Þriggja gljúfra stíflan

Það á eftir að koma í ljós hve miklar skemmdir urðu á Þriggja gljúfra stíflunni í jarðskjálftanum mikla í Kína en tölur af þeim sem létust hækka með hverri klukkustund, sjá þessa grein Thousands dead in Chinese quake

Það er í svona hamförum sem byggingar og mannvirki hljóta eldskírn sína. Því miður eru húsin í Kína ekki byggð úr eins járnbentri steinsteypu og tíðkast á Íslandi og jarðskjáltinn varð á mjög þéttbýlu svæði.  því tæknivæddara og háþróaðra sem samfélagið er, þeim mun viðkvæmara er það fyrir  skakkaföllum sem geta eyðilagt nauðsynlegan infrastrúktúr. Það er nú ennþá verra ef byggingar hrynja yfir fólk og stíflur bresta. 

Ég byrjaði á grein áðan á wikipedia um  Þriggja gljúfra stíflunni. Það eru mjög góðar greinar um þá framkvæmd á mörgum öðrum wikipediíum, hér er þýska greinin og hér  er enska greinin og hér er úrvalsgrein sem ég veit nú ekki á hvaða tungumáli er.

Wikipedia er nú kannski eitt stærsta tungutækniverkefni í heimi, stærsta orðasafnin þar sem tengingar eru á milli tungumála. Í mörgum greinum á wikipedia getur maður flett upp í greinum um sama efni á öðrum tungumálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fróðleg ábending. Ætla að skoða þetta líka.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Ár & síð

Er greinin ekki örugglega á víetnamísku?
Matthías

Ár & síð, 12.5.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband