BDSM light - Byrgið og dýflissan

Það er sorglegra en tárum taki að lesa Byrgisdóminn (Sjá hérna S-15/2008), ekki síst svona skömmu eftir að hryllilegt dýflissumál kynlífsfangans Elísabetar Fritzl hefur komið upp á yfirborðið.  Guðmundur í Byrginu er líka eins og Josep Fritzl drottnari sem notar varnarlaust fólk sem er skjólstæðingar hans og honum háðir sem kynlífsþræla. Já og fékk til þess framfærslustyrk frá ríkinu. 

Ég treysti mér í augnablikinu  ekki til að lesa meira en byrjunina á þessum dómi, það er sagan um vitnið A. Það er kona sem ekki hefur verið í fjölmiðlum að ég best veit. Hún var eins og aðrir þolendur í þessu máli langt leiddur eiturlyfjasjúklingur þegar leiðir hennar og Byrgisins krossuðust.

En Guðmundur í Byrginu gengur ekki á Guðs vegum, hann er afsprengi samfélags sem kúgar og tjóðrar konur og lætur þær halda að þær séu inn í einhverju byrgi þegar í rauninni eru þær kynlífsþrælar inn í subbulegri dýflissu. 

Í dómnum má lesa  eftirfarandi frásögn frá vitninu A. 

.........í meðferðarviðtölum hefði ákærði farið að kynna fyrir henni BDSM-kynlíf með þeim orðum að hann og Helga kona hans ástunduðu BDSM-light sem væri létt afbrigði af slíku kynlífi. Hefði ákærði sagt að það væri vilji Guðs að konan væri undirgefin manninum og þess vegna myndi BDSM passa mjög vel þar sem maðurinn væri masterinn og konan væri undirgefin. Hann hefði sagt henni að BDSM-kynlíf hans væri fólgið í bindingum og notkun á svipum.

 

...............................

Ákærði hefði komið strax heim til hennar og sagt henni að Guð væri búinn að sýna honum að ef hún myndi ekki skilja við mann sinn, þá yrðu börn hennar óvernduð og myndu lenda í fleiri slysum þar sem maðurinn hennar væri ekki frelsaður. Hefði hann gefið í skyn að það væri ekki rétt hjá henni sem frelsaðri konu að vera gift ófrelsuðum manni. Kvað hún ákærða hafa boðið henni heim til hans að Háholti 11 í Hafnarfirði og sýnt henni dýflissu sem hefði verið lítið herbergi í kjallara blokkarinnar sem tilheyrði íbúð ákærða. Gengið væri inn í dýflissuna í gegnum skáp sem væri í fremri geymslunni. Í dýflissunni hefði verið stórt aflangt borð og á því hefðu verið margvísleg kynlífstæki. Einnig hefði verið lítið búr og í enda herbergisins hefði verið plata á vegg með mörgum nöglum sem hægt var að nota til að binda fólk við. Kvað hún ákærða hafa sagst hafa hannað þessa dýflissu sérstaklega fyrir hana. Henni hefði liðið mjög illa þarna inni en hún hefði samt þurft að þóknast honum. Hefði hún farið úr fötunum að ofan og hefði ákærði bundið hana við plötuna til að hún kynntist því hvernig væri að vera bundin

 

............................

..... þá hefðu skapast betri tækifæri fyrir hana til að sækja samkomur og meðferðarviðtöl hjá ákærða í Byrginu. Fljótlega hefði ákærði látið hana fá myndbandsspólu sem fjallaði um BDSM-kynlíf, um konu sem var þjálfuð í að vera kynlífsþræll, „slave“. Myndin heiti Story of O og sýni að það sé eftirsóknarvert að vera gerður að „slave“. Hefði mynd þessi heillað hana. Þá hefði ákærði tjáð henni að hann væri Iron Master. Þá hefði ákærði ítrekað við hana að það væri deginum ljósara að Guð vildi að þau tvö væru saman en hann vildi vera tillitssamur við hana þar sem hún forðaðist kynlíf með honum vegna […], en hann vildi þjálfa hana í að vera „sub“. Hefði ákærði komið heim til A í Y-bæ og þar hefði ákærði byrjað að slá hana með svipum.

............ 

 

Í þessum tilvikum hefði hann ætíð skipað henni að lúta vilja hans enda hefði hún verið orðin „subbinn“ hans.

 

Það kemur líka fram að vitnið A var hjá geðlækni og sagði honum strax árið 2001 frá sambandi sínu við Guðmund.  Hér er úr dómnum:

 

 

Í gögnum málsins liggur fyrir vottorð M geðlæknis þar sem segir m.a.: „Ofangreind hefur um árabil verið til meðferðar hjá undirrituðum vegna geðkvilla og tilfinningalegra vandamála. Meðferðin hefur falist í bæði viðtals- og lyfjameðferð. Haustið 2001 tjáði A mér að hún ætti í sambandi við Guðmund Jónsson, kenndan við Byrgið, að hans frumkvæði. Var hún á þessum tíma í áberandi slæmu jafnvægi, ýmist mjög kát eða niðurdregin og kvíðin sem oftar var og plöguð af sektarkennd. Þótti mér við þessar upplýsingar sem ég fengi þar skýringu á breytingum hjá henni sem ég hafði tekið eftir nokkru áður.

 


mbl.is Ósáttur við dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

svipað í gangi hér í Ameríku þar sem cult leiðtogi segist vera Messiah og sem slíkur þarf því að sofa hjá fylgjendum sínum, konum og börnum...

Sylvía , 9.5.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Viðbjóður í einu orði sagt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.5.2008 kl. 15:16

3 identicon

 
Sammála þetta er viðbjóður, en þetta er það sem samfélagið er farið að viðurkenna eins og sést þegar foreldrar og ráðamenn styðja hinu árlegu ógleðisgöngu með því að mæta þar.í þessari göngu er menn að sækjast eftir viðurkenningu á skömminni sem það lifir við,hvort sem það er bdsm bisexual,sadomaso,tvítóla,samkynhneigð, Ég segi reynum að vernda æsku landsins og sýnum börnum okkar ekki þennan heim.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Furðulegt, Gunnar, að líkja saman Gay Pride-göngufólki og perra sem notfærir sér veikleika fólks til að níðast á því.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:55

5 identicon

 Leap of Faith

Auðvitað er hægt að líkja Guðmundi við Fritzl. 

Bendi fólki að sjá kvikmyndina Leap of Faith með Steve Martin,  þar sem trúarfélög eru sýnd í sinni réttu mynd, þar sem "máttur" trúar er notaður á fólk sem þarf á útréttri hönd að halda.

Hún er að vísu gamansöm, en lætur mann skilja álvöru málsins með karektera eins og Fritzl og Guðmund 

valdimar (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Andstyggileg öll svona mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband