Resistence of the Monkeys

Alls staðar er þrengt að miðstöðvum þar sem dreifing á höfundarréttarvörðu efni fer fram. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Þar fer fram fyrir opnum tjöldum afritun á dýrum eignaréttarvörðum hugbúnaði, tónlist og myndböndum.  

 

Þetta er erfið staða og þetta er ófremdarástand. Margar vinsælustu netveitur heimsins s.s. Youtube miðla meira og minna efni sem er sem er brot á höfundarlögum t.d. efni frá tónlistarfólki sem er ekki sett þar inn með leyfi viðkomandi. Það er ein leið í sjónmáli fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Hún er  sú að taka upp sömu vinnubrögð og tíðkast í samfélögum um opinn hugbúnað, að taka upp svoleiðis vinnubrögð líka fyrir inntakið. Sem betur fer er ríkisstjórnin núna búin að samþykkja stefnu um opinn hugbúnað, stefnu sem vekur athygli erlendis, sjá hérna. The Saga of Open Source in Government

Barátta torrent.is vekur líka mikla athygli í töölvunördaheiminum utan Íslands og sigri þeirra yfir Skáis var ákaft fagnað. Það næðir um margar svipaðar þjónustur, sjá þessa frétt í dag í sænska daglblaðinu: Pirate Bay stäms på 600 miljoner

Það er ein leið möguleg fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Það er ekki sú leið að nota bara höfundarréttarvarið efni og passa bara að við höfum leyfi til þess. Sú leið er svo torfær og grýtt í dag að hún er nánast alveg lokuð. Miklu skynsamlegra er að fara í hina áttina - að sniðganga eins og maður getur efni sem er með hefðbundu höfundarleyfi. Hlusta ekki á þannig tónlist, horfa ekki á þannig kvikmyndir, lesa ekki þannig bækur, nota ekki þannig myndefni og það sem er allra mikilvægast  og það er að notast eingöngu við efni sem er með opnu höfundarleyfi í verk sem við erum að endurblanda og setja saman á nýjan leik.

Það samfélag þar sem er höfundur og svo margir lesendur eða hlustendur er á undanhaldi, við viljum ekki vera óvirkir hlustendur sem bara hlustum á miðlun einhverra annarra, við viljum taka inn efnivið frá umhverfi okkar og senda svo út okkar eigin verk - verk sem byggir meira minna á verkum annarra eins og öll tjáning og sköpun og hugsun í mannlegu samfélagi.

Sumir tala um youtube kynslóðina. En youtubevæðing sem gengur bara upp á að hlusta á vídeóklipp þar og skeyta inn í bloggin sín og kannski hlaða stöku sinnum  inn eigin vídeóklippi  er vinnulag gærdagsins. Það er miklu lærdómsríkara og meira skapandi að kynna sér hvernig kerfi eins og Kaltura vinna, kerfi þar sem margir geta skapað saman vídeó og klippingin og samsetningin fer fram í opnu vefrými og styðst bara við efni með frjálsu höfundarleyfi (cc-by-sa)

Ég fór á opnunina á listahátíð í Reykjavík í gær, ég tók nokkur vídeóklipp á litlu stafrænu myndavélina mína. Svo hlóð ég þeim inn í Kaltúra, klippti til og setti saman eins og ég vildi og svo leitaði ég með leitarorði að hljóði, Kaltura leitar í Jamenco og CCMixter sem eru söfn með opnu tónlistarefni. Mér fannst viðeigandi að setja undir tónlistina "Resistence of the Monkeys frá Digital Wonderland. Allir geta bætt við og breytt þessu vídeó mínu (verða að vera notendur á kaltura.com).

Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla listamenn sem ætla að vinna í stafrænum miðlum og netmiðlum að átta sig hve nauðsynlegt tjáningarfrelsi - og þá ekki síst tjáningarfrelsi  til að skapa úr efnivið annarra/remix er í dag. Þetta lagaumhverfi sem við búum við núna er ekki að hjálpa meirihlutanum af listamönnum heimsins. Það er sár þörf á umbótum. Á meðan þær koma ekki þá ráðlegg ég öllum að halda sig bara inn í heimi þar sem allt er með opnum höfundarleyfum og sniðganga eins og hægt er það  efni sem er með þröngum höfundarrétti sem tekur mið af prentsamfélagi gærdagsins.

 

 

Kaltura
mbl.is Höfða nýtt lögbannsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er ekki sammála að þetta sé ófremdarástand, þetta er frelsi, þetta er anarkí, þetta fylgir netinu og þeir sem eru að fá kast einsog t.d smáís ættu að finna sér eitthvað annað að gera því barátta þeirra er gagnslaus og hallærisleg. So what þó að milliliðirnir fái ekki pening?

halkatla, 17.5.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón:Veit ekki hvað þú átt við með rangfærslum. Ég efast um að þú hafir lesið og skilið skrif mín. Ég er ákafur talsmaður sem opinna höfundarleyfa og bendi á að það er mjög erfitt að starfa í klafa þeirra höfundarleyfa sem eru gildandi á Íslandi.  Ég bið þig að saka ekki aðra um rangfærslur nema koma með einhverjar sannanir eða rökstuðning um það. þú vísar í slóðir sem eru flest greinar eftir fólk sem ég er innilega sammála.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.5.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Anna Karen: Þorgeir ljósvetningagoði sagði: Ef við slítum sundur lögin þá slítum við líka í sundur friðinn. Hann áttaði sig á nauðsyn þess að það væru ein lög í gildi.

það býður mikilli hættu heim að hér vaxi upp samfélag lögleysis, stór samfélög sem virða ekki lögin í landinu og svo séu í gildi lög sem mjög fáir geta farið eftir. það er nauðsynlegt að breyta lögunum.

skólanemar geta kannski leyft sér að hirða ekki um höfundarréttarlög en það geta kennarar og opinberir starfsmenn ekki. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband