Opinn hugbúnaður blómstrar í lausafjárkreppunni

Það hefur verið barátta hjá mér og öðrum undanfarin ár að fá fólk til að skilja kosti þess að breyta yfir í opinn hugbúnað og  efni með opnum höfundarrleyfum, efni sem má afrita og breyta að vild. Oftast er slíkt efni ókeypis en það hefur samt oft verið erfitt og nánast ógjörlegt að fá fólk til að skilja að það er oft að borga fyrir séreignarhugbúnað en getur fengið jafngóðan og stundum betri hugbúnað ókeypis. 

Það eru mikil tækifæri að aðlaga opinn hugbúnað til nota í viðskiptum og atvinnulífi. Google leitarvélin keyrir að ég best veit alfarið á opnum hugbúnaði svo ég nefni dæmi sem allir þekkja.

Hér eru nokkrar greinar sem fjalla um hvernig kreppan veldur því að nú færa sig margir yfir í opinn hugbúnað, ekki síst opinberir aðilar og reyndar allir þeir sem þurfa að spara

Credit crunch moves business to adopt open source | IT PRO

What the credit crunch means for IT | Tech News on ZDNet

Billy on Open Source: Will the Credit Crunch Accelerate the Cloud ...

Does the credit crunch represent a silver lining for open source?

Open Source Helps New IT Grads Get Foot in the Door

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó að kreppa skelli á eins og í dag þýðir það ekki að fyrirtæki geti skipt yfir í frjálsan hugbúnað sí svona.

Mörg fyrirtæki hafa lagt gríðarlega fjárhæðir í að þróa hugbúnað með lokuðum lausnum og er mjög erfitt að réttlæta fjárútlát í endurritun með frjálsum hugbúnaðarlausnum. Þannig hefur gríðarlega mikil og góð vinna átt sér stað innan tölvudeilda stóru bankanna á Íslandi (hvernig sem fór fyrir þeim!).

Ég mun samt fagna þeirri þróun sem nú gæti átt sér stað. Frjáls hugbúnaður er lítið notaður innan íslenskra og erlendra stórfyrirtækja og ríkisbattería í dag.

Ómar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, það var mikil þróun á hugbúnaði innan íslensku bankanna og ég held að þeir hafi staðið mörgum bönkum framar hvað varðar það. Það er einmitt grátlegt að netbankarnir sem voru mjög flottar tæknilegar lausnir og ég held að þeir hafi verið vinsælir úr af því jafnt og að þeir hafi lofað háum vöxtum, að það hafi verið netbankareikningarnir sem núna sem verða til að Ísland er meðhöndlað eins og hryðjuverkaríki og verður fyrir miklu aðkasti. Einmitt þessir netbankar eru auðvitað framtíðin.

þetta er svona eins og fiskeldið. Það mistókst í fyrstu atrennu en þetta er samt framtíðin. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.10.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hugsanlega getur eitthvað af því góða og hæfileikaríka fólki sem þróaði hugbúnað í bankakerfinu og núna hefur ekki starf í breyttu umhverfi snúið sér að því að þróa hugbúnað sem byggir á  opnum  lausnum.  Það er alla vega fyrir þá sem ætla að setja upp sprotafyrirtæki á sviði upplýsingatækni fýsilegt. það verður meiri eftirspurn eftir opnum lausnum og það þarf þá einhverja sem þjónusta og smíða við og breyta þannig hugbúnaði.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.10.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband