaflega til fyrir framtak stráka í menntaskóla. Núna reka þeir líka einn vinsælasta fjármálavef landsins, m5.is."
Ég reyndi að útskýra netsníkjulífið fyrir Guðmundi í athugasemdum við bloggið hans á sínum tíma. Ég er ekki viss um að hann hafi fattað hvað ég var að tala um. En í veikri von um að einhverjir sem lesa þetta blogg mitt núna fatti það þá lími ég bloggorðræðu okkar um sníkjulífi í Netheimum hérna inn:
Athugasemdir (blogg Guðmundar Magnússonar frá apríl 2007)
23Ég er þeirrar skoðunar að tenglasíður séu gagnlegar á netinu. Þær hjálpa fólki að finna efni. Mér finnst út í hött að tala um "sníkjulíf" í þessu sambandi. Milliliðir eru þarfir, jafnt á netinu sem annars staðar. Vel má vera að ýmsar tenglasíður vísi á "vafasamt efni", en þær vísa líka á frjótt og uppbyggjandi efni. B2 vísar oft á Moggabloggið og Vísisbloggið og ég veit ekki betur en að við séum öll mjög siðprúð þar. Kannski helst að hún Ellý Ármanns séu á gráu svæði fyrir mjög viðkvæmar sálir.
Guðmundur Magnússon, 28.4.2007 kl. 23:00
Salvör , 2.5.2007 kl. 08:05Tengslasöfn eru fín og koma að góðum notum. Það er hins vegar ekki það sem ég á við með svona vefsníkjulífi. Heldur það að b2.is keyrir vefrútínur sem hleypir þér aldrei út af þeirra vef og gerir þér erfitt með að komast beint á þær síður sem þeir vísa á og reyndar að sjá á hvaða vefnum þær eru vistaðar. B2.is lætur eins og inntakið komi frá þeim og heldur þeim sem heimsækja þessa síðu í fangelsi. Fæstir notendur kunna nógu mikið fyrir sér til að átta sig á þessu. Í besta falli er þetta siðlaust. Það er svona nethegðun sem ég reyni að berjast á móti m.a. með þáttöku í wikipedia samfélaginu.
vefsníkjulíf b2.is er líka sníkjulíf á mjög vafasömum klámvefsíðum.
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.12.2007 | 17:02
Dótasaga (The Story of Stuff)
The Story of Stuff með Annie Leonard er ágætis jólasaga núna í verslunarkapphlaupinu. Þetta er 20 mín. í spilun og það er hægt að hlaða þessu niður (50 mb. mov skrá) því þetta er svolítið lengi að hlaðast allt inn. Þetta myndband fjallar á skemmtilegan og auðskilinn hátt um ástandið í umhverfismálum í heiminum og hvernig neyslumenning okkar gerir illt verra. Þessi teiknimyndasaga útskýrir kenningar og segir flókna hluti á einfaldan hátt.
Annie Leonard er sérfræðingur í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.
Smákynning er á youtube (það er bara kynningin, sagan er á storyofstuff.com )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 22:28
Klæðaburður ráðherra í Venesúela og götuvændi í Barcelona
Vel klæddur ráðherra í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
b2.is og leikjanet.is eru ekki sjálfstæðir vefir með inntaki heldur einhvers konar ný tegund af sníkjulífi í Netheimum. Þetta eru tenglasöfn sem tengja í aðra vefi og í flestum tilvikum eru það vefir með mjög vafasömu innihaldi. Vefurinn b2.is hefur mjög flekkaða fortíð, það er vefur sem áður hét batman.is og var og er gróft safn af klámvísunum. Þessi vefur var (og er kannski ennþá) afar tengdur ungum frjálshyggjumönnum og vellandi af kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitningin hefur ekkert breyst, það er ennþá safn af klámtenglum sem eru myndir af kynfærum kvenna og myndir af konum sem kynlífsleikföngum.