Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ísstormurinn - Góð grein hjá Gauta

Grein Gauta um Ísstorminn er góð.  Það brast eitthvað á Íslandi og það brast inn í höfðinu á hverjum einasta Íslendingi. Þetta er ekki mótvindur, fjármálakreppa eða djúp efnahagslægð. Þetta eru pólskipti hugans. Líka heimsins. Það getur verið að lánalínur bankanna leiki ekki lengur um Ísland en hér á Norðurslóðum liggja samt átakalínur í nýju heimskorti þar sem hart verður barist um ítök og auðlindir á næstu áratugum.

Það brast  traust á alla sem áttu að vera á vaktinni. Hvar voru eftirlitsaðilar, hvar voru stjórnmálamenn, hvar voru stjórnendur almenningshlutafélaga, hvar voru fræðimenn, hvar voru fjölmiðlar? Og hvað gerist núna? Er boðskapur dagsins "Yfir litlu varstu ótrúr, yfir allt skaltu settur", sömu mennirnir eru í brúnni og steyptu okkur í glötun og fjármálaeftirlitið er orðið alræðisvald í fjármálalífinu. Hnakkus skrifar um ástandið hérna.  

Ég held eins og Gauti að endirinn verði óvæntur og við erum núna sundurtætt af þessari óvissu um framtíðina. Það er ekkert afturhvarf til sams konar markaðsdrifins módels og féll með brauki og bramli. Tími lítilla mynta eins og krónunnar er liðinn. En það getur líka verið að tími lítilla þjóðríkja sé líka liðinn. Það getur verið að það sem er að gerast í heiminum í dag sýni vanmátt þjóðríkjanna í heimi hnattvæðingar og sá vanmáttur komi fyrst fram hjá smæstu leikendunum og þeim sem áttu hvað mest undir í hnattvæðingu.

Fyrir tíu árum þýddi ég grein eftir hagfræðinginn Angell sem snarað á íslensku er Hinn hugrakki nýi heimur  samrunans. Það er fróðlegt að lesa þá grein aftur núna og hugsa um hvort sá heimur sem nýjar tæknibreytingar búa til eigi að vera rúin allri samhygð og samkennd, eigi að vera heimur þar sem hörð lífsbarátta náttúruvals ríkir, þar sem hver étur annan. 


mbl.is Allir eru sekir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf hrapa í dag - Nikkei niður 11% í dag, Evrópumarkaðir niður

Ennþá einn svartur dagur. Ekki bara svartur fyrir Ísland  heldur líka svartur fyrir heiminn. Alls staðar lækka hlutabréf og það er engin orkukreppa því orkuverð hrynur og verð á málmum eins og áli hrynur. Allt hrynur nema matvælaverð.

Það er kreppa. Djúp kreppa. Ennþá kalla sumir þetta fjármálakreppu eða lausafjárkreppu en það er þannig að kreppan læsir sig inn á sífellt fleiri svið. hún hefur þegar gert það á Íslandi. Því miður mun almenningur í öðrum löndum líka finna fyrir kreppunni. Vonandi verður það ekki eins mikil brotlending og á Íslandi. Ég óska engri þjóð að lenda í sömu hörmungum og við Íslendingar. 

Við vitum að íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að afstýra kreppu á Íslandi.  En við höldum að stór og voldug ríki geti það í sínum löndum þó þau séu skuldug og hafi staðið í og standi í stríðsrekstri. Almenningur í þeim löndum trúir því líka. Vonandi tekst stjórnvöldum í USA  og Bretlandi ætlunarverk sitt en því miður er það ekki alveg víst. Bretland stendur þó miklu betur, þar er hefð fyrir meiri ríkisafskiptum og núna tiltrú á Keynes pólitík Gordons Brown. Bandaríkin standa mjög illa þangað til kosinn hefur verið nýr forseti. Keynes pólitík gengur út á að opinberir aðilar reyni að eyða og setja á stað framkvæmdir til að hindra að allt frjósi pikkfast og hirði ekki um að safna skuldum.

Útlitið er svart fyrir USA: 

Most analysts now say that a US recession appears virtually certain as a crippling credit crunch and housing meltdown drags down the rest of the economy despite a 700-billion-dollar banking sector rescue plan.


mbl.is Nánast engin viðskipti í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rio Tinto hlutabréf í frjálsu falli

Því miður er ástandið í fjármálaheiminum utan Íslands að versna mjög mikið. Aðgerðir stjórnvalda bæði í Evrópu og Ameríku höfðu örugglega áhrif að draga úr fallinu. En fallið heldur áfram. Það er ennþá panikástand í heiminum og það er orðið svo útbreitt að að það er hætta á að það nái til svæða sem hingað til hafa ekki fundið fyrir kreppunni t.d. Kína. 

Hlutabréf í Rio Tinto hafa lækkað um helming á einu ári og lækka þessa stundina mjög mikið eins og önnur hlutabréf. Fyrirtækið fær því ekki mikið svigrúm til fjárfestinga og hefur frestar eignasögu vegna markaðsaðstæðna. 

Það er hægt að fylgjast með gengi hlutabréfa í einstkum félögum á fjármálavef yahoo.

Hér er hægt að fylgjast með Rio Tinto 

Bréfin í Rio Tinto hafa lækkað um yfir 5 % í dag og halda áfram að lækka.

Ef tekið er síðustu sex mánuðir þá hefur verð bréfa lækkað gífurlega. Núna er verðið 2,234 en það var um 7000 í maí síðastliðnum.

Það er því miður þannig að tekjur okkar af áliðnaðinum munu minnka verulega vegna kreppunnar og jafnframt munu álfyritæki ekki hefja hér neinar nýjar framkvæmdir þegar ekki er ljóst hvenær botni kreppunnar er náð. Það er því falsvon að halda að það verði hafin hérna bygging á álverum til að bjarga okkur núna. Hins vegar mun þessari kreppu slota og þá er náttúrulega fínt fyrir alþjóðlegu fyrirtækin að hafa samninga í höndum fyrir álver. Það er oft í dag ein mesta fyrirstaðan.

Því held ég að Hafnfirðingar ættu ekki að reiða sig á þó að þeir skrifuðu allir sem einn undir álver að það verði byggt fyrr en kreppunni slotar og það geta verið einhver ár í það.   

 


mbl.is Fólk staldri við stóra ákvörðun um álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristín Helga 19 ára

Dóttir mín á afmæli í dag. Hún varð 19 ára. Hún  fæddist í Bandaríkjunum þegar ég var í námi þar en kom með mér til Íslands tveggja mánaða gömul. Um það leyti sem hún fæddist þá féll Berlínarmúrinn, járntjaldið sem skipti heiminum í tvo hluta, heim kapítalismans og heim kommúnismans. Tveimur dögum eftir að hún fæddist reið jarðskjálfti yfir San Fransisko, skjálftinn var 7.1 að styrkleika.

Hún fæddist á umbrotatíma, nokkru áður en Sovétríkin liðuðust sundur. Núna er líka umbrotatími. Ef til vill er hugmyndakerfi kapítalismans að hrynja saman eins og kommúnistakerfi Sovétríkjanna gerði á sínum tíma. Ef til vill eru þetta fjörbrot kerfis sem gengur ekki upp lengur. En það bendir allt til þess að einhvers konar pólskipti séu að verða í valdajafnvægi í heiminum. 

Yfir Ísland ganga núna miklar hörnungar. Mér er farið eins og öllum foreldrum á Íslandi í dag, ég hef áhyggjur af því hvaða framtíð bíði barna minna á Íslandi. Bíður þeirra einhver framtíð hérna? 

Samt veit ég að þessar hörmungar sem nú skekja Ísland eru af manna völdum og það er ekki stríð. Ég held að svona manngerðar hörmungar fylgi einhverju mynstri þó ég sjái ekki hvað það er.

Þekking mannanna er svo mikil að það er hægt að spá fyrir um að náttúruhamfarir gerist. Þannig vitum við að Kötlugos er í aðsigi, Hekla mun væntanlega kjósa aftur  fljótlega og það verða öðruhverju Suðurlandsskjálftar vegna spennu sem hefur byggst upp. 

Í sumar gekk Suðurlandsskjálfti yfir Ísland.
Bráðum mun öflugur jarðskjálfti aftur verða í San Fransiskó.


mbl.is Vilja stokka kerfið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown á Facebook, Scotland Yard á Icesave

Hvað mun óvinsæll þjóðarleiðtogi í Evrópu gera? Hvað mun hann gera til að draga athyglina frá því sem er að grotna niður í eigin ranni? Hann mun gera það sama og aðir hafa gert á undan honum. Hann mun reyna að kaupa sér vinsældir með að þjappa þegnum sínum gegn einhverjum óvini. Og sá óvinur og sú ógn sem við erum hræddust við eru hryðjuverk. Við Íslendingar höfum fengið að kynnast því hvernig Gordon Brown túlkar bresk lög um hryðjuverk "War on Terror" og hvernig hann hikar ekki við að beita þeim gagnvart Íslendingum.

Nú ætlar Gordon Brown að færa sig lengra upp á skaftið. Hann vill fara að tjatta á Facebook og kynna sér vinanet manna þar og sjá hvar óvinir sitja á fletum fyrir.  Hann vill fá hryðjuverkalög  um Facebook, sjá þessa grein:
Police to hunt terrorists on Facebook

Hryðjuverkalöggjöf Bretlands og annarra landa mun alveg örugglega bitna fyrst og fremst á saklausu fólki og vera notuð til að réttlæta og taka til baka mannréttindi og starfsréttindi sem um var samið í öðrum lögum og sem almenningur heldur að gildi. Aðgerðin þegar hryðjuverkalögum var beitt  gegn Íslendingum sem eru friðsamlegasta þjóð í Evrópu, þjóð sem neitar að taka þátt í hernaði og þar sem friður hefur ríkt í þúsund ár sýnir að öllum fyrirtækjum í Bretlandi sem hafa höfuðstöðvar erlendis og öllum sem ekki eru með breskt ríkisfang stendur ógn af þessum lögum.

Það mun líka koma sá tími að venjulegum innfæddum Bretum mun standa ógn af þessum lögum, þau verða orðin víðtæk lög sem heimila stjórnvöldum að fylgjast með hverju fótmáli þegna sinna og ætla þeim illt eitt. Það er ekkert hættulegra en stjórnvöld sem skilgreina þegna sína sem óvini sína.

En þó að  stjórnvöld stórvelda beggja vegna Atlantsála hafi meðbyr í baráttunni gegn hryðjuverkum og við viljum öll að þau haldi vakt sinni og reyni strax að sjá teikn um að hryðjuverkahópar ætli að láta til skarar skríða þá hef ég ekki neina ofurtrú á breskum og bandarískum stjórnvöldum.Ég las einhvers staðar að Scotland Yard hefði verið ein af þeim stofnunum sem voru með reikninga á Icesave. Mörg sveitarfélög og líka lögreglur muni hafa verið með launareikninga þar. Ég verð að segja að mér finnst ekki mjög traustvekjandi fyrir almenning á Bretlandi ef banki sem stjórnvöld hafa núna beitt hryðjuverkalögum á var sú stofnun sem sýslaði með launareikninga leynilögreglumanna í Bretlandi. 

En það sakar ekki að rifja upp ljóðið First they came...

Það er svona:

First they came for the Jews
and I did not speak out - because I was not a Jew.

Then they came for the communists
and I did not speak out - because I was not a communist.

Then they came for the trade unionists
and I did not speak out - because I was not a trade unionist.

Then they came for me -
and by then there was no one left to speak out for me.

Pastor Martin Niemöller


mbl.is Brown sakaður um ragmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinn hugbúnaður blómstrar í lausafjárkreppunni

Það hefur verið barátta hjá mér og öðrum undanfarin ár að fá fólk til að skilja kosti þess að breyta yfir í opinn hugbúnað og  efni með opnum höfundarrleyfum, efni sem má afrita og breyta að vild. Oftast er slíkt efni ókeypis en það hefur samt oft verið erfitt og nánast ógjörlegt að fá fólk til að skilja að það er oft að borga fyrir séreignarhugbúnað en getur fengið jafngóðan og stundum betri hugbúnað ókeypis. 

Það eru mikil tækifæri að aðlaga opinn hugbúnað til nota í viðskiptum og atvinnulífi. Google leitarvélin keyrir að ég best veit alfarið á opnum hugbúnaði svo ég nefni dæmi sem allir þekkja.

Hér eru nokkrar greinar sem fjalla um hvernig kreppan veldur því að nú færa sig margir yfir í opinn hugbúnað, ekki síst opinberir aðilar og reyndar allir þeir sem þurfa að spara

Credit crunch moves business to adopt open source | IT PRO

What the credit crunch means for IT | Tech News on ZDNet

Billy on Open Source: Will the Credit Crunch Accelerate the Cloud ...

Does the credit crunch represent a silver lining for open source?

Open Source Helps New IT Grads Get Foot in the Door

 

 

 


Gamli hundraðkallinn og fé án hirðis

Ég fann blogg sem ég skrifaði fyrir fjórum árum um bankamál. Þar sé ég hvernig ég hef litið á útrásina. Ég hafði ekki áhuga á hagfræðilegum málefnum á þeim tíma og skrifaði helst um mannréttindamál og nettækni en inn í þetta blogg slæddist smávegis hagfræði. Ég var reyndar mest að skrifa um fjárrekstur (þ.e. með kindur) og fór að hugleiða hvað tímarnir væru breyttir. En svona skrifaði ég bloggið 

12.9.04

Gamli hundraðkallinn

kindur-peningar.jpgÁ hundraðkallinum frá 1957 er mynd af Tryggva Gunnarssyni sem var fyrsti íslenski bankastjórinn, reyndar var bankinn víst bara opinn til að byrja með tvo tíma á dag tvisvar í viku en hann var við Bakarastíg sem við það breyttist í Bankastræti. Ég man eftir að í sögukennslunni sem ég hlaut í íslenska skólakerfinu var mikið gert úr þessum banka á Íslandi og hvaða máli fjármálastarfsemi hérlendis skipti fyrir íslenskt atvinnulíf - að auðurinn sem varð til í atvinnulífi hérlendis væri settur í fjárfestingar hérna. Tryggvi bankastjóri lánaði á fyrstu árum bankans í þilskip sem hann segir að hafi borgað sig upp á þremur árum. En núna er öldin önnur bankarnir eru ekki lengur við íslensku verslunaræðina á Bankastræti og Laugaveg heldur sprettur upp fjármálahverfi hérna í fjörunni við Sæbrautina með undrahraða og allir hafa útsýni út á Atlandshafið og Esjuna enda eru allir í útrás. Reyndar finnst mér þetta ganga allt út á að flytja þann auð sem verður til hér á landi til annarra landa. Ég á nokkuð erfitt með að kyngja gamla skólalærdóminum um að það sé best fyrir Ísland að auðlegðin sem skapast hér á landi sé lögð í íslensk atvinnulíf... og mér finnst dáldið furðulegt kerfi í heiminum í dag, þessi ofurtrú á mátt peninganna til skapa verðmæti með óheftu flæði.

 Á hundraðkallinum með Tryggva er líka mynd af fjárrekstri. Ég fann á dyravernd.is þetta um Tryggva og dýr:

Árið 1891 skrifaði Tryggvi eftirfarandi í Dýravininn:

"Mig hefur oft á seinni árum langað til að gangast fyrir því að stofna íslenskt dýraverndunarfélag, en ég ann þess ekki, hvorki sjálfum mér né nokkrum öðrum karlmanni. Konunum er tileinkuð blíða og viðkvæmni, er það því eðli þeirra samboðið að taka málstað munaðarleysingjanna."

Soldið skemmtilega orðað hjá hundraðkallinum.

 

En núna undanfarin ár frá því að Samvinnuhreyfingin féll á Íslandi þá hafa verið menn sem hafa gengið að fé hvar sem þeir sáu það fyrir og upphafið sjálfa sig eins og postula sem væru að bjarga verðmætum og búa til meiri verðmæti með því að slá eign sinni á verðmæti sem byggð voru upp af ýmis konar samvinnufélögum manna. Hugmyndafræðin var að það sem er í almannaeigu sé betur komið ef einhverjir aðila hrifsa það til sín.  Greinin hans Guðmundar  Fé án hirðis er vel skrifuð. 

Hverfum aftur til gamla hundraðkallsins, til þeirra gilda þar sem samband var milli fjárfestinga og atvinnulífs í heimabyggð og þar sem bankastjórinn hefur samhygð með mönnum og málleysingjum.


mbl.is Simbabve norðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurbloggarar kreppunnar

Ekki veit ég hvers vegna ég ætti að blogga eitthvað um gjaldmiðlaskiptasamninga og ádrátt þar. Þetta virðist vera síðasti blóðdropinn úr gjald(eyris)þrotabúi þjóðarinnar. Einhvern tíma hlýtur botninum að vera náð og einhvern tíma hlýtur að koma að því að stjórnvöld hérlend geri reikningsskil. En á meðan þá leysum við þetta hver á okkar hátt að glíma við ástand sem hefur jafnmikil áhrif á okkur og náttúruhörmungar. Ég blogga og margir aðrir virðast gera það sama.

Ástandið í umheiminum virðist vera bjartsýnna vegna opinberra aðgerða í Evrópu og USA og ég vona að sú bjartsýni vari alla vega svo lengi að eignir bankanna sem koma til móts við skuldir verði ekki að engu sb. þetta 5% tilboð enska hrægammsins sem kom með þyrlu Jóns Ásgeirs til landsins. Ég er ekki mjög bjartsýn á að markaðshækkanir endist nema smátíma, það eru allir komnir í kreppuham og neysla snarminnkar.

En  tilboð breska hrægammsins sýnir hvað verðmæti fyrirtækja og félaga í rekstri getur orðið að engu ef það þarf að leysa þau upp skyndilega og selja eignir hvað sem fæst fyrir það. Ég rifja hérna upp það sem ég lærði í viðskiptafræðinni í gamla daga, það var að bókfært virði eigna ætti að vera varfærnislegt og jafnvel miðast við hvað fengist fyrir eignir við skyndisölu. Þannig var það ekki með íslensku bankana. Þó að Landsbankinn ætti miklar eignir fram yfir skuldir eins og honum var að sjálfsögðu skylt þá virðast þær eignir geta sumar farið núna á miklu minna, bæði hafði hið hrikalega fjármálafárviðri þannig áhrif og svo líka að það þarf að leysa upp erlendan hluta bankans og það stendur yfir eins konar brunaútsala.

Mín aðferð til að takast á við þessar þungbæru hörmungar er að reyna að skilja ástandið með því að skrá það í blogg og reyna að veita tilfinningum útrás á þann hátt. Ég held að blogg geti alveg verið verkfæri fyrir ígrundun  fólks sem mætt hefur miklu andstreymi. Mér finnst hjálpa mér að skrá niður á blogg. Það er mjög erfitt að þola óvissuástand um framtíðina eins og við öll þurfum að þola núna. Við höfum engar forsendur til að meta hversu alvarlegt ástandið er en við höfum  góða ástæðu til að vantreysta því sem íslenskir ráðamenn segja.

En hér gerir baggalútur grín að okkur ofurbloggurum kreppunnar:

 kreppublogg.jpg

 

credit_crunch_america_indians_settlers.jpg

 credit_crunch_sub_prime_us_bailout_bank_collapse.gif

comic_1553_notemps.gif


mbl.is Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seiðandi söngur evrunnar

Lausafjárkreppan hefur afhjúpað hve illa óháðir gjaldmiðlar standa í svona fárviðri. Danir og Bretar hafa staðið utan myntbandalagsins. Danski forsætisráðherrann vill taka upp evru og segir að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það 2011. Í Bretlandi er pundið og þar velta menn líka fyrir sér hvort þeir hefðu betur tekið upp evru.

Hagfræðingar skrifa greinina  This is no time to listen to the siren call of the euro

þar sem þeir segja að lausafjárkreppan muni sýna hvort sameiginlegur gjaldmiðill virki þótt hann sé notaður í mismunandi þjóðlöndum. Þeir benda á að það se mismunandi trú á stjórnvöld, meiri trú á að þýsk stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar heldur en spænsk eða grísk. 

Þeir benda á að mikil ójafnvægi hafi skapast á evrusvæðinu. Lág laun í Þýskalandi og Niðurlöndum og lítil framleiðni í löndum eins og  Spáni og Ítalíu.  Spánn, Grikkland og Írland hafa safnað peningaskuldum   en peningaeignir hlaðist upp í Þýskalandi, Niðurlöndum og Austurríki. 

Nú í kreppunni þá geta hins vegar lönd eins og Ítalía og Spánn ekki mætt áföllum með því að lækka gengið. Eina sem hægt er að gera er að lækka kaupið hjá vinnandi fólki og launakostnaður er að falla í þýskalandi. 

Núna í þessari kreppu mun koma í ljós hvort lönd innan evrusvæðisins græða á sameiginlegum gjaldmiðli eða hvort ójafnvægi í framleiðni milli landa brýst fram í stöðnun og kyrrstöðu á einhverjum svæðum.

Sennilega er einn hluti af kreppunni sem nú skellur yfir heiminn tilkominn vegna þess að gjaldmiðlarnir eru eitt tólið til að búa til peninga sem ekki eru til.

En eitt er víst. Dagar krónunnar virðast taldir og það eru ekki margir kostir í stöðunni fyrir Ísland. Reyndar bara tveir að ég sé. Annars vegar er það evra og það þýðir inngöngu í Efnahagsbandalagið, það er alveg ljóst og það er ekki gert á einum degi. Hins vegar er það að reyna að  ná samningum við Norðmenn að nota norskar krónur hérna. Það er frekar fýsilegur kostur og eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur segir þá gæti það verið Plan B. 


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heimspressan lýgur

 Í gær var fyrirsagnaefni víða um heim hvernig stjórnlaust væru rifnar út vörur í verslunum á Íslandi t.d. greinin á bloomberg.com  Icelandic Shoppers Empty Shelves as Currency Woes Threaten Food Supplies

Þetta er tómt bull. Þar sem ég hef komið í verslanir hafa þær verið mjög tómar. Ekki af vörum heldur af fólki. Ég held að margir hafi birgt sig upp í síðustu viku einfaldlega vegna þess að við óttuðumst að gjaldeyrisviðskipti myndu stöðvast. Síðan hafa stjórnvöld séð til þess að matur fær forgang og það er engin ástæða til að hamstra. Við erum líka matvælaframleiðsluþjóð og sjálfum okkur nóg með ýmis konar matvæli.

Ég held að verslanir séu tómar vegna þess að fólk dregur líka úr neyslu sinni á matvælum. Ég hugsa að það séu ekki margar veislur haldnar núna  og enginn vilji lifa óhófslífi. Ég stend sjálfa mig að því að hugsa núna alltaf þegar ég kaupi matvöru "Er ég að eyða íslenskum gjaldeyri? Get ég notað innlenda vöru í staðinn?" 

Það er nú líka þannig að ef við lifum á gæðum jarðar sem eru nálæg okkur og þar sem við þekkjum til hvernig vörur eru framleiddar og hvernig farið er með fólk og dýr og land í framleiðslunni þá erum við líka að efla vistvæna og græna lifnaðarhætti. 

En það er ekki logið bara um matvælakaup heldur líka um hlutabréfamarkað á Íslandi. Fréttir Rúv segja okkur að það sé 5% lækkun í dag en auðvitað að bankarnir eru farnir af hlutabréfamarkaði. Hins vegar fullyrðir e24.no að fallið sé 76% sjá þessa frétt Børsen på Island faller 76 prosent

En Ísland heldur áfram að vera í heimspressunni, hér eru fyrirsagnir núna:

Icelanders Sink Under Mountain of Foreign-Currency Loans as Krona Plunges

 Finland Avoids Iceland Fate Thanks to Shakeout After 1991 Financial Crisis


mbl.is Dregur úr smásöluverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband