Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eftirskjálftar í Kína - Suðurlandsskjálftinn og Dalvíkurskjálftinn

Ég er að skoða jarðskjálftakortið hjá emsc-csem.org

Það hefur orðið fullt af skjálftum sem eru miklu minni, svona 4 til 5.5 stig. 

Það er áhugavert að skoða þetta svæði, skjálftarnir eru allir á línu þar sem fellingafjöll byrja. Þetta hlýtur að vera eitthvað tengt flekakenningunni, fjöllin að krumpast saman og upp út af spennunni í undirheimunum.

Hér er efni á BBC um jarðskjálfta:

  History of deadly earthquakes

  How earthquakes happen

Það verða oft stórir jarðskjálftar á Íslandi, síðustu jarðskjálftarnir árið 2000 voru um 6.5 stig. Þannig má minna á Dalvíkurskjálftann og hina reglubundnu Suðurlandskjálfta

Það munu koma fleiri jarðskjálftar í Kína og það munu koma fleiri jarðskjálftar á Íslandi. Það eina sem við getum gert er að búa okkur til samfélag sem tekur mið af því - mannvirki og allur infrastrúktúr þarf að byggja til að þola svona hamfarir jafnvel þó ekki séu miklar líkur á þeim. Í sumum tilvikum eins og í Suðurlandsskjálfta þá eru líkurnar miklar vegna þess að spenna hleðst upp og hún verður að fá einhvern veginn útrás. 

Þegar er mjög varasamt að byggja hús úr múrsteinum á jarðskjálftasvæðum. Skólar hafa hrunið í Kína sem einmitt voru úr músteinum og líklegt er að mög börn hafi dáið. Það er líka afar varasamt að byggja hús á uppfyllingum í sjó á miklum jarðskjálftasvæðum. Það verður kviksandur í svoleiðis umbrotum.  Eða eins og börnin syngja "Á sandi byggði heimskur maður hús.." 


mbl.is 8600 manns látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja gljúfra stíflan

Það á eftir að koma í ljós hve miklar skemmdir urðu á Þriggja gljúfra stíflunni í jarðskjálftanum mikla í Kína en tölur af þeim sem létust hækka með hverri klukkustund, sjá þessa grein Thousands dead in Chinese quake

Það er í svona hamförum sem byggingar og mannvirki hljóta eldskírn sína. Því miður eru húsin í Kína ekki byggð úr eins járnbentri steinsteypu og tíðkast á Íslandi og jarðskjáltinn varð á mjög þéttbýlu svæði.  því tæknivæddara og háþróaðra sem samfélagið er, þeim mun viðkvæmara er það fyrir  skakkaföllum sem geta eyðilagt nauðsynlegan infrastrúktúr. Það er nú ennþá verra ef byggingar hrynja yfir fólk og stíflur bresta. 

Ég byrjaði á grein áðan á wikipedia um  Þriggja gljúfra stíflunni. Það eru mjög góðar greinar um þá framkvæmd á mörgum öðrum wikipediíum, hér er þýska greinin og hér  er enska greinin og hér er úrvalsgrein sem ég veit nú ekki á hvaða tungumáli er.

Wikipedia er nú kannski eitt stærsta tungutækniverkefni í heimi, stærsta orðasafnin þar sem tengingar eru á milli tungumála. Í mörgum greinum á wikipedia getur maður flett upp í greinum um sama efni á öðrum tungumálum. 


Ekki 107, heldur nokkur þúsund látnir

Sennilega hafa tugþúsundir látist í Kína í þessum gífurlega jarðskjálfta. Morgunblaðið fylgist ekki nógu vel með, það hafa þegar borist fréttir um að mög þúsund hafi látist, sjá þessa frétt á BBC: 'Thousands dead' in Chinese quake
mbl.is 107 látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fenjaskógar (mangroves) , fellibylir og flóðbylgjur

 The image “http://farm1.static.flickr.com/49/124730667_045c5bf76d.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Á hinu vindasama skeri Íslandi vitum við vel að skógur ver okkur fyrir vindum. Með skógargróðri getum við skapað skjól. Aðstæðurnar í Búrma eru allt aðrar en þar getur skjól af fenjaskógum við ströndina  varið fólkið  á ögurstundu fyrir mannskaða stormum, fellibyljum og flóðbylgjum.

Þessir fenjaskógar heita Mangroves

Mangroves skógarnir eru mikilvægir fyrir vistkerfi ýmissa landa nálægt miðbaug, landa eins eins og Búrma og Tælands. Mangroves skógum er oft eytt vegna rækjueldis.  

Myndin er af mangroves í Tælandi (uppruni myndar)

Hér eru greinar sem fjalla um hvaða þátt eyðing fenjaskóga átti í að að magna upp hörmungarnar sem núna ganga yfir Búrma. 

BBC NEWS | Science/Nature | Mangrove loss 'put Burma at risk'

Mangrove Loss Left Burma Exposed to Cyclone : TreeHugger

 Mangrove destruction raised Burma toll (ABC News in Science)


mbl.is 1,5 milljón manna í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Times vill ráðast inn í Búrma - Hvar er herinn núna?

Það er neyðarástand  í Búrma. Ástand sem herstjórnin þar ræður ekki við. Ástandið er svo slæmt að tímaritið Times vill ráðast inn í Búrma, sjá þessa grein: Is It Time to Invade Burma?

 BBC fréttaritarar segja okkur frá ömurlegu ástandi, ráðvilltu fólki í neyð sem fær enga aðstoð og engar fréttir og fréttariturum sem verða að fara huldu höfði. Fólkið skilur ekki hvers vegna herstjórnin sést ekki og hjálpar ekki, sama herstjórn sem sendi herfylkingar alltaf á vettvang þegar mótmælagöngur voru.

Eyewitness: No help after cyclone

Hér er brot úr greininni: 

It feels incredibly depressing and intrusive to walk into one of these villages. Your only reason to be there is that you feel you are telling the outside world what is going on.

What is bizarre in this circumstance is that normally you are welcomed as a journalist by the government that is trying to cope with a disaster. They want the world to know, because they want the world to give help.

Yet we are having to hide from the government here. We are having to send our material out while hiding in paddy fields. It's an absurd situation. So we go into a village but we can't stay long, because if the army does come round the corner we may be arrested and we may be sent out.

Normally when you cover a natural disaster the roads you are going down are choked with relief effort - with refugees going one way and with aid going the other. The roads we have been going down, straight into the Irrawaddy delta, are empty.

Some aid has arrived in the country. Some of it is being flown around by the few helicopters available.

Villagers waiting for aid in southern Burma
Waiting for help, but there is little news on the arrival of aid

But this is a massive problem over a huge area. The government simply doesn't have the resources to deal with it.

The people we have been talking to have no source of information. They have lost their electricity and their televisions and radios. And they are not getting information from the government because they are not seeing the army or the police.

One man said to me earlier in the week: "When we had demonstrations last year the army were everywhere; where are they now?

 

Náttúruhamfarir hljóta alltaf að dynja yfir. En það er ömurlegt að horfa upp á hvernig óhæf stjórnvöld margfalda harmleikinn með því að bregðast illa við. Stundum reyna stjórnvöld að leyna hversu ástandið er, leyna að þau ráði ekki við málið. Ég held að stjórnvöld í Búrma ráði engan veginn við  ástandið. Ég held að stjórnvöld í Louisiana í borginni New Orleans hafi ekki ráðið neitt við að bjarga fólki þegar flóðin miklu urðu þar. Ekki minnist ég samt þess að Times hafi þá viljað að Vesturlönd réðust inn í borgina. Það hafði nú verið miklu betra ef alríkisstjórnin í USA hefði þá gert eitthvað í málunum. 

 Stjórnvöld í Búrma ráða engan veginn við þessar miklu hörmungar. Núna er áætlað að ein milljón manns hafi misst heimili sitt. Stjórnvöld hafa líka sýnt að þau voru óhæf til að búa sig undir svona náttúruhamfarir, sjá t.d. þessa grein Ignored warnings 'worsened' situation in Myanmar

Þar stendur m.a. 

People studying the situation in Myanmar are claiming that an inadequate response of the government of Myanmar (formerly Burma) to scientists' warnings about the cyclone, coupled with large-scale destruction of protective mangroves along its coasts, aggravated the devastation wreaked by tropical Cyclone Nargis.

Mín fyrri blogg um Búrma

Munkarnir í Búrma

 


mbl.is Hjálpargögn frá UNICEF berast til Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sellufundur hjá infokommúnistunum

Ég fór á fund í gærkvöldi  á Hressó með stjórn FSFÍ eða félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Félagið stefnir að því að halda ráðstefnu 5. júlí næstkomandi og aðalnúmerið á þeirri ráðstefnu er Eben  Moglen sem er mikill gúrú allra sem nú fylkja sér um þann málstað að vilja meira frelsi og opnara umhverfi í stafrænni framleiðslu og stafrænni dreifingu gagna. Áður hefur Stallmann komið til Íslands á vegum sömu aðila.

Hér er mynd af stjórninni Freyr, Hallgrímur, Tryggvi, Steinn og Smári.

Stórn fsfí 2008 1

Hér eru  myndir frá fundinum

IMG_4013 IMG_4014

Ekki eru nú allir í þessari hreyfingu hrifnir af því að vera bendlaðir við kommúnisma, sumir segja þetta eiga meira skylt við anarkisma. Ég segi að þetta sé hin nýja samvinnuhreyfing 21. aldar.  En þessi hreyfing er í mótun og kannski ekki ennþá orðin til, það eru allir skynsamir menn að hugsa það sama en það á eftir að sameina kraftana í eitthvað samstillt átak til að breyta samfélaginu.

Hér er ný grein um Infokommúnisma hjá First Monday.

 Info- communism?Ownership and Freedom in the digital economy


BDSM light - Byrgið og dýflissan

Það er sorglegra en tárum taki að lesa Byrgisdóminn (Sjá hérna S-15/2008), ekki síst svona skömmu eftir að hryllilegt dýflissumál kynlífsfangans Elísabetar Fritzl hefur komið upp á yfirborðið.  Guðmundur í Byrginu er líka eins og Josep Fritzl drottnari sem notar varnarlaust fólk sem er skjólstæðingar hans og honum háðir sem kynlífsþræla. Já og fékk til þess framfærslustyrk frá ríkinu. 

Ég treysti mér í augnablikinu  ekki til að lesa meira en byrjunina á þessum dómi, það er sagan um vitnið A. Það er kona sem ekki hefur verið í fjölmiðlum að ég best veit. Hún var eins og aðrir þolendur í þessu máli langt leiddur eiturlyfjasjúklingur þegar leiðir hennar og Byrgisins krossuðust.

En Guðmundur í Byrginu gengur ekki á Guðs vegum, hann er afsprengi samfélags sem kúgar og tjóðrar konur og lætur þær halda að þær séu inn í einhverju byrgi þegar í rauninni eru þær kynlífsþrælar inn í subbulegri dýflissu. 

Í dómnum má lesa  eftirfarandi frásögn frá vitninu A. 

.........í meðferðarviðtölum hefði ákærði farið að kynna fyrir henni BDSM-kynlíf með þeim orðum að hann og Helga kona hans ástunduðu BDSM-light sem væri létt afbrigði af slíku kynlífi. Hefði ákærði sagt að það væri vilji Guðs að konan væri undirgefin manninum og þess vegna myndi BDSM passa mjög vel þar sem maðurinn væri masterinn og konan væri undirgefin. Hann hefði sagt henni að BDSM-kynlíf hans væri fólgið í bindingum og notkun á svipum.

 

...............................

Ákærði hefði komið strax heim til hennar og sagt henni að Guð væri búinn að sýna honum að ef hún myndi ekki skilja við mann sinn, þá yrðu börn hennar óvernduð og myndu lenda í fleiri slysum þar sem maðurinn hennar væri ekki frelsaður. Hefði hann gefið í skyn að það væri ekki rétt hjá henni sem frelsaðri konu að vera gift ófrelsuðum manni. Kvað hún ákærða hafa boðið henni heim til hans að Háholti 11 í Hafnarfirði og sýnt henni dýflissu sem hefði verið lítið herbergi í kjallara blokkarinnar sem tilheyrði íbúð ákærða. Gengið væri inn í dýflissuna í gegnum skáp sem væri í fremri geymslunni. Í dýflissunni hefði verið stórt aflangt borð og á því hefðu verið margvísleg kynlífstæki. Einnig hefði verið lítið búr og í enda herbergisins hefði verið plata á vegg með mörgum nöglum sem hægt var að nota til að binda fólk við. Kvað hún ákærða hafa sagst hafa hannað þessa dýflissu sérstaklega fyrir hana. Henni hefði liðið mjög illa þarna inni en hún hefði samt þurft að þóknast honum. Hefði hún farið úr fötunum að ofan og hefði ákærði bundið hana við plötuna til að hún kynntist því hvernig væri að vera bundin

 

............................

..... þá hefðu skapast betri tækifæri fyrir hana til að sækja samkomur og meðferðarviðtöl hjá ákærða í Byrginu. Fljótlega hefði ákærði látið hana fá myndbandsspólu sem fjallaði um BDSM-kynlíf, um konu sem var þjálfuð í að vera kynlífsþræll, „slave“. Myndin heiti Story of O og sýni að það sé eftirsóknarvert að vera gerður að „slave“. Hefði mynd þessi heillað hana. Þá hefði ákærði tjáð henni að hann væri Iron Master. Þá hefði ákærði ítrekað við hana að það væri deginum ljósara að Guð vildi að þau tvö væru saman en hann vildi vera tillitssamur við hana þar sem hún forðaðist kynlíf með honum vegna […], en hann vildi þjálfa hana í að vera „sub“. Hefði ákærði komið heim til A í Y-bæ og þar hefði ákærði byrjað að slá hana með svipum.

............ 

 

Í þessum tilvikum hefði hann ætíð skipað henni að lúta vilja hans enda hefði hún verið orðin „subbinn“ hans.

 

Það kemur líka fram að vitnið A var hjá geðlækni og sagði honum strax árið 2001 frá sambandi sínu við Guðmund.  Hér er úr dómnum:

 

 

Í gögnum málsins liggur fyrir vottorð M geðlæknis þar sem segir m.a.: „Ofangreind hefur um árabil verið til meðferðar hjá undirrituðum vegna geðkvilla og tilfinningalegra vandamála. Meðferðin hefur falist í bæði viðtals- og lyfjameðferð. Haustið 2001 tjáði A mér að hún ætti í sambandi við Guðmund Jónsson, kenndan við Byrgið, að hans frumkvæði. Var hún á þessum tíma í áberandi slæmu jafnvægi, ýmist mjög kát eða niðurdregin og kvíðin sem oftar var og plöguð af sektarkennd. Þótti mér við þessar upplýsingar sem ég fengi þar skýringu á breytingum hjá henni sem ég hafði tekið eftir nokkru áður.

 


mbl.is Ósáttur við dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græni herinn og herstöðvarandstæðingar í miðborgarmálum

Ég er svo fegin að ekki sé lengur herstöð á Íslandi og helstu stríðin og hneykslismálin séu þegar hershöfðingi og stofnandi Græna hersins hann Jakob Frímann er búinn að plotta sig inn í borgarapparatið. Fyrrum herstöðvarandstæðingar  geta þá notað sína atorku til uppbyggjandi hluta. Birna Þórðardóttir sem í mínu ungdæmi var ímynd hryðjuverkafólks og hættulegra öfgahópa er núna orðinn túrista menningarfrömuður og sýnir túristum slömmlordabyggðirnar í miðbæ Reykjavíkur. Verst að fína  nýja starfið hans Jakobs Frímanns var ekki auglýst, Birna og  allir hinir menningar- og umhverfisaktívistarnir sem búa í Reykjavík hefði þá getað sótt um það.

Ég held reyndar að það séu kannski örlítill blæbrigðamunur á nálgun Jakobs Frímanns og Birnu Þórðardóttur varðandi menningarmál og uppbyggingu.

Birna er byltingarkona. Aldrei getur neinn ásakað Birnu um að ganga erinda auðmanna og stórfyrirtækja.  Ég fór í menningargöngu  Birnu síðasta laugardag. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Svona er miðbærinn í Reykjavík í dag.

Mismunandi sjónarhorn 

Birna segir að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg sé flottara utan frá séð heldur en séð innan frá af þeim sem þar dvelja

IMG_3994

Gámabyggð 

Við túristarnir skoðum gámabyggðina í Reykjavík. Þarna var víst fólk flutt inn í bláa gáminn, það var í blöðunum nýlega.

IMG_3984

Krossviðarplötustíll 

Hér segir Birna okkur frá hinum nýja og sívaxandi krossviðarplötustíl sem einkennir slömmlordabyggðirnar. Vonandi kemst Reykjavíkurborg á kortið í arkitektasögu heimsins fyrir sérkenni sín í miðbænum, það er ekki lengur bara sundurgerðin sem einkennir okkar góða miðbæ, það er líka krossviðarplötustíllinn.

IMG_3971

Tíminn og vatnið 

Hér er Birna fyrir utan hús í eigu einhvers af vatnssölumönnum heimsins. Hún segir okkur hvað mörg ár stillansarnir hafa verið þar.

IMG_3973

Hjarta bæjarins slær í krossviði

Hér erum við stödd  í hjarta miðbæjarins í Reykjavík, á horni neðst við Bankastrætið. Krossplötustíllinn í algleymingi.Sennilega eru borgaryfirvöld svona ánægð með krossplöturnar.

IMG_3995

Ég vona að hallargarðar og hús í Reykjavík verði ekki öll víggirtar og krossviðarhamraðar hallir fyrir heimsins vatnssölumenn. En mér finnst líka að drykkjarvatn eigi að vera ókeypis eða sem ódýrast hvar sem er í heiminum. 


mbl.is Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jakob þriggja manna maki? Þrjár svipmyndir af Reykjavík

Reykjavíkurborg er ævintýra illa stjórnað þessa daganna. Fyrst eru keyptir húskofar á milljarð og var það gjaldið sem Sjálfstæðismenn í borginni borguðu af fé borgarbúa til að véla Ólaf Magnússon til fylgilags við sig. Svo er Jakob Frímann Magnússon ráðinn til að peppa upp slömmlordaparadísina Reykjavík og fyrir það þá fær hann þreföld venjuleg laun.

Jakob Frímann er hugmyndaríkur maður og er ágætur í svona starf. En það er illa staðið að ráðningu hans og ófagmannlega. Á það hafa margir bent, sjá t.d. hérna:

Jakob Frímann fær um 861.700 króna laun frá borginni 

Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar

Það er reyndar illa staðið að flestum málum í Reykjavík í dag. Hér eru þrjár svipmyndir af Reykjavík, borginni þar sem engin veður eru lengur og þar sem ekkert  vor kemur lengur. Eina sem merkir veðrið er þegar plastpokarnir fjúka á milli runnanna og trjánna og eina sem merkir vorið er þegar plastpokarnir byrja að blómstra á trjánum.  

Myndirnar eru af plastpokatrjánum í Reykjavík og af slömmlordahúsunum í miðbæ Reykjavíkur og af nýju flísalögðu glæsibyggingunum við Skúlagötu þar sem flísar nýlímdu detta af húsunum og þau fara að líkjast slömmi áður en fólkið flytur í þau. Svona er Reykjavík í dag.

Brunahani í Skipholti

028

Slömmhús á Baldursgötu

IMG_3977

Flísar sem falla
Nýtt glæsihýsi við Skúlagötu

IMG_4008

Þannig er uppbyggingin í Reykjavík í dag. 


mbl.is Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk styrk til að byggja neðanjarðarfangageymslu

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem komið hafa fram í fjölmiðlum

* Ódæðismaðurinn Josef Fritzl fékk byggingarleyfi til að byggja þessa neðanjarðarfangageymslu sína. Það sem merkilegra er, hann fékk líka  styrk frá opinberum aðilum til að koma sér upp þessu afdrepi.

* Ódæðismaðurinn Josef Frizl fékk leyfi til að ættleiða þrjú börn sem hann sagðist hafa fundið á tröppunum við húsið hjá sér þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm og  setið í fangelsi  í 18 mánuði fyrir nauðgun og verið bendlaður við fleiri kynferðisafbrot og íkveikjur.

*  Eftirlitsmenn komu í amk 20 heimsóknir til fjölskyldunnar vegna ættleiddu barnanna og aldrei var faðirinn/afinn heima. Aldrei var reynt að grennslast fyrir um hvað hefði orðið af móður barnanna.

Það er eitthvað verulega mikið að í  heiminum í dag  varðandi hvað samfélögin  vilja ekki sjá ofbeldi gagnvart konum og börnum. Ef til vill er ástandið sérstaklega slæmt í Þýskalandi og Austurríki. Ef til vill stafar það af fortíð þessara ríkja frá seinni heimsstyrjöldinni. 

Sum börn hafa aldrei séns í lífinu, sjá þessar greinar 

Woman tried for eight baby deaths

 Babies found in Germany freezer

  German police probe child deaths


mbl.is Jarðhýsið skipulagt árið 1978
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband