Um Suðurlandsskjálfta

Það eru nú bara rúmar tvær vikur síðan ég skrifaði grein á íslensku wikipedia um Suðurlandsskjálfta.

Það er þegar búið að bæta við greinina heilmiklum upplýsingum um nýjasta Suðurlandsskjálftann sem var núna rétt áðan. Það vantar hins vegar grein á ensku um Suðurlandsskjálfta. Ég skrifaði áðan grein á Wikinews um Suðurlandsskjálftann í dag Earthquake (6.1) in Iceland near Hveragerði en þá var ekkert komið um skjálftann á BBC. Núna er sú frétt komin á toppinn á en.wikinews.org

Svona wikiverkfæri eru ágæt við samtímaatburði.

Það er svo spjallsíða um greinina um Suðurlandsskjálfta hérna. 


mbl.is Flokkast sem Suðurlandsskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir að bæta við Wikipedia, sem ég nota mjög mikið. Í þessu felst kraftur þess, að fólk sjái sig knúið til þess að bæta við almenna fróðleiksbrunnin þar. Mig hefur oft langað til þess, en ekki smellt neinu niður enn. Hvernig kemur þú með grundvallarfærslu um svið sem t.d. er ekki þar enn?

Ívar Pálsson, 29.5.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Morten Lange

Mér sýnist einhver hafi fært fréttina af aðalsvæðinu.  Það eru einhverjir þarna sem þykjast vera einræðir ritstjórar.  Það var mín reynsla þegar ég reyndi að setja inn frétt einusinni.  Henni var eytt, án umræðna.

En fréttin um skjálftann finnist þó sem "under development", og birtist hér :    http://en.wikinews.org/wiki/Wikinews:Newsroom 

og beint : 

http://en.wikinews.org/wiki/Earthquake_(6%2C1)_in_Iceland_near_Hveragerði 

Morten Lange, 29.5.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Greinin á wikinews er núna komin á forsíðu aftur, það er búið að breyta um nafn á henni og laga miðað við venjur á wikinews. Við sem tölum íslensku getum náttúrulega ekki tjáð okkur eins vel og enskumælandi fjölmiðlafólk. Mér fannst mjög pirrandi að oft var greininni hafnað (þ.e. stillt frá published into developing) út af tungumáli og út af hversu stutt hún var. Þetta er mjög mikil mismunun um hvaðan uppruni frétta er. Reyndar er þetta bara tap hjá wikinews, þetta er ákkúrat frétt sem miklu skiptir að komist strax í loftið og það var alveg ljóst í upphafi að þetta var frétt sem yrði forsíðufrétt fjölmiðla. Enda er fréttin núna á forsíðu BBC og CNN og margra annarra miðla.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.5.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband