Mitt eigið digg

Digg.com er sennilega vinsælasta fréttaveitan þar sem notendur semja sjálfir fréttir. En nú getur hver sem er sett upp sína eigin fréttaveitu í anda digg og boðið gestum og gangandi að setja inn fréttir. Það er til fleiri en ein gerð af ókeypis opnum hugbúnaði sem líkir eftir digg. 

Ég er að gera tilraun með fréttaveitu á  http://www.kynja.net og þætti vænt um ef einhverjir voru til í að prófa þetta kerfi.  Það er mjög einfalt og fljótlegt að átta sig á þessu kerfi. Þetta er opinn, ókeypis hugbúnaður sem heitir Pligg og er eftirlíking af digg. Ég þýddi þennan hugbúnað að mestu leyti þannig að viðmótið er á íslensku.

Þetta er fréttakerfi sem er þannig að notendur (allir geta gerst notendur) skrá inn fréttir og geta greidd atkvæði um fréttir með að smella á kosningahnapp sem er fyrir framan hverja frétt. Fréttir poppa svo upp á forsíðu ef þær hafa fengið ákveðinn fjölda atkvæða eða ef stjórnandi hefur sett þær á forsíðu.

Svona fréttakerfi er að mörgu leyti handhægara en fréttakerfi sem eru miðlæg og  ritstýrð af einhverjum einum aðila.  Dæmi um  svona fjölmiðlun eru kerfi eins og www.digg.com og http://reddit.com/  og http://buzz.yahoo.com/

Ég stillti  http://www.kynja.net  þannig að allir, líka óinnskráðir geta greitt atkvæði um fréttir og innkomin frétt poppar upp á forsíðu ef hún fær 3 atkvæði. Aðeins innskráðir geta sett inn fréttir en það er auðvelt að skrá sig sem notanda.

Það er gert ráð fyrir að vefslóð/tengill sé með hverri frétt.  Það er hægt að skrá inn frétt með að smella á flipann „Skrá nýja sögu“ en það er miklu einfaldara að setja bókamerki í vafra (búa  til hnapp á slána fyrir bókamerki) fyrir þessa fréttaveitu  og svo þegar maður er kominn á slóð þar maður ætlar að búa til frétt þá má smella á hnappinn og þá er forskráð bæði slóðin og fyrirsögnin. Undir Notendalýsing er neðst á skjánum leiðbeiningar um hvernig á að setja inn nýja tengla.

Það eru margir kostir við svona fréttamiðlun. Ókostir eru hins vegar að kerfið er alveg opið og viðkvæmt fyrir ruslpósti og skemmdarverkum þ.e. notendum sem eru skráðir beinlínis til að koma inn einhverjum auglýsingum. Stjórnandi getur takmarkað aðgengi og eytt notendum og eytt fréttum.

Það geta verið ýmis konar not af slíku fréttakerfi fyrir ýmis samfélög t.d. nemendasamfélög eða kennarasamfélög eða sérfræðinga eða áhugahópa á ákveðnu sviði. Í skólasamhengi  væri t.d. hægt að segja frá ráðstefnum, viðburðum og sýningum og benda á áhugavert efni.  Um leið og innskráður notandi hefur greitt einhverri frétt atkvæði þá hefur hann sett hana á minnislista sinn.  Notendur flokka fréttirnar sem þeir senda inn í fyrirfram tilbúna flokka.  Notendur merkja (tagging) fréttirnar sínar sjálfir með orðum sem þeir ákveða( t.d. gæti ráðstefna um umhverfismál á Akrnesi fengið þrjár merkingar þ.e. ráðstefna, umhverfismál, Akranes) og það er hægt að fletta upp í merkingum á innskráðum fréttum.  Svona merkingar frá notendum (folksonomy) eða dreifð lýsigagnaskráning er einkenni á mörgum web 2.0 notendasamfélögum. Það er líka einkenni á slíkum kerfum að upplýsingar um hversu margir hafa merkt ákveðið atriði t.d. með að kjósa um frétt á digg.com eða kynja.net eða með því að vista bókamerki í del.icio.us er vísbending um hversu gagnlegt viðkomandi atriði er, vinsældir eru góð vísbending.  Svona fréttakerfi eins og digg og pligg auðvelda leitina að því sem er vinsælast og nýjast með því að setja það efst.

Allir ættu að skoða svona kerfi því þau eru vísbending um í hvaða átt fjölmiðlun er að fara. Vinsæl kerfi eins og digg eru hins vegar ekki eins gagnleg núna og áður fyrir tölvunörda vegna þess að þar er orðið svo mikið kraðak af alls konar lítt áhugaverðum fréttum.  Núna er t.d. á forsíðunni þessi frétt:5 Social Networking Sites Of The Wealthy og þegar maður smellir á hana þá fer maður í gegnum auglýsingu eftir auglýsingu og kemur svo að grein sem er netrusl skrifuð fyrir hvítt rusl. Digg er orðin auglýsingaruslamaskína dauðans og hjarir áfram á fornri frægð.

p.s. ef einhver vill fá þýðingarskrána hjá mér fyrir íslenskun á pligg þá er það velkomið.  Skrifið í athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak. Verður gaman að sjá hvernig þetta gengur. Hvað með þetta nafn annars, þ.e. kynja.net?

Sigurður Fjalar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er ansi skrýtið og kynlegt þetta lénanafn. Ástæðan er einföld, þetta var eina lénin sem ég átti ónotað þegar mér datt í hug að gera þessa pligg tilraun.

Ég held að það myndi kannski verða ganglegra að setja svona pligg upp á isfoss.org heldur en wordpress. Ég hugsa að svona sé upplagt fyrir félagasamtök.

Það þarf samt að prófa þetta aðeins betur. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.5.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Í Joomla er líka hægt að setja upp vef með tenglum á rss strauma og því hægt að nota t.d. öll blogg sem bjóða upp á rss. Mér finnst það athyglisverður og hingað til ekki mikið notaður möguleiki því þar væri hægt að safna saman á einn vef völdum bloggum í eina fréttaveitu.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 14.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband