Hlerunin á Laugarnesvegi 100

Það er erfitt að hlera lagið Laugarnesvegur 100 sem Sindri Eldon syngur í, ég fæ engan botn í textann. Þetta er sennilega dulkóðað á einhverju máli sem aðeins æskulýður þessa lands skilur. En þetta er lag bernsku minnar, ég er alin upp á Laugarnesvegi 100. Á hæðinni fyrir neðan bjó Hannibal Valdimarsson og Sólveig kona hans. Sími þeirra var hleraður á þessum árum.

Það er alveg fáránlegt hvaða fólk er á þessum hlerunarlista, þetta hefur verið mikið paranoija hjá þeim sem stóðu fyrir hlerununum. Þetta virðist vera einhver konar litla watergate Íslands.  Ég held að það sé eitt sem þetta kennir og það er að þeir sem eru í aðstöðu til að hlera munu nota aðstöðu sína og búa sér til einhverja réttlætingu á gjörðum sínum. Þó ímyndunarafl manna virðist almennt ekki mikið þá virðist það nánast vera óendanlegt þegar kemur að því að finna réttlætingu á yfirgangi og vélráðum.

Núna erum við með stafræna nettækni sem gerir hleranir og ýmis konar rafræna vöktun miklu auðveldari. Það er hreinn barnaskapur ef fólk heldur að þeir aðilar sem hafa hag af slíkri vöktun og hlerun geri það ekki. Það er mikilvægt að fólk viti af því að flest sem það gerir t.d. í netheimum er skráð og það geta ýmsir  rakið sporin og fylgst með ferðalagi um Netið og ekki síst hvernig tengslin eru milli aðila. Sumir aðilar sem fylgjast með gera það vegna þess að þeir vilja fylgjast með væntanlegum kaupendahópum og vilja fá upplýsingar til að geta markaðsett vörur og þjónustu. Það er nú að ég held meinlaustasta gerðin af eftirliti. 

Það er hins vegar afar hættulegt þegar stjórnvöld fara að líta á eigin þegna sem tilvonandi eða núverandi fjandmenn sína sem þau þurfi að njósna um.  


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég var líka mjög hissa þegar ég sá þennan lista.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er með hroll út af þessu máli.  Ömurlegt svo ekki sé meira sagt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég veit nú reyndar sjálf af fleiri dæmum um að fólk telur að hafi verið fylgst með heimilissímum. það var vegna paranoiju um að allt ungt hippalega klætt og síðhært fólk gerði ekki annað en flytja inn eiturlyf. Núna er mesta paranoijan þessi hryðjuverkahræðsla þannig að allir þeldökkir ungir menn ættaðir úr austurlöndum eru teknir sem potensial hryðjuverkamenn.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.5.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband