Fékk styrk til að byggja neðanjarðarfangageymslu

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem komið hafa fram í fjölmiðlum

* Ódæðismaðurinn Josef Fritzl fékk byggingarleyfi til að byggja þessa neðanjarðarfangageymslu sína. Það sem merkilegra er, hann fékk líka  styrk frá opinberum aðilum til að koma sér upp þessu afdrepi.

* Ódæðismaðurinn Josef Frizl fékk leyfi til að ættleiða þrjú börn sem hann sagðist hafa fundið á tröppunum við húsið hjá sér þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm og  setið í fangelsi  í 18 mánuði fyrir nauðgun og verið bendlaður við fleiri kynferðisafbrot og íkveikjur.

*  Eftirlitsmenn komu í amk 20 heimsóknir til fjölskyldunnar vegna ættleiddu barnanna og aldrei var faðirinn/afinn heima. Aldrei var reynt að grennslast fyrir um hvað hefði orðið af móður barnanna.

Það er eitthvað verulega mikið að í  heiminum í dag  varðandi hvað samfélögin  vilja ekki sjá ofbeldi gagnvart konum og börnum. Ef til vill er ástandið sérstaklega slæmt í Þýskalandi og Austurríki. Ef til vill stafar það af fortíð þessara ríkja frá seinni heimsstyrjöldinni. 

Sum börn hafa aldrei séns í lífinu, sjá þessar greinar 

Woman tried for eight baby deaths

 Babies found in Germany freezer

  German police probe child deaths


mbl.is Jarðhýsið skipulagt árið 1978
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Hroðalegt.

Bergur Thorberg, 5.5.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: halkatla

ástandið er víða mjög slæmt í Evrópu, mér finnst ólíklegt að þessi lönd séu með verra ástand en sumar þjóðanna til austurs án þess að ég viti það for sjor, en það er bara ekki mikið búið að gerast í þessum málaflokki þó að komið sé 2008, maður gæti næstum haldið að hagsmunaaðilar vilji ekki sjá breytt ástand?

halkatla, 5.5.2008 kl. 15:46

3 identicon

Ekki trúi ég því að ásandið sé verra en annars staðar í Þýskalandi eða Austurríki, þó svo að þessi mál séu í gangi þar. Það gerist því miður um allan heim að konur drepi börn sín (hugsanlega oftar en feðurnir) og kemur oft í fréttum. Það hefur oft gerst um aldir bæði hér á landi og annars staðar, að konur hafa leynt meðgöngu og fæðingu og drepið börnin í kjölfarið. Um slíkt má lesa í bók Más Jónssonar, sagnfræðings, Dulsmál 1600 - 1900. Af skiljanlegum ástæðum fjallar ritið eingöngu um þær konur sem komst upp um og voru þær oftast líflátnar, annað hvort drekkt eða hálshöggnar. Stundum voru barnsfeðurnir í vitorði með þeim og jafnvel hjálparkokkar og fóru þá sömu leið. En það er alltaf eins þegar afbrot eru annars vegar: það eru nánast eingöngu kjánarnir, sem kemst upp um.....

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Allt þetta mál er svo hroðalegt að ég get ekki lesið fréttir af því lengur. Maður spyr sig hvað er að gerast í Þýskalandi. Barnsmorð og viðurstyggð af þessum toga á sér fá fordæmi óg ég man ekki eftir öðru eins nokkurs staðar í heiminum.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:57

5 identicon

Sérfræðingar teja manninn haldin geðklofa.
Hann sætti hroðalegum misþyrmingum og kúgun af hálfu móður sinnar.

Sjá
"Josef Fritzl: The making of a monster"
http://www.independent.co.uk/news/europe/josef-fritzl-the-making-of-a-monster-820370.html

Sjá
"Den österrikiske rättspsykologen Reinhard Haller anser moderns misshandel troligen har skapat ett maktkomplex hon honom, det vill säga ett starkt behov av att utöva makt över andra."
http://www.expressen.se/nyheter/1.1146675/barndomen-gjorde-honom-till-monster

Ragnar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:22

6 Smámynd: Bumba

Það ætti að pikka þennan manndjöful til dauðs með ryðgðri stoppunál. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.5.2008 kl. 10:09

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála. Thad er eitthvad mikid ad í samfélagi thar sem svona framkoma er gerleg innan fjölskyldunnar án thess ad ytra umhverfi lyfti augabrúnum yfir ad eitthvad óedlilegt sé ad eiga sér stad. Thá er nú betra ad thad sé smá hnýsni í gangi milli fólks.

Anna Karlsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill hjá þér Salvör.  Það er satt, hvernig í ósköpunum gat þetta allt saman farið framhjá þar til bærum yfirvöldum allan þennan tíma ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Sylvía

nákvæmlega, samfélagið neitar að sjá þetta. Mér skilst að karlremban sé sérlega landlæg í Austurríki.

Sylvía , 7.5.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband