Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 08:24
Flóðbylgja í Færeyjum
Ísland er heitur reitur. Eins konar súla sem rís upp úr hafinu út af eldsumbrotum.
Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annars staðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir.
Vísindavefurinn: Er heitur reitur undir Íslandi?
Ég velti fyrir mér hvort þessi flóðbylgja í Færeyjum í gær og Suðurlandsskjálftinn í gær sé eitthvað tengd skjálftavirkni á Íslandi og hugsanlegri eldvirkni í hafi.
Tíðindalítil nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 17:20
Um Suðurlandsskjálfta
Það eru nú bara rúmar tvær vikur síðan ég skrifaði grein á íslensku wikipedia um Suðurlandsskjálfta.
Það er þegar búið að bæta við greinina heilmiklum upplýsingum um nýjasta Suðurlandsskjálftann sem var núna rétt áðan. Það vantar hins vegar grein á ensku um Suðurlandsskjálfta. Ég skrifaði áðan grein á Wikinews um Suðurlandsskjálftann í dag Earthquake (6.1) in Iceland near Hveragerði en þá var ekkert komið um skjálftann á BBC. Núna er sú frétt komin á toppinn á en.wikinews.org
Svona wikiverkfæri eru ágæt við samtímaatburði.
Það er svo spjallsíða um greinina um Suðurlandsskjálfta hérna.
Flokkast sem Suðurlandsskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 02:39
Fíklar og fangar, Sogn og Byrgið
Nú næðir um landlæknisembættið og margar stofnanir. Það er erfitt að skilja hvernig maður með sömu vandamál og sömu forsögu og geðlæknirinn á Sogni hefur getað stundað þá iðju að falsa lyfseða fyrir amfetamíni og methylfentidati á fanga. Það er eitthvað verulega áfátt í eftirlitskerfinu, hvar sem nú brotalamirnar eru. Það er hins vegar langt í frá viðeigandi að landlæknisembættið sé að rannsaka þetta mál. Til þess eru tengsl embættisins við málið allt of mikil. Það er eðlilegt að það sé rannsakað af einhverjum öðrum.
Ég hef áður skrifað tvö blogg um landlæknisembættið varðandi Byrgismálið
Landlæknir, skottulækningar og Byrgismálið
Þekkir landlæknir ekki lög um skyldur landlæknis?
Það var líka ekki fyrir tilstilli landlæknisembættis sem upp um málið komst, það var vegna þessa atviks:
"Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir han. aðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni." (visir.is)
Geðlæknirinn á Sogni var í stóru hlutverki í Byrgismálinu. Hann bar líka læknisfræðilega ábyrgð á þeirri stofnun og ekki hefur honum tekist þar vel upp:
Mbl.is - Frétt - Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu
Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins.
Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum."
Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins.
Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir
186,3 milljónir króna greiddar til Byrgisins
Fyrrverandi vistmaður á Sogni (...nafn tekið út eftir að mér barst ósk þess efnis frá viðkomandi í símtali 27. febrúar 2009..) lýsir frekar fátæklegri meðferð þar. Það er nú samt góðs viti að hann sé útskrifaður og sé í standi til að kvarta. Það er nú ekki sjálfgefið að þannig ástand sé á þeim sem fara á slíkar stofnanir.
Óskar fór alltaf með lyfin til Magnúsar
Magnús geðlæknir: Segist ekki á leiðinni í meðferð
Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf
Það eru núna í hópi bloggara margar mæður sem eiga um sárt að binda vegna fíkniefnaneyslu barna sinna. Sumar eiga börn sem hafa látist af of stórum skammti eiturlyfja, í sumum tilvikum eiturlyfja sem eru lyf sem koma gegnum lyfseðla frá læknum.
Hér er ein færsla sem lýsir upplifun móður
Magnús Skúlason loksins sviptur leyfi til að skrifa lyfseðla fyrir læknadópi.
Það er afar sorglegt að svo hafi verið komið að mönnum eins og Guðmundi í Byrginu og umræddum geðlækni hafi verið treyst fyrir andlegri og líkamlegri velferð þjáðra manna.
Yfirlæknir til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2010 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2008 | 16:23
Síminn var hleraður í síðasta torfbænum í Reykjavík
Síðasti torfbærinn í Reykjavík sem búið var í var sennilega Litla-Brekka sem stóð þar sem núna er bílastæði Hjónagarðanna á horni Eggertsgötu og Suðurgötu. Ég bjó á stúdentagörðunum í fjögur ár á annarri hæð í íbúð sem vísaði móti Suðurgötu. Út af svölunum horfi ég niður á lágreistan torfbæ, hann var í niðurníðslu en hann var samt orðið dýrmætt tákn um þá Reykjavík sem var að hverfa. Hann var fyrir skipulaginu og það stóð til að rífa hann. Það bjó þá aldraður einsetumaður í Litlu-Brekku, það var Eðvarð Sigurðsson. Stuttu eftir að ég flutti úr Vesturbænum mun Eðvarð hafa flutt úr Litlu-Brekku og bærinn var rifinn.
Núna les ég að í hlerununum árin 1949 til 1968 þá var síminn í torfbænum á heimili Eðvarðs og Ingibjargar móður hans hleraður. Ég held að þau hafi nú ekki verið mikið misyndisfólk. Það er hérna ágætis vefsíður nemanda í Khí um bæinn Litlu-Brekku og viðtal við Sigríði systur Eðvards um hvernig var að alast upp í torfbænum, um jólahald og hvernig fjölskyldan spjaraði sig með því að rækta kartöflur og halda hænsni. Þetta er smáinnsýn inn í lífið hjá einni af fjölskyldunum sem síminn var hleraður hjá.
Þessar símahleranir eru "too close to home" til að ég geti leitt þær hjá mér. Síminn var hleraður hjá manninum í næsta húsi við mig, hjá Eðvarð í torfbænum Litlu-Brekku og síminn var hleraður hjá manninum sem bjó á hæðinni fyrir neðan mig á Laugarnesvegi 100.
Það voru 32 heimili hleruð á árunum 1949 til 1968. Best að athuga hvort ég tengist ekki einhverjum fleiri en þessum tveimur sem voru nágrannar mínir.
Ég skrifaði áðan greinina Litla-Brekka inn á íslensku wikipedia.
Hmmmm....
Eftir smátilraunir til að tengja þetta blogg við fréttina um hlerunarmálið þá komst ég að því að Moggabloggið leyfir ekki nema eina tengingu við sömu frétt frá hverjum bloggara. Það er náttúrulega ekkert við því að segja en þetta er takmarkandi fyrir listrænt frelsi mitt. Ég ætlaði að blogga eins oft um þessa frétt eins og ég gæti tengt mig og mitt líf við þessa 32 aðila sem voru hleraðir. En sem sagt vegna manngerðra takmarkanna (annað hvort út af spammsíu eða njósnaumfjöllunarparanoiju) þá verður heimurinn af þessum listræna gjörningi mínum.
Ég var að vona að þetta yrði listaverk í 32 bútum. Það finnst sennilega fáum það listrænt að tengja moggablogg við moggafréttir.
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2008 | 11:29
Salvör Sól 1 árs
27.5.2008 | 14:15
Hlerunin á Laugarnesvegi 100
Það er erfitt að hlera lagið Laugarnesvegur 100 sem Sindri Eldon syngur í, ég fæ engan botn í textann. Þetta er sennilega dulkóðað á einhverju máli sem aðeins æskulýður þessa lands skilur. En þetta er lag bernsku minnar, ég er alin upp á Laugarnesvegi 100. Á hæðinni fyrir neðan bjó Hannibal Valdimarsson og Sólveig kona hans. Sími þeirra var hleraður á þessum árum.
Það er alveg fáránlegt hvaða fólk er á þessum hlerunarlista, þetta hefur verið mikið paranoija hjá þeim sem stóðu fyrir hlerununum. Þetta virðist vera einhver konar litla watergate Íslands. Ég held að það sé eitt sem þetta kennir og það er að þeir sem eru í aðstöðu til að hlera munu nota aðstöðu sína og búa sér til einhverja réttlætingu á gjörðum sínum. Þó ímyndunarafl manna virðist almennt ekki mikið þá virðist það nánast vera óendanlegt þegar kemur að því að finna réttlætingu á yfirgangi og vélráðum.
Núna erum við með stafræna nettækni sem gerir hleranir og ýmis konar rafræna vöktun miklu auðveldari. Það er hreinn barnaskapur ef fólk heldur að þeir aðilar sem hafa hag af slíkri vöktun og hlerun geri það ekki. Það er mikilvægt að fólk viti af því að flest sem það gerir t.d. í netheimum er skráð og það geta ýmsir rakið sporin og fylgst með ferðalagi um Netið og ekki síst hvernig tengslin eru milli aðila. Sumir aðilar sem fylgjast með gera það vegna þess að þeir vilja fylgjast með væntanlegum kaupendahópum og vilja fá upplýsingar til að geta markaðsett vörur og þjónustu. Það er nú að ég held meinlaustasta gerðin af eftirliti.
Það er hins vegar afar hættulegt þegar stjórnvöld fara að líta á eigin þegna sem tilvonandi eða núverandi fjandmenn sína sem þau þurfi að njósna um.
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 22:41
Stjörnustríð og geimferðalag með Worldwidetelescope.org
Microsoft hefur gefið heiminum ókeypis aðgang að hugbúnaði til að skoða himingeiminn. Hægt er að hlaða þessum búnaði niður á http://worldwidetelescope.org
Það þarf nú reyndar dáldið öfluga vél í þetta og helst með Vista stýrikerfi. Ég hlóð þessu niður og prófaði. Wordwidetelescope er gríðalega skemmtilegt verkfæri í störnufræðikennslu. Það er hægt að ferðast um alheiminn og hægt að búa til geimferðalög "guided tours". Þetta er afbragðstól fyrir alla sem eru að læra að kenna stjörnufræði. Það er hægt að hlaða niður geimferðalögum sem aðrir hafa búið til, ég prófaði að fara í ferðalag til hvirfilstjörnuþokunnar Messier 81 sem er í 12 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu. Það er hægt að súmma út og inn og sjá myndir sem hafa verið teknar með öflugum stjörnukíkjum, sams konar og bestu stjörnuathugunarstöðvar heimsins nota.
Svo er hægt að hægrismella á fyrirbæri sem mæta manni á þeysireiðinni um geiminn og fletta upp upplýsingum. Ég var hrifin af því að það var hægt að velja um nokkur gagnasöfn og þeirra á meðan var Wikipedia. Það eru fínar upplýsingar um ýmis stjarnfræðileg fyrirbæri í ensku wikipedíu.
Google hefur áður slegið í gegn með Google Earth og mér skilst að Google Sky sé svipað og Worldwidetelescope en ekki eins gott. Það er ekki vafamál að hin mikla barátta sem nú er milli Microsoft og Google er að skila okkur notendunum því að við höfum núna ókeypis aðgang að þessum góðu forritum.
Sjá um stjörnustríðið nýja t.d. í þessari grein:
Digital World: Virtual universe star wars | Jerusalem Post
Takk Microsoft fyrir þennan frábæra hugbúnað!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2008 | 09:40
Nýja Grænland
Það má náttúrulega ekki útiloka Mars sem dvalarstað manna ef vatn finnst og hægt verður að virkja það til að breyta umhverfinu. Þó landnámið á Mars sé nú ekki beint í augsýn þá sýnist mér á þessum hrjóstrugu myndum að það sé þörf á sams konar ímyndar- og auglýsingamennsku og íslenskir landnámsmenn beittu við Grænland eftir að þeir höfðu feilað á því að skíra eyjuna sem áður hét Garðarshólmi Ísland.
Landkostir á Mars eru þannig að það færi vel á að skíra þetta svæði sem geimfarið lenti á Nýja-Grænland. Ég teiknaði í Inkscape áróðurmynd fyrir búsetu þar, lagði græna filmu yfir auðnina á Mars og setti inn blóm og tré og dýr og fólk.
Það er gaman að fylgjast með rannsóknunum á Mars. Nasa er með vandaða vefsíðu um það hérna: Nasa: Mars Exploration Program
Mars (reikistjarna) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN - Mars (reikistjarnan, plánetan)
Margar greinar eru á Vísindavefnum sem svara spurningum um Mars:
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hvað heita tungl Mars?
- Úr hverju er Mars?
- Er andlit á reikistjörnunni Mars?
- Búa grænar geimverur á Mars?
- Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?
- Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
- Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
- Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?
- Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
- Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?
- Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
- Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
- Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
- Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
- Er maður þyngri á Jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
- Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?
Fyrstu myndirnar frá Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 19:30
Vefstríðið mikla
Google og Microsoft berjast nú um yfirráð í vefheimum. Samþjöppun valds í hinu stafræna rými getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir netnotendur. Google og Microsoft eru mismunandi fyrirtæki, tekjur Google koma frá auglýsingum en tekjur Microsoft frá sölu á stýrikerfum. Microsoft reynir nú að kaupa upp veffyrirtæki eins og Yahoo og Facebook.
Fyrrum starfsmaður Microsoft og einn mest lesni bloggari heimsins Scobleizer varar við hvað muni gerast ef Facebook kemst í hendur Microsoft. Hann segir að þá muni Microsoft geta stjórnað leitinni og stoppað Google í að leita í gögnum þar. Hann segir um Facebook: "This is a scary company and if it gets in the hands of Microsoft will create a scary monopoly."
Sjá nánar bloggið hans:
Scobleizer: Why Microsoft will buy Facebook and keep it closed
Aðrar greinar
Microsoft vs. Google: Are all monopolies created equal? | All about Microsoft
Netnotendur verða sífellt óbilgjarnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 12:16
Blogglist
Fyrir fimm árum þá hvatti ég íslenska bloggara til að sækja um listamannalaun. Ég skrifaði þá þetta blogg:
Bloggarar athugið !!! Listamannalaun .... umsóknarfrestur að renna út!!!!
Er ekki ástæða til að minna alla orðlistamenn (eru ekki allir bloggarar orðlistamenn?) á að frestur til að sækja um listamannalaun rennur út klukkan 16 í dag. Nógur tími er samt til stefnu, bara að fylla út þetta eyðublað og senda í tvíriti. Í reitinn þar sem umsækjendur úr Listasjóði eru beðnir að tilgreina listgrein sína þá má reyna að skrifa orðið BLOGG og haka við að sótt sé um í launasjóð rithöfunda. Í stóra reitnum þar sem beðið er um "stutta og hnitmiðaða lýsingu á verkefni/verkefnum sem fyrirhugað er að vinna að á starfslaunatímanum" þá má reyna að gefa bara upp vefslóð á bloggið.
Svo þarf náttúrulega að fylgja með "Ýtarleg greinargerð um verkefnið sem liggur til grundvallar umsókninni". Hér má reyna að prenta allt blogg frá byrjun. Upplýsingar um listrænan feril, m.a. um helstu verk o.s.frv gætu verið svona setning: "Hefur bloggað í sautján mánuði. Aldrei orðið bloggfall." #Athugasemdir við þetta blogg voru þessar:
Frábær hugmynd en ég er ekki svo viss um að vinnuveitandi minn yrði jafn hrifinn!
Ég er ennþá sama sinnis og fyrir fimm árum. Blogg getur verið listaverk, ef til vill er það tengdast gjörningalist eða uppákomum því það er mun meira samband milli lesenda og skrifara á bloggi og lesendur taka á vissan hátt þátt í að skrifa bloggið. Bloggið er líka skrifað í samfélagi og endurómar viðhorf þar eins og bylgjur eða býr til nýja bylgjuhreyfingu sem er endurómuð af öðrum svona eins og memes. Tengingar í bloggi eru stundum eins og tengingar í bókmenntum, ég finn til skyldleika við Eliot í eyðilandinu þegar ég set tengingar í blogg.
Ég hef alltaf reynt að skrifa blogg eins og bókmenntatexta og það skiptir mig ekki miklu máli þá aðrir sjái það ekki. Þannig reyndi ég fyrstu árin að láta öll blogg hafa tvöfalda merkingu, eina sem bloggið virtist á yfirborðinu fjalla um og eina sem væri dýpri og tengdist eigin reynslu og lífi.
Ef ég lít yfir tvær síðustu bloggfærslur þá eru þær líka bókmenntatilraunir, tilraunir til að taka fréttir sem mér fannst ekki merkilegar og reyna að blása í þær einhverri merkingu og tengja saman hluti sem enginn hefur tengt saman.
Bloggarar vilja listamannalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)