Sögur af konum og körlum

Frásagnir skráðar í myndbönd höfða til okkar. Sennilega af því að við teljum þær sannari og raunverulegri en frásagnir skráðar í aðra miðla t.d. frásagnir skráðar með texta. Sennilega líka vegna þess að hið persónulega sjónarhorn fangar athygli okkar, við viljum heyra og sjá sögur af einstaklingum, ekki síst einstaklingum í tilfinningalegu umróti, við viljum heyra "Harmsögu ævi minnar" kveðna upp á nýtt í nýjum miðlum. Við viljum frásagnir af kvöl og angist, við viljum horfa á myndbönd af frægum persónum sem hafa hrapað og misst stjórn á lífi sínu, við viljum gægjast inn í líf þeirra á viðkvæmum augnablikum, við viljum close-up af líkama þeirra og sál, við viljum sjá inn í kvikuna.

Miðlunarheimurinn er líka að breytast úr heimi þar sem rýmið fyrir sögur af einstaklingum í dagsins önn er ekki bara slúðurdálkar um fræga fólkið og harma þess og sigra. Á youtube geta allir sagt sögu sína. Og margir gera það. Segja harmsögu lífsins, stundum með einföldum hætti, stundum aðeins með talandi hausum. Hér á eftir vísa ég í tvær sögur, tvö myndbönd á youtube þar sem maður og kona segja sögur með því að tala framan í vídeóvélina. Annars vegar er það saga ungs blökkumanns sem segir frá því að lögreglan hafi skotið frænda hans til bana og hins vegar er það saga kornungrar stúlku (16 ára) sem segir frá því að henni hafi verið nauðgað. Hugsanlega eru sögurnar sem þau segja sannar, það er satt að frændi mannsins var skotinn af lögreglu og það er satt að nauðgun var kærð af stúlku með sama nafni og stúlkan sem segir sögu sína. En þetta geta líka verið sögur sem búnar eru til af fólki til að vekja umtal og eftirtekt eða af fólki í tilfinningulegu umróti.

Mismunun kynþátta og ofbeldi gagnvart blökkumönnum og kynferðisleg misneyting og ofbeldi gagnvart konum og börnum hafa fengið andlit í svona sögum, þær eru sagðar í samfélagi þar sem mörgum konum er nauðgað af einhverjum í næsta umhverfi þeirra, einhverjum sem þær þekkja og umhverfi þar sem margir  blökkumenn sitja í fangelsum og ofbeldið sem þeir verða fyrir er formgert og stofnanagerð og  af hálfu stjórnvalda. Í sögunni sem blökkumaðurinn segir af frænda sínum þá er frændinn líka hluti af kerfinu, frændinn sem er drepinn er fangavörður. Og frændinn er drepinn vegna þess að lögreglan er kölluð á staðinn af konu vegna heimiliserja (heimilisofbeldis?) Í báðum þessum sögum telja sögumenn að ríkisvaldið sé að hilma yfir glæpamönnum, hilma yfir með nauðgurum og morðingjum.

Það er áhugavert að skoða hvernig fólkið segir sögurnar, karlmaðurinn byrjar á að berja sér á brjóst og segja frá sjálfum sér sem sigurvegara, sem íþróttamanni með frægu liði. Hann grætur ekki.

 

 


mbl.is Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð skrif.

Marta B Helgadóttir, 21.5.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Áhugaverð umræða.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband