Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sögur af konum og körlum

Frásagnir skráðar í myndbönd höfða til okkar. Sennilega af því að við teljum þær sannari og raunverulegri en frásagnir skráðar í aðra miðla t.d. frásagnir skráðar með texta. Sennilega líka vegna þess að hið persónulega sjónarhorn fangar athygli okkar, við viljum heyra og sjá sögur af einstaklingum, ekki síst einstaklingum í tilfinningalegu umróti, við viljum heyra "Harmsögu ævi minnar" kveðna upp á nýtt í nýjum miðlum. Við viljum frásagnir af kvöl og angist, við viljum horfa á myndbönd af frægum persónum sem hafa hrapað og misst stjórn á lífi sínu, við viljum gægjast inn í líf þeirra á viðkvæmum augnablikum, við viljum close-up af líkama þeirra og sál, við viljum sjá inn í kvikuna.

Miðlunarheimurinn er líka að breytast úr heimi þar sem rýmið fyrir sögur af einstaklingum í dagsins önn er ekki bara slúðurdálkar um fræga fólkið og harma þess og sigra. Á youtube geta allir sagt sögu sína. Og margir gera það. Segja harmsögu lífsins, stundum með einföldum hætti, stundum aðeins með talandi hausum. Hér á eftir vísa ég í tvær sögur, tvö myndbönd á youtube þar sem maður og kona segja sögur með því að tala framan í vídeóvélina. Annars vegar er það saga ungs blökkumanns sem segir frá því að lögreglan hafi skotið frænda hans til bana og hins vegar er það saga kornungrar stúlku (16 ára) sem segir frá því að henni hafi verið nauðgað. Hugsanlega eru sögurnar sem þau segja sannar, það er satt að frændi mannsins var skotinn af lögreglu og það er satt að nauðgun var kærð af stúlku með sama nafni og stúlkan sem segir sögu sína. En þetta geta líka verið sögur sem búnar eru til af fólki til að vekja umtal og eftirtekt eða af fólki í tilfinningulegu umróti.

Mismunun kynþátta og ofbeldi gagnvart blökkumönnum og kynferðisleg misneyting og ofbeldi gagnvart konum og börnum hafa fengið andlit í svona sögum, þær eru sagðar í samfélagi þar sem mörgum konum er nauðgað af einhverjum í næsta umhverfi þeirra, einhverjum sem þær þekkja og umhverfi þar sem margir  blökkumenn sitja í fangelsum og ofbeldið sem þeir verða fyrir er formgert og stofnanagerð og  af hálfu stjórnvalda. Í sögunni sem blökkumaðurinn segir af frænda sínum þá er frændinn líka hluti af kerfinu, frændinn sem er drepinn er fangavörður. Og frændinn er drepinn vegna þess að lögreglan er kölluð á staðinn af konu vegna heimiliserja (heimilisofbeldis?) Í báðum þessum sögum telja sögumenn að ríkisvaldið sé að hilma yfir glæpamönnum, hilma yfir með nauðgurum og morðingjum.

Það er áhugavert að skoða hvernig fólkið segir sögurnar, karlmaðurinn byrjar á að berja sér á brjóst og segja frá sjálfum sér sem sigurvegara, sem íþróttamanni með frægu liði. Hann grætur ekki.

 

 


mbl.is Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danaë í svarthvítu

danaebwFanginn Elísabet Fritzl var lokuð inn í járnbendu neðarjarðarhýsi af föður sínum, þar er hún kynlífsfangi hans og elur honum börn.

Í grískri goðafræði er sagan af Danae sem var lokuð inni af föður sínum í bronsturni eða helli. Hún eignaðist í prísundinni barnið Perseif sem síðar varð Medúsu að bana og úr líkama hennar stukku Pegasus og Chrysaor

Danaë og örlög hennar hafa verið yrkisefni margra listamanna. Hér er eftirprentun af mynd Waterhouse af Danaë þegar hún bjargast úr kistu en þegar hún átti barnið þá lét faðir hennar setja hana og barnið inn kistu og fleygði kistunni í sjóinn. Mynd Waterhouse er glötuð, það var litmynd en henni var rænt. Ræningjar og skemmdarverkamenn og geðveikir menn hafa eins og listamenn dálæti á sögunni um  Danaë. Árið 19885 og 1997 var myndin af Danaë eftir Rembrandt sem varðveitt er í Hermitage listasafninu í Pétursborg skemmd.

645px-Klimt,_Dana�Sagan um kynlífsfangann Danae hefur fangað athygli heimsins í árþúsundir og margir frægustu listamenn heimsins spreytt sig á að lýsa henni. Í goðsögunni er hún vissulega ekki kynlífsfangi en túlkun listamannanna leikur sér að þessu stefi, þessu sadistíska sjónarhorni þar sem fanginn er kynvera þar sem aðdráttaraflið er einmitt fólgið í að hún er svipt frelsinu. Það er áhugavert að margt að bera þetta saman við lótusskó og reyrðar fætur.

Eða búninga kvenna í kynlífsþjónustu.

 

 

 300px-Rembrandt_Harmensz._van_Rijn_026

Danaë (Rembrandt

 

 Danaë (Klimt painting)

Danae

Danaë In Colour - John William Waterhouse


mbl.is Elisabeth Fritzl ætlar að veita sjónvarpsviðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestunarárátta og Wikipedia

Fólk hefur margar aðferðir til að koma sér undan að gera eitthvað. Það er alltaf hægt að vafra um á Netinu, hlusta endalaust á Silfur Egils á Rúv vefnum, lesa moggabloggara alveg upp til agna og fletta lon og don upp á fréttum til skiptis á mbl, cnn og bcc. En ég er búin að sálgreina sjálfa mig. Fyrir utan að gera allt þetta sem hér er upptalið þá hef ég komið mér upp einni aðferð til að fresta hlutum og koma mér undan að skrifa skýrslur og alls konar dót.  Þetta gengur út á að skrifa greinar í íslensku wikipedia. Mér sýnist beint samband milli þess hve þjáð ég er af frestunaráráttu og hve margar greinar ég skrifa á íslenku wikipedía.

Núna á sunnudaginn var ég mjög kvalin af frestunaráráttu sem fékk útrás í því að ég skrifaði átján greinastúfa á wikipedia. Það er nú held ég metið. Ég lagfærði líka ýmsar aðrar greinar og hlóð nokkrum tugum mynda úr Grasagarði Reykjavíkur inn á Commons ég afsalaði mér höfundarrétti af þeim myndum sem ég hlóð inn í dag þannig að þær eru í PD og hver sem er getur notað þær til hvers sem er.  Svo byrjaði ég þessum greinum  og greinastúfum í dag:

  1.  Elri
  2.  Mararlykill
  3.  Roðalykill
  4.  Júlíulykill
  5.  Rósalykill
  6.  Súrsmæra
  7.  Rósakirsiber
  8.  Skógarlyngrós
  9.  Brekkugullhnappur
  10.  Asíugullhnappur
  11.  Engjagullhnappur
  12.  Heiðagullhnappur
  13.  Blóðrifs
  14.  Landmannalaugar
  15.  Hófsóley
  16.  Maígull
  17.  Hjartartré
  18.  Brekkugoði

Þetta eru flest greinar með myndum sem ég tók í Grasagarðinum í dag. Þær eru nú bara byrjunin, vonandi tekur einhver við og bætir við þessar greinar. 

Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég skrifaði grein um Landmannalaugar. Jú, núna man ég. Það er vegna þess að hófsóley vex við Landmannalaugar og þegar ég tengdi úr grein um hófsóley í Landmannalaugar þá fann ég út að það var engin grein til og það er náttúrulega skandall þannig að ég fór úr blóma og trjádóti inn í Landmannalaugar.

Annars var líka markmiðið hjá mér að einbeita mér að því að skrifa greinar um fiska og eitthvað tengt lífríki sjávar á wikipedia. Það hefur riðlast mikið. Nú er ég farin að skrifa um danska konunga og norræna sögu.

Það sem af er árinu hef ég skrifað auk greinanna 18 frá því í dag þessar greinar:

  1. Hólmgarður
  2.  Sendlingur
  3.  Þrastarlundur
  4. Friðrik 6. Danakonungur
  5.  Regensen
  6.  Þrenningarkirkjan
  7.  Steingrímur Jónsson (biskup)
  8.  Sækýr
  9.  Þjórsárhraun
  10. Suðurlandsskjálfti
  11.  Þriggja gljúfra stíflan
  12.  Kardimommubærinn
  13.  Akureyrarveikin
  14.  Huldulykill
  15.  Heiðabjalla
  16.  Straujárn
  17.  Fossafélagið Títan
  18.  Urriðafoss
  19.  Gullregn
  20.  Glitrós
  21.  Hundarós
  22.  Vistmenning
  23.  Lárpera
  24.  Hvíthákarl
  25.  Rauðar íslenskar
  26.  Kartöflubjalla
  27.  Langreyður
  28.  Trójuhestur
  29.  Kassandra

MUTO eftir Blue

Listasöfn, minjasöfn, skólar, bókasöfn, óperuhús, leikhús. Allt staðir sem eru menningarmusteri. En menningin er alls staðar, listin er alls staðar. ekki bara lokuð inn í byggingum sem hýsa stofnanir, listaverkin mara líka í hálfu kafi í Tjörninni og gatan er vettvangur sumra listamanna.

Hér er stuttmyndin MUTO eftir   Blue (sjá blublu.org) Þetta er margslungin listaverk, bæði verkin sem máluð eru á götunni og svo hið stafræna verk. 


MUTO a wall-painted animation by BLU from blu on Vimeo.

Hörmungar í Beichuan

Borgin Beichuan er nálægt miðju  jarðskjálftans í  Sichuan . Þar bjuggu 60 þúsund manns. Öll hús skemmdust, mörg hrundu og ennþá er fjöldi fólks grafið undir rústunum og ennþá eru einhverjir lifandi. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki og björgunarstarf verið vel skipulagt og allir hjálpast að. En núna dynja nýjar hörmungar yfir. Björgunarfólk varð að hlaupa frá björgunaraðgerðum og  upp á nærliggjandi hæðir því búist er við að stífla bresti og vatn flæði yfir. 

Það er ennþá fólk á lífi í rústunum en björgunarfólk hefur orðið að yfirgefa það, stundum þó að það væri stutt í björgun. Hér er lýsing frá BBC: "We were in the process of filming a man about to be pulled out after hours of digging and the rescue team had to abandon him and run."

hér eru nokkrar greinar um ástandið 

  China quake victims flee 'flood' 

  Mapping the earthquake zone

China flood rumour panic

China quake victims flee 'flood'

Fear over China lake sparks more panic 

En það er áberandi að þessar náttúruhamfarir og hvernig tekið er af þeim af stjórnvöldum og fjölmiðlum í Kína marka þar tímamót, sjá þessa grein China's government gives rare transparent look at disaster

Þetta er öðruvísi en fyrri fréttaflutningur af hamförum í Kína, þar var upplýsingum um stærðargráðu hamfara leynt. í greininni stendur:

Such swift reaction and extensive news coverage has not been seen in previous disasters. When the Great Tangshan earthquake struck 32 years ago, the Chinese media kept the information secret for a long time, even though over 240,000 people were killed. In the early stages of the 2003 SARS outbreak, domestic media downplayed reports on the deadly epidemic, even as it spiraled out of control and spread globally.

Hugur heimsins er með hinu þjáða fólki í Beichuan og við verðum að vona að allt fari ekki á versta veg. Það er þó gott til þess að vita að stjórnvöld í Kína virðast ráða vel við aðstæður og skipuleggja hjálparstarf og björgunarstarf vel og leyfa umheiminum að fylgjast með hvernig gengur og hjálpa til. 

Það er átakanlega öðruvísi ástand í Búrma þar sem sennilega hafa yfir 100 þúsund farist í kjölfar fellibylsins. þar magnar ráðleysi og illska stjórnarinnar upp hörmungarnar. Sjá hér um ástandið: 

 Official Myanmar death toll increases to 78,000

Náttúruhamfarir eru hluti af því að búa hér á jörðu og við verðum að vera undir þær búin.  í báðum þessum hörmungum hefur eyðilegging magnast vegna mannlegra framkvæmda sem áttu sér stað löngu áður en hamfarirnar gengu yfir. þannig hefur skógareyðing fenjaskóga (mangroves) skilið strendur Búrma eftir varnarlausar og skjóllausar fyrir fellibyljum og þannig hafa skólabyggingar hrunið vegna þess að þær voru byggðar af vanefnum og hlaðnar úr múrsteinum. Það er algengt að þær séu flísalagðar og frásagnir fólks sem bjargaðist segja frá því hvernig flísarnar hrundu yfir það á flóttanum. 

Ef stíflan við Beichuan brestur þá verður það ennþá eitt dæmi um mannanna verk sem ekki eru gerð til þola ofurkraft náttúruaflanna.


mbl.is Flúðu vegna ótta við flóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Resistence of the Monkeys

Alls staðar er þrengt að miðstöðvum þar sem dreifing á höfundarréttarvörðu efni fer fram. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Þar fer fram fyrir opnum tjöldum afritun á dýrum eignaréttarvörðum hugbúnaði, tónlist og myndböndum.  

 

Þetta er erfið staða og þetta er ófremdarástand. Margar vinsælustu netveitur heimsins s.s. Youtube miðla meira og minna efni sem er sem er brot á höfundarlögum t.d. efni frá tónlistarfólki sem er ekki sett þar inn með leyfi viðkomandi. Það er ein leið í sjónmáli fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Hún er  sú að taka upp sömu vinnubrögð og tíðkast í samfélögum um opinn hugbúnað, að taka upp svoleiðis vinnubrögð líka fyrir inntakið. Sem betur fer er ríkisstjórnin núna búin að samþykkja stefnu um opinn hugbúnað, stefnu sem vekur athygli erlendis, sjá hérna. The Saga of Open Source in Government

Barátta torrent.is vekur líka mikla athygli í töölvunördaheiminum utan Íslands og sigri þeirra yfir Skáis var ákaft fagnað. Það næðir um margar svipaðar þjónustur, sjá þessa frétt í dag í sænska daglblaðinu: Pirate Bay stäms på 600 miljoner

Það er ein leið möguleg fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Það er ekki sú leið að nota bara höfundarréttarvarið efni og passa bara að við höfum leyfi til þess. Sú leið er svo torfær og grýtt í dag að hún er nánast alveg lokuð. Miklu skynsamlegra er að fara í hina áttina - að sniðganga eins og maður getur efni sem er með hefðbundu höfundarleyfi. Hlusta ekki á þannig tónlist, horfa ekki á þannig kvikmyndir, lesa ekki þannig bækur, nota ekki þannig myndefni og það sem er allra mikilvægast  og það er að notast eingöngu við efni sem er með opnu höfundarleyfi í verk sem við erum að endurblanda og setja saman á nýjan leik.

Það samfélag þar sem er höfundur og svo margir lesendur eða hlustendur er á undanhaldi, við viljum ekki vera óvirkir hlustendur sem bara hlustum á miðlun einhverra annarra, við viljum taka inn efnivið frá umhverfi okkar og senda svo út okkar eigin verk - verk sem byggir meira minna á verkum annarra eins og öll tjáning og sköpun og hugsun í mannlegu samfélagi.

Sumir tala um youtube kynslóðina. En youtubevæðing sem gengur bara upp á að hlusta á vídeóklipp þar og skeyta inn í bloggin sín og kannski hlaða stöku sinnum  inn eigin vídeóklippi  er vinnulag gærdagsins. Það er miklu lærdómsríkara og meira skapandi að kynna sér hvernig kerfi eins og Kaltura vinna, kerfi þar sem margir geta skapað saman vídeó og klippingin og samsetningin fer fram í opnu vefrými og styðst bara við efni með frjálsu höfundarleyfi (cc-by-sa)

Ég fór á opnunina á listahátíð í Reykjavík í gær, ég tók nokkur vídeóklipp á litlu stafrænu myndavélina mína. Svo hlóð ég þeim inn í Kaltúra, klippti til og setti saman eins og ég vildi og svo leitaði ég með leitarorði að hljóði, Kaltura leitar í Jamenco og CCMixter sem eru söfn með opnu tónlistarefni. Mér fannst viðeigandi að setja undir tónlistina "Resistence of the Monkeys frá Digital Wonderland. Allir geta bætt við og breytt þessu vídeó mínu (verða að vera notendur á kaltura.com).

Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla listamenn sem ætla að vinna í stafrænum miðlum og netmiðlum að átta sig hve nauðsynlegt tjáningarfrelsi - og þá ekki síst tjáningarfrelsi  til að skapa úr efnivið annarra/remix er í dag. Þetta lagaumhverfi sem við búum við núna er ekki að hjálpa meirihlutanum af listamönnum heimsins. Það er sár þörf á umbótum. Á meðan þær koma ekki þá ráðlegg ég öllum að halda sig bara inn í heimi þar sem allt er með opnum höfundarleyfum og sniðganga eins og hægt er það  efni sem er með þröngum höfundarrétti sem tekur mið af prentsamfélagi gærdagsins.

 

 

Kaltura
mbl.is Höfða nýtt lögbannsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Mogga) bloggarar og teljararnir þeirra

Mér finnst asnalegt að hrópa á þingpöllum. Sko, nú er ég búin að tengja það sem ég ætla að segja við frétt á moggablogginu.

teljari1Þetta blogg fjallar hins vegar ekkert um hvað það eru margir á þingpöllum og hve hátt þeir góluðu heldur um eftirlætisiðju bloggara, iðju sem hefur þróast og náð nokkurri fullkomnun. Það eru teljarabloggin. Það er bloggpistlar sem lýsa innhverfi íhugun bloggara, svona þeirra leit að sannleikanum og frægð og frama (lesist:að verða lesnir af mörgum) og eins og við alla leit eftir fullkomnun þá er best að mæna til þeirra sem hafa öðlast færnina sem mann dreymir um, færnina til að verða bloggfrægur (lesist:mikið lesinn) á moggablogginu. Allra augu hljóta hér að mæna til Stebbafr, hefur hann ekki náð því að halda sér á toppnum síðan elstu menn muna (lesist:í nokkra mánuði). Hvern er trixið, hvers vegna að endurskrifa fréttir þannig að þær séu eins og útþynntur hafragrautur, hver nennir að lesa svoleiðis? 

Blogganalýsa dagsins er hjá Friðriki sem hefur krufið moggabloggið og skrifar bloggfélagsfræðistúdíu í mörgum liðum. Tveir pistlar eru þegar birtir af athugunum hans: 

(Mogga)bloggarar I: Um súper-bloggara, kynlíf, trúmál og ofbeldi

 (Mogga)bloggarar II: Nokkur ráð til að fjölga innlitum

En í  svona greiningu á moggabloggsvinsældum og meðfylgjandi tékklista yfir hvernig á að koma sér á framfæri þá sakna ég þess Friðrik hefur tröllatrú á áreiðanleika þeirra gagna sem hann leggur út á og treystir þeim. Ég skráði þessa athugasemd í bloggið hans:

Friðrik, Þú gengur út frá því að birtar vinsældatölur endurspegli raunverulegar vinsældir. Athugaðu að allar upplýsingar eru frá mbl.is og það er engin trygging fyrir því að það séu réttar upplýsingar. Satt að segja er frekar líklegt að þessi vinsældatalning sé mjög bjöguð, sérstaklega á hátt sem mbl.is kemur vel. þetta er vettvangur í einkaeigu sem byggir á auglýsingatekjur og því að fólk lesi efni blaðsins. Bloggumræða sem fjallar um efni blaðins er lyft hærra. Það getur verið  að vinsældatölur séu ekki beinlínis falsaðar en það er afar sennilegt að þær séu verulega bjagaðar. Það er ekki víst að það sé bara frá hendi mbl.is heldur er hugsanlegt að  notendur sem hafa til þess nóga tækniþekkingu og aðstöðu  búi til sjálfvirkni sem skoðar blogg þeirra oft. Það eru mýmörg dæmi um að netkosningar hafi verið falsaðar, bara núna nýlegt dæmi var þessi húsainnréttingaþáttur hjá Stöð 2.  

Það er furðulegt hvað fólk treystir svona teljaraupplýsingum

 Til gamans set ég mína eigin  teljara hér fyrir neðan til að  sannreyna  moggabloggstalninguna. Eins og sjá má þá er þetta blogg mikið skoðað og teljarinn snýst hratt.  Af því má draga þá ályktun að  þeir sem  lesa moggabloggin  lesi sérstaklega mikið teljarablogg um teljarablogg annarra moggabloggara. Það kemur líka fram hversu margir hafi skoðað  þetta blogg í dag (rauða boxið) teljari2 teljari3


mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frásögn um margboðað morð

Hótanir á alltaf að taka alvarlega. Fólk sem hótar framkvæmir oft ekki hótanir sínar, kannski af því það hefur ekki aðstöðu til þess eða hefur mælt fram hótanir í reiði eða augnabliksgeðshræringu. En fólk sem hefur hótað einhverju skemmdarverki eða líkamsárás er miklu líklegra til að framkvæma slíkt heldur en þeir sem aldrei hafa orðað slíkar hótanir.

Það á alltaf að taka alvarlega þegar sinnisveikt fólk leggur fæð á einhverja og grípur til aðgerða. Ég vil hérna segja frá því að árið 1992 þá notaði ég mikið Internetið. Þá var enginn WWW vefur heldur fóru samskiptin fram í gegnum svona tölvupóstlistakerfi sem kallast Usenet. Ég var áskrifandi að nokkrum spjallhópum m.a. spjallhópum ungra vísindamanna. Þá brá svo við að á þessa hópa komu nokkur bréf, það voru alvarlegar ásakanir stærðfræðings, rússneskættaðs vísindamanns á vinnufélaga  sína og yfirmenn við háskóla í Kanada, hann sakaði þá um ritstuld og að eigna sér verk hans og ýmis konar óheiðarleg vinnubrögð. Bréfin voru mjög nákvæm og ég man að ég hafði mikla samúð með þessum manni Fabrikant, hann var augsýnilega á barmi örvæntingar og það sem hann sagði af svikamyllu vinnufélaga og ömurlegum starfsaðstæðum sínum virtist vera satt. Ég held að hann hafi póstað þetta á póstlistann vegna þess að honum var sagt upp starfi.

Aðeins einum eða tveimur dögum seinna þá bárust á póstlistann þær fréttir að Valery Fabrikant en það hét þessi vísindamaður væri fjöldamorðingi, hann hefði þann dag verið handtekinn fyrir mörg morð. Fabrikant hafði farið í háskólann með skotvopn og skotið til bana þá sem hann bar þungum sökum í þeim póstum sem birtust á póstlistunum.

Fabrikant er afar truflaður maður og hann situr ennþá í fangelsi fyrir morðin og mun gera það  miklu lengur. En sennilega eru ásakanir hans réttar. 


mbl.is Bloggarinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvélagnýr í Hljómskálagarðinum

Það þarf að endursemja texta við þau sönglög sem börn syngja til að þau meiki sens fyrir Reykjavíkuræsku nútímans. Börnin alast nú  upp við að sjá ekki bra bra og bí bí heldur gargandi mávager á Tjörninni og þurfa að hækka röddina þegar þau tala og syngja í miðbænum til að yfirgnæfa flugvéladyninn þegar flugvélarnar fljúga yfir til lendingar.  Börnin ættu að syngja "Ég er frjáls eins og flugvélin, sem flýgur hér yfir, með feiknaleg læti" í staðinn fyrir textann "Ég er frjáls eins og fuglinn".

Ég fór á hátíð íbúa í 101 Reykjavík sem haldin var í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var. Þar skemmtu okkur frábærir listamenn, Svavar Knútur trúbator sem er í hljómsveitinni Hraun og Jón og Bryndís og svo stelpur sem skriðu upp úr öskutunnum.  Það má segja að garðurinn hafi verið einn risastór hljómskáli, síðdegisvélarnar voru að fljúga inn og komu inn í hljómlist trúbatorsins.

Hér er 9. mín. myndband sem ég tók af hátíðinni:


Það  var gott veður, fallegur og rómantískur staður í Hljómskálagarðinum og vönduð tónlistardagskrá.

Það væri gaman að hafa svona hátíð í Hallargarðinum. Í bernskuminningum mínum þá eru sumrin og Hallargarðurinn bundinn tengslum. Að fara niður í bæ á góðviðrisdögum var að fara í Hallargarðinn og busla í gosbrunninum sem þar var. Reyndar man ég ekkert eftir gosbrunninum, bara grunnri tjörn sem við krakkarnir busluðum í. Ég veit ekki hvers vegna hún fór en um leið og buslutjörnin hvarf þá hvarf fólkið úr garðinum.  Talandi um mannlausa garða þá er nú ekki almennt mikið af fólki á ferli í Hljómskálagarðinum. Það vantar eitthvað í þann garð sem dregur að fólk. Hins vegar er Austurvöllur lífæð í miðbænum á sólardögum.


Mitt eigið digg

Digg.com er sennilega vinsælasta fréttaveitan þar sem notendur semja sjálfir fréttir. En nú getur hver sem er sett upp sína eigin fréttaveitu í anda digg og boðið gestum og gangandi að setja inn fréttir. Það er til fleiri en ein gerð af ókeypis opnum hugbúnaði sem líkir eftir digg. 

Ég er að gera tilraun með fréttaveitu á  http://www.kynja.net og þætti vænt um ef einhverjir voru til í að prófa þetta kerfi.  Það er mjög einfalt og fljótlegt að átta sig á þessu kerfi. Þetta er opinn, ókeypis hugbúnaður sem heitir Pligg og er eftirlíking af digg. Ég þýddi þennan hugbúnað að mestu leyti þannig að viðmótið er á íslensku.

Þetta er fréttakerfi sem er þannig að notendur (allir geta gerst notendur) skrá inn fréttir og geta greidd atkvæði um fréttir með að smella á kosningahnapp sem er fyrir framan hverja frétt. Fréttir poppa svo upp á forsíðu ef þær hafa fengið ákveðinn fjölda atkvæða eða ef stjórnandi hefur sett þær á forsíðu.

Svona fréttakerfi er að mörgu leyti handhægara en fréttakerfi sem eru miðlæg og  ritstýrð af einhverjum einum aðila.  Dæmi um  svona fjölmiðlun eru kerfi eins og www.digg.com og http://reddit.com/  og http://buzz.yahoo.com/

Ég stillti  http://www.kynja.net  þannig að allir, líka óinnskráðir geta greitt atkvæði um fréttir og innkomin frétt poppar upp á forsíðu ef hún fær 3 atkvæði. Aðeins innskráðir geta sett inn fréttir en það er auðvelt að skrá sig sem notanda.

Það er gert ráð fyrir að vefslóð/tengill sé með hverri frétt.  Það er hægt að skrá inn frétt með að smella á flipann „Skrá nýja sögu“ en það er miklu einfaldara að setja bókamerki í vafra (búa  til hnapp á slána fyrir bókamerki) fyrir þessa fréttaveitu  og svo þegar maður er kominn á slóð þar maður ætlar að búa til frétt þá má smella á hnappinn og þá er forskráð bæði slóðin og fyrirsögnin. Undir Notendalýsing er neðst á skjánum leiðbeiningar um hvernig á að setja inn nýja tengla.

Það eru margir kostir við svona fréttamiðlun. Ókostir eru hins vegar að kerfið er alveg opið og viðkvæmt fyrir ruslpósti og skemmdarverkum þ.e. notendum sem eru skráðir beinlínis til að koma inn einhverjum auglýsingum. Stjórnandi getur takmarkað aðgengi og eytt notendum og eytt fréttum.

Það geta verið ýmis konar not af slíku fréttakerfi fyrir ýmis samfélög t.d. nemendasamfélög eða kennarasamfélög eða sérfræðinga eða áhugahópa á ákveðnu sviði. Í skólasamhengi  væri t.d. hægt að segja frá ráðstefnum, viðburðum og sýningum og benda á áhugavert efni.  Um leið og innskráður notandi hefur greitt einhverri frétt atkvæði þá hefur hann sett hana á minnislista sinn.  Notendur flokka fréttirnar sem þeir senda inn í fyrirfram tilbúna flokka.  Notendur merkja (tagging) fréttirnar sínar sjálfir með orðum sem þeir ákveða( t.d. gæti ráðstefna um umhverfismál á Akrnesi fengið þrjár merkingar þ.e. ráðstefna, umhverfismál, Akranes) og það er hægt að fletta upp í merkingum á innskráðum fréttum.  Svona merkingar frá notendum (folksonomy) eða dreifð lýsigagnaskráning er einkenni á mörgum web 2.0 notendasamfélögum. Það er líka einkenni á slíkum kerfum að upplýsingar um hversu margir hafa merkt ákveðið atriði t.d. með að kjósa um frétt á digg.com eða kynja.net eða með því að vista bókamerki í del.icio.us er vísbending um hversu gagnlegt viðkomandi atriði er, vinsældir eru góð vísbending.  Svona fréttakerfi eins og digg og pligg auðvelda leitina að því sem er vinsælast og nýjast með því að setja það efst.

Allir ættu að skoða svona kerfi því þau eru vísbending um í hvaða átt fjölmiðlun er að fara. Vinsæl kerfi eins og digg eru hins vegar ekki eins gagnleg núna og áður fyrir tölvunörda vegna þess að þar er orðið svo mikið kraðak af alls konar lítt áhugaverðum fréttum.  Núna er t.d. á forsíðunni þessi frétt:5 Social Networking Sites Of The Wealthy og þegar maður smellir á hana þá fer maður í gegnum auglýsingu eftir auglýsingu og kemur svo að grein sem er netrusl skrifuð fyrir hvítt rusl. Digg er orðin auglýsingaruslamaskína dauðans og hjarir áfram á fornri frægð.

p.s. ef einhver vill fá þýðingarskrána hjá mér fyrir íslenskun á pligg þá er það velkomið.  Skrifið í athugasemdir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband